Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997 7 Sandkorn Préttir Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Hagamúsin í Fréttabréfl Útskálaklrkju, sem kom út fyrir skömmu, er sagt frá því að við guðs; þjónustu í Út- skálakirkju í haust hefði ver- iö fjölmenni. Auk þess hefði mætt til tíðagjörða lítil hagamús sem vonandi hefði not- ið guðsorðs og góðrar tónlistar. Skemmst er frá því að segja að mús- in gerði sig heimakomna og vappaði um kirkjugólfið rétt eins og hún hefði ekki annað gert um sina daga. Klerkurinn varð einskis var enda sneri hann andliti til austursins ei- lífa og því baki við söfnuði sínum langtímum saman. Þegar hann sneri sér við til að lesa úr ritningunni fékk hann ekki annað séð en að svipur og stellingar kirkjugesta væru hálfóttalegar. Músin sást ekki meðan prestur sneri sér að söfnuðin- um og þaö var ekki fyrr en eftir messu sem hann fékk vitneskju um þennan óvænta kirkjugest. En svo hræddur er klerkur við mýs að menn þökkuðu sinum sæla fyrir að hann sá ekki músina. Fullyrt var að hann hefði flúið úr kirkjunni í miðri messu hefði hann séð hana á kirkjugólfinu. Hásingarnar í nýjustu þjóð- sögunni í hér- aðsfréttablaðinu Vestra segir frá miklum jeppa- dellukarli á ísa- firði. Hann hugðist eitt sinn halda áfram um- fangsmiklum breytingum á jeppa sínum en þær höfðu þá staðið yfír i nokkur ár. Eiginkonan var orðin afar þreytt á linnulausum fjárútlátuin heimilisins i þessa dellu. Nú tilkyimti eiginmaðurinn að fjár- festa yrði í nýjum hásingum og kostn- aðurinn yrði þónokkur. Þá sagði frúin stopp. Ef hann keypti hásingamar færi hún á stundinni. Eigimnaðurinn var sjónmaður á ísfirskum togara á þessum árum. Hann ákvað að bera þessar raunir sinar undir skipstjórann sem sagðist telja fráleitt að fóma hjónabandinu út af einhveijum hásingakaupum. Þetta þóttu eigin- manninum ekki góð svör, sneri sér snúðugt að skipstjóranum og sagði: „Það er greinilegt að þú hefur ekki hundsvit á hásingum." Þeir á Króknum Rósberg G. Snædal var snjall hag- yrðingur og í hópi þeirra bestu. Eftir hann era til margar snjall- ar vísur og er góður húmor einkenni á hans vísum. Rósberg stund- aði ýmis störf, bæði á Akureyri Einhverju sinni þegar hann var í Skagafirðinum kusu Sauökrækingar sér nýjan prest. Þá orti Rósberg: Þeir á Króknum kusu prest, kaþólskari en páfann. Það er sem mér þykir verst að þurfa að heyra og sjá hann. JVC Fyrstir með RDS (Radio Data System) F er mingar tilboð! Hlj ómtækj asamstæður: Betri FM stöövar á íslandi senda nú þegar út RDS upplýs- ingar! Nýjustu fréttir og mikið magn af nytsömum og fróö- legum tilkynningum renna yfir skjáinn. Vertu MEÐ-misstu ekki af RDS frá JVC. JVC RDS hljómtækjastæöa er svarið. ★ R/D/S (RadioDataSystem) útvarp með EON (Enhanced Other Networks): PS/RA,TA/NEW S/INFO. ★ Fluorsent upplýstir takkar. Magnari: ★ 2x28w, fullkomin fjarstýring. ★ Live Surround, þriggja stiga tónjafnari. ★ Klukka m/vekjara og tímarofa. Útvarp: ★ Stafrænt útvarp, PTY leitarkerfi. ★ 15 FM og 15 MW/LW stöðvaminni, sjálfvirk innsetning. 3ja skúffu geislaspilari: ★ Forritanlegur upp í 20 lög. ★ 3ja diska rað- eða handahófsspilun og endurtekningu. Segulband: ★ Sjálfvirkur viðsnúningur í upptöku og afspilun. ★ Dolby B hljóðfágunarkerfi, Cr02 afspilun/upptaka. ★ Samkeyrsla geisladisks og bands í upptöku, lagaleitun. Hátalarar: ★ Bassamiklir 10 cm fullsviðs hátalarar. Einnig fáanlegt í hvítu. Ein af mörgum RDS stæðunum frá JVC Tilboðsverð kr. 39.900 stgr. J FACO Tækniverslun Faxafeni 12 - sími 588 0444 Læknirinn og út- fararstjórinn Við skýrðum frá því í Sandkomi siðastliðinn föstu- dag að Rúnar Geirmundsson út- fararstjóri heföi tekið við for- mennsku 1 Al- þýðuflokksfélagi Reykjavíkur. For- veri hans, Gunn- ar Ingi Gunnarsson, hætti við að bjóða sig fram aftur þegar hann fann að þeir Gunnar Gissurarson og Pétur Jónsson borgarfulltrúi vom með vel smurða kosningavél fyrir Rúnar. Hann fékk hins vegar ávítur frá stuðningsmönnum sínum fyrir að hætta við. Þegar Rúnar hafði ver- ið kjörinn formaður hélt Gunnar Ingi ræðu og hóf hana á þennan hátt: „Það er yfirleitt mikil sorg sem fylgir því þegar útfararstjórar taka við af læknum..." en síðan sagði hann að 1 þessu tilfelli væri það ekki. Hann sagðist í raun feginn að losna sökum anna sem formaður launanefndar Læknafélags íslands. Fiskistofa rannsakar kvótamisferli á Reykjanesi og eykur eftirlit: Suðurnes undir smásiá „Eg get staðfest það að við erum að vinna að rannsókn á kvótamis- ferli á Reykjanesi. Það hafa komið upp atvik þar sem við teljum fulla ástæðu til að rannsaka og það er í fullum gangi. Ég vil ekki neftia neina einstaklinga né fyrirtæki á þessari stundu,“ segir Þórður Ás- geirsson Fiskistofustjóri vegna rannsóknar Fiskistofu á kvótamis- ferli á Reykjanesi. Eins og fram kom í DV er Fiski- stofa að upplýsa stórfellt kvótamis- ferli hjá alla vega tveimur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum á Reykjanesi þar sem tugum tonna af þorski hefúr verið skotið undan. Samkvæmt heimildum DV er annað þeirra í Sandgerði en hitt í Garði. Þorskurinn var unninn undir þeim formerkjum að þar væri verið að vinna ufsa. Hilmar Baldursson, lögfræðingur Fiskistofu, hefur að undanfórnu verið á Suðurnesjum vegna rann- sóknanna á kvótamisferlinu. Að- spurður hvort veiðieftirlit væri meira nú vegna mikils þorsks sagði Þórður að ekki væru fleiri menn í eftirliti en áherslurnar væru breyti- legar frá einum tíma til annars eft- ir því hvar mest væri um að vera og brýnast að fylgjast með. Miklu harðari viðurlög „Þessi staður, suðvesturhomið, er einn aðalstaðurinn á vetrarvertíð og er vissulega undir strangasta eft- irlitinu nú. Það liggja miklu harðari viðurlög við þessu svindli nú en áður. Það er tekið mjög hart og al- varlega á þessu i kjölfar nýrra laga um bætta umgengni um auðlindir sjávar. Það fer auðvitað eftir brot- unum hversu alvarlega er tekið á þeim en fangelsisrefsingar eru inn- an refsirammans í þessu málum,“ segir Þórður. -RR 3ja skúffu geislaspilari CompuPlay Virkur OFUR-BASSI, PRO hljómgæði UX-C40R

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.