Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 13
Ingvi Steinar Ólafsson, framkvæmdastjóri Kaffibrennslunnar, er þekktur fyrir að vera alltaf í svörtum fötum. Hér upplýsir hann hvers vegna: „Þaö er nú aðallega tvennt sem gerir þetta að verkum. Annars vegar það að mér líður illa ef # ég klæðist öðrum litum og hins vegar hefur þetta með sögu af Alberti Einstein að gera sem ég held svolítið upp á. Hann var mikið fyrir það að reyna að losna við litlu vandamálin í lífinu, þessa litlu hluti sem trufla venjulegt fólk annars ekkert mjög mikið. Hann byrjaði á að skoða líf sitt eins og það gekk dag frá degi. Hann vaknaði einn morguninn, fór í sturtu og leit svo inn í fataskápinn sinn. Þar rakst hann á fyrsta vandamál dagsins; í hvaða föt átti hann nú að fara? Til að leysa þetta vandamál til frambúðar, ákvað hann að losa sig við öll fötin sem í skápnum voru. Svo fór hann út í búð og keypti sér tíu eins skyrtur, tíu eins bindi, tíu eins jakka og tíu eins buxur. Nú var ekki lengur vandamál fyrir Einstein að ákveða í hverju hann ætti að vera. Ég gerði svipaðan hlut fyrir nokkrum árum og losaði mig við öll þau föt sem ekki voru svört. Ég sé ekki eftir því.“ afgerandi „Eg kaupi fötin mín aðallega í Fríðu frænku, Spútnikk og Gloss. Einstaka hluti kaupi ég svo í Evu og Gallerí. Svo finnst mér mjög gaman að fara á flóamarkaði, bæði hér og úti. Ég sauma líka mikið sjálf. Svo kaupi ég skó þegar mér finnst þeir flottir," segir Þórunn Elísabet Sveinsdóttir búningahönnuður. Hvernig skór finnst þér flottir? „Mér finnst þeir flottir ef þeir eru vel hannaðir og svo verður að vera auðvelt að ganga á þeim. Ég hef fundið glæsilega skó í 38 þrepum, Evu og Gallerí og einstaka í Sautján." Áttu einhver föt sem eru í aigjöru uppáhaldi, eitthvað svona sem þig langar alltaf að fara í? „Nei, ég á ekkert svoieiðis. Ég klæði mig fyrir hvern dag í einu og er sjaidan í sömu fötunum dag eftir dag. Ekki nema þegar ég fer á hestbak, þá er ég í sömu fötunum, skipti bara um buxur.“ I hverju ertu núna? „Caterpillar-sandölum, sem ég keypti í Sautján, svörtum leðurbuxum með belti sem hefur risa- stórt hjarta fyrir sylgju, lurex svartri glimmer-peysu og með leðurhanska.“ Hvað ertu að gera núna? „Ég er að taka upp tvö og hálft tonn af flaueli hérna niðri í Fríðu frænku og er með hansk- ana af því ég er að losa járnbindingar." Efþú værirað punta þig eins vel og þú gætir, hvaða fötum myndirðu vera í? „Ég myndi velja einn minna fallegu kjóla. Ég á fimmtán kjóla og það færi eftir tilefninu hvort ég væri í síðum, stuttum, pönkuðum eða hvað. Það fer eftir tækifærinu." Hvemig slapparðu af? „Helst í einveru og með fjölskyldunni. Mér finnst voða gott að borða góðan kvöld- verð, hlusta á músík og horfa á sjónvarp. Ef ég á nokkurra daga frí myndi ég fara í reiðtúr, langt út í sveit í gönguferð eða í sumarbústað." Ertu einhvern tíma sjálf í leikbúningum sem þú hannar? „Það má kannski sjá áhrif á frumsýningunni en ég er ekki í búningunum. Þeir eru alltaf hannaðir fyrir einhvern annan.“ Ertu sérstaklega stolt af einhverju sem þú hefur hannað? „Nei, ég er frekar ánægð með allt. En mér fannst sérstaklega gaman að hanna fyrir Tartuff, Snædrottninguna og Taktu lagið Lóa. Það er alveg sér- staklega gaman þegar maður fær frjálsar hendur við hönnunina." „Eg eltist hvorki við nein sérstök merki né búðir. Aðalatriðið er að finna eitthvað sem mér fellur og er klæðilegt. Mér finnst þreytandi að leita mér að fötum og þess vegna er ómetanlegt að eiga kærustu eins og Elínu Eddu sem þekkir smekkinn minn út og inn og hjálpar mér með fatavalið, „ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Guðjónsson. Hann vekur athygli hvar sem hann er fyrir einstakan klæðaburð sinn og hefur til dæmis sést víða í eins konar munkakufli. Hvar fékkstu eiginlega þennan kufl sem þú ert stundum í? „Ég sá hann á Boss-sýningu sem var haldin hér á landi og pantaði hann. Svo fékk ég hann sendan nokkru síðar eftir að búið var að sýna hann í fleiri löndum. Ég hef notað hann talsvert og nú síðast við útlitshönnun á geisladiski sem ég er að koma með fyrir jólin." Hvernig geisladiskur erþað? „Efnið á honum er íslenskt og í miðaldabúningi. Ég er mið- aldamaður í mér.“ Hvernig lýsir það sér? „Ég gæti til dæmis nefnt að það er einlæg skoðun mín að fólk eigi að hægja á hraðanum og gefa sér meiri tíma fyrir sjálft sig og aðra. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir samtímann með öll þau áhrif og áreiti sem koma úr tölvum og fjölmiðlum. Sjálfur nota ég Zen-hugleiðslu. Þannig kemst ég í betra samband við sjálfan mig. Mér finnst að allir ættu að gera þetta til að komast i annað hugarástand en það sem erillinn býður upp á.“ „Ég kaupi eiginlega aldrei föt,“ segir Gabríela Friðriksdóttir myndlist- arkona. „Það eru svo margir sem koma heim til mín og gleyma húfum og svoleiðis. Svo er íbúðin mín líka svolítið eins og dánarbú. Ég hef fengið heilu kassana af fötum alls staðar af landinu. Nú og svo hefur Daníel líka slysast til að kaupa föt sem passa ekki á hann og ég get þá notað.“ Áttu einhver föt sem þér líður langbest í? „Nei, þetta er eiginlega þannig hjá mér að ég vakna og fer í eitt- hvað sem passar við skapið. En ég verð að hafa mikið af vösum. Ég fer kannski eitthvað niður í bæ og þá eru allir vasarnir orðnir fullir." En þegar þú ætlar að vera rosafín? Þá set ég á mig hatt eða belti og upplifi mig glimrandi fína. Öðrum finnst ég kannski ekkert fin en andinn er svo sterkur í svona.“ I hverju ertu núna? „Ég er sko úti í bílskúr að laga til og er í tékk- neskum kvenstígvélum og lopasokkum. Ég keypti /\ þau í Prag en það er enginn Tékki sem vill kannast við þetta lengur. Þeim finnst þetta hálf sveita. Þau eru samt rosalega falleg þegar þau eru ný, svona glans, lakkáferð. Ég er svo með ullarsokkana yfir því mér finnst það svo fallegt og svo er líka svolítill fúnksjónalismi í þessu hjá mér, ég get þá bæði farið úr sokkunum og stíg- vélunum í einu. Svo er ég í gráum, sóðalegum vinnubux- um sem ég er ekkert hreykin af. Svo er ég í stuttermabol, Harley Davidson-bol með mynd af hljómsveit á. Myndin er svolítið skemmtileg því allir sem eru í hljómsveiíinni eru El- vis. En myndin sést ekkert núna því ég er í kúkabrúnni ull- arpeysu utan yfir og dýrindis West Side Story-jakka, gul- brúnum með rönd á erminni. Svo er ég með tígrisdýra-loð: hatt“. Áhrifavaldar í fatavali? „Ég er alveg búin að komast að því hverjir hafa haft mest áhrif á mig og það eru Gísli á Upþsölum og Jóakim Pálsson. Það er eitthvað frá þeim í mínum fatastíl. Svo held ég að það sé gífurlega mikill munur á dala- og fjarðastíl. Fólk klæðir sig allt öðruvísi eftir því hvort það býr í dal eða firði. Minn stíll held ég að sé vestfirskur dalastíll." „Ég kaupi fötin min helst hjá Guðsteini, Sævari Karli, Lewis búðinni og svo í einhverjum búðum erlendis. En þetta eru föstu punktamir," segir Jón Óskar Hafsteinsson myndlistar- maður. Hver eru þá uppáhalds fötin þin? „Gallaföt, buxur og jakkar. Það hlýtur að vera uppáhalds því ég er oftast í því“. Þú gengur með hatta, ekki satt? „Jú ég á bæði Hamburger og Chelsea. Ég keypti Chelsea-hattinn í rándýrri hattabúð í London, Lock Company.“ I hvað ferðu þegar þú vilt vera voða fínn? „Sparifötin eru keypt hjá Sævari Karli, þannig að ég fer í buxur, jakka og frakka sem ég hef keypt þar.“ Hvað með liti? „Blár er í uþpáhaldi en það er meira ómeðvit- „Ég vil að fötin mín séu kvenleg og einföld og mér finnst skipta miklu máli að ég geti notað þau lengi. Það er svo gaman að fötum sem ég get átt í skápnum í nokkur ár,“ segir Dýrleif Ýr Örlygs- dóttir sem vill láta titla sig búðarkonu. Ertu þá ekki hrædd um að fötin þín detti úr tísku? „Ég reyni að vera ekki fórnarlamb tískunnar. Þrátt fyrir að maður verði alltaf fyrir áhrifum frá henni er ekki þar með sagt að endurnýja þurfi fata- skápinn á þriggja mánaða fresti." Datt þér sem sagt aldrei í hug að versla með tískufatnað? „Nei. Frá því ég var lítil stelpa hefur mér fund- ist vanta líf í klæðaburð fólks. Mér leiðist fatn- aður sem er laus við sál, stemningu og karakter. Fjöldaframleiðsla þar sem allir eru stimplaðir í sama formið er ekkert fyrir mig.“ Myndirðu vilja breyta einhverju hér á Islandi? „Já. Það ætti að jafna Kringluna við jörðu. Mér finnst þessi „molP-stemning leiðinleg og niðurdrepandi. Það getur hvorki verið gott að vera þar né vinna. Ég vil sjá mið- bæinn eflast og stækka sem verslana- og veitingahúsakjarna." Menn eru sammála um það að Andrea Róbertsdóttir er alltaf skrefi á undan tískunni. Hún er alltaf og iðulega í glæsilegum fötum sem oftar en ekki eru komin í tísku nokkrum mánuðum eftir að hún birtist í þeim. Hvernig ferðu að þessu, Andrea? „Mér finnst bara virka best að blanda einhverju Kolaportskjaftæði saman við merkjavöru. Ég kaupi mikið af fötunum mínum í útlöndum og elti líka flóamarkaði. Þeir svínvirka. Eg hef gaman af tískunni sem slíkri og kann best við mig í svörtu. Annars líður mér líka vel í Nike-mokkasínun- um mínum og með kúrekahattinn." Þú ert frekar mikið fyrir hatta, er það ekki? „Jú, þeir eru frábærir, sérstaklega þegar hárið lætur ekki að stjórn. Svo er líka alltaf svo kalt á íslandi og þess vegna finnst mér þykkar og djúsí loþahúfur æðislegar. Alpahúfurnar standa líka alltaf fyrir sínu og svo auðvitað kúrekahatturinn.“ Finnst þér of kalt hérna? „Já, það er nú oft ansi kalt á (slandi. Samt er gaman að geta notað trefil og húfur og svona. Það er margt annað sem ég vildi frekar breyta hér en veðrinu." Eins og hvað? „Ég myndi vilja að hæfir menn yrðu ráðnir í stjórnunarstöður í stað þess að taka þær frá fyrir afdankaða stjórnmálamenn." Ertu pólitísk? „Nei, en í framtíðinni ætla ég aö hafa geðveikislega sterkar skoðanir á þessu öllu saman.“ Velurðu fötin þín alveg sjálfur? „Kannski ekki alveg, það eru oft einhverjir invol- veraðir“. Hvaða myndlistarverk þitt ertu ánægðastur með? „Ég er alltaf ánægðastur með það sem er nýjast hjá mér“. Þegar þú ferð út að ganga með Nönnu, bulldog- hundinn þinn, hvert farið þið? „Við göngum um Þingholtin og kringum Arnarhól- inn. í hádeginu löbbum við um Grafarvoginn en við vinnum saman þar“. Hvað ertu að gera núna? „Ég var með sýningu í Vestmannaeyjum og er að huga að myndunum sem þar voru“. Hvernig slapparðu af? „Með því að horfa á bíómyndir, þá aðallega B- myndir. Það er svo mikið sem gerist í þeim." 23. október 1998 23. október 1998 f Ókus iskum jakkafötum en liann a það alveg oins til að bregða sér i litrikt pils daginn eftir. Það er sama hverju mað- urinn klæðist, einhvern veginn tekst honum alltaf að vera jafn finn og flottur. Eftir Iwerju ferdu þegar þú velur þór fot? „Ég fer nákvæmlega eftir ótrúlegu innsæi minu, eðlisávisun og lyktarskyni. Tok ckkert mark á auglýsingum og öðru lýðskrumi. Þnð ei lika regln nð þau löt sem lita illa út á öðrum fara vel á mér. Litir? „Ég er skitsófieniskur i litavali. Svartir litir og dökkbláir liöfða mjög til min en svo tek eg æöi annað slagið og fæ mér eitthvað limo-grænt eða fjólublátt. Astæðan getur ekki verið annað en ofboðsleg athyglissýki og þunglyndi." Fer húsgagnasmekkur folks saman við fatasmekk? „Já, ég lield að það se óhætt að fuliyrða að svo só. Eg se fyrir irtér heimili moð rokokomubluni, útsaumuðum krosssaumsmyndum og hekluöum dúkum og got vol imyndað mér kjólasafnið inni i skáp." Hvað gerir þu anpars annad en að selja husgögn? „Eg hef yndi af þvi að syngja i Lang- tioltskiikjukomum. I’ai nkii svo mikill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.