Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Síða 6
» ég kyssti rjóðan vanga, þennan Hulda Bjarnadóttir, 26 ára dagskrárgerðarkona á FM957, hefur alla tíð reynt að gleyma fyrsta kossinum slnum. Henni fannst hann ömurleg- ur. „Ég hugsaði að ef þetta væri það sem biði mín þá væri framtíðin ekki björt,“ segir Hulda sem var kysst í fyrsta skipti í partíi þegar hún var 12 ára og lítur enn á það sem eitt það hræðilegasta sem hún hefur lent í. „Ég var reyndar hrifin af stráknum sem kyssti mig og ég veit ekki bet- ur en hann hafi líka verið hrifinn af mér. Við sátum í sama stólnum og allt í einu kom kossinn. Vandræðalegur og og klaufalegur. Allt of mikið slef. Ég veit ekki hvort það var hann sem slefaði svona mikið eða ég. En þetta var allavega mjög blautt og eins langt frá því að vera rómantískt og hægt var,“ segir Hulda um kossinn sem hún vill helst gleyma. „Næsti koss var hins vegar miklu betri enda skapar æfingin meistar- ann. Ég held að gæði kossa komi frá náttúrunnar hendi. Fólk kyssir mis- vel og á sömuleiðis misvel saman. Strákurinn sem kyssti mig fyrstur manna er giftur í dag og á bam. Ég ætla rétt að vona að hann kyssi kon- una sína betur en mig þarna forðum daga.“ Sindri Freysson, 28 ára rithöfundur og blaðamaður, var heima hjá sér í unglingasam- kvæmisleiknum Sannleikanum og kontor þegar hann kyssti stelpu í fyrsta skipti. „Fyrsti kossinn minn olli mér miklum vonbrigðum. Ég held að ég hafi verið 12 ára og var ásamt nokkrum krökkum í bekknum mínum í þessum vinsæla leik. Þetta var á þeim tíma sem lög Duran Duran og Wham þóttu æðisleg og menn voru með hárið sítt að aftan. Ég man mjög vel eftir þessu. Við hlustuðum á tónlistina úr lélegu kassettutæki og ljósin voru slökkt. Svo valdi ein stelpan „kontor“ og fékk þau fyrirmæli að kyssa mig. Við sátum í homsófa og þetta átti að vera ægilega flott móment. Það varð hins vegar klígjulegt. Koss þessi var fram úr hófi stífur, varimar harðar og tungan fór eins langt og hún komst," seg- ir Sindri og bætir því við að eftir þetta hafi farið fram miklar æfingar og hann er ekki frá því að þær hafi skilað árangri. „Ég tel mig hafa komist af steinaldarstigi kossa yfir á tækniöld," segir Sindri. Fyrsti kossinn er nokkuð sem enginn gleymir. Kossinn sem hugsað var um í margar vikur eftir að hann átti sér stað og rifjast síðan upp öðru hverju það sem eftir er ævinnar. Hann getur komið hvar sem er og hvenær sem er. í leik eða alvöru, á láði sem legi, í fjöl- menni eða undir fjórum augum. Sumum þótti kossinn góður en aðrir minnast hans með óbragð í munni. Fókus fékk nokkra til að opna lásinn á dagbókinni og deila minningunni um fyrsta kossinn. Rúnar Júlíusson, 54 ára tónlistarmaður, man mjög vel eftir fyrsta kossinum sínum. „Ég man eftir fyrsta kossinum mínum í tvennum skilningi. Fyrsti koss- inn var fyrsta lagið sem ég söng inn á hljómplötu og fyrsta kossinn kyssti mig stúlka sem er eiginkona min í dag,“ segir Rúnar sem var 14 eða 15 ára þegar þau hjónin kysstust fyrst. „Þá var hún í hljómsveit og í hléinu kysstumst við undir sviðinu í sam- komuhúsinu í Sandgerði. Við kysstumst þannig fyrir lífstíð enda erum við búin að kyssast oft síðan. Auðvitað datt mér ekki í hug að hún yrði konan mín en kossinn var greinilega góður, við kysstumst aftur og aftur og gerum það enn,“ segir Rúnar. Margeir Ingólfsson, 24 ára vefforritari og plötu- snúður, vill ekki gleyma fyrsta kossinum sinum enda kom hann honum þægilega á óvart. „Ég bjóst við mömmu- kossi þar til ég fann blauta tunguna stingast upp í mig. Mér dauðbrá. Þetta var æðislegt. Ég sagði samt engum frá, þetta var mikið feimnismál," segir Margeir sem var 13 ára þegar hinn ógleymanlegi koss átti sér stað. „Stelpan sem kyssti mig var með mér í bekk og hún á alltaf eftir að eiga sinn stað í hjarta mínu fyrir að leyfa mér að upp- lifa þetta. Við vorum kærustupar. Ég hafði beð- ið hana um að byija með mér nokkru áður og hún ^ sagði já. Kossinn kom nokkrum dögum seinna þegar við vorum heima hjá henni eitt kvöldið. Mér fannst mjög gott að kyssa hana, jafnvel þó við værum bæði byrjendur í í kossamálum.“ Ragnheiður Eiríksdóttir, 28 ára söngkona, var ein í herbergi með strák úr bekknum þegar hún kyssti fyrst fyrir 16 árum. „Ljósin voru slökkt og þetta var allt saman mjög óafslappað, vand- ræðalegt og glatað. Ég var skotin í allt öðrum strák en varð að kyssa þennan af því að við vorum í Sannleikanum og kontor,“ segir Heiða. Eins og einhverjir muna, bygg- ist sá leikur á því að annaðhvort velja menn að svara einhverri spurningu satt og rétt eða fram- kvæma eitthvað sem aðrir í leikn- um ákveða. Heiða valdi kontor og var skipað að kyssa viðkomandi strák. „Við fórum þá í þetta herbergi og stóðum í myrkrinu og biðum eftir því að eitthvað gerðist. Hann tók þá af skarið og kyssti mig kossi sem mér fannst eins og vond karamella. Ég hugsaði mikið um kossinn á eftir en náði aldrei að sætta mig almennilega við hann,“ segir Heiða og vill meina að fyrsti kossinn sem henni þótti góður sé ekki nærri þvi eins minnisstæður. 6 f Ó k U S 14. maí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.