Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998 9 dv Utlönd Barnaniöingurinn og moröinginn Marc Dutroux kemur á lögreglustööina í bænum Neufcháteau í fylgd lögreglu- þjóna. Nokkrum klukkustundum áöur haföi honum tekist aö sleppa úr haldi lögreglunnar en var gómaður skömmu síöar. Tveir ráöherrar sögöu af sér vegna málsins. Barnaníðingurinn Dutroux naut frelsisins ekki lengi: Festi flóttabílinn í for og náðist Öngþveiti ríkir nú í stjómmálum Belgiu eftir afsögn tveggja ráöherra í kjölfar ævintýralegs flótta bama- níðingsins og morðingjans Marcs Dutroux í gær. Dutroux náðist aftur nokkram klukkustundum síðar. Dutroux, sem var ákærður fyrir morðin á fjórum ungum stúlkum ár- ið 1996, slapp úr gæslu lögreglunnar eftir að hann hafði verið fluttur í dómhús i bænum Neufcháteau í sunnanverðri Belgíu. Svo virðist sem Dutroux hafi ekki verið handjámaður. Honum tókst að yfirbuga lögregluþjón sem gætti hans, grípa byssu hans og ræna að- vífandi bíl. Síðan lagði hann á flótta. Dutroux var handsamaður aftur þremur og háifri klukkustund síðar, í skóglendi nærri bænum Saint Medard, um 25 kílómetra frá Neu- fcháteau. Hann hafði þá fest flótta- bílinn í for og komst hvergi. Ekki kom til átaka við handtökuna. Dutroux skipti að minnsta kosti einu sinni um ökutæki áður en hann var gómaður og dró eigand- ann úr bíl sínum. Jean-Luc Dehane, forsætisráð- herra Belgiu, sagði í þinginu að ráð- herrar dóms- og innanríkismála hefðu boðist til að hætta eftir að margir stjómmálamenn kröfðust þess að þeir yrðu látnir fara. Öll landamæri Belgíu voru lokuð um leið og flótti Dutroux spurðist út og margir lýstu yfir furðu sinni á at- burðunum. „Ég tel ekki að nokkur trúi því að Dutroux geti einfaldlega gengið út úr dómhúsinu," sagði Didier Reynd- ers, formaður þingliðs eins stjómar- andstöðuflokksins. Handtaka Dutroux í ágúst 1996 olli djúpstæðri kreppu í Belgíu. Nokkram dögum eftir handtökuna frelsaði lögreglcm tvær stúlkur úr dýflissu í kjallara eins húsa hans í Charleroi. Þær höfðu báðar verið misnotaðar kynferðislega. Síðar vis- aði hann lögreglunni á lík tveggja stúlkna sem höfðu veriö grafin í annarri eign hans í bænum. BFCoodrícH All-Tenrain T/AI/erð stgr. 225/75R-16 11.679,- 30x9,5-15 12.191,- 245/75R-16 13.392,- 31x/10,50-15 13.627,- 33x/12,50-15 14.984,- 35x/12,50-15 17.834,- Jleppadekk SUDURSTRONO 4 S: 561 4110 er öðru vísi. Þú málar a tvær umferðir ocj þá sei innan briqqia tíma Langvarandj vörn gegn ryc innbyggður grunnur g Slétt eða hömruð áferð Stuttar fréttir Áhyggjur af aftökum Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti í gær yfir áhyggjum sín- um af fyrirhuguðum aftökum á al- mannafæri í Rúanda. Netanyahu hótar Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra fsraels, hótaði að inn- lima hluta Vesturbakkans ef palestínumenn lýstu einhliða yfir stofhun sjálfstæðs ríkis. írakar væna um lygi írösk stjórnvöld gagnrýndu skýrslu vopnaeftirlitsmanna SÞ í gær og kölluðu hana lygi. Þau kröfðust þess að viðskiptabanni á írak yrði tafarlaust aflétt. Clinton í mat með Paulu Clinton Bandaríkjaforseti er ekki sagður hafa neinar áhyggjur af því að Paula Jones, sem hefur nú áfrýjað máli sinu um að hann hafi beitt hana kynferðislegu áreiti, ætli að mæta á góð- gerðarsamkomu þar sem hann verður heiðursgestur. Bretar fá úraníum Umdeildur farmur af geisla- virku úraníum frá Georgíu er nú kominn til Bretlands þar sem honum verður fargað. Serbar myrtu 22 Júgóslavneski herinn tilkynnti í gær að hann hefði tekið af lífi 22 flugumenn i Kosovo úr röðum Al- bana, sem reynt hefðu að hafa áhrif á gang þjóðaratkvæða- greiðslunnar sem haldin var í Serbíu í gær. Kosið var inn hvort utanaðkom- andi aðilar ættu að taka þátt í samningaviðræðum um framtíð Kosovo-héraðs, og var fastlega bú- ist við að aðild þeirra yrði hafnað. Kosovo-Albanar sniðgengu kosn- ingamar. Linda lést í Arizona Linda McCartney, eiginkona Bítilsins Paul McCartney, lést ekki í Santa Barbara í Kalifomíu eins og fyrstu fregnir hermdu. Lög- reglustjórinn í Santa Barbara stað- festi í gær að dánarvottorð hennar hafi ekki verið gefið út í Kaliforn- íu, sem þýði einfaldlega að fyrstu fréttir af láti hennar séu rangar. Þetta þykir renna stoðum undir fullyrðingar um að Linda hafi í raun látist á búgarði McCartney- fjölskyldunnar í Tucson í Arizona. Leyndin yfir því hvernig dauða hennar bar að hefur komið af stað sögusögnum um að um líknar- morð hafi verið að ræða. Paul McCartney sendi í gær frá sér yf- irlýsingu þar sem segir að Linda hafi látist af völdum brjósta- krabbameins, og að ekkert óeðli- legt hefði verið við dauða hennar. EVRÓPA BÍLASALA NOTAÐIR BÍLAR Faxafeni 8 • Sími 581 1560 Höfum kaupanda að Nissan Terrano árg. 1997 - 1998 Vantar bila á skrá og á stabinn - strax. Opib alla daga vikunnar Toyota Landcruiser VX, árg. 1997 Grænn/grár, ek. 44 þús. km, ssk., ABS, fjarstart, aukadekk, óbreyttur bíll. Verö 3.360.000 - skipti á ódýrari. MMC 3000 GT, árg. 1997 Hárauður, ek. 24 þús. mílur, 5 g., leðurklæddur, 8“ felgur o.fl. Bíll í algjörum sérflokki. Verö 3.350.000 - Skipti á ódýrari. BMW 318 iA, árg. 1991 Hvítur, ek. 97 þús. km, ssk., 4 d. Verö 1.250.000 - skipti á ódýrari. MMC Eclipse RS 2,0, árg. 1997, ek. 14 þús. km, 5 g., 140 hö, 18“ álf., aukadekk á felgum. Innfluttur nýr. Verö 2.290.000 - Ath. skipti. Volvo 850 SE, árg. 1995 Gullsans, ek. 56 þús. km, ssk., allt rafdr., fjarst. samlæsingar, álfelgur og aukadekk á álfelgum, sóllúga. Verö kr. 2.490 þús. d.grænn, 5 g., álfelgur, sóllúga, chack tölva, ABS o.fl. Mjög fallegur bíll. Verð 1.690.000 - ath. bílalán. Volvo 460 GLE, árg. 1994 Dökkgrænn, ek. 42 þús. km, 5 g„ fjarst. saml., álfelgur, aukadekk á álf., þjón.bók frá upphafi, reyklaus. Verö 1.150.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.