Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1997, Blaðsíða 5
24 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1997 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1997 25 Iþróttir Keflavík (1)2 Skallagrímur (1)3 1-0 Haukur Ingl Guðnason (29.) fékk stungusendingu frá Guðmundi Steinarssyni og skoraði frá vinstra markteigshorni. 1-1 Sindri Grétarsson (38.) ýtti boltanum yfir marklínuna eftir skalla Þorsteins Sveinssonar og darraöar- dans í vitateignum. 1-2 Sindri Grétarsson (48.) með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri og misskilning í vöm Keflvíkinga. 1- 3 Hjörtur Hjartarson (58.) fékk boltann rétt utan vítateigs og lét vaða með hörkuskoti i markhomið niðri. 2- 3 Eysteinn Hauksson (77.) meö þrumuskoti utan vitateigs, boltinn breytti stefnu af varnarmanni og fór í öfugt hom miðaö við stefnu. Lið Keflavíkur: Bjarki Guð- mundsson - Jakob Már Jónharðsson @, Guðmundur Oddsson, Kristinn Guðbrandsson, Karl Finnbogason (Þórarinn Kristjánsson @ 61.) - Jó- hann B. Guðmundsson (Snorri Már Jónsson 67.), Gestur Gylfason (Adolf Sveinsson 72.), Eysteinn Hauksson @, Gunnar Oddsson, Guðmundur Steinarsson - Haukur Ingi Guðnason. Lið Skallagríms: Friðrik Þor- steinsson - Jakob Hallgeirsson @, Garðar Newman (Þorsteinn Sveins- son 17.), Gunnar M. Jónsson @@, Pétur R. Grétarsson @ - Stefán Ólafsson, Sigiu-ður Sigm-steinsson @, Björn Axelsson, Hilmar Hákonar- son (Kristján Georgsson 83.) - Hjörtur Hjartarson, Sindri Grétarsson @ (Valdimar K. Sigurðsson 72.) Markskot: Keflavík 17, Skallag. 6. Hom: Keflavík 6, Skallagr. 2. Gul spjöld: Karl (K), Jakob M. (K), Hjörtur (S), Gestur (K), Jakob H. (S). Dómari: Gylfi Orrason, hafði góð tök á leiknum. Áhorfendur: Um 400. Skilyrði: Gola, rigningarúði, völl- urinn háll en þokkalegur. Maður lciksins: Gunnar Már Jónsson, Skallagrlmi, var sem klettur í vöm Borgnesinga. ÍA (3)6 Stjarnan (0)2 1- 0 Alexander Högnason (3.) skallaði boltann óverjandi í mark eft- ir fyrirgjöf Steinars Adolfssonar. 2- 0 Jóhannes Harðarson (14.) eft- ir sendingu Haralds Ingólfssonar. 3- 0 Pálmi Haraldsson (36.) með glæsilegu viðstöðulausu skoti eftir sendingu Gunnlaugs Jónssonar. 4- 0 Ragnar Hauksson (73.) með viðstöðulausu skoti eftir að vamar- manni mistókst að hreinsa frá marki. 5- 0 Ragnar Hauksson (78.) með föstu skoti frá vítateigslinu eftir send- ingu frá Haraldi Hinrikssyni. 6- 0 Ragnar Hauksson (82.) með viðstöðulausu skoti í bláhornið niðri eftir sendingu Haralds Ingólfssonar. 6-1 Mihajlo Bibercic (84.) úr vítaspyrnu eftir að Steinar Adolfsson felldi Valdimar Kristófersson. 6-2 Mihajlo Bibercic (87.) með glæsilegum skalla eftir sendingu Sumarliða Ámasonar. Lið í A: Þórður Þórðarson - Gunn- iaugur Jónsson @, Steinar Adolfsson @, Ólafur Adolfsson (Sturlaugur Haraldsson 72.), Aleksandar Linta @ - Pálmi Haraldsson @, Alexander Högnason @, Jóhannes Harðarson @ (Ragnar Hauksson @@ 69.), Har- aldur Ingólfsson @ - Olafur Þórðar- son @, Kári Steinn Reynisson (Har- aldur Hinriksson 74.). Lið Stjömunnar: Ámi Gautur Arason @ - Birgir Sigfússon (Gauti Laxdal 64.), Helgi Björgvinsson, Ragnar Árnason, Reynir Bjömsson - Hermann Arason, Valdimar Kristó- fersson, Kristinn Lámsson, Ingólfur Ingólfsson (Sumarliði Ámason 67.), Goran Kristófer Micic @ - Mihajlo Bibercic @. Markskot: ÍA 12, Stjaman 3. Hom: ÍA 5, Stjaman 5. Gul spjöld: Alexander H. (lA), Valdimar (S), Goran Kristófer (S). Dómari: Ólafur Ragnarsson, dæmdi vel. Áhorfendur: Um 750. Skilyrði: Suðvestangjóla, smá rigning í lokin, völlurinn mjög blaut- ur og erfiður. Maður leiksins: Ragnar Hauks- son, ÍA. Ótnileg byrjun, inná i 21 mínútu, þrenna á niu mínútum og litlu munaði að fjórða skotið rataði sömu leið. íkvöld 2. deild karla í knattspymu: Selfoss-HK ...................19.00 Víöir-Leiknir R...............19.00 1. deild kvenna: Tindastóll-Leiftur............19.00 íþróttir Borgnesingar hirtu öll stigin í Keflavík og geta enn forðað sér frá falli: „Erum ekki hættir“ - sagði Ólafur Jóhannesson eftir óvæntan sigur Skallagríms, 2-3 DV, Suðnrnesjum: Þótt flestir hafi afskrifað mögu- leika Borgnesinga á að halda sér í úrvalsdeildinni er ljóst að það er of snemmt. Eftir óvæntan sigur í Keflavík í gærkvöld, 2-3, eru þeir skyndilega komnir í baráttuna á ný, eru aðeins þremur stigum á eftir Val og með betri markatölu. Á hinn bóginn geta Keflvíkingar nú endan- lega afskrifað vonir sínar um meist- aratitilinn. Þetta var fimmta tap þeirra í síðustu sex leikjunum og þeir eru nú dottnir niður í fjórða sætið. „Þetta er geysilega mikilvægur sigur. Þessi leikur var upp á líf og dauða fyrir okkur og viö erum ekki hættir að berjast fyrir lífi okkar í deildinni,“ sagði Ólafur Jóhannes- son, þjálfari Skallagríms, við DV eft- ir leikinn. Fögnuður Borgnesinga eftir leik- inn var griðarlegur og sigurinn gæti gefið leikmönnum aukið sjálfs- traust. Það gæti gert gæfumuninn þegar upp verður staðið í lok móts- ins. Á hinn bóginn virtust sumir leik- menn Keflavíkur vera áhugalausir og famir að hugsa of mikið um bik- arúrslitaleikinn. Skallagrímsmenn börðust eins og Ijón og uppskáru eftir því. Þeir nýttu sín fáu marktækifæri til fulln- ustu. Keflvíkingar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik og Haukur Ingi skor- aði en jöfnunarmark Sindra Grét- arssonar var eins og köld vatnsgusa framan i leikmenn og stuðnings- menn Keflavíkur. Það kom úr eina marktækifæri Skallagríms í fyrri hálfleik. , Tvö mörk, frá Sindra og Hirti Hjartarsyni, snemma í síðari hálf- leik slógu Keflvíkinga út af laginu. Þau virtust jafnvel koma sumum leikmönum Skallagríms á óvart. Ey- steinn Hauksson náði að minnka Garðar ökklabrotinn Garðar Newman, fyrirliði Skallagríms, leikur ekki meira með liðinu í úrvalsdeildinni í knattspymu í sumar. Garðar, sem hefur verið lykilmaður í vöm Borgnesinga, ökklabrotnaði eftir aðeins 17 mínútna leik í gærkvöld og var fluttur beint á sjúkrahús. Þetta er mikið áfall fyrir Borgnesinga sem eiga framundan harða baráttu fyrir lífi sínu í deildinni. Sex spor í ökkfa Jóhanns Þá varð Keflvíkingurinn Jóhann B. Guðmundsson Qarðar Newman. fyrir meiðslum í gærkvöld og varð að fara af velli. Sauma þurfti sex spor við ökklann og óvíst er hve lengi hann verður að ná sér. -ÆMK/VS Skagamenn á fleygiferð: Siglfirski strákurinn sló í gegn - Ragnar með þrennu á níu mínútum DV, Akranesi: Tvítugur Siglfirðingur, Ragnar Hauksson, sló heldur betur í gegn í sínum fyrsta leik með Skagamönn- um í úrvalsdeildinni í gær, gegn Stjörnunni. Ragnar, sem gekk til liðs við ÍA í lok júlí, kom inn á sem varamaður 20 mínútum fyrir leiks- lok og skoraði þrjú mörk á aðeins níu mínútna kafla. Með því tryggði hann Skagamönnum stórsigur á botnliöi Garðbæinga, 6-2, og byrjun Ragnars er einhver sú ævintýraleg- asta sem um getur í íslenskri knatt- spymu. „Það var dagskipunin í dag að vinna leikinn og við voram að spila ágæflega. Eftir að við skoruðum fyrsta markið gáfu Stjörnumenn eft- ir og við gengum á lagið. Mótspyrn- an var ekki eins mikil og við bjugg- umst við, þeir eru að róa lífróður í deildinni og loksins sköpuðum við okkur mikið af færum og skoruðum sex mörk. Það var gaman fyrir Ragnar að koma inn í liðið og skora þrjú mörk,“ sagði Haraldur Ingólfs- son. Skagamenn áttu leikinn frá upp- hafi til enda og óðu í færum. Stjam- an átti ekki eitt einasta markskot í fyrri hálfleiknum og þriggja marka munur í leikhléi var síst of stór. Síð- an tók Ragnar við en Mihajlo Bibercic svaraði tvívegis í lokin. Glæsileg markvarsla Árna Gauts Arasonar forðaði Stjörnunni frá enn verri útreið. Skagamenn era komnir á fleygi- ferð á ný og eflast með hverjum leik. Allt liðið spilaði vel og með þessu áframhaldi veitir ÍA Eyja- mönnum harða keppni um meist- aratitilinn. Með Ragnari virðist lið- ið hafa eignast nýjan markaskorara, sem ekki var sóttur eins langt og sá sem upphaflega átti að gera mörkin í sumar. Stjarnan færist enn nær fallinu og aðeins kraftaverk getur úr þessu komið í veg fyrir að Garðbæingar leiki í 1. deildinni næsta sumar. Þeir þurfa að bæta sig all veralega, ætli þeir að vinna leik í sumar en þeir hafa þegar slegið öll met með því að leika 13 fyrstu leikina án sig- urs. Það er greinilegt að þjálfara- skiptin hafa ekki dugað til að snúa Stjömunni á rétta braut í deildinni. -DVÓ/VS muninn í 2-3 og lokamínútumar voru hörkuspennandi. Snorri Már Jónsson átti síðasta tækifærið en skallaði rétt framhjá marki Skalla- gríms. Liðsheildin var sterk hjá Skalla- grími og Sindri nýtti tvö af þremur marktækifærum sínum. Slíkt gera bara fæddir markaskorarar. Ey- steinn lék best Keflvíkinga og mikil yfirferð var á piltinum í vöm og sókn. „Ég verð að viðurkenna og sætta mig við það að liðið hefur ekki reynslu eða burði til að berjast á tveimur vígstöðvum. Ég held að menn séu með hugann við bikarinn þótt ég hafi reynt að berjast gegn því. Menn virðast ekki hafa trú á sjálfum sér til afreka í deildinni áfram og kastað þeim möguleika frá sér. Leikurinn var vægast sagt dap- ur hjá okkur. Oft þegar við höfum tapað hefur maður séð einn og einn ljósan punkt en ég sá ekki einn ein- asta í þessum leik,“ sagði Sigurður Björgvinsson, annar þjálfara Kefl- víkinga. -ÆMK Óhagstætt fyrir bæði - Fram og Leiftur misstu bæöi dýrmæt stig með 1-1 jafntefli Þorbjörn Atli Sveinsson kom Frömurum yfir í gærkvöld en þaö dugöi þeim þó ekki til sigurs. Framarar og Leiftursmenn skildu jafnir, 1-1, í rólegum leik á Laugardals- velli i gær. Fyrir leikinn var ljóst að það lið sem hirti öll stigin væri enn þá inn í mynd- inni í baráttunni um meistaratitilinn en það sem yrði af stigum, sæti eftir um miðja deild. Liðin höfðu þá staöreynd eflaust í huga því bæði spiluðu þau skynsamlega og gáfii ekki of mörg færi á sér. Sjá mátti oft skemmtilegt spil úti á velli sem oft endaöi án þess að liðin næðu að skapa sér færi. Framarar áttu heldur meira í fyrri hálfleik og strax eft- ir hlé skilaði skemmtileg skyndisókn af sér góðu marki Þorbjamar Atla. Fram- arar duttu aftur á völlinn eftir markiö og þegar líða tók á leikinn náðu Leiftur- menn oft að ógna Frömurum án þess þó að skapa sér nein sérstök færi. Þau helstu komu eftir að Gunnar Már fyrir- liði var kominn sem fremsti maður en hann var úti um allan völl í bókstaflegri merkingu enda lét Kristinn þjálfari hann spila í vörn, á miðju og í sókn í leiknum. Það var síðan á endanum Gunnar Már sem jafnaði leikinn fyrir Ólafsfirðinga eftir skemmtilega tekna aukaspyrnu Rastislavs Lazorik. Undir lokin tók leikurinn nokkurn kipp, sértaklega varðandi gulu spjöldin en Sæmundur dómari, sem þangað til hafði verið rólegur, gaf 6 af 7 spjöldum leiksins á síðustu 15 mínútunum. Af þessum 6 hlaut Ámundur Amarsson Framari tvö sem þýddi rautt spjald á 82 mínútu. Leiftursmenn reyndu eftir fremsta megni að nýta sér liðsmuninn undir lok- in en án árangurs og liöin urðu að sætta sig við jafntefli. Bæði lið hefðu eflaust viljað taka öll stigin úr leiknum þar sem jafntefli setur þau heldur út úr myndinni varðandi toppbaráttuna en þetta verða þó að telj- ast sanngjörn úrslit. Leikurinn var í rólegra lagi og ekki mikið um góð marktækifæri. -ÓÓJ 1- 0 Einar Þór Danlelsson (15.) fékk fallega sendingu frá Brynjari Gunnarssyni, lék á Lárus í markinu og skoraði af öryggi. 2- 0 Andri Sigþórsson (25.) fékk sendingu frá Ólaíl Kristjánssyni, tók boltann vel niður og skoraöi með góðu skoti. 2- 1 Hörður Magnússon (46.), með þrumuskoti úr vítateignum eftir lag- lega stungusendingu frá Porca. 3- 1 Bjarni Þorsteinsson (67.) sneiddi boltann laglega með höfðinu eftir fyrirgjöf Einars Þórs. 4- 1 Andri Sigþórsson (76.) átti skot sem Lárus varði, Andri náði sjálfur frákastinu og skoraði örugg- lega. 5- 1 Andri Sigþórsson (89.) úr vítaspymu sem dæmd var eftir að Guðmundur Benediktsson var togað- ur niður I teignum. 6- 1 Guðmundur Benediktsson (90.), fékk góöa sendingu írá Amari og þmmaði boltanum inn af stuttu færi. Lið KR: Kristján Finnbogason @ - Sigurður Öm Jónsson @, Bjami Þorsteinsson @, Óskar H. Þorvalds- son @, Ólafur Kristjánsson @ (Heimir Guðjónsson 61.) - Hilmar Bjömsson @ (Arnar Jón Sigurgeirs- son @ 85.), Þorsteinn Jónsson, Brynj- ar Gunnarsson ®, Sigþór Júlíusson (Guðmundur Benediktsson @ 75.), Einar Þór Daníelsson @@ - Andri Sigþórsson ®@. Lið Vals: Lárus Sigurðsson - Bjarki Stefánsson @, Jón S. Helga- son, ívar Ingimarsson, Guðmundur Brynjólfsson (Jón I. Ingimarsson 46.), Hólmsteinn Jónasson (Amar H. Jó- hannsson 80.), Ólafur Brynjólfsson (Gunnar Guðmundsson 80.), Atli Helgason, Sigurbjöm Hreiðarsson - Hörður Magnússon. Markskot: KR 18, Valur 5. Hom: KR 7, Valur 2. Gul spjöld: Óskar (K), ívar (V), Ólafur (V), Hörður (V). Dómari: Egill Már Markússon. Áhorfendur: Um 800. Skilyrði: Hægviðri, smá úði í síð- ari hálfleik, völlurinn góður. Maður leiksins: Andri Sigþórs- son, KR. Skapaði mikinn usla í vöm Vals, var óhemjuduglegur og skoraði þrjú mörk. Rikharöur Daðason er að koma til eftir meiðslin og verður með í næsta leik, gegn Leiftri. Ólafur H. Kristjánsson fór veikur af velli í síðari hálfleik. Hann þjáðist af magakveisu og ældi. Andri Sigþórsson fagnar ööru marki sínu af þremur gegn Val í gærkvöld en markiö sjálft sér efst til hægri. DV-myndir Brynjar Gauti Snilldartilþrif - Andri með þrennu í 6-1 sigri KR á Val og hefur gert 8 mörk í tveimur leikjum KR-ingar sýndu á köflum snilldartil- þrif þegar þeir hreinlega rúlluðu Vals- mönnum upp á heimavelli sínum í vesturbæ í gærkvöldi, 6-1. Valsmenn höfðu ekki roð við mjög frísku KR-liði og máttu í heild teljast heppnir með að hafa ekki fengið verri útreið. Hlíðar- endaliðið vai' yfirspilað á löngum köfl- um í leiknum og það var aðeins í byrj- un síðari hálfleiks sem það sýndi ein- hvem lit. KR-ingar áttu fyrri hálfleikinn eins og hann lagði sig og Valsmenn máttu prísa sig sæla við að vera ekki nema 2- 0 undir í leikhlénu. Valsmenn komu grimmir til síðari hálfleiksins og eftir aðeins 40 sekúnda leik náði Hörður Magnússon að laga stöðuna fyrir sína menn þegar hann skoraði fallegt mark. Skömmu síðar átti Bjarki Stef- ánsson lúmskt skot í stöng en þar með var allur vindur úr þeim rauðklæddu. KR-ingar tóku leikinn í sínar hendur að nýju og síðasta hálftímann sóttu þeir linnulítið og uppskerran var fiög- ur mörk. Eins og KR-ingar spiluðu í gær skyldi enginn afskrifa liðið í barátt- unni um íslandsmeistaratitilinn. Liðs- heildin var feikilega sterk og það var mjög gaman að sjá tilþrif KR-inga í þessum leik. Boltinn gekk vel á milli manna, kantamir vora vel nýttir og Valsmenn vora oftar en ekki áhorf- endur í leiknum. Það er erfítt að tína einhverja leikmenn út úr KR-liðinu sem spiluðu betur en aðrir. Það verð- ur þó að minnast á Andra Sigþórsson. Þessi 20 ára strákur hefur svo sannar- lega slegið í gegn og er kominn í hóp bestu framherja landsins. Hann skor- aði þrennu fyrir sina menn og er þar með orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk. Andri er leikmaður sem gefur sig 100% i leik- inn og hann hlýtur að vera farinn að banka á dyr landsliðs Guðjóns Þórðar- sonar. Til marks um öfluga liðsheild KR og sterka liðsheild kom Guðmund- ur Benediksson inn á seint í leiknum, skoraði mark og fiskaði vítaspymu og Amar Jón Sigurgeirsson átti einnig góða innkomu og lagði upp eitt mark. „Ég get ekki annað en verið ánægð- ur með þennan leik hjá okkur og úr- slitin voru sæt hefnd frá fyrri leiknum sem við töpuðum. Þetta var góður leikur af okkar hálfu og nú komu mörkin sem okkur tókst ekki að setja í Evrópuleiknum. Baráttan um titilinn er ekki búin og þótt staðan sé ekki mjög björt fyrir okkur höfum við ekki gefið upp vonina," sagði Einar Þór Daníelsson, leikmaður KR, við DV eft- ir leikinn. Valsmenn vora á hælunum nær all- an leikinn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem ekki stóð steinn yfir steini. Leikur liðsins var ómarkviss, dekkningin nánast engin og Valsmenn þurfa að hugsa vel sinn gang ef ekki á að fara illa i haust því stutt er í fall- sætið. „Þetta var alveg skelfilegt. Við vor- um ekki með í fyrri hálfleiknum en komum svo sterkir inn í síðari hálf- leikinn. Við sprungum á limminu eft- ir að þeir skoruðu þriðja markið, í restina var þetta orðið slys. KR-ingar voru að vísu að spila vel, þeir eru með mjög góðan mannskap sem hefur alla burði til að fara alla leið. Við þurfum að endurskoða okkar leik og við þurf- um svo sannarlega að fara að dusta rykið af vírvinnuvettlingunum frá 1995 og rífa okkur upp á rassgatinu," sagði Lárus Sigurðsson, markvörður Vals, við DV eftir leikinn. -GH ÍBV (1)2 Gríndavík (0)1 1- 0 Tryggvi Guðmundsson (45.) skallaði boltann í netið af markteig eftir sendingu frá Sverri Sverrissyni. 2- 0 Tryggvi Guðmundsson (73.) fylgdi vel á eftir skoti Guöna Rúnars Helgasonar sem Albert varöi en hélt ekki boltanum. 2-1 Zoran Ljubicic (89.) úr víta- spymu eftir að Hlynur Stefánsson felldi Óla Stefán Flóventsson innan teigs. Lið ÍBV: Gunnar Sigurðsson @ - Ivar Bjarklind @, Hlynur Stefánsson @, Zoran Miljkovic @@, Hlynur Jó- hannesson @ (Bjamólfur Lárusson 79.) - Leifur Geir Hafsteinsson, Sverr- ir Sverrisson @, Kristinn Hafliðason - Guðni Rúnar Helgason, Steingrím- ur Jóhannesson, Tryggvi Guðmunds- son @. Lið Grindvíkinga: Albert Sævars- son - Hjálmar Hallgrímsson, Milan Stefán Jankovic @, Guðjón Ás- mundsson @, Björn Skúlason @ - Zoran Ljubicic @, Ólafur Örn Bjarnason, Vignir Helgason @, Ólaf- ur Ingólfsson (Óli Stefán Flóventsson 73.), Þórarinn Ólafsson (Sigurbjörn Dagbjartsson 85.) - Sinisa Kekic (Grétar Einarsson 46.). Markskot: ÍBV 9, Grindavík 6. Hom: ÍBV 8, Grindavík 3. Gúl spjöld: Sverrir (ÍBV), Hjálmar (G), Kekic (G), Vignir (G). Dómari: Pjetur Sigurðsson, ágæt- ur. Áhorfendur: 765. Skilyrði: Þokusúld og blautur völlur. Maður leiksins: Zoran Milj- kovic, ÍBV. Fellur eins og flís við rass i vörn ÍBV og stjómar henni eins og herforingi. Vann nánast öll skallaeinvígi og tæklingar og skil- aði boltanum undantekningalaust Fram (0)1 Leiftur (0)1 1-0 Þorbjöm Atli Sveinsson (50.) sneri laglega af sér vamarmann eftir langa sendingu Steinars Guðgeirsson- ar og sendi boltann í hornið fiær. 1-1 Gunnar Már Másson (73.) renndi sér á boltann á markteig eftir stutta og óvænta aukaspymu Lazoriks og íyrirgjöf Andra Marteinssonar. Lið Fram: Ólafur Pétursson - Steinar Guðgeirsson, Jón Sveinsson, Sævar Guðjónsson ®, Ásmundur Amarsson - Kristófer Sigurgeirsson @(Ágúst Ólafsson 84.), Þorvaldur Ás- geirsson, Pétur Arnþórsson @, Ás- geir M. Ásgeirsson - Þorbjöm Atli Sveinsson @, Anton Bjöm Markús- son. Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson - Andri Marteinsson @, Slobodan Mil- isic @, Július Tryggvason, Sindri Bjarnason @ - Hörður Már Magnús- son, Gunnar Már Másson @, Ragnar Gíslason, Rastislav Lazorik @, Matthlas Sigvaldason (Albert Arason 84.) - Pétur Björn Jónsson. Markskot: Fram 7, Leiftur 13. Hom: Fram 1, Leiftur 5. Gul spjöld: Þorbjöm (F), Anton Björn (F), Hörður Már (L), Gunnar Már (L), Pétur Björn (L). Rautt spjald: Ásmundur (F), tvö gul. Dómari: Sæmundur Víglundsson, komst ágætlega i heild frá leiknum. Áhorfendur: 557. Skilyrði: Logn og úrkomulaust en völlurinn blautur. Maður leiksins: Gunnar Már Másson, Leiftri. Skilar þvi sem þjálfarinn leggur fyrir og spilaði af krafti í vöm, á miðju og í sókn Ólafsfirðinga. IX'% SIHVALSDEILD IBV 13 8 4 1 29-11 28 ÍA 13 8 1 4 26-19 25 KR 13 6 4 3 28-12 22 Keflavík 13 7 1 5 17-16 22 Leiftur 13 5 5 3 18-12 20 Fram 13 5 4 4 16-13 19 Grindavík 13 5 3 5 14-17 18 Valur 13 3 3 7 14-29 12 Skallagr. 13 2 3 8 12-24 9 Stjarnan 13 0 4 9 8-29 4 Markahæstir: Andri Sigþórsson, KR............10 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV .... 10 Þorvaldur Sigbjömsson, Leiftri . . 6 Steingrímur Jóhanness., ÍBV .... 6 Einar Þór Daníelsson, KR ........6 Haukur Ingi Guðnason, Keflavík . 6 Sverrir Sverrisson, IBV..........5 Fjórtánda umferö úrvalsdeildar verður leikin 23.-24. ágúst. „Liðið hefur alla burði" - segir Zoran Miljkovic hjá ÍBV DV, Eyjum „Mér fannst þetta góður leikur. Reyndar var töluverð þreyta í okk- ur eftir erfiðan leik og tveggja sól- arhringa hehnferð frá Möltu og ekki hægt að búast við glansleik af okkar hálfú. En við gerðum það sem við þurftum og mikilvægast var að ná í þrjú stig og halda sér í toppsætinu. Mér finnst frábært að spila með ÍBV, liðið er gott og hef- ur alla burði til að vinna meistara- titilinn en ég þekki ekkert annað eftir að hafa spilað með Skaga- mönnum síðustu þrjú árin,“ sagði himinlifandi Zoran Miljkovic, sem átti stjörnuleik í vöm Eyjamanna þegar þeir lögðu Grindvíkinga af velli í Eyjum, 2-1. Eyjamenn fóru sér hægt af stað í þessum leik. Grindvíkingar, sem hafa verið á mikilli siglingu að undanfornu, beittu hættulegum skyndisóknum enda með eld- snögga menn innanborðs. Framan af leik var fátt um færi en á lokamínútu fyrri hálfleiks var ís- inn brotinn með fyrra marki ÍBV sem var mikið áfall fyrir Grindvik- inga sem höfðu spilað vel. Liðin gerðu síðan sitthvort markið í síð- ari hálfleik. Það sást vel í þessum leik að það er engin tilviljun að Grindvíkingar hafa verið að hala inn stig að undanfornu því liðið er vel skipu- lagt og sterkt. Greinileg þreyta var í Eyjamönnum en þeir léku skyn- samlega og bára góðan sigur úr býtum. „Þetta var ágætis leikur af beggja hálfú. Fyrra mark ÍBV sló okkur svolítið út af laginu og það var slæmt að missa Kekic út af. Við vorum sterkari á köflum 1 seinni hálfleik en náðum ekki að nýta okkur það,“ sagöi Guð- mundur Torfason, þjálfari Grind- víkinga, í leikslok. -ÞoGu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.