Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Blaðsíða 18
í síðasta Fókus-blaði voru birt- ar niðurstöður úr hlustendakönn- un Félagsvísindadeildar um út- varpshlustun landsmanna. Það var heldur dapurleg lesning. Stað- reyndirnar voru bomar á borö, það var kalt borð. Menn höfðu í raun ekki gert sér grein fyrir þvi hve fáir em að hlusta, menn voru svo bissý að mala út í loftið. Þetta var sjokk. Fólk leggur líf sitt og metnað í að halda úti þáttum fyr- ir 0-300 manns. „Þetta er rugl,“ sagði einn frjáls útvarpsfugl á förnum vegi í vikunni, „ég er allavega alltaf með einn, mamma hlustar alltaf." Mamma hlustar alltaf. Er þetta ekki framtíð- in? Hver maður með sína eigin stöð, heldur úti fjölbreyttri og metnaðarfullri dagskrá fyrir... sína nánustu. „Og við skul- um þá opna fyrir símann...“ og mamma hringir. Flestar hinna frjálsu útvarpsstöðva eru með 0-300 dygga hlustendur að sínum dagskrárliðum. Já, hér glottum vér ljóðskáldin. Þetta er eins og meðalsala á ljóðabók. 0-300 manns. Og svo er ljóðið sakað um að vera komið útí horn í þessu þjóðfélagi þar sem útvarpsfrelsið á að ráða lögum og ríkjum, á að hafa tekið yfir hylli almennings. 0-300 manns. Duglegur GSM-eig- andi gæti náð því að tala til jafn margra einstaklinga á einum degi. Er það kannski framtíðin? Hver og einn með sitt eigið út- varpsprógramm á símsvaranum og vinimir hringja inn og hlusta. Segja svo „góðuuur" næst þegar þeir hittast. En kannski er þessi hugsun bara úrelt, þessi hugsun að fjöl- miðlar séu „að reyna að ná til fólksins". Kannski er hlutverk fjölmiðlanna miklu fremur „að dreifa athygli fólksins", að brjóta niður daginn fyrir því, að gera líf- ið sífellt flóknara. Rithöfundurinn tekur vissulega eftir þessari þróun. Sjálfur hef ég gefið út bækur með nokkuð reglu- legu milllibili síðan árið 1990. Til kynningar á „HELLU“, minni fyrstu skáldsögu, var tekið við mig viðtal í Helgarblað Þjóðvilj- ans og svo man ég ekki meir. Kannski smáspjall á Rás Tvö. Enginn upplestur, ekkert. Næst gaf ég út bók árið 1994. Þá var tími upp- lestranna genginn í garð. Tími hinna stóru upplestra. 140 manns á Vopnafirði, álíka margir á Akur- eyri og svo aðeins færri á Sólon. (3 stk.) Viðtöl í blöð og á Bylgjunni, Rás Eitt og Tvö. Þegar næsta bók kom út, árið 1996, var mnnið upp skeið hinna þúsund upplestra. Á hinum þúsund kaffihúsum landsins. I tvo mánuði gerði maður lítið annað en að lesa upp, fyrir 16 manns 1 hvert skipti. Þjóðfélagið var allt að brotna upp í smærri og smærri einingar. Maður mátti skeiða í viðtöl á 12 fjölmiðlum ef bókin átti ekki að dmkkna í flóðinu eft- ir nokkra brotsjói sem hún fékk á sig frá gagnrýnendum. Nú, árið 1998, eru útvarpsþættimir orðnir 136, hver um sig með 142 hlust- endur, á upplestrana á lands- byggðinni mæta ef vel er, 5 manns, og svo bætist Netið við, maður þarf líka að lesa upp á Net- inu, þó þar sé líklega enginn að hlusta. Kannski einn einmana listnemi í San Sebastian á Spáni, hver veit? Þetta er allt einhvem- veginn bara út 1 loftið. í þeim rituðum orðum hringir siminn. „Já, Valur Ingólfsson heiti ég, og hringi frá útvarpsstöðinni Spjall FM, í Mosfellsbæ. Ég er hérna með þátt á þriðjudagskvöld- um sem heitir „Inn um annað og út um hitt“, ert þú ekki með bók um jólin?...“ Og maður skeiðar upp í Mosfellsbæ og spjallar um bókina og les upp fyrir 0-30 manns. í raun hefði maður getað sparað sér sporin og tekið random-val úr símaskránni og hringt í 15 manns og lesið upp fyr- ir þá. Síminn er að verða öflugasti fjölmiðillinn. Á hraðri leið okka inn í Samfélag Þjóöanna er ís- lenska samfélagskrílið smám saman að taka á sig fullkomna mynd milljónaþjóðfélags, í mínía- túr-mynd. Bráðum verða útvarps- stöðvarnar í Reykjavík orðnar jafnmargar og rásirnar í New York. Bráðum verða jafnmargir í „Stéttarfélagi þáttagerðarmanna" og i „Stéttarfélagi rafvirkja“. Bráðum verður útvarpsrekstur undirstöðuatvinnuvegur þjóðar- innar. Útgerð og útvarp. Sá guli og Sá guggni. Á mánudegi klukkan hálf sex geng ég í svarta regni yfir Ing- ólfstorg að lokinni ljósmynda- töku fyrir væntanlegan bar- upplestur, framhjá Fínum miðli (17 útvarpsstöðvum í gamla Morg- unblaðshúsinu), framhjá malandi leigubíl í stæði, útum gluggann hljómar Matthildur eða Létt Fm eöa einhver önnur mér ókunn út- varpsstöö. Á Hlöllabátum eru menn greinilega með sína eigin stöð. Þar sem bókabúð Snæbjörns var er nú rekinn bar, aldrei var ég þar, úr öðrum bíl hljómar Ævar Örn á Rás Tvö og manni léttir ögn að kannast þó allavega við röddina. Fyrir framan Gauk á Stöng rekst ég á ljósmyndara DV sem ég kannast við. Hann er á leið á neyðarfund í Ráðhúsinu útaf útsvarshækkun R-listans. Við spjöllum mjög stutt og hann segir að lokum „en ert þú ekki með bók um jólin?“ Ég minni hann kurt- eislega á ljósmyndina sem hann tók af mér fyrir helgi, fyrir viðtal í TILEFNI NÝJU BÓKARINNAR sem birtist í Helgarblaði DV um síðustu helgi. „Já alveg rétt,“ seg- ir hann, „var það útaf bókinni?" Já já. Fjölmiðlarnir vita sjálfir ekki lengur um hvað þeir eru að fjalla. Ef þeir hlusta ekki á sjálfan sig, hvemig geta þeir þá ætlast til þess að aðrir geri það? „Já nei nei, ég skoða bara myndirnar..." segir ljósmyndari DV og hleypur útí Ráðhús. Ég stend eftir og horfi á milljón- ir regndropa falla á Tryggvagöt- una, sé þá glitra í skammdegis- ljósum bílcmna. Þjóðfélagið hefur brotnað í milljón dropa, hver og einn þeirra er heill heimur, í hverjum og einum þeirra er ein útvarpsstöð, aö baki hverjum og einum rigningardropa eru 0-300 hlustendur. Ég smeygi mér inn á Ccifé Amsterdam og fæ mér einn lítinn bjór til þess að láta mér líða smá stund eins og ég sé í útlöndum. Hér inni er ró og frið- ur. Hér inni eru engir fjölmiðlar (ég lýg því, á skjánum í hominu er Snorri Sturluson að fara yfir „ítölsku mörkin" á Sýn). Hér inni em aðeins ég og fjórir aðrir ein- staklingar, þetta er svona eins og meðalstór hlustendahópur að út- varpsþætti. Þegar heim kemur hringir sím- inn: „Já, Þorsteinn Hreggviðsson heiti ég og er að hringja hérna frá vikublaðinu Eyrbekkingi í Ár- borg (Árborg! Já þetta er rétta leiðin, skíra staðina uppá nýtt svo manni líði eins og maður búi í milljónasamfélagi). Þannig er mál með vexti að við erum með Vef- síðu hér á blaðinu og á hverjum laugardegi emm við með upplest- ur úr nýjum bókum á Vefsíðunni sem virkar líka eins og bóksala, fólk getur keypt bækumar um leið og það hlustar á þær, værir þú nokkuð til...?“ Ég hugsa mig aðeins um áður en ég spyr: „Hvað heldurðu að séu margir að hlusta þarna hjá ykkur?“ „Viö höfum verið að fá mjög góð viðbrögð á þetta hjá okkur. Það em nú þegar farnar út tvær bækur og um síðustu helgi vorum við með 3 heimsóknir á Vefsíð- una...“ Já. Ekki svo slæmt. Hvort er annars meira; 3 eða 0-300? Spurn- ing. Allt í einu fer maður bara næst- um því að sakna gamla tímans. Maður veit þó hversu ömurlegt það er. Gamla Gufu-nostalgían hefur alltaf farið í taugarnar á manni. En það var eitthvað fallegt við gamla tímann með sínum fjór- um fjölmiðlum og allir lásu þá alla. Hvað þurfti Gunnar Gunn- arsson að fara í mörg viðtöl og hvað þurfti hann að lesa oft upp til að „ná sæmilega góðri kynn- ingu“ á Fjallkirkjunni? „Þú ert að hlusta á Byl FM, þetta er Máni Magnússon með þáttinn „Vind um eyru þjóta“ og hérna á eftir eigum við von á Halldóri Kiljan Laxness sem ætlar að segja okkur frá nýju bókinni sinni, „Þú vindviður hreini“... af- sakið „Þú vínviður hreini“ heitir hún víst, en fyrst skulum við fá nýja lagið með Whitney Houston og Mariuh Carey...“ Fjölmiðlarnir eru búnir að mis- mæla sig svo oft og rugla stöfum að nafn þeirra er orðið að Mjöl- fiðlurum. Þeir hafa malað þjóðfé- lagið mjölinu smærra og fiðla nú hver í sínu horni. Þeir sarga á fiðlur sínar mjöl í eyru okkar. PS. Ef ég man rétt er útúrsnún- ingurinn „Mjölfiölarar" kominn frá Ijóöskáldinu ísak Haróarsyni. Hallgrímur Helgason f Ó k U S 4. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.