Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1999 13 Fleiri kennslutím- ar - meira nám? Hver ráðherra á fæt- ur öðrum er þessa dag- ana að birta nýjungar. Það ríkir sanngjörn uppskeruhátíð stjórnar- samstarfsins, enda kosningar í nánd. Sú nýjasta þeirra er ný námskrá fyrir öll skóla- stigin, en hún hefur lengi verið í undirbún- ingi. Það er samdóma álit allra, að hér sé um mjög merkan áfanga að ræða. í fyrsta skipti í menntunarsögu lands- ins eru öll þrjú skóla- stigin, leikskóli, grunn- skóli og framhaldsskóli tekin saman og á þau litið sem eina heild. Sameining kennarafélaganna tveggja, Hins ís- lenska kennarafélags og Kennara- sambands íslands mun væntan- lega enn betur stuðla að því að samfella verði í námi barna. Hættulegur biðtími námskráin var kynnt, boðuðu skólastjórar Reykja- víkur til fundar í samvinnu við ung- lingaráðgjafa, en þar kynntu þeir þingmönnum og fl'eiri aðilum ástandið í meðferð- armálum unglinga. Fram kom að núna þurfa unglingar sem lent hafa í vandræðum að bíða í ár eftir meðferð, meðan meðalbið- tími tveimur árum áður hafði ekki ver- ið nema 51 dagur. Davíð Bergman Davíðsson, unglingaráðgjafi, benti á augljósa staðreynd: Börn sem þurfa meðferð, en fá hana ekki, geta haft slæm áhrif á aðra og dregið þá með sér út í neyslu vímuefna og í afbrot. Við kennar- ar þekkjum þennan vanda betur en nokkur annar. Á meðan bamið bíður eftir meðferðarplássi, tekst því oftar en ekki að skemma út frá sér. En verst er þetta auðvitað fyr- ir barnið sjálft, því að í allflestum tilvikum er slæm hegðun, „töffara- skapur", fikniefnaneysla, stuldur og fleira þess háttar bara tákn um það, að barninu líður illa. Það er að leita leiða til að styrkja sjálfsímynd sína, en rambar ekki á rétta lausn. Oft eru þetta böm með námserfiðleika af ýmsum toga, heimilisaðstæður þeirra geta ver- ið slæmar, jafnvel óþolandi, eða um líffræðilegar ástæður er að ræða: Barnið getur þjáðst af of- virkni eða misþroskaeinkennum, sem brjótast út á þennan hátt. Lengri skólatími þýðir ekki meira nám Á þessu kjörtímabili hefur kennslumagn skólanna verið auk- ið. í mæltu máli þýðir þetta, að hvert harn fær fleiri tlma á dag en áður. Þegar aðstæður í með- ferðarmálum eru þetta, er vert að spyrja hvort rétt- ara hefði verið að nota þessa pen- inga til að skapa meðferðarúrræði fyrir afvegaleidd böm og unglinga. Nú sitja þau áfram í skóla, skapa vandræði í kennslustofum og gera lífið leitt bæði sér, kennur- um og hinum nemendunum. Vegna ástandsins er virkur kennslutími í sumum bekkjum ekki nema 15-20 mínútur, jafnvel minna. Háleitar hugsjónir um sömu tækifæri og jafnan rétt til menntunar hafa þá snúist í andhverfu sína, ef kennslumagnið eykst en um leið verður námið minna. Börn í átthagafjötrum Þeir sem verja ástandið, halda því fram að skólinn sé spegilmynd samfélagsins. Við verðum að læra sam- skipti við alla þegna, það er ekki hægt að útskúfa nein- um. En þetta er auðvitað ekki rétt. Ef fullorðnum manni leiðist á vinnustað sínum eða hann verður fyrir truflun, þá segir hann ein- faldlega upp og finnur sér aðra vinnu, þar sem honum likar betur. Börnin okkar geta ekki gert það: Átthaga- fjötrar þeirra eru lögbundn- ir. Þau verða að sitja áfram í kennslustofu og fara í þann skóla sem yfirvöldin skaffa þeim, þó að þau fái höfuð- verk af hávaða og kvíðatil- finningu fyrir hrottaskap þeirra sem vilja láta eigin óhamingju bitna á öðrum. Marjatta ísberg I sömu vikunni og nýja Frá kennslustund í Austurbæjarskóla. Á þessu kjörtímabili hefur kennslumagn skólanna verið aukið. í mæltu máli þýð- ir þetta, að hvert barn fær fleiri tíma á dag en áður.“ Kjallarinn Marjatta ísberg fil.mag. og kennari „Ef fullorðnum manni leiðist á vinnustað sínum eða hann verður fyrir truflun, þá segir hann ein- faldlega upp og finnur sér aðra vinnu, þar sem honum líkar betur. Börnin okkar geta ekki gert það: Átthagafjötrar þeirra eru lög- bundnir. “ Margendurtekin atvik Á svipuðum árstíma 1956 sagði þekktur stjórnmálaforingi: „Stofn- um kosningabandalag. Setjum Sjálfstæðisflokkinn til hliðar um ókomna tíma.“ Svo mörg voru þau orð. Þessi tími entist í rúmlega þrjú ár, eða fram í desember 1958. Þetta var upphafið að stofnun Al- þýðubandalagsins og endalausri eyðimerkurgöngu vinstri flokk- anna, utan áranna sem Alþýðu- flokkurinn sat í viðreisnarstjóm Sjálfstæðisflokksins 1959-1971. Nú eru svipuð skrif hjá öðmm alþing- ismanni í Degi 26. febrúar, nú ætla vinstriöflin að stofna kosninga- bandalag og setja Sjálfstæðisflokk- inn til hliðar og eins og þessi al- þingismaður segir: „Loksins brotnaði flokkakerfið". Þessi þing- maður (Ágúst Einarsson) er nú dottinn út af þingi samkvæmt skoðanakönnun- um Gallups 12. febrúar og Fé- lagsvísindastofn- unar 18.-24. mars. Svo Ágúst getur bara tekið það rólega, aldrei hefur ríkt meiri stöðugleiki í þjóðfélaginu. Ágúst á senni- lega við að vinstra flokkakerfið hafi brotnað einu sinni enn. Nýja hræðslubandalagið Ekkert flokksfyrirbæri hefur brotnað eins oft og vinstraliðið sem setið hefur í Alþýðuflokki, Al- þýðubandalagi, Þjóðvaka, Kvenna- lista.og hvað öll þessi brot heita. Áður hafði lagt upp laupana Lýð- veldisflokkur, Sósíalistaflokkur, Þjóðvamarflokk- ur, Bandalag jafnaðarmanna, Samtök frjáls- lyndra og vinstrimanna, Borgaraflokkur, Flokkur manns- ins. Þegar Fram- sókn og kratar stofnuðu banda- lag 1956 var þetta kallað Hræðslu- bandalag, nú er nýja hræðslu- bandalagið kall- að Samfylkingin, en er að sjálf- sögðu ekkert annað en sýndar- mennska enda fengið úthlutað bókstafnum S, og er enn ein tilraun til að sundra meir vinstri flokkunum. Ágúst Einarsson ber fram blekkingu þeg- ar hann bendir á stjórn R-listans í Reykjavík. Ágúst veit að þessi flokksbrot hefðu aldrei náð völd- um í Reykjavík án Framsóknar- flokksins og skrítið er að Ágúst skuli ráðast helst á þann flokk. Grimmileg örlög Framsóknarflokksins Og það er að vísu um- hugsunarvert hvað fram- sóknarmönnum á að líðast það lengi að herjast með R-listanum gegn sitjandi flokkssystkinum í ríkis- sjórn. Nú þegar hefur Fram- sóknarflokkurinn í Reykjavík hlotið grimmi- leg örlög samkvæmt skoð- anakönnunum, vegna þessarar þráhyggju hans með R-listanum. Ég læt lesendum eftir að hugsa út í hverjar séu líkurnar til að vinstri öflin komi sér saman um að sameinast frekar en áður. En eitt er víst að Ágúst Einarsson hefur verið alræmdur flokkaflakk- ari, „með þeim skrautlegustu á Al- þingi“. Svo lesendur verða að sjá til og bíða eftir trúverðugleika þessara vinstriafla. Karl Ormsson „Ágúst Einarsson ber fram blekk- ingu þegar hann bendir á stjórn R- listans í Reykjavík. Ágúst veit að þessi flokksbrot hefðu aldrei náð völdum í Reykjavík án Framsókn- arflokksins og skrítið er að Ágúst skuli ráðast helst á þann flokk.u Kjallarinn Karl Ormsson fyrrv. deildarfulltrúi Með og á móti Á aö færa Grástein við Vesturlandsveg? Breyta í sæti „Þessi steinn er augljóslega fyrir. Þar að auki er hann ekki á sínum upprunalega stað, þannig að þó að einhverj- ar ósýnilegar verur byggju í honum þá mætti þeim standa á sama þótt þær hefðu lóða- skipti. Þessi steinn var skemmdur þegar hann var fluttur á núverandi stað og brotinn i tvennt. Áður var hann fallegur og stóð vel á melnum sem hann átti heima og var eftir- læti barna að leika sér á. Það var hæfilega erfltt að klifra upp á hann og dálítil þraut fyrir litla fætur. Nú getur hvaða krakki sem er klöngr- ast upp á steininn, sem er ekki svip- ur hjá sjón. Ég legg til að steinninn verði fluttur hið fyrsta, lagður á hliðina þannig að menn geti notað hann sem sæti. Gegnum aldimar hefur sambýli hins sýnilega og ósýnilega á íslandi gengið að mestu snurðulaust fyi ir sig, einkum ef hið ósýnilega hefur fengið nægan fyrirvara um það sem hið sýnilga ætlar að gera. Maður skyldi ætla að allt það umtal sem verið hefur um þennan Grástein hafi verið nógu langur umþóttunar- tími fyrir þá sem í honum búa. Og það er reyndar ekki fyrr en á síðari árum sem menn uppgötvuðu með réttu eða röngu að eitthvað ósýni- legt væri í steininum." Ólýsanlegur hroki Siguröur Hreiöar ritstjóri. Magnús Skarphéö- insson skólastjóri. „Við álfavinir erum alls ekki á móti því að færa steininn, ef hann verður færður með samþykki íbú- anna. Annað er ólýsanlegur hroki mannsins gagnvart náttúr- unni og þeirri ósýnilegu þjóð sem sannanlega býr hér. Það er mikið til af vel skyggnum íslending- um sem geta komist í samband við það fólk sem ég hef sterkar vísbend- ingar um að þama búi. Við hjá Álfa- sögusafninu höfum fengið fjórar ólíkar sögur sem greina frá reynslu fólks sem hefur séð huldufólk við þennan stein. Tvennt af því hefur talað við verumar og ég dreg álykt- anir af því. Það er rangt af mannskepnunni að nauðga náttúrunni eftir eigin geðþótta og láta eins og hún sé ein í veröldinni. Nú era margar vísbend- ingar um að huldufólk búi hér í landinu og það er hrokafullt að ráðskast með heimili einhvers nema í samráði við hann og í fullri vináttu. Hægt er til dæmis að semja við íbúana og biðja þá um að flytja sig um set á meðan. Það var gert þegar Vesturlandsvegurinn var lagður 1971. Þá var það gert með að- stoð miðils, sem samdi við huldu- fólkið um að það flytti út í viku meðan mesti hamagangurinn gengi yfir. Vegagerðin hefur þó langoftast tekið tillit til arfsagna um huldufólk og það þykir ýmsum útlendingum furðulegt. Vegagerðarmenn viður- kenna þetta aldrei opinberlega, en þeir gera það eftir bestu getu og það er mjög falleg hefð. Mér hafa sagt verktakar að þeir vilji helst ekki koma nálægt verkum þar sem fram- kvæmdamenn ætla að brjóta álfa- steina eða álagabletti því þumalfing- ursregla sé að verkin vinnist miklu verr og verði margfalt dýrari. Og verktakamir tala af reynslunni." -þhs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.