Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 26
58 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 Afmæli Kristjana Pórdís Ásgeirsdóttir Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir tónmenntakennari, Klukkubergi 16, Hafnarfirði, er fertug í dag. Starfsferill Kristjana fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk tón- menntakennaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1980. Kristjana Þórdis hefur kennt í forskóla og tónfræði við Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar frá 1980. Þá hefur hún stjómað kór skól- ans um skeið. Kristjana Þórdís stjórnaði Kvennakór Suðurnesja 1980-81 og 1982-83, hefur verið organisti við Fríkirkjuna í Hafnarfírði frá 1989 og stjómað þar kirkjukórnum og barnakór frá stofnun hans 1990. Þá stjórnar hún Skátakór St. Ge- orgsskáta í Hafnar- firði. Fjölskylda Kristjana Þórdís Kristjana Pórdís giftist 2.7. 1978 Guðna geirsdóttir. Gíslasyni, f. 16.10. 1957, innanhúshönn- uði. Hann er sonur Gísla Jóns- um; sonar, fyrrv. prófessors, og Mar- 1958, grétar Guðnadóttur, fulltrúa á Skattstofu Reykjanesumdæmis. Börn Kristjönu Þórdís- ar og Guðna eru Gísli, f. 28.6.1979, skiptinemi i Þýskalandi; Kristján, f. 14.11. 1981; Jakob, f. 26.1. 1986; Smári, f. 29.11. 1988; Jón, f. 1.11. 1996. Hálfbróðir Kristjönu Þórdísar, samfeðra, er Guðlaugur Larry Keen, f. 12.4. 1953, bú- settur í Bandarikjun- Guðrún Ásgeirsdóttir, f. 10.5. , bankastarfsmaður, búsett í As- Reykjavík; Lilja Petra Ásgeirs- dóttir, f. 8.12.1961, meinatæknir í Mosfellsbæ; Guðlaug Ásgeirsdótt- ir, f. 16.11. 1962, leikskólakennari í Reykjavík; Níels Ámi Ásgeirs- son, f. 23.7. 1965, búsettur í Bandaríkjunum. Foreldrar Kristjönu Þórdísar eru Ásgeir Beck Guðlaugsson, f. 18.12. 1929, forstöðumaður í Reykjavík, og k.h., Amdís Lilja Níelsdóttir, f. 10.1. 1935, húsmóð- ir. Kristjana Þórdís tekur á móti ættingjum og vinum að heimili sínu á afmælisdaginn eftir kl. 19.00. Hjörtur Snorrason Foreldrar Hjartar eru Snorri Hjartarson, f. 7.3. 1931, rafvirkjameistari á Akranesi, og Helga Kristín Bjarnadóttur, f. 2.3.1931, d. 27.5. 1990, húsmóðir. Ætt Snorri er sonur Hjartar Jónssonar, hrepp- stjóra og útvegsb. á Hellissandi, og k.h., Jó- hönnu Vigfúsdóttur húsfreyju. Helga Kristín var dóttir Bjarna M. Krist- mannssonar og Ásthildar V. Jónsdóttur frá Akranesi. Andlát Hjörtur Snorrason, raf- tæknifræðingur hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, Otrateigi 12, Reykjavík, varð fertugur í gær. Starfsferill Hjörtur fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann stund- aði nám við Iðnskólann á Akranesi, lauk prófi í raf- virkjun, stundaði síðan nám í Danmörku og lauk þaðan tæknifræði- prófi. Fjölskylda Hjörtur Snorrason. Eiginkona Hjartar er Ingibjörg Jóhanns- dóttir, f. 24.4. 1958, húsmóðir. Dætur Hjartar og Ingibjargar eru Berg- þóra, f. 29.9. 1984; Helga Kristín, f. 30.5. 1989. Systur Hjartar eru Ásthildur Bjarney Snorradóttir, f. 14.9. 1952; Margrét Snorradóttir, f. 22.10. 1961. Ingólfur Möller Ingólfur Möller skipstjóri, Dal- braut 21, Reykjavík, lést laugar- daginn 1.3. sl. Útför hans fór fram frá Neskirkju í gær. Starfsferill Ingólfur fæddist í Reykjavík 13.2. 1913 og ólst þar upp. Hann lauk stýrimannaprófi frá Stýri- mannaskólanum i Reykjavík 1934. Ingólfur fór ungur til sjós, var léttadrengur og háseti á varðskip- um og háseti á farskipum 1928-34, var stýrimaður á Brúar- fossi og á Heklu 1934-39, starfaði við lagningu hitaveitu í Reykja- vík, var hafnsögumaður við Reykjavíkurhöfn 1940-47, var síð- an samfellt skipstjóri 1947-66, lengst af á skipum Jökla hf, var búða- og starfsmannastjóri hjá Fosskraft við Búrfellsvirkjun 1966-69 en réðst þá til Eimskipa- félags íslands. Þar starfaði hann fyrst við hágræðingu við vöruaf- greiðslu Eimskips í Evrópu en frá 1972 og til starfsloka 1983 var hann vöruafgreiðslustjóri Eim- skips í Reykjavík. Ingólfur var félagi í Skipstjóra- félagi íslands frá 1948, formaður þess 1957-62 og heiðursfélagi þess frá 1985, formaður sóknarnefndar Nessóknar 1968-70, var félagi í Karlakórnum Fóstbræðrum frá því á stríðsárunum og starfaði með Gömlum Fóstbræðrum frá stofnun, var félagi í Frímúrara- reglunni og virkur í félagsstarfi Sjálfstæðisflokksins auk þess sem hann skrifaði greinar í dag- blöð um þjóðmál og atvinnumál. Ingólfur var sæmdur riddara- krossi Hinnar íslensku Fálka- orðu 1980. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 19.10. 1936, Brynhildi Skúladóttur, f. 19.1. 1915, d. 10.12. 1995, húsmóður. Foreldrar hennar voru Skúli Jónsson, kaupfélagsstjóri á Blönduósi, og k.h., Elín Friðriks- dóttir húsmóðir. Börn Ingólfs og Brynhildar eru Skúli, f. 20.4. 1939, framkvæmda- stjóri, kvæntur Kristínu Sjöfn Helgadóttur og eiga þau einn son auk þess sem Skúli á tvö börn frá fyrra hjónabandi með Ástu Högnadóttur; Jakob Ragnar, f. 7.11. 1940, hrl; Þóra, f. 7.6.1942, d. 14.8. 1969, var gift Jóni Þórhallssyni og eign- uðust þau einn son; Elín, f. 16.9. 1946, hús- móðir og ritari, gift Jóni G. Baldvinssyni og eiga þau fjögur böm; Anna Ragnheið- ur, f. 18.8. 1952, fram- kvæmdastjóri, gift Stefáni Hjalte- sted og eiga þau þrjár dætur. Son- ur Þóru og Jóns Þórhallssonar er Ingólfur, f. 19.9. 1966, kvæntur Hafdísi Hreiðarsdóttur, en Ingólf- ur var að mestur leyti alinn upp hjá Ingólfi, afa sínum, og Bryn- hildi. Systkini Ingólfs: Gunnar Jens, f. 30.11. 1911, d. 6.6. 1988, hrl. og forstjóri Sjúkrasamlags Reykja- víkur; Baldur, f. 19.8. 1914, fyrrv. ráðuneytisstjóri; Þórður, f. 13.1. 1917, d. 2.8. 1975, yfirlæknir. Hálfsystir Ingólfs, samfeðra, er Helga Möller Thors, f. 18.2. 1923. Foreldrar Ingólfs voru Jakob Möller, f. 12.7. 1880, d. 5.11. 1955, alþm., ráðherra og sendiherra, og k.h., Þóra Guðrún Guðjohn- sen, f. 9.11.1887, d. 25.5. 1922, húsmóðir. Ætt Jakob var sonur Ole Peter Christian Möller, kaupmanns á Hjalteyri, og k.h., Ingibjargar Gísladóttur. Þóra var dóttir Þórðar Guðjohnsen, kaupmanns á Húsa- vík og í Danmörku, Péturssonar Guðjohnsen, organista í Reykja- vík, ættfoður Guðjohnsenættar- innar. Móðir Þórðar var Guðrún Sigríður, dóttir Lauritz Michael Knudsen, kaupmanns í Reykja- vík, og k.h., Andreu Hölter, ætt- foreldra Knudsenættarinnar. Móðir Þóru var Þuríður Indriða- dóttir, b. í Prestshvammi Davíðs- sonar. Ingólfur Möller. Fréttir Eskiljörður: Skrautklædd börnin glöddu alla DV, Eskifirði: Alltaf er jafn skemmtilegt í Hulduhlíð, dvalarheimili aldr- aðra á Eskifirði. Bolludagurinn var dásamlegur og bollumar svo góðar að elsta fólkið hér segist ekki hafa smakkað jafn góðar bollur áður. Þá var saltkjöt eins og lög gera ráð fyrir á sprengidag og á ösku- daginn komu á annað hundrað börn um morguninn í smáhópum og sungu af mikilli glaðværð. Gladdi það viðstadda mikið hve börnin syngja vel og eitt þeirra, Kristín Auðbjörnsdóttir, 9 ára, söng einsöng svo skýrt og fallega. Hún er dóttir Svanbjargar Páls- dóttur, sem er yfirhjúkrunar- kona í Hulduhlíð. Ámi Helgason framkvæmdastjóri gaf börnunum vel útilátið sælgæti að launum og kvöddu bömin glöð í bragði. Þórhallur Þorvaldsson kennari kennir börnunum söng í skólan- um, og tala þar verkin vel. En hvað það er nú upplífgandi að heyra blessuð bömin syngja, svo frjáls og falleg og í skrautlegum fatnaði. Regína -----------------------------’WÆÆÆ. staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafslðttur og stighcekkandi 'ÆÆÆÆÆÆÆÆÆWWÆÆÆÆA oW milli hinr)jn, X Smáauglýsingar birtingarafsláttur 550 5000 Tll hamingju með afmælið 12. mars 90 ára Þuriður Skúladóttir, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í matsalnum að Bólstaðarhlíð 43, laugardaginn 15.3. kl. 15.00- 17.00. 80 ára Lára Fjeldsted Hákonardóttir, Hrísateigi 1, Reykjavík. 75 ára Ásta Gísladóttir, Lindargötu 61, Reykjavík. 70 ára Páll Hjaltalín Árnason, Nónási 3, Raufarhöfn. 60 ára Þórður Bjamason, Borgarholtsbraut 43, Kópavogi. Ásmundur Ólafsson, Hrauntungu 18, Hveragerði. Gísli Jónsson, Rjúpufelli 36, Reykjavík. Sigríður Sigurbergsdóttir, Sæviðarsundi 19, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Björn Pálsson. Þau hjónin taka á móti gest- um í Akoges-salnum, Sigtúni 3, Reykjavík, fóstudaginn 14.3. milli kl. 18.00 og 20.00. 50 ára Guðmundur Jens Þorvarðarson, Bakkaseli 32, Reykjavík. Reynir Pétursson, Tangagötu 16, ísafirði. Steindór Ögmundsson vélstjóri, Túngötu 30, Tálknafirði. Steindór tekur á móti ættingj- um og vinum í Dunhaga á Tálknaflrði, laugardaginn 15.3. frá kl. 21.00 og vonast tU að sjá sem flesta. Kristín Björnsdóttir, Jöklatúni 2, Sauðárkróki. Lilja Sörladóttir, Vogalandi 16, Reykjavík. Guðrún VUhjálmsdóttir, IQettagötu 14, Hafnarfirði. Ásta Sigurðardóttir kaupmaður, Lækjarhvammi 20, Hafhar- firði. Eiginmaður hennar er Þor- steinn Háifdánarson. Þau hjónin taka á móti gest- um í Golfskálanum á Hval- eyrarholti á afmælisdaginn, milli kl. 19.30 og 23.00. 40 ára Elfa Signý Jónsdóttir, Urðargerði 1, Húsavík. Sigríður G. Sigurðardóttir, Lerkihlíð 2, Sauðárkróki. Hulda Sigurðardóttir, HávaUagötu 27, Reykjavík. Tvíburasystumar, Hjördis Valgarðsdóttir, Kötlufelli 9, Reykjavík og Ragnheiður Valgarðsdóttir Brændgaard, búsett í Danmörku. Guðmundur Karvel Pálsson, Hlíðarvegi 12, Suðureyri. Baldur Ólafur Svavarsson, Lyngmóum 16, Garðabæ. Magnús Þór Jónsson, Krosshömrum 17, Reykjavík. Ásta Björk Bjömsdóttir, Suðurvangi 4, Hafnarfirði. Sigrún Ólafsdóttir, Öldugötu 29, Reykjavík. Dagný Magnúsdóttir, Baugatanga 3, Reykjavík. Eiður Gunnlaugsson, Reykjasíðu 5, Akureyri. Gísli Hjörtur Guðjónsson, Strandgötu 63, Eskifirði. Þorsteinn G. Þórarinsson, Litlu-Tungu I, Holta- og Landsveit. Sólveig Edda Bjamadóttir, Mánabraut 3, Höfn í Hornafirði. Birgir Ólafsson, Unufelli 50, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.