Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Blaðsíða 12
popp Inferno, Kringlunni. í kvöld og annað kvöld (og síðan aldrei aftur) verður Rlverdance-sýning. Þetta er danssýningin sem var á Evrðvisíon og þeir! Sjónvarpsmarkaðinum seldu vídeóspólu með þessum dansi í rnörg ár. Dansinn sam- anstendur af írskum þjóðdönsum en þeir þykja mjög sérstakir. Eftir sýninguna mun gleðisveitin Papar leika fyrir dansi. Gaukur á Stöng. Afmælisvíman heldur áfram um helgina. Hljómsveitin Spur mætir á svæð- ið og Telma Ágústsdóttir mun alveg örugg- lega syngja sig inn í hug og hjörtu áheyrenda. Álafoss föt bezt. I kvöld og annað kvöld eru það Rúnar Þór og félagar sem sjá um að fólki leiðist ekki við drykkjuna. Catalína ! Hamraborg, Kópavogi. Hinn eini sanni trúbador Siggl Björns heldur uppi alvöru gítarstemningu. Hér veröur hægt að heyra allt það besta sem trúbadorlistgreinin hefur upp á að bjóða. ;SÉÍ Broadway. Hljómsveitin Sóldögg rokkar á stórdansleik og yfirskriftin er: Upphitun fyrir áramótin. Já, takið áramótin snemma í ár og skellið ykkur á Broadway annað kvöld. Upphit- unarskemmtun Sóldaggar er Abba-sýnlngin og matargestir veröa að panta sér miða á Hót- el tslandi og mæta snemma. Naustkjallarinn. Plötusnúöurinn Skugga-Bald- ur sér um tónlistina alla helgina. Grand Hótel v/ Sigtún. Gunnar Páll skemmtir hótelgestum ! kvöld og annað kvöld. Háskólabíó. Á sunnudaginn verð- ur stórskemmtun ; á fjölskyldudegi í Háskólabíói og verður hljómsveit- in Rússíbanar eitt af gleðiefnum dagskrárinnar. Þeir leika ! and- dyri bíósins og Anna Pálína Árnadóttir og Að- alsteinn Ásberg Slgurðsson koma til með að spila lögin af Berrössuð á tánum. Gullöldln llfir. Líf og fjör um helgina og því mun hljómsveitin Sælusveitin gera allt vit- laust í kvöld og annað kvöld verður það Klapp- að og klárt. Kaffi Reykjavík. Hálft í hvoru leikur! kvöld og annað kvöld. En á sunnudag mætir Rut Reg- inalds ásamt Birgi Blrgls. Á mánudaginn er það James R. og á þriðjudag og miðvikudag halda þau Rut og Birgir áfram að æsa gesti og gangandi. Fjörukráln. Fjaran; Jón Möller leikur róman- tíska tónlist. Fjörugarðurinn; hin margrómaða Víkingasveit verður í algjöru leppalúðastuði alla helgina. En eftir miðnætti verður RISA- DANSLEIKUR með engum öðrum en Rúnari Júl og félögum. Café Romance. Píanóleikarinn og söngvarinn Liz Gammon skemmtir gestum næstu vikurn- ar. Jafnframt mun Liz spila tyrir matargesti á Café Óperu fram eftir kvöldi. Kringlukráin. í aðalsal, alla helgina, leikur súpergrúppan Léttir sprettir. Þeir eru alltaf í stuði og má búast við miklu fjöri á Kringlu- kránni um helgina. En þeir sem vilja ekki vera í stuði vippa sér yfir! Leikstofuna og hlusta á trúbadorinn Viðar Jónsson. Dubllner. t kvöld og annað kvöld leikur Bjarni Tryggva fyrir dansi. Á sunnudags- kvöld tekur Ollie Macguiness við og það verð- ur pottþétt fjör. Næturgallnn. í kvöld og bara alla helgina verða þeir Lúdé og Stefán með eilítið aftur- hvarf. Á sunnudaginn verður að vlsu gerð und- anþága og þv! mun Hljómsvelt Hjördisar Geirs leika nýtt og eldra efni. Péturspöbb. í kvöld og annað kvöld leikur hljómsveitin Tvennir tímar. Café Amsterdam. Hin nýja og stórskemmti- lega hljómsveit Kókos skemmtir gestum alla helgina. Spotlight. DJ ívar leikur fyrir dansi! kvöld og annað kvöld. Það verður vonandi eðal-homma- teknó-stuð. Ásgarður. i kvöld leikur hljómsveitin Upplyft- Ing fyrir dansi. Húsið verður opnað kl. 21 og hljómsveitin hættir að spila kl. 2. En á sunnu- daginn byrjar fjörið aftur og þá mætir Capri- tríóið og sér um fjörið. Portishead eru með læfplötu þar sem vélrænt og brakandi tripphoppið birtist í nýju Ijósi: Af Bristol-böndunum svoköll- uðu sem fundu upp tripp-hoppið var Portishead það band sem komst lengst inn í daglegt líf fólks. Platan „Dummy“ frá 1994 seldist í lummumagni og varla var hægt að koma inn í kaffihús eða fatabúð nema heyra óminn af henni. í fyrra snéri bandið aftur með plötuna „Portishead", sem var mjög þráðbeint framhald af „Dummy“, kannski of lík, þvi ekki voru viðtökumar jafn góðar í þetta skiptið. Á sama tíma og platan kom út ákvað bandið að setja upp stórtónleika í Roseland- salnum í New York. Tónleikarnir nefndust „PNYC“ og útkoman er nýkomin út á geisladisk og mynd- bandi. í tilefni útgáfutónleikanna var hóað í þrjátíu strengjaleikara og fimm blásara og allt galleríið æft saman við Portishead. Nick Ing- man, sem hefur útsett strengi fyr- ir Oasis og Radiohead, sér um að koma klassíska liðinu í réttan gír. Útkoman er vitaniega stórbrotin og það er sem kastað sé nýju ljósi á vélrænt og brakandi tripp-hopp- ið. Hópurinn ákvað að koma sér fyrir á miðju gólfi, i staðinn fyrir að vera uppi á sviði, og svo sátu áhorfendur allt í kring. Myndaðist því náin og rafmögnuð stemning. Eftir Roseland-tónleikana fór bandið, án sinfóníuleikaranna, í 10 mánaða tónleikaferð og spilaði fyrir samtals 450.000 manns í 23 löndum. Á „PNYC“ eru tvö við- bótarlög sem vom tekin upp á þessari löngu leið, eitt í San íslenski lt i s t inn| NR. 300 vikuna 27.11-4.11. 1998 Sætl Vikur LÁG FLYTJANDI 27/11 13/n 1 4 DAYSLEEPER.................................R.E.M. 1 8 2 7 SWEETESTTHING..................................U2 3 6 3 2 T0P0FTHEW0RLD ............................BRANDY 15 - 4 5 WHATÐS THIS LIFE F0R........................CREED 10 17 5 6 THANKU...........................ALANIS M0RISSETTE 7 10 6 3 BELIEVE......................................CHER 20 22 7 11 D00 W0P (THATTHING)..................LAURYN HILL 2 1 8 2 SKYZ0 ............................SÚREFNI &H0SSI 12 - 9 5 NEVER THERE..................................CAKE 11 11 10 3 GYN&TONIC ..............................SPACEDUST 26 33 11 4 BABY 0NE M0RE TIME .................BRITNEY SPEARS 30 31 12 8 SACREDTHINGS............................BANG GANG 4 7 13 5 SILVERLIGHT.............................BELLATRIX 9 9 14 1 DRAKÚLA ..............................SKÍTAMÖRALL CQD 15 8 0UTSIDE...........................GE0RGE MICHAEL 8 5 16 4 VILLTUR...................................SÓLDÖGG 18 28 17 4 SVARTIR FINGUR................SÁLIN HANS JÓNS MÍNS 17 20 18 2 ABRACADABRA ............................SUGAR RAY 31 - 19 7 DREYMIR .............................LAND 0G SYNIR 6 4 20 3 I JUST WANNA BE L0VED ...............CULTURE CLUB 39 39 21 6 MIAMI ..................................WILLSMITH 14 14 22 3 HEYN0WN0W................................SWIRL360 24 37 23 9 HÚSMÆÐRAGARÐURINN .......................NÝDÖNSK 13 3 24 2 VIP.......................................GUS GUS 28 - 25 14 IFY0UT0LERATETHIS .........MANIC STREET PREACHERS 9 5 26 1 WHEN Y0U BELIVE ... .MARIAH CAREY & WHITNEY H0UST0N CQQ 27 5 l'MYOURANGEL ................R. KELLY & CELINE DI0N 29 29 28 2 I BELIEVE IN L0VE ...........HERBERT GU0MUNDSSON 40 - 29 5 LAST ST0P THIS T0WN .......................EELES 21 23 30 3 WHEN YOU'RE G0NE..............BRYAN ADAMS & MEL C. 36 40 31 1 PRETTYFLY...............................0FFSPRING KBa 32 2 AMEN0.........................................ERA 33 - 33 9 SPECIAL .................................GARBAGE 19 12 34 4 SUMARSTÚLKUBLÚS ........................... UNUN 23 21 35 1 L0VERB0Y .....N0RTHEM LIGHT 0RCHESTRA 8, PÁLL ÓSKAR EQO 36 5 SM0KE ...........................NATALIE IMBRUGLIA 22 16 37 1 W0ULD Y0U............................T0UCH AND G0 imi 38 8 B0DYM0VIN ............................BEASTIE B0YS 25 13 39 3 TR0PICALIA...................................BECK 16 15 40 1 IFY0U BUYTHIS REC0RD ............TAMPERER & MAYA RQD Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 fslenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er f 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öllu landinu. Einnig getur fálk hringt f síma 550 0044 og tekið þátt f vali listans. íslenski listinn er frumfluttur á Rmmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og er birtur á hverjum föstudegi f DV. Ustinn er jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. 16.00. Ustinn er birtur, að hluta, f textavarpi MTV sjdnvarps- stöðvarinnar. íslenski listinn tekur þátt f vali „World Chart“ sem framleiddur er af Radio Express f Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er f tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandarfska tónlistarblaðinu BiHboard. Yfirumsjón mei skoÖJníkönnun: Halldóra Hauksdóttir - Framkvarmd könnunar. Markaísdeild DV - Tðlvuvinnsld: Dódó Handrit, heimildaröflun og yflrumsjdn me5 framleiíslu: fvar Guimundsson - Taeknistjóm og framlelísla: Forstelnn Ásgelrsson og Friinn Steinsson Útsendlngastjárn: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll Ólafsson - Kynnir f útvarpi: ívar Guimundsson 989 1‘KÆVWJÍÍI plötudómur Francisco, annað á festivali í Kristjánssandi. Á myndbandinu eru tónleikarnir í Roseland í heild sinni auk myndskeiða af hljóm- sveitinni að æfa sig. Einnig er stuttmyndin „Road trip“ með i pakkanum (hún er á sumum CD- um líka), en Portishead spilaði stuttmyndina á undan tónleikum sínum. Stuttmyndin er studd ósunginni tónlist frá Portishead sem er splæst saman af Andy Smith, tónleikasnúði sveitarinn- ar. -glh Rúnar Júlíusson - Farandskugginn: ★★★ Rokkari aff Guðs náð Islenskir rokkarar eru ekki lang- lífur kynstofn. Flestir eru þeir bún- ir að gefast upp á rokkinu fyrir þrí- tugt og fara þá að reyna að passa inn í velferðarsamfélagið af sama þrótti og þeir reyndu að vera á skjön við það áður. Enda er rokkið ekkert annað en unglingaveiki, ill- víg og langdregin. Menn klæða sig afkáralega, hafa hátt og eru full- vissir um að þeir séu að gera eitt- hvað stórmerkilegt þó í raun sé um lummubakstur að ræða. Þeir sem ná svo að selja afurðir sínar í ein- hverju magni, missa gjaman alla stjóm á sjálfsímynd sinni, leita samsvörunar í Jesú/Elvis/Morri- son og era í rasli til æviloka. Þeir eru einnig til, sem þrífast á athygli, hugsa í 4/4, geta sogið í sig öll nauðsynleg bætiefni úr rækju- samloku og lyft líkamsþyngd sinni í mögnurum með slæman höfuð- verk. Það eru rokkarar af Guðs náð og Rúnar Júlíusson er einn af þeim. Hann var einn af íslensku bítl- unum, hippunum og diskóboltum áttunda áratugarins. GCD sá um að kynna hann fyrir nýrri kynslóð og enn er ekkert fararsnið á honum. Þetta er maður sem fer í hættulega hjartaskurðaðgerð og gefur svo út plötu sem heitir „Með stuð í hjarta". Og hvers vegna ekki? Hann var líka í landsliðinu i fót- bolta á sama tíma og hann var í Hljómum. Það má trúa svona manni til alls. Samt þýðir það ekki að menn séu endalaust að gefa út góðar plöt- ur. Með aldrinum hægir jú á allri líkamsstarfsemi og, eins og Bo Halldorsson sagði svo vel:„Ballads. Mér finnst best að syngja ballads." Tónlistin hægir semsagt á sér í takt við hárvöxtinn. Og í öfugu hlutfalli við vaxandi út- gjöld miðaldra poppara með ung- linga í skóla. Þetta dæmi útskýrir afrek margra okkar frægustu iðn- aðarpoppara. En ekki Rúnars Júl., ef marka má Farandskuggann. Hann er enn við sama heygarðs- hornið, hann Rúnar; jákvæður, til- gerðarlaus og rokkar eins og Chuck Berry hafi gefið út sína fyrstu skífu í fyrradag. Allt frá raggí oní rokk á matseðlinum, bandið frábært og varla feilspor „Það er fátítt að popparar haldi virðingu sinni fram yfir þrítugt. Hvað þá að þeir sendi frá sér góðar plötur líka.“ stigið hvað flutning varðar. Rúnar er naskur að semja góðar söng- melódíur; „Auðveld bráð“, „Láttu þig dreyma um mig“, „Ekki orð“, allt eru þetta nær fullkomin popp- lög og jafnast á við það besta sem frá honum hefur komið. Sverrir Stormsker á tvö lög á plötunni og kemur á óvart með óvenju góðum lögum með óvenju prenthæfum textrnn. Eitthvað að hægjast i honum líkamsstarfsemin, vonandi. Bjartmar Guðlaugsson rekur einnig inn nefið og semur texta við fint lag Rúnars, „Kerflnu að kenna“. Texinn fjallar um hippa sem tekst á við lífið eftir hippið, er þetta ekki orðið svolítið slitið við- fangsefni? Það er smá ádeilutónn á Farand- skugganum og nær hámarki í lag- inu „Sagan af brauðinu dýra“. Þar eru kjör alþýðunnar í brennidepli og hefur Rúnar greinilega söðlað um í pólitíkinni síðan hann skildi ekki hvers vegna fólk hefði áhyggj- ur þótt launin væru lág. Lokalagið, „Bandingjar breiðgötunnar, örlag eftir Tryggva Hubner dregur upp mynd af yflrstressuðum íslending- um í neyslu- og lyfjarugli, en klykkir út með þvi að segja:„Það er fínt að fá það frítt“. Biddu, mein- arðu lyfin? Hvort sem íslendingar eru upp- dópaðir og skuldugir upp fyrir haus eða ekki mega þeir vera ánægðir að eiga Rúnar Júlíusson. Það er fátítt að popparar haldi virð- ingu sinni fram yfir þrítugt. Hvað þá að þeir sendi frá sér góðar plöt- ur líka. Neil Young og Rúnar eru saman á báti hvað það varðar. Ari Eldon 12 f Ó k U S 27. nóvember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.