Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 10
10 Wenning FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 Myrkum músíkdögum lokið: Tríó Reykjavíkur hjá Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Myrkum músíkdögum lauk á mánudaginn með tónleikum Harmahlíðarkórsins í yfirfull- um sal Listasafns Islands. Þetta var í ellefta sinn sem þessi hátíð nútímatónlistar var haldin síðan til hennar var stofnað fyrir tæpum 20 árum og var hún óvenju viðamikil að þessu sinni. Tónleikarnir voru tólf og á þeim voru flutt yfir 60 íslensk tónverk. Þar af voru tæplega 30 frumflutt. Mörg vötn hafa runnið til sjávar á þessum tuttugu árum, og við spurðum formann Tón- skáldafélags íslands, Kjartan Ólafsson, hvemig hátíðin hefði þróast. „Hún hefur stækkað og reyndar breyst að því leyti að við leggjum nú orðið meiri áherslu á íslenska tónlist," seg- ir hann. „Áður var flutt ein- dregnari blanda af íslenskri og erlendri samtimatónlist þó ís- lensk tónverk hafi alltaf verið í meiri hluta. Við héldum líka í ár upp á aldarafmæli Jóns Leifs og lögðum sérstaka áherslu á verk hans og því fylgdi enn þá meiri áhersla á íslenska tónlist. Það var eins og afmælið vekti þjóðernis- kennd hjá okkur! Nú er Evr- ópa öll að renna saman í eina heild og spurningin er hvort við ætlum að stökkva upp á þá hringekju eða halda okkar sjálfstæði. Menn em að tala um einhvern „evrópskan tón“ og við bregðumst ósjáifrátt við með þvi að leggja meiri rækt við okkar tón, skerpa okkar eigin sjálfsmynd." - Eruð þið þá hrædd um að hverfa í þessu þjóðahafi, hrædd við að ná ekki máli á evrópskan mælikvarða ef þið keppið á svona stómm vettvangi? „Ég held að þetta sé ekki eins og í íþrótt- unum að við þurfum að ná einhverju frá- bæru evrópsku vallarmeti. Menn eru hver um sig að vinna persónulega að því að búa til sína metnaðarfullu tónlist sem oft tengist umhverflnu, landinu og svo framvegis. ís- lenskir listamenn eru sameiginlega að skapa landinu ákveðna listímynd." - Er hægt að heyra á íslensku sam- tímatónverki hvaðan það er? „Já, ég er viss um það. Nú stendur nor- ræn tónlist okkur nærri og ekki úr vegi að bera okkar tónlist saman við hana. Ef við tökum dæmi af danskri tónlist sem ættuð er af flatlendi þá er hún ósköp ljúf og góð og lætur vel i eyrum. íslensk tónlist er talsvert miklu öfgakenndari, og menn segja: Þetta er nú landslagið, fjöllin, jöklamir, eldgosin og jarðskjálftamir, og auðvitað setur þetta allt mark sitt á tónlistina, gerir hana dramatísk- ari. Jón Leifs kom kannski með þennan tón þarna af fúsum og frjálsum vilja og borgaði sig inn! Auðvitað höfðum við miðaverðið lágt, en þetta unga fólk hafði greinilega áhuga á þessu, því fannst tónlistin ekki framandi heldur skynjaði hana og skildi." - Hverju þakkarðu þetta? „Ég held að þetta haldist í hendur við almenna þróun hjá okkur. Fordómar gagnvart öllu nýju og nýstárlegu em hverf- andi. Ungt fólk er vant að geta valið úr svo miklu og ef einhver gerir eitthvað sérkennilegt er hann ekki fordæmdur heldur vekur hann forvitni unga fólks- ins. En okkur kom líka á óvart hvaða aldurshópa vantaði á tón- leikana. Það virðist vera kyn- slóðagat þar sem hin svonefnda ‘68 kynslóð ætti að vera! Hún er okkar X kynslóð. Vel að merkja hef ég ekki rannsakað fyrirbær- ið vísindalega, þetta var tilfinn- ing okkar sem stóðum að hátíð- inni og vissulega voru undan- tekningar á reglunni. En yngri börn ‘68 kynslóðarinnar komu. Og eldri kynslóðin." - Hefur tónlistaruppeldi ungu kynslóðarinnar þá tekist vel? „Já, tónlistar- kennslan er orðin afar góð og for- dómalaus. Svo fá nemend- ur oft að skapa meira sjálfir og það sem þeir búa til er stundum í takt við það sem heyrist á Myrk- um músíkdögum." Næstu Myrku músíkdagar verða eftir tvö ár, 2001, en Tónskáldafélag íslands stendur að viðamiklum tónlistarflutningi á menn- ingarborgarári 2000. Sú vinna er þegar haf- in og Kjartan segir að hún verði ekki minni en við þá Myrku músíkdaga. Að lokum vildi hann nefna að eitt af því sem gerði hátiðina í ár betri en þær fyrri hefði verið nýi tónlist- arsalurinn i Kópavogi. „Og mig langar til að vitna í tónskáld sem sagði í lok einna tónleikanna: „Það er svo gaman að vera í þessum sal því hér eru tón- listarmenn ekki gestir. Hér eru engin mál- verk á veggjum, hér eru engir leikmunir eða leiktjöld á sviðinu og hér er ekkert popp- kom á gólfinu!" Þess má geta að tónleikarnir af Myrkum músíkdögum verða fluttir á rás 1 á næstú vikum, og nokkrir þeirra verða settir á geisladiska sem dreift verður til kynningar erlendis. Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafélags íslands: Menn eru að tala um einhvern „evrópskan tón“ og við bregðumst ósjálfrátt við með því að leggja meiri rækt við okkar tón, skerpa okkar eigin sjálfsmynd. DV-mynd Teitur fyrstur; hann gerði ekkert hljómsveitarverk nema þar væru að minnsta kosti tíu sleggj- ur látnar dynja á því sem tiltækt var, gólf- um, veggjum, málmdollum og svo framveg- is!“ Hvaða kynslóð er X? - Nýja hátíðin var sem sagt stærri og ís- lenskari en sker hún sig að öðru leyti frá fyrri hátíðum? „Það sem einkenndi hana líka var framúr- skarandi flutningur," segir Kjartan. „Við eigum orðið ótrúlega marga frábæra tónlist- armenn sem geta spilað hvað sem vera skal. Þeir áttu sinn stóra þátt í að gera hátíðina eins glæsilega og hún varð. Aðsóknin hefur líka vaxið mikið. Við stóðum dolfallin í dyr- unum stundum og horfðum á fólkið streyma að. Stundum var fullt hús og það gerðist ekki oft á árum áður. Það merkilegasta við aðsóknina var hvað kom margt ungt fólk,“ heldur Kjartan áfram. „Fólk um og upp úr tvitugu kom Steingrímur St. Th. Sigurðsson: Málarar eru eins og vínið, því eldri þeim mun betri. Steinerímur funainn „Þetta er alveg nýr tónn hjá mér, ég hef lent í ýmsu góðu og slæmu á örstuttum tíma að und- anfömu, það góða er heimsfrægt ástarævintýri aldarinnar," sagði Steingrimur St. Th. Sigurðsson í samtali við DV í gær. Hann er fundinn. Haldið hefur verið úti spumum um málarann og rithöf- undinn að undanfömu, ekki síst vegna væntanlegs brúðkaups hans sem halda skal á Vestfjörð- um í sumar. Um tíma hvarf Steingrímur af yfirborði Fróns, lagðist í þrjár Kaupmannahafnarferðir til að heimsækja unnustu sína. í gær höfðum við uppi á honum þar sem hann var að láta ramma inn 50 ný málverk sem hann ætlar að sýna í Bláu könnunni á Akur- eyri og verður opið á laugardag, milli þrjú og fimm. „Það er gott að koma í íhalds- mengað og sérviturt loftslag míns heimabæjar, mér var farið að leiðast í Reykjavík,“ sagði málarinn. „Ég er staðfastari í málverkinu núna eftir að bókin kom út. Því er haldið fram að málarar máli best eftir 75 ára aldurinn, og um það eru mörg dæmi,“ sagði málarinn sem senn fyllir þennan virðulega aldur. -JBP Guðríður til Grænlands Leiksýningu Brynju Benediktsdóttur um | ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur vítt og breitt I um veröldina á 11. öld er boðið til Grænlands í 1 næstu viku. Leikið verður í menningarsetrinu | Kaduaq í Nuuk sem stendur að boðinu ásamt Landafundanefnd og fleiri aðilum. Verkið er sem kunnugt er til i þremur gerð- um, enskri, sænskri og íslenskri og bjóða Grænlendingar enskri útgáfu verksins sem Tristan Gribbin leikur vegna þess að þeir vilja slá tvær flugur í einu höggi og bjóða framhaldsskólanemendum á sérstakar skólasýningar á verk- inu sem þátt í sögu- og ensku- kennslu. Tvær sýningar verða fyrir almenning í Nuuk. í tilefni af ferðinni verður aukasýning á Ferðum Guðríðar á ensku á sunnudaginn kl. 20 í Skemmtihúsinu við Laufásveg 22. Miðasala er í Iðnó. Samaviku lýkur Finnski tónlistarmaðurinn Wimme Saari heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni í Nor- ræna húsinu á laugardagskvöldið kl. 20.30. Tónlist Wimme hefur verið skilgreind sem nútíma-jojk, ambiant-jojk og teknó-jojk en víst er að jojkið er í fyrirrúmi, hinn heföbundni söngmáti Sama. Síðusta áratugi hafa orðið breytingar á jojki og í raun má kalla jojksöng Wimme Saari frjálst jojk. í jojkinu byggir hann sterka, bjarta, melódíska boga, syngur i tjáning- arríkri falsettu og notar mikið spunatækni. En undir niðri er hið foma jojk. Wimme Saari er óumdeild stórstjarna samiskrar tónlistar og hefur komið fram á tón- leikum vítt og breitt um Evrópu og í Bandaríkj- unum við góðan fögnuð. Lokadagur Samavikunnar í Norræna húsinu á sunnudaginn verður lagður undir samískar kvikmyndir. Á bamasýningu kl. 14 verða sýndar tvær myndir fyrir börn, teiknimyndin „En tid pá hösten“ sem er byggð á samísku ævintýri og „Samiska bam“ sem segir samískum börnum og umhverfi þeirra. Síðan verða sýndar tvær kvikmyndir eftir Paul-Anders Simma, sem er meðal fremstu leik- stjóra Sama. „The minister of State / Sagojogan Ministeri" frá árinu 1996 er sýnd kl. 15. Mynd- in gerist nyrst í Finnlandi i landi Sama og seg- ir frá manni sem notfærir sér óvenjulegar að- stæður sínar til að vinna traust lítils bæjarfé- lags. Kímni, græðgi, heiðarleiki og ást setja svip sinn á þessa rómantísku gamanmynd sem er á Finnlandssænsku, sænsku og norsku. Kl. 17 verður sýnd gamansama stuttmyndin „Let’s dance“ frá árinu 1992 sem vakti fyrst at- hygli á Paul-Anders Simma. Myndin hefur hlot- ið fjölda verðlauna og viðurkenninga á stutt- myndahátiðum víða um Evrópu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Kammermúsíkklúbbi Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 verða íjórðu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á þessu starfsári í Bústaðakirkju. Þar leikur Trió Reykjavíkur tríó fyrir píanó, flðlu og knéfiðlu í c-moll op. 1.3 eftir Beethoven og tríó fyrir sömu hljóðfæraskipan í a-moll eftir Maurice Ravel. í Tríói Reykjavíkur eru sem kunn- ugt er Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, knéflðla, og Peter Maté, píanó. Lokaverkið á tónleikunum er kvartett fyrir píanó, fiðlu, lág- fiðlu og knéfiðlu í A-dúr op. 26 eftir Johannes Brahms. Þá kem- ur til liðs við Tríóið Sigurbjöm Bemharðsson og leikur á lág- fiðlu. Komið snemma til að fá sæti! Hermann talar um Njálu Hermann Pálsson, bókmenntafræðingur og fyrrum prófessor við Edinborgarháskóla, held- ur fyrirlestur á mánudagskvöldið | á vegum Félags íslenskra háskóla- kvenna sem hann kallar „Fögur er } hliðin - tilbrigði við stef í Njálu“. Verður spennandi fyrir Njáluá- : hugafólk að athuga hvort hann er | á svipaðri línu og Jón Böðvarsson varðandi þá góðu bók. | Fyrirlesturinn verður i stofu I 101 í Odda og hefst kl. 20. Unga fólkið kom af fús- um og frjálsum vilja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.