Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 heföi ekki álpast á þetta spunanám- skeið þá væri ég i einhverju sendi- ráði núna (gerir sig hokinn, með skrýtna rödd). „Ég er ekki viss um | að sendiherrann sé hrifinn af rækj- " um...“ Það er óhugguleg tilhugsun og líklegast er heimurinn betri fyr- i> ir vikið, geturðu ímyndað þér, (önnur rödd): „Láttu ekki svona, Benjamin, það heitir enginn Herra NetinJahúúú, það er fárán- legt nafn, hvað segirðu? Ertu kall- aður Bíbí?“ (fer að syngja hástöf- um). Yes sir, he’s my Bíbí, no sir, its not Arafat... Nei, ég held að ég hafi dottið niður á rétta starfs- grein fyrir mig.“ Már líður eins og blóðsugu - Þú viröist hafa óþrjótandi orku, dálítiö eins og ,flöbber“? „Já, ég hef gaman af því að geta hreyft mig í hundrað ólíkar áttir samtímis og látið ímyndunaraflið skoppa út um allt. Ég er oft spurð- ur hvaðan ég hafi orkuna og ég I veit það ekki, kannski frá öðru fólki, mér líður eins og blóðsugu (djúp rödd), komdu nær svo ég | geti sogið smá- orku. Kannski er það þetta stöff (bendir á bollann með tjöruþykku þreföldu espressó-kaffi).“ - Ertu alltaf svona? „Nei, stundum er ég svona ... (hallar undir flatt og brosir), ég ) ) ) Robin hefur brugðið sér í ýmis gervi. Hér er mynd af honum úr Birdcage. get líka verið svona ... (grettir sig) eða bara svona ... (setur stút á munninn og hrukkar ennið). Nei, í alvöru talað, þá get ég verið mjög rólegur, ég er bara alltaf í gangi þegar fólk spyr mig: „Ertu alltaf svona?“ Ég nýt þess að tala, grin- ast og spinna, ég hef líka gaman af þvi að ræða málin í fyllstu alvöru, ' skiptast á skoðunum, og stundum kemur það jafnvel fyrir að ég hlusta raunverulega á aðra.“ - Hvernig faöir ertu? „Góður, ég er ekki fullkominn. Ég er að læra eins og allir feður, það er ekki hægt að fara í pabba- skóla og útskrifast, maður verður að spila það eftir eyranu eins og svo margt annað, ég finn reyndar að ég segi hluti sem pabbi minn sagði við mig þegar ég var lítill (djúp rödd): „Böm nú til dags ... við höfðum ekki öll þessi leikfóng ... það var ekki til súrefni í mínu ungdæmi.” Maður kemst ekki hjá því að skammast öðru hvoru en það er frábært að vera foreldri, maður fær leyfi til að ganga í bamdóm sjálfur, fara í feluleik, hlaupa um og æpa, fara í vísinda- safnið og standa þar eins og flón með hendumar á glerkúlu með hárið út í loftið eins og Don King og segja (skræk rödd): „Þetta er fjör.“ Svo þarf maður náttúrlega að geta verið rólegur og útskýrt hluti, huggað og sagt þeim að vera ekki hrædd þó að heimurinn geti stundum verið ógnvekjandi." Var ofurfeimið einkabarn - Varstu sjálfur uppi um alla veggi sem barn? „Nei, þvert á móti. Ég var of- urfeimið og rólegt einkabarn, ég ★ ★ viðtal 17 leið fyrir feimnina, ég lék bara í einrúmi við sjálfan mig (djúp rödd), þess vegna er ég svona loð- inn. Svo þegar ég fór í spunann í háskóla þá komst ég á flug og komst út úr feimnisskápnum.“ - Verður gert framhald á Flubber, Flubber II? „Nei, allavega verð ég örugglega ekki með í því, ég myndi ekki nenna að vera með í endurgerð á endurgerðri mynd, guð minn góð- ur, það væri of mikil endurtekn- ing.“ - Hefuröu einhvern tímann leik- ið vonda kallinn? „Já, reyndar er ég nýbúinn að leika ferlega vondan eftiafræðing og brjálæðing í nýrri mynd eftir sögu Josephs Conrads, The Secret Agent. Það var athyglisvert og rnn leið ógnvekjandi að komast í kynni við þannig hugsunarhátt. Ég myndi afturámóti aldrei leika í myndum þar sem fólk er skotið í tætlur og svo er sagður einhver brandari, mér finnst það ekki við hæfi, þú veist, hausinn skorinn cif og svo er sagt: „Nú ertu sko meö skerandi hausverk, ha, ha, ha.“ Það er ekki minn stíll, ég vil held- ur ekki taka þátt í að selja alls konar dót með myndunum min- um, það er mjög erfitt, sérstaklega með svona bamamyndum, fram- leiddum af stórum myndverum, það er mjög erfitt að fá vilja sín- um framfylgt, það er eins og að þoka fil, en ef maður setur hend- urnar á rétta staði þá er hægt að mjaka þeim.“ - Þú söngst nýlega inn á plötu? „Já, George Martin, sem fram- leiddi allar plötumar fyrir Bítl- ana, hóaði í mig og spurði hvort ég væri til í að syngja nokkur bítlalög með Bobby McFerrin, Jim Carrey, Goldie Hawn, Jack Nicholson o.fl. Það var mjög gam- an. George var frábær, hann sagði kannski: „Þetta var fínt, förum samt í aðra töku,“ og mér leið bara eins og tíu ára (skræk rödd): vá, skyldi hann hafa sagt þetta við John?“ - Hefuröu komiö til íslands? „Eiginlega ekki, ég hef bara millilent þar stuttlega, en ég væri mikið til í að kikja í heimsókn. Ég myndi svo gjarnan vilja hitta Björk, hún er svo falleg, konan sú.“ ' Dagur Gunnarsson „Ég á eiginlega bara einn bróður sem var skipt í tvennt, það var hræðilegt... en nú á ég tvo frábæra hálf- bræður,“ segir leikarinn óborganlegi m.a. í viðtalinu. Gottkjöt! Haiuborgarar IWMCte 4góðirhamborgarar VvlalU með brauði % skrokkur niðui'sagadui9 Allt í góðan hamborgara: Ostborgara - Eggjaborgara Beikonborgara ' 1 sneiðum SftlTKJÖT Úrvals Wam riaðiambasaWqöt LffBER698.-181101 Auk þess: • Lærissneiðar • Súpukjöt • Kótilettur • Hryggur AUSTDRSTRÆTI • BARÓNSSTÍG GLÆSIBÆ • LAUGALÆK LÁGMÚLA • SPORHÖMRUM LANGARIMA • ENGIHJALLA SETBERGSHVERFIOG FIRÐIHAFNARFIRÐI .jeprlérlurtr!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.