Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 I>'Vr onn Mars - maraþon Ummæli - verður haldið laugardaginn 27 mars átttröll sem dagað hefur uppi „Sjómannaafslátturinn er einn síðasti minnisvarðinn um mis- heppnaða efnahags- stefnu sjötta áratug- arins, nátttröll sem | dagað hefur uppi af athugunar- eða J dugleysi stjóm- málamanna, líkt og niðurgreiddar orlofsferðir húsmæðra." Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastj. VSÍ, í Morgunblaö- inu. Blóðpeningar Háskólans „Ég skammast min fyrir það að Háskóli íslands skuli vera rekinn fyrir blóðpeninga spilaíikla. Ef til vill gæti heim- spekingurinn og siðfræðingur- inn Páll Skúlason sett saman þá siðferðilegu réttlætingu á þessari starfsemi sem þjóðin sárlega þarfnast. Mér liði betur ef hún væri til.“ Benóný Ægisson rithöfundur, i Morgunblaðinu. Förum ekki gegn neinum „Við erum einfaldlega að gera það sem okkur sýnist best í stöð- f unni til að ná fram hagræðingu en ekki að fara gegn nein- | um né svara neinu." Einar Örn Jónsson, framkvæmdastj. Nóatúns, um sam- eininguna við KÁ, í DV. Stúdentar vilja meira „Stúdentar vilja meira. Þeir vilja að launafólkið í landinu borgi enn hærra hlutfall af laun- um sínum í sameiginlegan lána- sjóð til að greiða fyrir neysluna. 1 Þeir vilja að stjómmálamenn seilist eftir peningum i vasa Jóns og rétti Gunnu.“ Björgvin Guðmundsson háskóla- nemi, i Morgunblaðinu. I Hæsta einkunn „Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar fær hæstu einkunn á öllum þeim mæli- kvörðum sem máli skipta." Eyþór Arnalds vara- s borgarfulltrúi, í DV. Lykilatriði að fella stjórnina „Það er lykilatriði að núver- andi stjóm Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks verði komið frá í kosningunum í vor. Önnur eins stjóm sérhagsmuna og aftur- halds á öllum sviðum hefur sjaldan eða aldrei setið hér við völd.“ Björgvin G. Sigurðsson, Sam- fylkingunni, í DV. Byrjun j-.Endir Grafarvogur Reykjavík •20 km 0 kmf 5 km //■ : 35 km t 410 km t Kópavogur H V A é Undirgöng Göngubfýr é Drykkjarstöð 15 km rrra Elínbjörg Magnúsdóttir fiskverkakona: Get verið þokkalega sátt við það sem ég hef gert DV, Akranesi: „Þessi glæsilega kosning í miðstjóm Sjálfstæðisflokksins kom mér sannar- lega á óvart, ég geröi mér reyndar von um að ná kjöri í miðstjóm, en ekki að fá flest atkvæði," segir Elínbjörg Magn- úsdóttir, fiskverkakona á Akranesi og starfsmaður Verkalýðsfélags Akraness, sem fékk flest atkvæði í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins, 890 atkvæði af 1100. „Afskipti mín af pólitík hófust fyrir al- vöru þegar ég fór í prófkjör hjá Sjálf- stæðisflokknum á Vesturlandi fyrir al- þingiskosningamar 1991 og náði þriðja sæti, reyndar hafði ég verið varamað- ur í nefnd hjá Akraneskaupstað áður. Ég sat tvívegis á þingi sem varamaður á þessu kjör- tlmabili." Árið 1994 ákvað Elínbjörg að gefa kost á sér til setu í bæjarstjóm Akraness, hún varð i * þriðja sæti í prófkjör- inu. Sjálfstæðisflokkur- inn fékk þrjá fulltrúa og hún situr enn í bæjarstjóm Akraness. Elínbjörg hefur haft mikil afskipti af verkalýðsmálum. , „Ég byrjaði að hafa af- j0l skipti af verkalýðsmál- W v um þegar að ég fór út á vinnumarkaðinn fyrir rúm- lega þrjátíu ámm. Eg fór að vinna árið 1966 utan heimilis og strax fyrstu árin mín lenti ég i stjóm Verkalýðsfélagsins Harðar og það má segja að ég hafi verið viðloðandi verkalýðsmálin síðan. Það var samt ekki fyrr en ég fór að vinna í frystihúsi árið 1982 að ég fór að vinna að þessu af fullum þunga.“ Maður dagsins Elínbjörg hefur verið varamaður í miðstjóm Alþýðusambands íslands í tvö kjörtímabil, auk þess hefur hún ver- ið í sambandsstjóm ASÍ og Verka- mannasam- bandinu og er varafor- maður Fisk- vinnslu- deildar VMSÍ og í nokkur ár for- maður flsk- vinnsludeild- f ar Verkalýðsfé- lags Akraness og nú er hún varaformaður VLFA. „Það hefur orðið geysileg breyting á öllu sem snýr að flskverkafólki á síð- ustu ámm. Hér á árum áður voram við aldrei talin með þegar umræðan snerist um sjávarútveginn; stjórnvöld og þeir sem voru að ræða við hagsmunahópa höfðu aldrei samband við okkur. Þetta hefur breyst á síðasta kjörtímabili hjá stjómvöldum og nú er ætíð haft sam- band við okkur þegar umræðan er um sjávarútveginn og við talin með.“ Elínbjörg segir að það hafi aukist að kvenfólk taki þátt í stjómmálum og verkalýðsmálum. „Reyndar hafa konur alltaf verið mjög ákveðnar í verkalýðs- málum og haft sig í frammi. Hins vegar hefur þetta verið sígandi í gegnum árin í pólitíkinni og þær verið að skila sér inn. Róm var ekki byggð á einum degi og það er með þetta eins og það og inn- an ekki langs tíma verðum við jafningj- ar karlmannanna." Elínbjörg er fimmtug í dag og henni flnnst talan 50 hljóma hálfundarlega en ef það er jafngaman að vera fimm- tugur og fertugur er þetta gott mál, segir hún. „Ef ég lít til baka þá hefur maður átt ágætis líf og getur verið þokkalega sáttur við það sem maður hefur gert gegnum árin og mér finnst gaman að lifa.“ Áhugamál Elínbjargar eru auðvitað mörg, en aðaláhugamálið er fótbolti, fót- bolti og fótbolti, og eru ÍA, Man.Utd og Inter Milan þar efst á blaði. Elínbjörg er ógift en á eina dóttur, Önnu Elínu, sem er 27 ára. Hún er gift Sigursteini Gísla- syni knattspymumanni sem leikur með KR en lék með ÍA í mörg ár. Ef guð lof- ar verður Elínbjörg amma um mitt sum- ar og hlakkar DV-mynd Daníel mikið til. -DVÓ Unnur Vil- helms- dóttir leikur í Norræna húsinu. Píanóverk á Há- skólatónleikum Á Háskólatónleikum í Norræna húsinu leikur dr. Unnur Vilhelmsdóttir pí- anóleikari verk eftir Lud- wig van Beethoven og Sergei Rachmaninov. Verk- in sem hún leikur eru sónata opus 31 nr. 3 eftir Beethoven og Etude- Tableaux opus 39 nr. 2 eftir Rachmaninov. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30. Verð að- göngumiða er kr. 400. Ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírteina. Vortónleikar Fóstbræðra Aðrir vortónleikar Karla- kórsins Fóstbræðra verða haldnir í Langholtskirkju kl. 20.30 í kvöld. Efnisskrá kórsins er flétt- uð saman úr þáttum hins hefðbundna og trausta í bland við það framsækna og Tónleikar nýstárlega. Stjórnandi Fóst- bræðra er Árni Harðarson. Einsöngvari á þessum vor- tónleikum er bassasöngvar- inn Bjarni Thor Kristins- son, sem er fastráðinn við Volksoper í Vínarborg. Fær fimm ára fangelsi Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Eitt verka fjöllistamannsins Frið- ríks í Listhúsi Ófeigs. Mín ljóssælna vís Þessa dagana sýnir fjöllistamað- urinn Friðríkur myndljóðasýn- ingu sem hann kallar „Mín ljós- sælna vís“ í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Þar er nýlegur myndverkaskáldskapur hans til sýnis. Sýningin stendur yfir til 27. þessa mánaðar og er opin á versl- unartíma. Sýningar Maður og borg Um síðustu helgi var opnuð sýning I Smiðjunni Artgaflerí á verkum Ásgeirs Smára Einarsson- ar. Ásgeir Smári er fæddur árið 1955, hann útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands en nam einnig við Der Freie Kúnstschule í Stuttgart. Undan- farin ár hefúr Ásgeii’ Smári unnið að list sinni í Kaupmannahöfn, en þar rekur hann jafnframt Galleri Copen. Ásgeir Smári hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendis, í Danmörku og Þýskalandi. Að þessu sinni sýnir hann tuttugu ol- íumyndir þar sem þemað er mað- ur og borg. Öllum er velkomið að líta við í Smiðjunni Artgallerí, Ár- múla 36. Sýningin stendur yfir til 31. mars. Bridge Gunnlaugur Sævarsson sendi þætt- inum þetta áhugaverða spil. Gunn- laugur sat sjálfur f suður, félagi hans Heiðar Sigurjónsson í norður, en spilið kom upp í æfingaleik á Suðumesjum. Gunnlaugur ákvað að passa á hendi suðurs í upphafi þrátt fyrir góða skiptingu og það gafst vel í þessu spili. Suður gjafari og AV á hættu: 4 D * 653 * 74 * ÁKDG752 4 G963 * K42 * ÁKD106 * KD6 * 84 N V A S * G9872 * 105 * 106 4 A10875 4 AG9873 * 93 Suður Vestur Norður Austur Pass 1 * 3 * 4 5 dobl 6 4 p/h Þriggja hjarta sögn norðurs bað suður um að segja þrjú grönd með fyrirstöðu í hjarta og byggði á sjálf- spilandi láglit (með engum tapslag í þeim lit). Af þeim sökum datt Gunn- laugi ekki í hug að bjóða upp á ann- an hvorn lita sinna, en taldi góða möguleika á slemmu 1 laufum. Óhætt er að segja að norður hafi verið í lágmarki fyrir sögn sinni, með aðeins 7 ör- ugga slagi, en laufslemman varð eigi að síður lokasamningurinn. Vömin reyndi að taka hjartaslag í upphafi en Heið- ar trompaði og þurfti nú að ákveða spilaleið. Hugsanlega kemur til greina að spila austur upp á háspil og tíuna í tígli (tvísvína tígli), en Heiðari leist ekki á þá leið og ákvað að spila strax lágum tígli frá báðum höndum. Vestur stakk upp drottn- ingunni og fann ekki eina framhald- ið sem hnekkir spilinu (spaðakóng- inn). Að spila trompi gagnaðist ekki í þessu tilfelli, því sagnhafi gat fríað tígullitinn og hent tapslögum sínum í hjarta. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.