Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 22
♦ 26 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 i ■ '» ) Síldarminjasafnið á Siglufirði erf eins og nafnið bendir til, safn ýmissa hluta sem tengjast síldarævintýrinu þar í bæfrá því snemma á öldinni ogfram undir lok sjö- unda áratugarins. Ohætt er að segja að safnið sé einstakt í sinni röð, enda var Siglufjörður hinn eini og sanni síldar- bær þótt síld væri reyndar söltuð víðar um land. Tilveran kom við í Síld- arminjasafninu í síðustu viku. Síldarminjasafnið á Siglufirði. DV-mynd gk v Örlygur í hópi krakkanna á neðstu hæð Roaldsbrakka. DV-mynd gk Roaldsbrakki Roaldsbrakki, þar sem Síld- arminjasafnið er til húsa, var byggður 1907 og kennd- ur við eigendur sina, Olav og Elias Roald frá Álasundi í Noregi. Roaldsstöðin var ein stærsta sölt- unarstöðin á íslandi með fjórum löndunarbryggjum og þar var t.d. saltað í 30 þús. tunnur árið 1916. Roaldsbrakki er nokkuð dæmi- gert síldarbryggjuhús þótt efalitið hafl hann verið sá veglegasti af öll- um síldarbrökkunum sem reistir voru. Brakkinn var af hálfu byggð- ur fram i sjó og var neðsta hæð hans sem hluti af planinu, vinnu- og geymslupláss. Á annarri hæð var kontórinn þar sem laun starfsfólksins voru borguð út vikulega. Stórgeymslu- salur var að sunnanverðu fyrir kryddvörur og veiðarfæri og á tímabili voru innréttuð þar íbúðar- herbergi fyrir síldarverkunarfólk- ið. Þriöja hæð brakkans var alla tíð notuð til íbúðar þar sem a.m.k. átta síldarstúlkur bjuggu í stærstu herbergjunum. Súðarkompur her- bergjanna voru i senn notaðar sem matarbúr og eldhús og þar hékk fatnaður stúlknanna til þerris. Að jafnaði bjuggu um 50 manns í Roaldsbrakka yfir sumartímann. Á háalofti var geymdur margs konar búnaður til veiða og söltunar. -gk Gaman að sja hvernig folkid bjó Við höfum oft komið hingað í safliið og það er alltaf gaman að koma hingað,“ sögðu þau Vigfús Fannar Rúnarsson og Pálína Dagný Guðnadóttir, en þau voru á ferð i Síldarminjasafninu í síðustu viku ásamt bekkjasystkinum sínum og kennara og nutu leiðsagnar Ör- lygs Kristfinnssonar safnvarðar. „Vigfús og Pálína sögðu það skemmtilegast að skoða húsakynnin sem sildarfólkið bjó í en í Roalds- brakka er allt eins og það var á efri hæðunum tveimur þegar síldaræv- intýrinu lauk og fólk hætti að búa þar. „Það er mjög gaman að sjá hvemig fólkið bjó í gamla daga, hvað „kojurnar" sem fólkið svaf i voru þröngar og svo sér maður vel á myndum hér í safninu hvemig bærinn okkar leit út á síldarárun- um. Það hefur örugglega verið gam- an að eiga heima hérna þá,“ sögðu þau bekkjarsystkin og Pálína bætti við: „Það hefur örugglega verið gaman að vera síldarstúlka." -gk Ævintýrið endurskapað Frá því við opnuðum safn- ið hér í Roaldsbrakka hafa komið hingað um þijátíu þústmd manns. Lang- flestir koma í saöiið á sumrin, en þá era ferðamenn mjög fjöl- mennir í hópi gesta okkar,“ segir Örlygur Kristfmnsson, safnstjóri Síldarminjasafhsins á Siglufirði, um aðsókn að safninu. Sögu síldarminjasafhs á Siglufirði má rekja aftur til ársins 1989 þegar Félag áhuga- manna um minjasafh tengt síldaráranum (skammstafað FÁUM) var stofhað. Safhið var svo opnað formlega ári síðar í bráðabirgðahúsnæði. Áður en FÁUM var stofnað hafði farið fram skipulögð söfnun á vegum bæjaryfir- valda á munum og minjum sem tengdust síldarárunum. Þetta var á árunum 1977-1978 og þeir hlutir sem safnað var saman höfðu verið í geymslu og ekkert hafði verið hirt um að koma þeim á framfæri. „Þessi áhugahópur um minjasafn ákvaö að gangast í það að koma hér upp safiú. Við náðum samningum við bæjaryfirvöld um framgang málsins og síðan hefur verið unnið geysilega mik- ið starf og mikil sjálfboðavinna. Til að byija með vora 40-50 manns í félaginu, en þeim hefur fjölgaö í um 200 og er um helmingur þess fólks brottfluttir Sigl- firðingar. Þ a ð var strax til geysi- lega mik- iðafhlut- um og það hefur reyndar sí- f e 1 1 t ver- Svona leit bærinn ykkar út á síldarárunum. Örlygur sýnir skólakrökkunum mynd af Siglufirði frá fyrri hluta aldarinnar. ið að bætast við þann fjölda. Við telj- um okkur geta í dag sýnt í hnotskum hvemig hlutimir vora á þessum árum; Roaldsbrakki er þrátt fyrir miklar endurbætur í upprunalegri mynd á þremur hæðum með risi og er hinn dæmigerði síldarbrakki eða síld- arbraggi svo við tölum nú íslensku," segir Örlygur. Sem fýrr sagði er húsið á þremur hæðum með risi. Á neðstu hæðinni era sýndir mim- ir sem tengdust veiðunum sjálf- um og vinnsl- unni, á mið- hæðinni era ýms- ir hlutir DV-mynd gk meira sögulegs eðlis, s.s. stórkostlegar Ijósmyndir frá þessum árum auk alls kyns hluta, þar er einnig eldhús og skrifstofa síldarjöfranna. Á þriðju hæð getur að líta herbergi síldar- stúlknanna og þar er hreint ótrúlegt um að litast, engu líkara en gengið sé áratugi aftur í timann og í þröngum herbergjunum lítur út eins og síldar- stúlkumar séu nýgengnar til vinnu. Fyrir ffarnan húsið hefúr verið byggt síldarplan þar sem bátar liggja bundnir við bryggju. Á sumrin era oft settar þar upp sýningar fyrir bæjar- búa og gesti þeirra, þá er saltað af krafti og slegið upp síldardansleik að því loknu með dúndrandi harmóniku- undirleik. Það er svo sannarlega þess virði að leggja lykkju á leið sína eigi menn leið um Norðurland, halda til Sigló og upplifa hina einstöku sildar- stemningu sem Siglfirðingum hefur tekist að skapa, að svo miklu leyti sem það er hægt áratugum eftir að ævintýrið leið undir lok. -gk Vigfús Fannar Rúnarsson og Pálína Dagný Guðnadóttir. DV-mynd gk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.