Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 68

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 68
ao Þrejjaldur u vinningur tkosiu FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Róbert Guðfinnsson: Ekki forstjóra- laust lengi „Svona fyrirtæki veröur ekki for- stjóralaust lengi,“ sagði Róbert Guð- finnsson, stjómar- formaður Sölumið- stöðvar hraðfrysti- húsanna í gær. Að öðm leyti vildi hann ekki tjá sig um málefhi fyrir- tækisins í samtali við DV skömmu eftir stjórnarfund- inn í gær. Róbert verður í forsvari fyrir SH uns geng- ið verður frá ráðningu nýs forstjóra. __________________________-hb SH og Samherji í samstarf í gær var undirrituð viljayfirlýsing milli Satnherja hf. og Coldwater Seafood Corporation, dótturfyrirtækis SH í Bandaríkjunum, um samstarf í markaðsmálum á vörum Samhetja hf. Að sögn Magn- úsar Gústafssonar, forstjóra Coldwa- ter, mun fyrir- tækið selja undir sínum merkjum. Stefnt er að því að ganga frá form- Magnús Gústafs- samningi son milli fyrirtækj- anna á næstunni en ekki liggur fyrir hvert umfang samningsins verður, enda fer það eft- ir markaðsaðstæðum. „Þetta eru af- ' bragðsframleiðendur og það verður gaman að vinna með þeim,“ sagði Magnús Gústafsson. „Þetta er vísbending um þær áherslubreytingar sem fram undan eru hjá okkur," sagði Róbert Guð- finnsson, stjórnarformaður SH, í sam- tali við DV í gær. -hb Róbert Guð- finnsson. v; MERKILEGA MERKIVELIN r brother PT-220 nv véi íslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeitis kr. 10.925 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport I...................... I Sanpellegrino sokkabuxur Stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna ákvað í gær að gera starfslokasamning við Friðrik Pálsson, forstjóra fyr- irtækisins. Hér má sjá Friðrik í höfuðstöðvum SH eftir stjórnarfund í gær. DV-mynd E.ól. Fyrsti stjórnarfundur SH eftir aðalfund: Friðriki sagt upp - stjórnin klofnaði í afstöðu sinni Stjóm Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna ákvað á stjórnar- fundi í gær að segja Friðriki Páls- syni upp sem forstjóra fyrirtækis- ins. Ekki var einhugur meðal stjórnarmanna um þessa ráðstöfun en Friðrik hefur þegar látið af störfum eftir 13 ára starf. Þetta er fyrsti stjórnarfundur SH eftir að Róbert Guðfinnsson felldi Jón Ingvarsson í kjöri um stjómar- formennsku á sögulegum aðal- fundi. Stjóm SH hefur falið stjóm- arformanni að ganga frá starfsloka- samningi við Friðrik. Jón Ingvars- son, Rakel Olsen í Stykkishólmi og Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri ÚA, lögðust gegn því að Friðrik Pálsson yrði látinn hætta. Róbert, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, Guðmundur Kristjánsson, Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma-Sæbergs, Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda, Guð- mundur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Kristjáns Guð- mundssonar hf. og Kristján Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar, töldu nauðsynlegt að skipta um forstjóra. í yfirlýsingu frá stjórn SH kemur fram að á stjómarfundinum hafi tillögur um skipulagsbreytingar innan SH og dótturfélaga verið kynntar og ræddar. Niðurstöður munu liggja fyrir í aprfi næstkom- andi. Samkvæmt heimildum DV er meðal annars unnið að því að auka verulega sjálfstæði dótturfélaga og svigrúm þeirra til sjálfstæðrar markaðsstarfsemi. Þá er allt sölu- kerfi og sölufyrirkomulag SH til róttækrar endurskoðunar sem meðal annars tekur mið af því að auka tengsl framleiðenda beint við dótturfyrirtæki. Heimildir DV herma að þessar breytingar kalli jafnframt á breytingar á aðalskrif- stofu SH í Reykjavík. Viðskipti með hlutabréf SH voru stöðvuð í gær vegna stjómarfund- arins en þá höfðu þegar átt sér stað viðskipti fyrir tæpar 8 milljónir. Lokagengi var 7,15 og hafði lækkað um 0,7% frá síðustu viðskiptum. -hb Jón Ingvarsson gengur af stjórnar- fundi. DV-mynd E.ÓI. Jón Ingvarsson: Ekki á rök- um reist Jón Ingvarsson, fyrmrn stjórnar- formaður SH, sagði í samtali við DV vegna ákvörðunar stjómar SH að gera starfslokasamning við Friðrik Pálsson, forstjóra fyrirtækisins, að honum þætti ákvörðunin dapurleg tíðindi. „Mér finnst að þessi ákvörð- un hafi ekki verið rétt og alls ekki á rökum reist. Þetta er mjög dapur- legt,“ sagði Jón. Hann sagðist vænta þess að sitja áfram í stjórn fyrirtæk- isins. „Ég á ekki von á öðra eins og staðan er í dag,“ sagði hann. Jón var stjómarformaður SH frá árinu 1984 þar til hann var felldur af Ró- berti Guðfinnssyni á aðalfundi fé- lagsins fyrir skömmu. -hb Friðrik Pálsson: Átti von á samstarfi við stjórnar- formann „Nei, þetta var ekki eitthvað sem ég átti von á,“ sagði Friðrik Pálsson, fráfarandi forstjóri SH, i samtali við DV. „Auðvitað voru þessi átök á að- alfundinum óvenjuleg en hins vegar taldi ég eftir samtöl sem ég átti við Róbert [Guðfinnsson] að hann teldi að myndum láta reyna á samstarf. Þama vora þrír nýir menn í stjórn sem ég vildi láta reyna á samstarf við en svona fór þetta,“ sagði Frið- rik. Hann sagði ekki ljóst hvað tæki við hjá sér. „Ég átti von á því að starfa áfram fyrir SH en núna er ég fyrst og ffemst að átta mig á hlutun- um og verð að takast á við framtíð- ina.“ Friðrik vildi ekkert um það segja hverjir það voru sem hann teldi að hefðu bragðist sér í stjórn fyrirtækisins. -hb :< * * „1 <og K * * * K * * * - o * * :< % i -5 O / \r -5 * * * 1 * * * * 9 o 0r -5 .3' * K * * * * * * * * qp < * * * * jg 4< 4< ♦ ♦ Uíplýsingkr frá VdburstofíWsIands*^^* * > 0 -7 >fí ;fc Sunnudagur 0 •'Á Mánudagur Veðrið á morgun: Hæg norðlæg átt Á morgun, sunnudag, veröur fremur hæg norölæg átt, skýjað með köfl- um og úrkomulítið víðast hvar. Frost verður á bilinu 0 til 6 stig, kaldast norðan til. Veðrið á mánudag: Frost norðanlands Á mánudag verður austankaldi eða stinningskaldi, snjókoma eða slydda sunnan- og vestanlands en annars úrkomulítið. Frost verður um 5 stig norðanlands en hiti við frostmark suðvestanlands. Veðrið í dag er á bls. 73.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.