Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 5
JD’W FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 * ★ ■ ★ ínlist 19 ★ ★ Fyrstu skrefin á erlendri grund: Gus Gus er eitthvert það sér- kennilegasta samkrull lista- manna sem saman hefur gefið út plötu hérlendis, jafhvel erlendis. Níu manna hópur sem sér um listsköpun á sviði tónlistar, leik- listar, kvikmyndagerðar, ljós- myndunar, framkvæmdastjómar og Ijóðagerðar auk þess sem tón- leikahald þeirra er yfirfullt af gleðigjöfum fyrir sjón, heym og tilfinningu tónleikagesta. Eins og einhver erlendra út- varpsmanna sem tók viðtal við Gus Gus sagði: Er þetta ekki of fullkomið til að vera satt? Er ekki einhver mastermind á bak við þennan hóp eins og New Kids on the Block, Take That og Spice Girls, svo eitthvað sé nefht? Svarið er NEI. Gus Gus er al- vöru. í upphafi var... Gus Gus-ævintýrið hófst með gerð stuttmyndarinnar Nautn. Kjól og Anderson (betur þekktir fyrir myndbandagerð) hóuðu í hóp fólks til að leika í myndinni. Daníel, Emilíana og Magnús voru söngvarar - hei, búum til plötu! Maggi Legó og Birgir Þór- arins voru kallaðir til og Baldur Stefánsson skipaður fram- kvæmdastjóri. Svona gerast hlut- irnir í alvöm. Stuttmyndin og platan komu út samhliða á íslandi árið 1995. Platan hefði getað selst betur og myndin hefði getað fengið betri aðsókn, en það skipti víst ekki öllu máli. Útgáfufyrirtækið 4AD sannfærðist svo um munaði, vildi gefa plötima út í uppruna- legu ástandi. Það var því miður ekki hægt sökum brota úr öðrum lögum sem plötusnúðarnir not- uðu, það þurfti að breyta og bæta. Polydistortion um allan heim Platan Polydistortion sem kom út nú í vikunni í allri Evrópu, Suður-Afríku, Malasíu (og þar í kring), 4 löndum í S-Ameríku, allri N-Ameríku, Kanada, Ástral- íu og Nýja-Sjálandi svo eitthvað sé nefnt, er sem sagt 50% end- urunnin firá frumútgáfunni sem kom út hérlendis. í heild hafa farið um 18 dagar í upptökur (jafnt frumupptökur og endur- vinnslu), en auk þess var erlenda útgáfan endunnasteruð. Þessi stutti vinnslutími sýnir vel sam- stillingu hópsins, sem aukinheld- ur trúir ekki á langar stúdíótarn- ir. Lögin sem þurfti að endur- hljóðblanda voru: Oh, Gun, Polyesterday, Barry og Cold Bre- ath 79. Hópurinn er ánægður með útkomuna og viðtökumar sem þau hafa fengið á erlendri gnmd. Þrír meðlimir fóru utan fyrir stuttu og á viku fóru þeir í rúmlega 90 viðtöl, jafnt hjá út- - . - ijm Hinn hæfileikaríki hópur fjöllistamanna í Gus Gus hefur hlotifi verfiskuldaöa athygli úti í hinum stóra heiml enda er hér um gæðaefni afi ræfia. varpsstöðvum, sjónvarpsstöðv- um, blööum og tímaritum. Gus Gus var sýndur mikill áhugi, flestir minntust eitthvað á Björk, en allir vildu fræðast um þennan hóp listamanna frá norðurhjara veraldar. í ferðinni hittu strák- amir líka dreiflngaraðila hvers lands fyrir sig og þá stóð ekki til boða að sitja heima og lesa (þið skiljið). Mikil athygli! Gus Gus hefur einnig fengið mikla spilun á Polyesterday ytra, sérstaklega á MTV þar sem sveitin var valin ein sú líkleg- asta til að slá í gegn á þessu ári. Myndbandið við Polyesterday varð einnig sigurvegari í mynd- bandaannál Ríkissjónvarpsins fyrir árið 1996 (kannski ekki stór mælikvarði miðað við erlendu athyglina, en hei - þau kjósa að vinna alla sína vinnu héðan). Polydistortion kemur út í þrem mismunandi útgáfum. í Evrópu kemur út sérstakur 39 bls. bæklingur með plötunni í takmörkuðu upplagi sem síðan breytist í 12 siðna bækling þegar takmarkaða upplagið klárast. í Bandaríkjunum fylgir smáskifa með plötunni sem kemur ekki út í Evrópu og í Japan eru þeir enn að spá, þar kemur platan út eftir tvær vikur. Á íslandi verður hins vegar hægt að fá allar þess- ar útgáfur, Japis sér um dreif- ingu. Núna taka við tónleika- og kynningaferðir hjá Gus Gus. Forvinnan er búin og nóg af öðr- um verkefnum í boði. Hópurinn var t.d. að klára kókauglýsingu sem verður mikið sýnd í kring- um vetrarólympíuleikana í Jap- an í haust. Þau eru fjárhagslega sjálfstæð, að gera nákvæmlega það sem þau langar til að gera og gengur vel. Er hægt að hugsa sér betra hlutskipti í lífinu? -GBG Þau eru fjárhagslega sjálfstæð, gera nákvæmlega það sem þau langar til að gera og gengur vel. Er hægt að hugsa sér betra hlutskipti í lífinu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.