Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 13 Skýrslan um veiðigjaldið - spurningar og svör Islendingar eru þeirrar náttúru frem- ur öðrum þjóðum að deila um staðreyndir, einkum og sér í lagi þegar fjallað er um nýtingu sameigin- legra auðlinda, þann arð sem þær geta gef- ið af sér og hvemig honum verði skipt. Nýleg skýrsla tveggja hagfræðinga um veiðigjald og skatt- byrði byggðarlaga hefir orðið til að hleypa auknum krafti i þá umræðu. Þarf ekki hag- fræðinga til Eitt og annað er fundið skýrsl- unni til foráttu og þó helst em sagðir þeir annmarkar á henni að í hana vanti tímavídd. Líta má því þannig á að í raun sé hin einfalda spurning sem með henni sé leitað svara frekar spurning fyrir bók- ara en hagfræðinga án þess að lít- ið sé gert úr þeim fyrmefndu eða þeir siðarnefndu taldir yfir það hafnir að svara slikum spuming- Hagfræðinga þarf ekki til að fræða okkur um að veiðigjald sé greitt af fyrirtækjum í sjávarút- vegi og að sjávarútvegur sé hlut- fallslega þýðingarmeiri atvinnu- vegur á landsbyggðinni en í þétt- býlinu á Reykjanesi. Og þar af leiði að fyrirtæki á landsbyggðinni komi væntanlega til með að greiða stærstan hluta veiði- gjalds. Hins vegar Ijáðist að spyrja þeirrar spurn- ingar hvaða áhrif veiðigjald hefði til langframa á afkomu fyrirtækja í landinu og hversu hátt það þyrfti að vera til þess að koma í veg fyrir að fjármunir leituðu í ríkum mæli í veiðar eftir að þeir væru farnir að skila meiri arði annars staðar í hagkerfinu. Þeirrar spurningar var heldur ekki spurt hvort veiðigjald myndi til langframa hafa þau áhrif að hagur sjávarút- vegsfyrirtækja yrði verri eða betri en annarra fyrirtækja þar sem það er viðurkennd staðreynd að engin atvinnugrein getur skilað viðlíka hagnaði og vel rekinn sjávarútveg- ur. Spurningum ósvarað Hagfræðistofnun hefði einnig verið fullsæmd af því að svara þeirri spurningu hvers vegna gjald fyrir nýt- ingu takmarkaðr- ar endurnýjan- legrar auðlindar, sem i orði kveðnu er sameiginleg, hefir ekki sama óhagræði í for með sér við nýt- ingu framleiðslu- þátta og gjald á vinnuafl og fjár- magn. Þessar spumingar voru ekki bornar fram en em ásamt fleirum ráðstefna virði. Full ástæða væri því að taka þær til umfjöllunar. Þeirrar spumingar hefði einnig mátt spyrja hvernig íslenskur þjóðarbúskapur væri staddur nú ef aflamarkskerfi með veiðigjaldi hefði verið tekið upp fyrir tveimur Kjallarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur um. „Hagfræðinga þarf ekki til að fræða okkur um að veiðigjald sé greitt af fyrirtækjum í sjávarút- vegi og að sjávarútvegur sé hlut- fallslega þýðingarmeiri atvinnu- vegur á landsbyggðinni en í þétt- býlinu á Reykjanesi. “ Skýrsla nr. C97:06 Veiðigjald og skattbyrði byggðarlaga Skýrsla til sjávarútvegsráðuneytisíns Skýrslan um veiðigjald og skattbyrði byggðarlaga. - Helstu annmarkar: skortur á tímavídd? áratugum eða um það leyti sem ís- lendingar öðluðust full yfirráð yfir fiskveiðilögsögu sinni. Hér er átt við aflamarkskerfi sem miðaðist við kjörsókn og gjald sem stuðlaði að hagkvæmustu nýtingu fram- leiðsluþátta. Vissulega torskilin þeim er telja veiðigjald deyjandi hugmynd. Spurningin er áleitin vegna þess að samkvæmt Kvótabókinni 1986- 1987 hefir fiskiskipaflotinn stækkað úr 110 þús. brl. í 130 þús. brl. og afl aðalvéla flotans aukist úr 360 þús. kW í 440 þús. kW á ár- unum 1984 til 1996. Enginn ætti aö velkjast í vafa um hversu mörg hundruð þúsund tonn botnfiskafli hefir minnkað á sama tima, í það minnsta ekki Súgfirðingar og Þingeyringar. Kristjón Kolbeins Tölvumýs bíta Fyrir nokkru birtist i DV þörf grein um vinnu með tölvumús. Rakin var saga dansks manns sem varð að hætta tölvuvinnu eft- ir illvígt axlarmein sem rakið var til músarnotkunar. Allt of oft þarf starfsmaður sem vinnur við tölvu að teygja fram handlegginn til að hreyfa tölvu- músina. Hönnun skrifborða er gjarnan nokkrum árum á eftir vélbúnaðarþróun tölva því erfitt er að sjá fyrir byltingarkenndar nýjungar. Fyrst voru tölvurnar settar beint á gömlu skrifborðin. Seinna kom hilla fyrir lyklaborð- ið en ekkert pláss var fyrir tölvu- mýsnar nema við hlið skjásins eða á aðliggjandi skrifborði, oft töluvert til hliðar við lyklaborðið. Og þar eru þær flestar enn í dag. Af hverju bítur músin ? Þetta gerir það að verkum að þegar starfsmaðurinn þarf að hreyfa músina verður hann að teygja handlegginn fram og til hliðar, axlarvöðvarnir eru stöðugt spenntir og (músar)hreyf- ingarnar stuttar og einhæfar. Hér koma nokkrir góð- kunningar sjúkraþjálfar- anna við sögu, nefnilega litlu „Axlar-Birnirn- ir“ sem undirrit- aður kýs að kalla svo. Þessir vöðvar stýra hreyfing- um axlarinnar með því að toga kúluna á upphandleggsbeininu inn í liðskálina á herðablaðinu til að tryggja sem snurðulausasta hreyfingu þegar stóri bróðir, Axl- arvöðvinn lyftir handleggnum. Þessir Axlar-Birnir eru óttalega klénir, tiltölulega illa blóðnærðir og þreytast fljótt og þola illa langvarandi spennu og einhæfar hreyf- ingar. Það er akkúrat hér sem hnífnum er stungið í veslings kúna. Forvarnir Breyta vinnuað- stöðunni. Myndin sýnir góða aðstöðu við tölvuvinnu. Starfsmaðurinn hef- ur tölvumúsina til hliðar við sig, getur hvilt olnbogann og létt þannig álagi af axlarvöðvum. Margar stuttar hvíldir. Vöðvarnir hvílast, bæði með slökun en einnig með stórri hreyf- ingu. í báðum tilvikum verður blóðflæðið greiðara og við hreyf- inguna fær vöðvinn auk þess að lengjast og styttast til fulls. Vöðvinn styrkist og verður hæf- ari því betur sem hann er þjálfað- ur. Léttar æfingar. Hreyfing er hvíld þjáðum vöðvum. Fram þjáð- ir vöðvar í þúsund öxlum. Dæmi: Lyfta handleggjum upp fyrir höfuð. Taka um stólbríkurnar eða stólarmana og lyfta sér upp af stólsetunni. Lyfta öxlum upp að eyrum. Læknir metur ein- kenni og meðhöndlar eins og þarf. Ef þörf er sjúkraþjálfunar gerir sjúkraþjálfarinn nákvæma úttekt á hreyfingum og styrk í sköðuðu öxlinni, beit- ir verkjameðferð, leiðréttir rangt hrey- fimynstur og þjálfar styrk og úthald auk leiðbeininga um skjá- vinnu. Allir bera sína ábyrgð, starfsmaður- inn á að nýta sér hjálpartæki og vinnuveitandi á að uppfylla lágmarkskröfur um út- búnað verkstöðva skv. reglum um skjávinnu frá 1994. Frestur var gefinn til 1. janúar 1997 til að upp- fylla þessi skilyrði. Þessar reglur ásamt leiðbein- ingum um skjávinnu fást hjá Vinnueftirliti ríkisins. Lárus Jón Guðmundsson „Allir bera sína ábyrgð, starfsmað- urinn á að nýta sér hjálpartæki og vinnuveitandi á að uppfylla lág- markskröfur um útbúnað verk- stöðva skv. reglum um skjávinnu frá 1994.“ Kjallarinn Lárus Jón Guðmundsson sjúkraþjálfari, framkvstj. Þjálfa ehf. Með og á móti Var island numió á árabil- inu 870-930 eins og sagnir greina? „Tímasetning landnámsösku- lagsins staðfest- ir tímatal Ara Gunnar Karlsson, pröfessor í sagn- fræöl. Lengi hefur verið vitað og við- urkennt af sagnfræðingum að það er engan veginn öruggt að Ari fróði hafi kunnað nákvæm- lega réttar sög- ur af því hvenær land- nám hafi hafist á íslandi. Þeir hafa hins veg- ar löngum sagt að ekki hafi komið fram rök til þess að hafna tíma- setningu Ara fróða um land- námsöld milli u.þ.b. 870 og 930. Þótt við höfum ekki svo barns- legt traust á honum að við segj- um að þetta sé örugglega rétt hef- ur engin önnur raunveruleg nið- urstaða komið fram. Síðan gerist það, sem var birt í fyrra, að land- námsöskulagið fannst og var tímasett í borkjarna á Græn- landsjökli um 870. Verulegur ágreiningur hefur ekki verið uppi um það að það féll um svip- að leyti og landnám byrjaði. Tímasetning á þvi er í mínum huga staðfesting á tímatali Ara fróða þótt erfitt sé að koma því heim og saman að það standist upp á ár eða að það standi ná- kvæmlega um landnám í hverju einstöku tilfelli." Kolefnisaldurs- greining bendir a.m.k. til 8. aldar „Landnámið er eldra en menn hafa áður talið þegar þeir hafa miðað við tímatal ritaðra heim- ilda eins og íslendingabókar Ara fróða og Land- námabókar. Það má marka af því að vitað er að elstu byggðarleifar liggja undir svokallaðri landnáms- gjósku. Elstu kolefnisaldurs- greiningar benda til þess að byggðin nái að minnsta kosti aftur á 8. öld eða jafnvel eitthvað lengra aftur. Kolefnisaldursgrein- ingarnar eru einkum aldurs- greiningar á koluðum viði sem menn hafa kolað. Síðan er um þessar mundir í gangi norrænt samstarfsverkefni fornleifafræð- inga og eðlisfræðinga, sem kall- ast Byggð og tímatal i Norður- Atlantshafi og fæst við upphaf landnáms á íslandi og í Færeyj- um. Allnokkrar aldursgreiningar sem þegar liggja fyrir benda til þess að aldur landnámsins sé eldri en talið hefur verið. Innan þessa verkefnis höfum við einnig aldursgreint mannabein og hesta- bein úr gröfum og borið saman við muni úr gröfunum. Fylgnin þama á milli er ótrúleg. Enn sem komið er hefur ekkert komið fram sem segir að viö getum ekki tekið fúllt mark á þessum kolefn- isaldursgreiningum." -VÁ Margrét Hermanns- Auðardóttir forn- leifafræðingur. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang' ritstjómar er: dvritstföcen trum. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.