Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 32
 1 ■f* af þörf „Við höfum gert ráð fyrir því að flóttamenn komi með vélinni. En koma þeirra hingað ræðst fyrst og fremst af vilja þeirra og þörf til að koma til ís- lands,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra við DV í morgun. Flugvél Landhelg- isgæslunnar átti ■ . að lenda í Skopje í Halldor Asgrims- Makedóníu upp úr son- klukkan níu í morgun. Halldór sagði að þá fyrst réð- ist hvort 20 flóttamenn kæmu með henni til baka eða ekki. íslensk stjóm- völd hafa verið í samvinnu við flótta- mannastofmm Sameinuðu þjóðanna. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Rauða kross is- land, var undirbúningur þegar hafinn eftir að ákvörðun ríkisstjórnar um að taka á móti 100 flóttamönnum frá Kosovo lá fyrir í gær. Sigrún var þá sjálf á leið til Albaníu. Hún ætl- aði að kynna sér ástandið og sjá hvemig hjálpar- starf Rauða kross- Sigrún Arnadóttir. ins gengi. Sigrún sagði að RKÍ myndi væntanlega sjá um að út- vega flóttafólkinu húsnæði og halda utan um hópinn. Um samvinnuverk- efni væri að ræða, þar sem landlækn- isembættið myndi sjá um heilbrigðis- þjónustu við fólkið, auk þess sem ut- anríkisráðuneytið og félagsmálaráðu- neytið ynnu að málinu. -JSS I I ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 Ymislegt bendir til þess að vorið sé loksins að koma. Lóan hefur sést á vappi og á mörgum stöðum er snjórinn að láta undan nýrri árstíð. Vinkonurnar Auja og Dísa nutu góða veðursins í gær f Laugardalslauginni. DV-mynd Hilmar Þór Heilbrigöisráðherra setur þak á greiðslur fyrir ferliverk: Tugþúsunda greiðsl- ur heyra sógunni til - börn greiða nú samkvæmt gjaldskrá ellilífeyrisþega Heilbrigðisráðherra hefur ákveð- ið að sett verði þak á greiðslur fyr- ir læknisaðstoð sem flokkast undir ferliverk. DV hefur einn fjölmiðla greint frá dæmum þess að fólk hafi greitt á þriðja tug þúsunda fyrir læknisverk af því að það hefur dvalið skemur en 24 tíma á spítala eftir aðgerðir á meðan þeir sem dvöldu lengur en sólarhring sluppu við greiðslur. í framhaldi þeirrar umfjöllunar eru þessar upphæðir úr sögunnj því eftir að ný reglu- gerð tekur gildi þarf sjúklingur ekki í neinu tilviki að greiða meira en 5000 krónur fyrir hverja komu. Er gert ráð fyrir að reglugerðin taki gildi í dag. Þak á sjúkrakostn- að verður óbreytt, 12 þúsund krón- ur. Þegar því marki er náð greiðir sjúklingur einn þriöja hluta sjúkra- kostnaðar. Þá mimu böm hér eftir greiða samkvæmt sömu gjaldskrá og líf- eyrisþegar. Hingað til hafa þau greitt eins og sjúkratryggðir ein- staklingar en þau fá eftir sem áður afsláttarkort við 6000 króna mark- ið. “Sjúklingar hafa greitt mjög háar upphæðir fyrir svokölluð ferliverk sem voru sett með reglu- gerð 1993. Þessum verkum hefur fjölgað verulega og við höfum feng- ið kvartanir vegna hárra gjalda bæði fyrir böm og fullorðna. Nú erum við að breyta þessari reglu- gerð frá 1993 til að koma til móts við þennan mikla kostnað sem sjúklingar þurfa að leggja út en eiga síðan endurkröfurétt hjá Tryggingastofnun," sagði Ingibjörg Pálsdóttir heilbrigðisráðherra við DV. „Við erum að spara sjúkling- um sporin og minnka um leið skrif- finnskuna innan Tryggingastofn- unar. Við höfum gefið út 27 þúsund afsláttarkort fyrir um 35.000 ein- staklinga á ári. Þessi breyting hef- ur hverfandi lítinn kostnað í för með sér þar sem þakið, þ.e. 12.000 krónur fyrir fullorðna og 6000 krónur fyrir böm, helst óbreytt." Heilbrigðisráðherra sagði að stöðugt væri unnið að því að breyta ýmsum reglugerðum frá fyrri tíð til þess að halda niðri þjónustugjöldum og þetta væri einn liðurinn í því. -JSS Akureyri: „Pípumenn" í vondum málum DV, Akureyri: Slökkvilið Akureyrar var kallað að dvalarheimilinu Kjamalundi í gær en þar hafði heimilismaður stolist til að reykja pípu í herbergi sínu og fór reykskynjari í gang þeg- ar maðurinn sló úr pípunni í msla- fótu með þeim afleiðingum að reyk- urinn ræsti reykskynjarann. Hjá slökkviliðinu fengust þær upplýsingar að „pípumenn" í Kjamalundi hefðu áður valdið því með reykingum á herbergjum sín- um, sem ekki era leyfilegar, að reykskynjarar heföu farið í gang en slökkviliðið hefði þó ekki verið kall- að út vegna þeirra tilfella áður. -gk Hundarnir björg- uðu lífi kópsins DV, Akureyri: „Það má eiginlega segja að hund- arnir hafl orðið til að bjarga lífi kóps- ins, það var mjög af honum dregið þegar hann fannst og hann skalf bæði af kulda og hræðslu," segir Karólina Gunnarsdóttir á bænum Brimnesi á Árskógsströnd, en selskópur fannst þar skammt frá bænum fyrir nokkrum dögum. Karólina segir að hundamir á bæn- um hafi fundið kópinn 50-60 metra frá sjó og beint mönnum þangað með lát- um sínum. Hafi sonur sinn borið kóp- inn heim að bæ, þar sem hann var settur í ker með volgu vatni og hann hafi braggast mjög fljótlega þegar hann hafi fengið í sig yl og fljótlega farið að bíta frá sér og hvæsa þegar komið var nærri honum. Var kópur- inn tekinn úr karinu fljótlega og farið með hann niður í fjöra þar sem hann fékk frelsið og virtist hann því feginn þegar hann hélt til hafs. -gk Flytja þurfti tvo mikið skemmda bíla í burtu með krana eftir árekstur á mótum Sogavegar og Grensásveg- ar eftir að skyggja tók f gærkvöldi. Einn var fluttur á slysadeild en var ekki talinn hafa hlotið alvarleg meiðsl. DV-mynd Sveinn Utanríkisráðherra: Koma flótta- fólks ræðst FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Nordal ekki á skrá Interpol Sigurður Nordal er ekki og hefur ekki verið á skrá i gagnabanka Inter- pol, samkvæmt upplýsingum frá landsskrifstofu Interpol hjá ríkis- lögreglustjóra í gær. Þetta var sérstaklega kann- að hér heima eftir að Ríkissjónvarp- ið greindi frá því um helgina að maður með þessu nafni væri eftir- lýstur hjá Inter- pol vegna mikilla svika í grískum viðskiptaheimi. Sigurður Nordal sagði í samtali við DV á sunnudag að hann myndi leita allra leiða til að hreinsa mannorð sitt - sjónvarps- fréttin hefði verið byggð á „lygi úr grísku slúðurblaði". -Ótt Sigurður Nordal. ÞETTA HEFUR EKKI VERIÐ FRIOARPÍPA! Veðrið á morgun: Kaldi og skúrir Á morgun verður suðvestlæg átt á landinu, kaldi og smáskúrir austanlands en kaldi eða stinn- ingskaldi og skúrir eða slydduél vestanlands. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig. Veðriö í dag er á bls. 29.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.