Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Blaðsíða 1
21 Evrópumótið: Besti árangur keilumanns Jón Helgi Bragason lék mjög vel í einstaklingskeppninni á Evrópumótinu í keilu í Notting- ham um helgina. Jón Helgi lenti í 13. sæti sem er besti árangur keilumanns í móti á erlendum vettvangi. Hann lék að meðaltali á 198,1 í átta leikjum en sigraði í þremur þeirra. Það var Norðmaðurinn Tore Torgersen sem sigraði. -JKS Lottó: 4 7 20 29 33 -8 EM í snóker: Kristján annar Kristján Helgason náði frá- bærum árangri á Evrópumótinu í snóker í Biarritz i Frakklandi, tapaði í gær í úrslitaviðureign- inni gegn Finnanum Robin Hull, 3-7. Áður en að úrslitarimmunni kom var Finninn, sem er númer 88 á heimslistanum en Kristján nr. 453, búinn að leggja Evrópu- meistarann frá Skotlandi í und- anúrslitum og því greinilega í hörkuformi. Sagði Kristján að mikil stígandi hefði veriö í spila- mennsku Finnans allt frá upp- hafi mótsins og því við ramman reip að draga. í undanúrslitum lagði Krist- ján Möltubúann Alex Borg, 6-0, sem verða að teljast algjörir yfir- burðir. Þrátt fyrir tap í úrslitum hefur Kristján sýnt það og sannað með spilamennsku sinni í þessu móti að hann er í hópi þeirra bestu í heiminum í dag. -ÖB skurir i Eyjum - sjá Shell-mót á bls. 24-25 Crystal Palace greiddi IBV 70 milliónir fyrir Hermann DV, Eyjiun: Hermann Hreiðarsson, landsliðs- maður ÍBV, hefur skrifað undir samning við enska úrvalsdeildar- liðiö Crystal Palace. ÍBV og enska liðið gengu frá samkomulaginu sín á milli í gær og var þá skrifað und- ir samninginn í Eyjum og hann sendur út til Englands. Hermann á hins vegar eftir að ganga frá sínum samningi við enska liðið. Hermann fer til Crystal Palace 20. júlí en leikur með ÍBV fram að þeim tima. Kaupverðið fékkst ekki uppgefið en samkvæmt heimildum DV í London er talið liklegt að það sé um 70 miiljónir króna. Er því vænt- anlega um einn hagstæðasta samn- ing að ræða sem íslenskt félag hef- ur nokkum tíma gert fyrir leik- mann. „Erfitt aö yfirgefa ÍBV á miöju tímabili" „Það er erfitt aö yfirgefa ÍBV á miðju tímabili. Ég var hjá Crystal Palace í vetur og leist mjög vel á klúbbinn. England er draumaland allra knattspyrnumanna og það verður hálfskrýtið að mæta körlum eins og Alan Shearer," sagði Her- mann í samtali við DV. Að sögn Jóhannesar Ólafssonar, formanns knattspyrnuráðs ÍBV, sendi Crystal Palace formlegt tilboð fyrir skömmu. „Við vorum ákveðnir í að salta allt svona þangað til í haust en þeg- ar tilboð barst, ansi óvænt, fór ég ásamt Sighvati Bjamasyni frá Vinnslustöðinni til London þar sem samningar náðust. Við erum sáttir við samninginn og hann er hagstæður fyrir alla aðila. Kaup- verðið er ekki gefið upp af okkar hálfu. En í samningnum felst m.a. að við getum lánað leikmenn út og fengið leikmenn lánaða frá þeim. Einnig getum við sent unga stráka í æfingabúðir og ýmislegt fleira. Þeir ætla að hafa Hermann í liðinu, þeir sáu hvað hann getur á sl. vetri." „Slæmt aö missa lykilmann okkar úr vörninni“ Auðvitað er slæmt að missa lyk- ilmarrn okkar úr vöminni en þetta er spuming um framtíð hans og þeir vildu fá hann út um svipað leyti og þeir undirbúa sig fyrir ensku úrvalsdeildina," sagði Jó- hannes ólafsson. -ÞoGu Herbert til Maes í Belgíu - stórt skref upp á viö fyrir mig sem körfuboltamann,“ segir Herbert Hnefaleikar: Sögulegur bardagi í Las Vegas - sjá bls. 28 Herbert Arnarsson til Belgíu. Herbert Amarson, landsliðsmað- ur í körfuknattleik, hefur gert eins árs samning við belgíska úrvals- deildarliðið Racing Maes Pils frá Antverpen. Herbert lék á síðasta tímabili með hollenska liðinu Don- ar frá Groningen við góðan orðstír. í Belgíu leika 14 lið í efstu deild og hafnaði Maes í 7. sæti á sl. vetri en sex efstu liðin komust í úrslita- keppnina. Hugur er í forráðamönn- um liðsins að gera enn betur á komandi tímabili og hafa nýir leik- menn verið keyptir að undanfömu „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og tel þetta vera stórt skref upp á við fýrir mig sem körfubolta- mann. Ég ætlaði alltaf að nota Hol- land sem stökkpall og það gekk eft- ir. Ég er mjög spenntur að byrja aö leika með Maes en ég á að mæta á fyrstu æfinguna 28. júlí og deildin hefst síðan í september. Ég ætla að standa mig því það er aidrei að vita nema hugurinn stefni enn sunnar í Evrópu,“ sagði Herbert við DV. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.