Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997 DV 2 *•téttir *★ ★---- Friður 200 í írak: Hættið að drepa börnin mín - sagði íslenski jólasveinninn á Habbiniya-flugvelli „Flugiö er ákall til alþjóða- samtaka um að aflétta yið- skiptabanni á írak,“ sagði Ást- þór Magnússon við íréttamann Reuters á Habbiniya-flugvelli um 100 km norðvestan viö Bagdad, höfuðborg íraks í gær- dag. Ástþór Magnússon og sam- tök hans, Friöur 2000, leigðu rússneska flugvél til að fljúga með jólagjafir og hjálpargögn til bama í írak. Flugið tafðist vegna vélarbilunar og varð önnur flugvél með hjálpargögn á vegum rússneskra þing- manna undir handarjaðri þjóð- emissinnans Shírínovskís á undan véi Ástþórs. Hún lenti í Bagdad í fyrrakvöld en auk hjálpargagna vom í þeirri vél 21 rússneskur þingmaður, samkvæmt fréttum Reuters. Flugvél Friðar 2000 og ítal- skra samtaka, sem kalla sig Bridge to Bagdad, lenti um tvöleytið í gær í írak eftir að hafa flogið frá Lúxemborg og millilent í Brindisi á S-Ítalíu og Ástþór Mapnússon, t.h., ásamt Kristjáni Árnasyni á Keflavikurflugvelli áður en þeir lögðu af stað til Iraks. Kristján kemur fram sem jólasveinninn en hann hefur ieikið jólasvein í 28 ár. DV-mynd ÆMK á Kýpur þar sem tekið var eldsneyti. Vél friðar 2000 lagði af stað frá Kýpur laust eftir kl. 10 í gærmorgun og lenti í írak um eittleytið. Fréttamenn írösku fréttastofunnar INA og fleiri fréttamenn tóku á móti vélinni sem kynnt hefur verið í írak sem hjálparflug jólasveinsins. Þegar vélin hafði verið stöðvuð steig Kristján Ámason út úr henni klæddur sem jólasveinn og sagði við fréttamenn að boðskapur jólasveinsins væri þessi: Hættið að drepa börnin mín. Ástþór sagði við kom- una til íraks að skilaboö sín til Bandaríkjamanna væm einföld: Þeir ættu að hætta að nota böm i pólitískum til- gangi. „Böm era ekki póli- tískt vopn,“ sagði Ástþór og sagði að stöðva yrði við- skiptabann á bamamat, lyf og nauðsynjar fyrir almenn- ing. Almenningur ætti engan þátt í milliríkjadeilum. -SÁ 17 ára piltur ákærður fyrir þrjár stórfelldar og hrottafengnar líkamsárásir: Hnífstunga, keðjuhögg og sparkað í andlit - á fjórtánda mánuð leið frá fyrstu árás þangað til ákæra var gefin út Piltrn-, sem varð 17 ára í haust, hefur verið ákærður fyrir þrjár óhugnanlegar líkamsárásir - tvær sem áttu sér stað seint á árinu 1996 og eina í ágúst síðastliðnum. Athygli vekur að frá því að fyrsta árásin átti sér stað, þegar pilturinn var nýoröinn 16 ára, leið á fjórtánda mánuð þangað til áltæra var gefin út. Árásarmálin þijú era nú öll til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavík- ur. Fjórða árásarmálið á hendur sama pilti er hins vegar enn í meö- ferð hjá ákæravaidi. í fyrstu árásinni, sem ákæravald- ið telur allar stórfelldar, er piltin- um, sem er sonur margdæmds af- brotamanns, gefið að sök að hafa slegið roskinn mann í andlit og höf- uð meö keðju vafða um hönd sér. Hann var að ráöast á manninn með félaga sínum á föstudagskvöldi við verslunarmiðstöðina Eiðistorgi. Hinn roskni maður, sem er á sjö- tugsaldri, hraktist undan höggum piltanna með þeim afleiðingum að hann festi fót í reiðhjólagrind, féll aftur yfir sig með þeim afleiðingum að snerist upp á fótinn þannig að hann ökklabrotnaði. Félaga um- rædds pilts er síðan gefið að sök að hafa hrifsað poka af hinum slasaða manni sem í var bjór og áfengi. Önnur stórfellda líkamsárásin átti sér stað við dómhúsið við Lækj- artorg aðfaranótt laugardagsins 7. desember 1996 - önnur árásin I lok síðasta árs sem nú fyrst er verið aö taka til dómsmeðferðar. Þar er pilt- inum gefið að sök að hafa ráðist á mann, tekið hann hálstaki, skellt honum í götuna um leið og hann sparkaði í andlit hans - afleiðing- araar urðu nefbrot og skurður á nefi þess sem ráðist var á. Maður- inn krefst tæplega hálfrar milljónar króna í skaðabætur. Snemma morguns sunnudaginn 3. ágúst veittist pilturinn að manni á Lækjartorgi og stakk hann með hnífi í lærið. Maðurinn fékk djúpan skurð og missti einn lítra af blóði. Hann krefst 223 þúsund króna í skaðabætur. Eins og fyrr segir er fjórða lík- amsárásarmálið til meðferðar á hendur sama pilti hjá ákæravald- inu. Búist er við að það verði dæmt með framangreindum þremur lík- amsárásum. -Ótt Gleöin skin úr andliti kvikmyndaieikstjórans Ara Kristinssonar sem heldur stoltur utan um aöallelkkonur kvikmyndarinnar Stikkfrí, þær Freydfsi Krist- ófersdóttur og Bergþóru Aradóttur, rétt fyrir frumsýningu f gær. Freydfs er aö þreyta frumraun sfna á hvfta tjaldinu en Bergþóra hefur áöur leikiö f Tár úr Steini. Stikkfrf er gamansöm fjölskyldumynd og er sýnd í Stjörnubíói og Háskólabfói. DV-mynd Hilmar Þór Umboðsmaður Alþingis: Afgreiðsla allt of seinvirk - óánægja vegna biðtima Töluverðrar óánægju gætir með störf umboðsmanns Alþingis vegna þess langa tima sem getur tekið frá því að mál era send til h^ns til af- greiðslu og þar til umsogn berst. Einn viðmælanda DV sagðist hafa staðfestingu um það fyrir níu um að öll nauðsynleg ;jöl vegna kvörtunar hans hefðu >rist, en síðan ekki söguna meir. Sá sagöi mjög bagalegt aö af- greiðsla mála drægist sem raun bæri vitni því oft væri um að ræða einhvem úrskurð í launamálum eða réttindi starfsmanna og fólk hefði ekki ráð á að bíða svo lengi eftir að komast til botns í þeim málum. Gaukur Jörandsson, umboðsmað- ur Alþingis, neitar að ræða um störf sín viö fjölmiðla. Á skrifstofú hans fengust þær upplýsingar að ekki væri til nein samantekt um hversu langan tíma það tæki að meðaltali að afgreiða þau mál sem send væra til umsagnar umboðsmanns. í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 1996, sem gefin var út í september, kemur fram að 334 mál hefðu verið skráð hjá hjá honum, eða tæplega 30 mál á mánuði að meðaltali. Alls vora 334 mál til af- greiðslu á árinu og 144 mál vora óaf- greidd frá árinu 1995. 347 mál vora afgreidd á síðasta ári en 131 mál var enn óleyst i byrjun árs 1997. Svo virðist sem erfiðlega gangi að anna þeim mikla fjölda mála sem koma inn á borð umboðsmanns, a.m.k. innan eðlilegra tímamarka. -Sól. stuttar fréttir Fáir nautnaseggir Djúpavogshreppur býöur nem- | endum 7.-9. bekkjar grannskólans til veislu í dag. Verið er að verð- jlauna nemenduma fyrir hve fáir jþeirra reykja og drekka. RÚV j sagði frá. Hamlet og Oaisy I Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær- kvöldi Hamlet eftir Shakespeare sem er jólaleikrit leikhússins. j Leikfélag Akureyrar frumsýndi ; sitt jólaleikrit sem er Á ferð með Daisy. Það verk hefur ekki verið áður sýnt hér á landi. Lengur frjósamar íslenskar hryssur era fijósamastar eftir sex vetra aldur | og eru lengur frjósamar en gengur jog gerist um erlend hrossakyn, i eða jafnvel ffarn yfir 20 vetra ald- ; ur. RÚV hefur þetta eftir tímarit- i inu Eiðfaxa. Friður 2000 vill Reykholt Samtök Ástþórs j Magnússonar, Frið- ur 2000 hafa sótt um að fá húsa- ’ kynni Reykholts- skóla í Borgarfirði j til að reka þar frið- j ar- og fræðslusetur. Lægri farmtryggingar j Samtök verslunarinnar hafa i samið við tryggingamiðlunarfyrir- tækiö Alþjóðlega miðlun um að j tryggja farm sem félagsmenn sam; j takanna flytja til og frá landinu. í 5 frétt frá samtökum verslunarinnar I segir aö samist hafi um verulega ; lægri farmtryggingar en hingað til hafi sést hérlendis. Gjaldfrestur Borgarráð hefur samþykkt að stefna að þvi að öldruðum verði í veittur gjaldfrestur á fasteigna- j gjöldum og komi gjöldin fyrst til greiöslu þegar dánarbú viðkom- j andi kemur til skipta, eða fasteign- fii er seld af öðram ástæðum. Friðlýst hús skattfrjáls Borgarráð hefur samþykkt til- lögu Ingibjargar í Sólrúnar Gísla- j dóttur borgar- jstjóra um að þeir | sem búi í friðlýst- j um húsum geti ! fengið fasteigna- jskatta af húsun- j um fellda niður að uppfylltum I ákveðnum skilyrðum. Áhugi fjárfesta Útlendingum, sem spyrjast fyrir um fjárfestingar hér á landi, fer jflölgandi að sögn Útflutningsráös. I í fyrra bárast um 70 slíkar fyrir- | spumir en i ár verða þær yfu 100. j Snyrtivörur úr hreistri Erlent fyrirtæki hefur áhuga á : að vinna sérstakar snyrtivörur úr | sildarhreistri hér á landi. Efniö j sem það hyggst búa til er mjög eðl- islétt og kallast Pearl Essence sam- j kvæmt upplýsingum RÚV. Örlagarík mistök Örlagaríkustu stjómmálamistök 1 sem Islendingar s hafa gert var aö halda óbreyttri kjördæmaskipan I frá 1874 þegar j heimastjórn var innleidd árið 1904, 1 segir Gylfi Þ. j Gíslason, fyrrv. ráðherra, við Vís- j bendingu. Hann segir að nú verði í að breyta kjördæmaskipan enn en j vonandi þannig að hún verði einn i af homsteinum heilbrigðs lýðræðis. Mismunun leiðrétt Samkeppnisráð hefur úrskurð- j að að Skráningarstofúnni hf. beri aö tilgreina vátryggjandann FÍB j tryggingu, IBEX á eyðublaði fyrir I tilkynningu um eigendaskipti öku- j tækis. Skráningarstofan hefur j ekki gert það hingað til vegna and- jstöðu annarra tryggingafélaga og j samtaka þeirra, SÍT. -SÁ I I < I < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.