Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 Fréttir Aldursgreiningar staðfesta tilvist bústaðar Eiríks rauða: Stórmerkar forn- minjar í Haukadal - leifar 50 fermetra skála með langeldi og setum finnast við uppgröft Niðurstööur aldursgreininga á mannvistarleifum frá Eiríksstöð- um í Haukadal renna stoðum und- ir frásagnir íslendingasagna um að Eirikur rauði hafi búið þar áður en hann hóf landnám í Grænlandi. Fornleifafræðingar hafa jafnframt fundið þar leifar af tæplega 50 fer- metra skála með langeldi og leifum af setum sem svipar mjög til bygg- inga íslendinga sem hafa verið rannsakaðar frá víkingatíma í Vestribyggð en hún var önnur tveggja nýlendna íslendinga á Grænlandi á víkingatímanum. „Þetta eru gífurlega spennandi niðurstöður,“ sagði Guðmundur Ólafsson, fomleifafræðingur á Þjóðminjasafninu, sem hefur haft veg og vanda af rannsóknunum á Eiríksstöðum. „Fomleifafræðin getur að vísu ekki sagt hver það var sem þama bjó en aldursgrein- ingamar styrkja frásagnir íslend- ingasagnanna um að Eiríkur rauði hafi búið þarna.“ Þess má geta að margir fræðimenn telja að á þess- um stað hafi Leifur Eiríksson fæðst. Aldursgreiningamar, sem voru gerðar í samvinnu Raunvísinda- stofnunar og Árósaháskóla, benda til að mannvistarleifamar séu frá tímabilinu 890-980. Sérfræðingur Raunvísindastofnunar sagði að mestar líkur væra á að þær væra annaðhvort frá fyrri hluta þess skeiðs eða þá síðari hlutanum sem kæmi vel heim við tímasetningar íslendingasagnanna. „Við rannsóknir okkar í sumar fundum við leifar af útveggjum, langeldi og líklega setum,“ sagði Guðmundur Ólafsson. „Skálinn reyndist vera tæplega fjögurra metra breiður og 12 metra langur. Ég var þá sjálfur nýlega kominn frá uppgreftri bæjarrústa í Vestri- byggð og rústunum svipaði svo saman að mér fannst eiginlega að ég væri kominn þangað aftur.“ Hann sagði að uppgröfturinn hefði strax bent til að skálinn væri frá víkingaöld og aldursgreiningamar hefðu nú staðfest það. Hann kvað niðurstöðumar hafa mikið gildi varðandi frekari rann- sóknir og sérstaklega myndu mæl- ingarnar á skálanum hjálpa til ef menn réðust í að byggja eftirmynd bæjar Eiríks rauða upp eins og for- seti íslands hefur lagt til. -ÖS/RR Þættir Ómars: Taldir vera óbeinar auglýsing- ar Talsverð gremja er meðal bílainnflytjenda, einkanlega þeirra sem flytja inn jeppa, yfir þætti Ómars Ragnarssonar í Sjónvarpinu í fyrrakvöld. Þátt- urinn nefndist Fólk og fimindi - ó, þú yndislega land. I þættinum var lýst ferðum Ómars í óbyggð- um og á jöklum og í stóram hluta myndarinnar sást hvar Toyotajeppa hans var ekið um hjam, ofan í ár og aðrar torfær- ur og fór síöur en svo milli mála hvaða bíltegund var þar á ferö. Innflytjendur sem DV ræddi við í gær telja að um mjög áberandi óbeina auglýsingu hafi verið aö ræða. Júlíus Vifill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Ingvars Helgason- ar hf. og Bílheima hf„ sagði í samtali við DV í gær að það hefði vakiö athygli um talsverö- an tíma hversu áberandi jeppa- bifreið Ómars Ragnarssonar er stillt upp í fréttaflutningi og þáttum sem Ómar gerir fyrir Sjónvarpið. Júlíus sagði, að- spurður um viðbrögð innflytj- enda annarra jeppategunda við þessu, að þau yrðu engin, í það minnsta ekki sameiginleg. Samkvæmt heimildum DV munu þó tveir innflytjendur hafa bragðist við myndinni þeg- ar í gær og hringt í Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra og kvartað undan ítrekuðum óbeinum auglýsingum Ómars Ragnarssonar fyrir Toyota- jeppa. -SÁ Netabátar eru nú byrjaðir hefðbundna vetrarvertíð og því fylgir matur á borö við hrogn og lifur sem er kærkomin til- breyting frá sætinda- og kjötsukki jólanna. Aöalbjörg RE 5 kom úr fyrsta róðri á sunnudagskvöld með þokkalegan þorskafla eftir daginn. Hér má sjá Ragnar stýrimann meö væna þorska úr aflanum. DV-mynd Sveinn Sameiningarferlið í fullum gangi: Sveitarfélögum fækk- aði um áramótin - enn fleiri sameiningar á þessu ári byggð. Einnig er áformað að Vind- hælishreppur í Austur-Húnavatns- sýslu sameinist öðra sveitarfélagi fyrir næstu sveitarstjórnarkosn- ingar. Þá era enn eftir sex hreppar á landinu þar sem íbúar eru færri en 50, en samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga ber að sameina þá öðrum byggðar- eða dreifbýlis- kjömum nema sérstakar ástæður hindri að þeir myndi félagslega heild. Húnbogi Þorsteinsson, ráðuneyt- isstjóri í félagsmálaráðuneytinu, segir að til þess að hægt sé að sam- eina sveitarfélög með þessu ákvæði laganna verði íbúar að hafa verið innan við 50 þrjú ár í röð. Enn sé eftir að taka saman upplýsingar um hvort þessir hreppar falli undir ákvæðið eður ei. Húnbogi segir að til að mynda hefði fjölgað í Skorradalshreppi nýverið, og þvi yrði hann ekki sameinaður öðru sveitarfélagi í bráð, samkvæmt þessu ákvæði lag- anna. Kosningar um sameiningu sveit- arfélaga era áformaðar á nokkram stöðum á þessu ári. íbúar fimm sveitarfélaga í Borgarfjarðarsýslu ofan Skarðsheiðar og eins í Mýra- sýslu munu ganga til atkvæða- greiðslu um sameiningu, auk íbúa fjögurra sveitarfélaga í Mýrasýslu sem ganga bráðlega að kjörborð- inu. Þá huga þrír þéttbýlisstaðir og einn sveitarhreppur í Ámessýslu að sameiningu. Sameining sveitarfélaga er til umræðu á fleiri stöðum, þó ekki sé hún komin eins langt á veg. Þar á meðal ráðgera öll sveitarfélög í Þingeyjarsýslu að sameinast, og í uppsveitum Árnessýslu er slíkt hið sama íhugað. -Sól. Sveitarfélögum fækkaði um eitt nú um áramótin þegar Skógar- strandarhreppur sameinaðist Dala- Fiskverkunarhús í Garði brann til grunna á fjórða tímanum í fyrrinótt. Mikið tjón varð þar sem fiskur að veðrmæti um 3 milljonir króna var í húsinu, sem var illa tryggt. Eldsupptök eru ókunn. DV-mynd ÆMK Stuttar fréttir dv Óvenjulegt veðurfar Veðurfar var mun hlýrra og þurrara á síðasta ári en venjulegt er. Mun minni úrkoma var í vor og mun hlýrra var í haust en í meðal- ári, segir í frétt frá Veðurstofu ís- lands. Þroskaskoðun Ólafúr Ölafs- son landlæknir hefur breytt skoðun bama þannig að hætt verður að skoða þau tveggja og fjög- urra ára en verða framveg- is skoðuð þriggja og hálfs og fimm ára gömul. Metinn verður andlegur og félagslegur þroski þeirra til að greina í tíma hugsanleg frávik. Hraðatakmarkanir Tæki sem hindra að hægt sé að aka vörubílum og rútum hraðar en 100 km verða sett í alla þessa bíla á árinu. Tækin eru í stórum bílum á EES-svæðinu og fimm ára aðlögun- artími hér á landi er á enda. Morg- unblaðið sagði frá. Sameining 8 hreppa Neihd um sameiningu sveitarfé- laga á Suðurlandi leggur til að átta sveitarfélög sameinist. Þau eru Þingvallasveit, Grafningur, Gríms- nes, Laugardalur, Biskupstungur, Hrunamannahreppur, Gnúpverja- hreppur og Skeiðahreppm-. Morg- unblaðið segir frá. Kona Björk Guð- mundsdóttir varð í fyrsta sæti sem kona ársins hjá les- endum hljóm- listartímarits- ins Melody Maker i Bret- landi. Díana prinsessa varð í öðru sæti. RÚV sagðifrá. Herópið uppselt Herópið, blað Hjálpræðishersins sem gefið er út fyrir jólin, seldist upp. Blaðið er selt í lausasölu og voru viðtökur óvenjugóðar, að sögn Morgunblaðsins. Gengisfall Gengi hlutabréfa í Tæknivali lækkaði í gær um tæp 17% á fyrsta viðskiptadegi ársins á Verðbréfa- þingi íslands. Gengi bréfanna hækkaði um tæp 19% á gamlársdag þegar félagið keypti bréf í sjálfú sér. Bankaeftirlitið hefúr það mál til rannsóknar. Síldveiði dræm Aðeins um 50 þús. tonn höfðu veiðst af síld þegar hlé var gert á veiðum fyrir jól. Það er um helm- ingur úthlutaðs veiðikvóta og er mun lægra hlutfall en venjulega. Óttast er að ekki takist að salta upp í gerða sölusamninga. RÚV sagði frá. Skódinn til Heklu Hekla hf. hefur fengið umboð fyrir Skódabíla sem Jöfur hefur haft um ára- tugi. Sigfús Sig- fússon, for- stjóri Heklu, segir Morgun- blaðinu að verið ið upp í gamla Laugaveg. íslenskan dýr íslendingar gætu sparað sér 15-20 milljarða króna með því að leggja niður íslenskuna og gera ensku að ríkistungu, samkvæmt útreikning- um tryggingastærðfræðings. Stöð 2 sagði frá. Ríkið sleppti uppboði Skuldabréf að upphæð 86 milljón- ir, sem gefin eru út af Bifreiðastöö ÞÞÞ á Akranesi, voru slegin syni aðaleiganda stöövarinnar á 50 þús- und krónur á uppboði. Bréfin voru tekin fjániámi til greiðslu á rúm- lega 150 milljóna kröfú ríkissjóðs. Ríkið mætti ekki á uppboðið. Stöð 2 sagði frá. -SÁ sé að setja umboð- Hekluhúsinu við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.