Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 DV -«N helgina Ég er óþolinmóð- urlistamaður „Ég var mjög ung þegar ég ákvað að leggja myndlistina fyrir mig. Ætli ég hafi ekki verið svona sextán eða sautján ára gömul. Ég byrjaði í Myndlista- og handíðaskólanum undir tvítugu því það kom aldrei annað til greina en að ég myndi leggja myndlistina fyrir mig á einn eða annan hátt. Ég kláraði skólann árið 1981 og hef unnið á eigin vinnustofu og stundað kennslu síðan þá,“ segir myndlistarkonan Hafdís Ólafs- dóttir. leg peningalega heldur líka fé lagslega því þar hitti ég fólk. Á vinnustofunni er ég einyrki. Þar er ég alveg ein og þar er enginn sem segir mér að núna eigi ég að fara á fætur og í vinnuna Myndlistarkonan Hafdís Ólafsdóttir. Aðspurð um hvernig það fari saman aö vinna á eigin vinnu- stofu og stimda myndlistar- kennslu segir Hafdís: „Þetta fer mjög vel saman. Ég kenni hluta af árinu en nota mest allan minn tíma á vinnustofunni. Að mínu mati er nauösynlegt að hafa ein- hverja fasta vinnu sem veitir manni fasta innkomu. Kennslan er hins vegar ekki bara nauðsyn- eigi ég að fara I kaffi eða mat.“ Aðspurð um hvort mikiil sjálfsagi sé ekki nauðsynlegur fyrir listamenn sem vinna einir segir Hafdís: „Jú, það má segja það. Ég er mjög öguð þegar ég er að vinna. Ég vinn í skorpum og þá vinn ég mjög vel og kannski einum of mikið. Ég er svo óþolin- móð að ég verð að sjá útkomu verksins fljótt. Þess vegna vinn ég mjög hratt.“ En hvernig lýsir Hafdís verk- um sínum og aðferðum? „Ég vinn mikið með náttúruna og sérstak- lega upplifun mína á náttúrunni. Myndir mínar eru þó ekki lands- lagsmyndir heldur vinn ég með óhlutbundin form og velti þvi fyr- ir mér hvernig náttúran, t.d. vatnið eða jöklarnir, getur breytt um lit og form eftir tíma dags, árstíð og birtu.“ -glm Englar eftir Gígju Hermannsdóttur. ísfletir Upplifun Hafdísar á ís. Myndlistarkonan Hafdis Ólafs- dóttir opnar sýningu á verkum sínum á morgun kl. 16 í Ásmund- arsal Listasafns ASÍ. Sýningin ber yflrskriftina ísfletir. Verkin sem þar eru sýnd eru máluð undir áhrifum frá jöklum, jökum, ís- breiðum, hjarni og snjó, þ.e.a.s. alls kyns ísflötum. Jökulís breytir sífeOt um lit eft- ir tíma dags, árstíð, veðri og birtu. Hann bráönar og breytir um form. Það heyrist í honum og það brak- ar í honum og brestur. Sýningin nú er sjöunda einka- sýning Hafdísar. Hún stendur tO 7. desember og er opin alla daga nema mánudaga miOi kl. 14 og 18. Hönnuðir Spakmannsspjara eru þekktir fyrir sérstaka hönnun. Tískusýning að Gvendarbrunnum Á morgun verður opnuð sýning í Listasafninu á Selfossi að Tryggva- götu 23 sem ber heitið Engladagar. Þar verða til sýnis englar eftir ýmsa listamenn úr fjölbreyttum efn- um. Forsvarsmaður sýningarinnar er Hildur Hákonardóttir. HOdur veltir því fyrir sér hvort englar séu til og hvernig sé helst hægt að nálgast þá. Vel á annan tug listamanna og hönnuða eiga verk á sýningunni. Meðal þeirra eru leikfangasmiður- inn Georg HoOande og myndlistar- konurnar Þóra Hreinsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Alda Sigurðardóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Gígja Her- mannsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. í tengslum við sýninguna verður haldið fyrirlestrakvöld miðvikudag- inn 26. nóvember kl. 20. í Listasafn- inu á Selfossi. Þar heldur Anna María Hilmarsdóttir erindi um bók- ina Boðberar ljóssins sem hún hefur þýtt og segir frá heimsókn sinni tO hinnar indversku Móður Meeru. HOdur Hákonardóttir mun síðan segja frá kenningum Chris Griscom um engla, sálarþróun og leiðir tO að tengjast sínum persónulega engli. Sýningin stendur tO fostudagsins 28. nóvember og verður opin miOi kl. 13 og 18 alla daga. Fyrirtækið Spakmannsspjarir heldur um þessar mundir upp á fimm ára starfsafmæli sitt. í tOefni afmælisins hafa hönnuðir þess ákveðið að bjóða tO stórrar sýn- ingar að Gvendarbrunnum í Reykjavík. Þar koma fram tuttugu fyrirsæt- ur sem kynna nýjustu tískuhönn- un fyrirtækisins. Tónlistin sem leikin verður á sýningunni er samansett af fjöl- listahópnum gusgus. Dagskráin hefst kl. 16.30 á veit- ingastaðnum Astró. Þar verður boðið upp á fordrykk. Klukkan 17.15. verða gestir fluttir með rút- um að Gvendarbrunnum. Sýning- in sjálf hefst síðan kl. 18.00. Að henni lokinni verða bomar fram léttar veitingar í boði Astró, Sólar- Víkings og VífilfeOs ehf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.