Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 Fréttir DV Átökin í Iðnskólanum: Skaplaus skóla- meistari dugir ekki - segir Ingvar Ásmundsson sem ætlar hvergi að hvika „Þaö er ekki gott ef yfirmaður reiðist, en það er heldur ekki gott að hafa skaplausan skólameistara. Hann dugir ekki,“ segir Ingvar Ás- mundsson, skólameistari Iðnskól- ans í Reykjavík. Ófriðarbál hefur brunnið í skól- anum, kærumál verið í gangi og ófriður milli manna. Ingvar víkur strax að þeim atriðum sem hann tel- ur vera undirrót þessa. „Ég tel að ástæðurnar fyrir ólgu og lélegum starfsanda í framhalds- skólum yfirleitt, ekki bara í þessum skóla, séu kjarasamningar sem gerðir voru í fyrrahaust og eru meingallaðir svo ekki sé meira sagt. Skólameisturum var ætlað að túlka þessa nýju samninga. Við vorum ekki alltaf tilbúin með rétt laun og útskýringar á réttum tíma í fyrra- vetur. Eðlilega olli það óánægju kennara. Síðastliðiö sumar reyndi ég svo að breyta stjórnkerfmu, þannig að ég lagði niður kennslustjórastörf og réð starfsmannastjóra. Eftir að hann tók til starfa hefur þetta allt komist í gott lag. Ég man bara eitt dæmi þess að túlkun okkar á SEunningnum hafi ver- ið önnur en túlkun ráðuneytis- ins. Það olli miklum glund- roða. Ráðuneytið ákvað sína túlkun í apríl en tilkynnti mér ekki um hana fyrr en í júli. Því fór sem fór. En óánægja kenn- ara stafar fyrst og fremst af því hve þeim er mismunað. Hún færist ekki yfir á þá sem gerðu samninginn heldur okkur sem stjórnum skólanum." Ekki samkvæmt bókinni -, Skýrsla menntamálaráðu- neytisins um skólann ber stjómkerfinu í honum ekki góða sögu: „Það hefur sína galla, en því hefur verið breytt miðað við það starfslið sem er í stjómun á hverjum tíma. Gallamir em t.d. að of margir menn heyra beint undir skólameistara. Það stafar m.a. af því að flestir stjómendumir em í hluta- starfi og kenna of mikið. Þetta gekk samt ágætlega meðan allt lék í lýndi. En þegar óánægjan fór að koma upp, þannig að reyndi á stjómkerfið, þá kom í ljós að það dugir ekki. Ég hef sent formanni stýrihóps um umbótastarf tillögur mínar um breytingar." - Hveijar em þær? Ef til vill að draga úr miðstýringunni, sem gagn- rýnd er í skýrslunni? „Þegar undirmönnum skóla- meistara fækkar, þá ætti það að hafa áhrif í þá vera. Þeir myndu kenna minna og hafa meiri starfs- skyldur í stjómun. Skólameistari hefði minni tilefni til að afgreiða mál af því að hann næði ekki í stjórnanda. Mér hefur hætt til þess að afgreiða mál frekar heldur en að láta fólk bíða. Ég hef gert of mikið að þessu, en þeir stjómunarhættir eru ekki samkvæmt bókinni." - Kennarar hafa á hinn bóginn kvartað imdan því að þú svarir ekki erindum þeirra, t.d. varðandi próftöflu nú vorprófum: . '' „Hvað varðar próftöfl- Ingvar Ásmundsson, skólameistari ómyrkur í máli. hún kom síðar en við ætluðum. Skipulagsstjórinn sem gerir hana lenti í miklum önnum sem við reiknuðum ekki með vegna bilana í tölvubúnaði skólans." - Kennnarar nefna einnig að þú safnir um þig jámönnum, en ýtir hinum sem andæfa þér til hliðar? Rangar ásakanir „Það er ekki rétt. Hitt er satt að mínir nánustu samstarfsmenn hafa staðið með mér þegar þessar ásak- anir hafa komið upp, enda þekkja þeir máiið frá báðum hliðum. Aðil- ar sem hafa verið með ásakanir á hendur mér hafa dreift gögnum í skólanum og þau hafa verið ein- hliða. Ásakanir sem komið hafa fram á hendur mér eru beinlínis rangar, ég hef sýnt þér gögn sem sanna það.“ - Fleira hefur haft áhrif en nýir kjarasamningar, svo sem að Halldór Hauksson sem sinnti starfi trúnað- armanns skyldi ekki fá endurráðn- ingu sl haust... ..sem var kannski upphafið að öllum þessum ólátum. Halldór var ráðinn til ársins og ég endurréð hann ekki. Það voru engin verk- efni á hans sérsviði, í prentsmíði. Ég réð tvo viðskiptafræðinga á tölvubraut og taldi vænlegra heldur en að ráða iðnaðar- mann. Hall- dór Hauks- son hefur ekki aðra formlega menntun en iðnskólapróf. Þessar öldur hefðu líklega ekki risið hefði ég endur- ráðið hann, en ég tel að það hefði verið fag- lega rangt. Það er bjargfóst skoð- un mín að há- skólamenntaðir menn, sem hafa þó lært eitthvað í tölvu- fræðum, hafi miklu meiri möguleika á að setja sig inn í þau mál heldur en kennari sem hefur hans grundvöll.“ Starfstilfærslur standa Gildir sjónarmið þitt um ráðningar háskóla- menntaðs fólks einnig um bókasafnið, þar sem þú settir yf- irmann þess, bókasafnsfræðing að mennt, undir annan ólærðan í fag- inu undir starfsheitinu „skipulags- stjóri"? „Að mínu viti var þetta breyting á skipuriti, þ.e. bókavörðurinn hætti aö heyra undir mig, en heyrði þess í stað undir einn af mínum undirmönnum." - Ráðherra gerði þér boð um að ógilda þessa tilfærslu, enda segi í reglugerð um starfslið skóla að „yf- irmaður bókasafns skuli vera bóka- safnsfræðingur og ber skólameist- ara að hlíta henni“, eins og segir í svari menntamálaráðherra til DV um þetta mál á dögunum. „Það var orðalag í bréfi sem ráð- herrann taldi ekki standast." - Hafa þessar starfstilfærslur gengiö til baka? „Nei, bókavörðurinn heyrir ekki Iðnskólans í Reykjavík, beint undir mig, heldur skipulags- stjóra, sem er minn undirmaður." Röng skýrsla ráðuneytis - Þú sem skólameistari hlýtur að hafa áhyggjur af ástandinu í skólan- um. Þú færð svarta skýrslu á skól- ann, allt logar í ófriði, sem fer versnandi, kennarar eru uppteknir í alls konar starfshópum og nefnd- um og engar ráðstafanir hafa haldið hingað til: „Um skýrslu ráðuneytisins vil ég segja að ég hef svarað henni og hún er röng í 16 atriðum." - Ef skýrslan er röng, því birtir ráðuneytið hana þá óbreytta i heild á vefnum? „Þeir birta líka mínar athuga- semdir sem ég tel þýða að þær hafi verið teknar til greina. Ég tel að þar með viðurkenni ráðuneytið að um- rædd 16 atriði í henni séu röng.“ - Telurðu að þeir kennarar sem eru á öndverðum meiði við þig séu að reyna að koma þér frá? „Það eru vísbendingar um að ein- hverjir þeirra séu að því.“ Tek því sem að höndum ber - Óttastu að það komi til þess að þú missir starfið út af þessum langvarandi ófriði? „Ég kann ekki að svara svona spumingu. Ég tek því sem að hönd- um ber. Ég tel ekki vera efni til þess. Ég hef ekki séð nein merki á lofti um að svo muni fara.“ - Hefurðu íhugað að segja af þér? „Ég hef ekki áform um það. Ég tel að það sé engum til góðs, en væri mjög slæmt fyrir framhaldsskóla- kerfið ef hægt væri að hrekja skóla- meistara úr starfi með aðferðum af þessu tagi.“ - Er það forsvaranlegt ef yfirmað- ur missir stjórn á skapi sínu jafnilla og gerðist á kennarafundi í Iðnskól- anum um daginn? „Það er ekki gott ef yfirmaður reið- ist, en ég tel það enn þá verra ef starfsmaður hefúr gjörðir hans að engu, eins og deildarstjórinn gerði varðandi frestun á fundinum." - Hefur ráðherra haft samband við þig eftir kennarafundinn til að ræða hann? „Nei, en mér vora kynnt kæruplögg kennaranna vegna fundarins að und- irlagi hans. Síðan ræddi ég við aðstoð- armann ráðherra og lögfræðing ráðu- neytisins um þessar ásakanir. Þeir tóku niður mín andsvör við þeim.“ - Hvað sérðu fyrir þér nú eins og málum er háttað? „Ég er mjög fús að breyta öllu því sem getar orðið til hins betra. Ég tel að hér þurfi að taka til hendinni og breyta samskiptamunstri og sam- skiptareglum. Hafi eðlilegar sam- skiptareglur verið brotnar af mér þá hafa þær ekki síður verið brotnar af öðrum, eins og t.d. stjóm kennarafé- lagsins." -JSS Norsk-íslenska síldin: Engin veiði enn DV, Eskifiröl Enn sem komið er hefur engin veiði verið hjá Eskifjarðarskipunum Guðrúnu Þorkelsdóttur og Jóni Kjartanssyni, en þau léta úr höfn 4. maí sl. tO veiða á norsk-íslensku síld- inni. Að sögn Grétars Rögnvarsson- ar, skipstjóra á Jóni Kjartanssyni, sem staddur var austarlega i miðri Síldarsmugunni, þá hefur nótinni ekki enn verið kastað, þar sem lítið hefur verið að sjá. Þó náði sænskur bátur að kasta einu sinni í gær. Grétar segir að einungis tvö is- lensk skip séu komin á miðin, en veiðar máttu hefjast 4. maí. Arnþór EA er á leiðinni á miðin, svo og Birtingur frá Neskaupstað. Alls era um 13 skip á miðunum, aðallega norsk og sænsk og eitt færeyskt. Fyrstu norsk-íslensku síldinni var landað hér á Eskifirði í fyrra 9. og 10. maí, þannig að menn hrökkva °kki við þaö að þurfa að leita að síldinni í byijun. Regína Ungur maður var handtekinn í gær eftir að hafa ekið utan í grindverk, skilti og bfla við Ásgarð og Bústaðaveg. Mikill háski hlaust af athæfi mannsins en vegafendur sluppu. Maðurinn, sem talinn var í annarlegu ástandi, var handtekinn og færður í fangageymslur. DV-mynd S Með eldspýtur... Kennarar í Iðnskólanum í Reykja- vík hafa að undanfórnu vakið athygli á megnri óánægju með störf skóla- meistara skólans, Ingvars Ásmunds- sonar, en þar hefur allt logað í illdeil- um og undirskriftalistar ganga meðal kennara til að reyna að koma skikk á skólameistarann. Hann berst eins og Ijón og virð- ist ekki ætla að víkja úr starfi, þrátt fyrir að meirihluti kennara virðist honum andsnúinn. Hefur hann líkt ástandinu við galdrabrennu, þar sem hann sjálfur á að vera brenndur á báli. Sjálfur formaður stjórnar Kenn- arafélags Iönskólans, Guðni Kol- beinsson, hefur nú sagt upp störfum. Hann gengur því meðal sumra kenn- ara undir nafninu litli strákurinn meó eldspýturnar... Beðið fyrir Þórði Gifurleg taugaveiklun er sögð hafa gripið um sig meðai þeirra sem komu að Lindarmálinu sk. eftir að málefni eignaleigunnar Lindar barst embætti ríkissaksóknara. Málið snýst um tap fyrirtækisins upp á 725 milljónir, allt á kostnað skattgreiðenda. Fyrrum forstjóri fyrirtækisins, Þórður Ingvi Guð- mundsson, er starfandi í Brassel, en fróðir menn telja ekki ólík- legt að hann muni þurfa aö mæta fyr- ir dómstól þegar og ef opinbert mál verður höfðað. Að sama skapi er for- ysta Framsóknarflokksins ekki sögð ánægð með gang mála, en vitað er að formaður bankaráðs Landsbankans, Helgi S. Guðmundsson, er áhyggju- fullur. Helgi sem á standum er kallað- ur Trúmann heldur bænastundir í há- deginu í lok vikunnar. Segir sagan að þar sé nánast aðeins beðið fyrir Þórði... Siv eldist Aðdáendur hinnar þokkafullu Sivj- ar Friðleifsdóttur ku hafa ástæðu til að kvíða því hversu hratt þingkonan hefur elst í kosningaslagnum. Fyrir skömmu kom hún fram í sjónvarps- þætti sem fulltrúi ungs fólks í Framsókn. Nú virðist sem forysta Fram- sóknar hafi tekið stefnu- markandi ákvörðun um að Siv Friðleifsdóttir sé ekki lengur img. í heilsíðuauglýsingu sem Framsókn birti í vikunni eru myndir af 42 ungum frambjóðendum og stað- hæft að þetta sé unga fólkið á listum flokksins vítt um landið. Það vekur at- hygli að Siv er ekki þar á meðal og hef- ur því á örfáum vikum hætt að vera ung að mati Halldórs Ásgrímssonar, sem sjálfur hefur að vísu elst ótæpi- lega eftir aö Gailup birti fylgi Fram- sóknar á Austfjörðum... Hiti hjá Kára Hjá fréttamönnum Ríkisútvarpsins ríkir mikil óánægja með störf Jóns Ásgeirs Sigurðssonar, formanns starfsmannasamtaka RÚV, vegna um- mæla sem hann lét að sögn falla á starfsmannafúndi nýlega. Á umræddum fundi var tO umræðu störf þula hjá útvarpinu, sem hafa orð- ið sífellt minna áberandi með árunum og hafa sumir haldið því fram að þeir væru með öllu orðnir óþarfir. Jón Ásgeir stendur þétt við hlið þulanna og telur m.a. að það sé þeirra hlutverk að lesa útvarpsfrétt- ir, en ekki fféttamannanna sjálffa sem þykir fátt skemmtilegra en aö láta nafn sitt hljóma i útvarpinu áður en lesturinn hefst. Fréttatíminn hrapar í hlustun og telur Jón Ásgeir skýring- una á því að fréttamenn væra svo Ola læsir að þeir hefðu fælt hlustendur frá fréttatímanum. Viðraði hann þessa skoðun sína á starfsmannafundinum og stóð fréttamönnunum frægu ekki á sama og gengu á dyr... Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkorn @£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.