Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Page 5
JDV FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 Ný leið til að koma frumsömdum Ijóðum á framfæri: Gefur út lióðageisladisk Ein sérstæðasta geislaplatan sem kemur út á þessu hausti nefnist Hugurinn heima og hefur að geyma ljóð, söngtexta og lög eftir Hallgrím Óskarsson, verkfræðing og deildar- stjóra á markaðssviði Flugleiða. Hann segir ástæðuna fyrir því að hann valdi ekki hefðbundnar leiðir til að koma frá sér ljóðum sínum vera markaðslegs eðlis: „Ég hafði hugleitt að gefa út ljóða- bók en gat ekki séð fyrir mér að fólk færi út í bókabúð til að kaupa ljóö eftir einhvem Hallgrím Óskarsson svo að ég varð að leita annarra leiða,“ segir Hallgrímur um tilurð disksins. „Mér datt þá í hug að gera geisladisk þar sem ljóðin yröu flutt við undirleik. Til að gera hann að enn frekari söluvöru fékk ég Pál Óskar Hjálmtýsson og Stefán Hilm- arsson til að syngja nokkur lög við textana mína. Það má því segja að það sé ákveðin markaðshugsun að baki því að ég valdi þetta form.“ Hallgrímur segir enn enga reynslu vera komna á það hvort það sé söluvænlegt að fara leiðina sem hann valdi til að koma ljóðum sín- um á framfæri. Til þess er of stutt um liðið siðan diskurinn kom út. „Upphaflega markmiðið fyrir mig var að koma efninu frá mér og í hendumar á vissu fólki og það hef- ur tekist. Ég hef líka heyrt lögin leikin í útvarpi þannig að einhverj- ir hafa lagt við eymn,“ segir hann. Á plötunni em sex lög og tíu ljóð með undirleik. Hallgrímur semur sjálfur nokkur laganna ásamt text- um og ljóðum. Þrjú systkini hans koma við sögu á plötunni, þau Fanney, Ásta og Gunnar sem syngja og leika á fiðlu, slagverk og tromm- ur. Að auki taka Gunnlaugur Briem, Eva Ásrún Albertsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir þátt í gerð Hallgrímur Óskarsson - leist ekki á að senda frá sér Ijóðabók og kaus að koma verkum sínum á framfæri á geislaplötu í staðinn. plötunnar ásamt Joni Kjell Seljeseth sem útsetti bæði lög og undirleik við ljóðin. Hcillgrímur Óskarsson segist hafa byijað að yrkja ljóð um átján til tuttugu ára aldurinn. Þau ljóð og textar sem hann valdi á diskinn era hins vegar flest um eins til tveggja ára gömul. „Eldra efnið er þannig að því verður væntanlega flestu eytt áður en langt um líður,“ segir hann. En ætlar hann að fara sömu leið næst þegar hann kemur hugverkum sínum á framfæri? „Ég gef að minnsta kosti ekki út Ijóðabók í hefðbundnu formi," svar- ar hann. „Ætli ég leiti ekki annarra og enn óhefðbundnari leiða en að gefa út geislaplötu.“ -ÁT Dúettinn Tromp dregur upp Myndir „Við fómm suður eina helgi í sumar og tókum upp þrjú lög og eftir það ákváðum við að halda áfram og taka upp lög á heila plötu. Við enduöum með tíu,“ segir Ragnar K£irl Ingason um tilurð plötunnar Myndir með dúettinum Trompi. Trompið skipar auk hans sextán ára söngkona, Harpa Þorvaldsdóttir. Ragnar Karl segir að tónlistarstefnan á Myndum sé einkum melódískt popp með smá undantekningum. Hann fékk Jens Hansson og Björgvin Gíslason til að sjá um und- irleik með sér á plötunni. Þá kom Hjörtur Howser, píanó- og hljómborðsleikari, við sögu í tveimur lögum og Ásgeir Óskarsson og Haraldur Þorsteinsson í fimm. Dúettinn Tromp hefur unnið saman frá því í febrúar. „Ég heyrði Hörpu syngja og leist svo vel á það sem ég heyrði að ég hafði samband við hana skömmu síðar og bauð henni að vinna með mér,“ segir Ragnar Karl. Bæði eru þau frá Hvammstanga. Hann býr hins vegar á Blönduósi og hún stundar nám á Akureyri þannig að minna er um að þau komi fram saman en æskilegt hefði verið. Platan kom út fyrir rúmum mánuði og segir Ragnar Karl að hún hafi fengið ágætisviðtökur nyrðra. Þá hafa lög af henni nokkuð hljóm- að í útvarpi. „En heföi mann grunað að slíkt plötuflóð væri í vændum sem brast á i nóvember hefði maður kannski hug- leitt að fresta útgáfúnni fram á vorið eða sumarið," segir hann. „Slagur- inn um athygli kaupenda og hlust- enda virðist vera ótrúlega harður að þessu sinni.“ Ragnar Karl segir allt óá- kveðið um framhald á sam- starfi dúettsins Tromps. „Ég reikna þó með því að við eigum eftir að gera eitthvað saman í framtíðinni," segir hann. „En aðstæðumar em þannig eins og sakir standa að við eigum frekar óhægt um vik að koma fram sam- an.“ -ÁT HLJÓMPLjÍTU lAiœ'i Kvartett Krístjönu Stefáns - Ég verð heima um jólin: Jólastemning með djassívafi ★★★ Það gefur ekki alltaf góða raun að vera að fikta við hefðbundnar útsetningar á þekktum jólalögum og hafa margir farið flatt á því. Hvergi er íhaldssemin meiri en í jólalögunum og því er það fyrir hvem og einn sem hættir sér i breytingar ferð út á hálan ís. En stundum heppnast að gefa þess- um þekktu lögum nýja og fallega áferð og það hefur Kristjana Stef- áns ásamt kvartett sínum gert með smekklegum djassútsetning- um á plötu sinni Ég verð heima um jólin þar sem nokkur þekkt jólalög em virkilega áheyrileg í flutn- ingi kvartettsins. Útsetningar era eins látlausar og þær geta orðið þeg- ar djassinn er annars vegar og kjarninn í lögunum tapar sér aldrei. Kristjana hefur fallega og góöa rödd sem hún beitir smekklega í lögum á borð við Ég verð heima um jólin, Þorláksmessukvöld og Hvít jól, svo að dæmi séu tekin, og tríóið er samstillt í ágætri spilamennsku þar sem þó aldrei em tekin völdin af söngnum. Það er kannski fyrst í sið- asta lagi plötunnar, þjóðlaginu Hátíð fer að höndum ein, sem er aðeins spilað, að geta tríósins kemur fyrst í ljós og fara þeir félagar Vignir Þór (píanó), Smári (bassi) og Gunnar (trommur) ákaflega vel með þessa fallegu þjóðvísu. Tvö lög skera sig nokkuð frá heildinni. Fyrst ber aö nefna sérlega fallegt lag, Góða nótt, sem þau Kristjana og Páll Óskar syngja, lag sem vinnur á við hverja hlustun og er söngur þeirra frábær. Aftur á móti er hið þekkta klassíska spænska stef, Romance Espagnale, nokkuð á skjön á plötimni, ágætlega raddað og sungið af Kristjönu, Emilíönu Torrini og Sofflu Stefánsdóttur en þetta er alls ekki rétta aðferðin við að flytja þetta fallega stef. í heildina er Ég verð heima um jólin skemmtileg plata sem lætur ekki mikið yfir sér en er góð hlustun við kertaljós um jólin. Hilmar Karlsson I Will Believe in You ★★★ Páll Rósinkrans 1 f .»Ar<, Söngvarinn Páll Rósinkrans hefúr sent frá sér sólóplötu sem nefhist I Believe in You. Á for- síðu geislaplötunnar stendur heitið Christ Gospel Band sem virðist eiga að vera heiti hijóm- sveitarinnar sem leikur undir hjá honum. Þetta heiti segir nokkuð um innihald disksins sem er trúarleg rokktónlist í bland við gospel, fremur en gospeltólnist, svona eins og mað- ur ímyndar sér gospel yfirleitt. Margt er hér vel gert og hressilega. Má nefna lagið Don’t Try to Work It out með góðri hrynjandi og allblúsað. Önnur slík em Working on the Building, Glory, Glory og Are You Sure með sínum ekki óþægi- lega endasleppu versum (í músík en ekki texta). Vandaður og kraftmikill söngur Páls virðist njóta sín vel í þessari kristilegu sambúð viö tónlistargyðjuna. Hann hefur samiö tvö rokklög sem hér má fmna og em bæði vel ffambærileg, þótt hið síðara hugn- ist undirrituðum betur við nánari kynni. Margir ágætir hljóðfæraleik- arar og bakraddasöngvarar aðstoða við gerð I Believe in You og eiga þeir ekki síður en Páll þátt í mjög svo ásættanlegri útkomu. Ingvi Þór Kormáksson KK 8 Magnús Eiríksson - Ómissandi fólk Gálgahúmor Það var vel til fundið hjá Magnúsi Eiríkssyni og Kristjáni Kristjánssyni, KK, að leiða sam- an hesta sína og hljóðrita plötu. Músíklega hafa þeir verið á svipaðri línu, með blúsinn ým- ist í forgrunni eða bakgrunni og ættu því að geta snarað af hnyttnum og áheyrilegum diski. Sú varð líka raunin. Ómissandi fólk er ein eftirtekt- arverðasta platan sem út er gef- in á þessu hausti. Lagasmíðam- ar em skemmtilega fjölbreyttar í einfaldleika sínum. Platan hefst á laginu Óbyggðimar kalla sem er í cajunstíl, eitt sárafárra laga í þeim eðla stíl sem hefur verið gefið út hér á landi. Hér og þar bregður fyrir notalegum gamaldags kántríáhrif- um. Eitt lag er meira að segja hreinræktað bluegrass. En hver sem stfllinn er er það samt tilfínningin sem er í fyrirrúmi. Platan er ákaf- lega hrá og einfóld í uppbyggingu og það á stóran hlut að máli að gefa henni sjarmann. En lögin yrðu sem hvellandi bjalla ef ekki kæmu til textar þeirra Magnúsar og KK. Óborganlegur gálgahúmorinn nýtur sín prýöUega í lögum eins og Leynigluggagægir, Apótek og Foldarkráin. Hér og þar er síðan slegið á alvarlegri nótur, svo sem í Steiktum engli og titillaginu. En engu breytir hvort yrkisefnin em alvarleg eða grábrosleg. Lögin og textamir hitta í mark, hnyttin, hrá og áheyrileg. Ásgeir Tómasson ★★★'Í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.