Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 Spurmngin Hver er uppáhalds sjón- varpsþátturinn þinn? Jón Árni Jónsson nemi: Andmann í Ríkissjónvarpinu. Rannveig Bjarnadóttir sjúkra- þjálfi: Vinir á Stöö 2. -------------------1 Kristín Bjarkadóttir nemi: Vinir, þaö er þáttur sem ber af. Þorvarður Ámason sérfræöing- ur: Danska þáttarööin Leigubíla- stöðin. Leifur Bjömsson nemi: South Park. Hildigunnur Þórðardóttir banka- ritari: Leigubilastöðin er besti þátt- urinn. Lesendur I startholunum fýrir olíuleit Grænland ísland Færeyjar Skotland Senn verður þetta hafsvæði fullkannað með tilliti til olíuríkra setlaga og þá mun olía streyma úr iðrum jarðar við Færeyjar og ísland, segir m.a. í bréfinu. Björn Jónsson skrifar: Það hefur lengi vakaö fyrir frændum okkar Færeyingum að láta fullkanna hvort þeir eigi auð- lindir á hafsbotni líkt og nágrann- ar þeirra í Skotlandi, olíuna. Full- kannað er að setlög eru undir hafs- botni á svæðinu milli Færeyja og Skotlands í beinu framhaldi af set- lögum þeim sem geyma olíu við Bretlandsstrendur. Það sama er raunar upp á teningnum hér við ís- land, út af Norðausturlandi og lík- legast á öllu svæðinu frá Skjálf- andaflóa austur að Þistilfirði og Bakkaflóa. - Senn verður þetta svæði fullkannað með tilliti til ol- íuríkra setlaga, og þá mun olía streyma úr iðrum jarðar við Fær- eyjar og ísland. Nú hefur loks tekist samkomulag milli Bretlands, Danmerkur og Fær- eyja um svokallaða miðlínu milli Færeyja og Skotlands, þar sem áður var eins konar „grátt“ hafsvæði og hart deilt um yfirráð á með tilliti til olíuvinnslu. Og báðar þjóðimar ætla sér þama stóran hlut. Olían er enn og verður næstu áratugina a.m.k. sá orkugjafi sem samgöngu- tæki þarfnast, því ekkert er enn komið í staðinn, þrátt fyrir miklar væntingar. Olíuleitarútboð em nú í undir- búningi vegna olíuleitar við Færeyj- ar, og ekkert annað fyrirsjáanlegt en tilraunaboranir geti hafist innan tveggja ára á svæðinu. Og hvar stendur Island mitt í þessum framkvæmdum? Ætla is- lensk stjómvöld ekki að hafast að? Ætla þau að sitja aögerðalaus þótt einsýnt sé að útboð í samfloti við Færeyinga til olíuleitar væri mjög hagkvæmt fyrir okkur ef við viljum á annað borð vita vissu okkar um hvemig málin standa um olíumagn við ísland. Telja verður ólíklegt að nokkur stjómvöld vilji ekki a.m.k. fylgjast grannt með hvemig næstu nágrannaþjóð vegnar þegar svo mikið er í húfi sem hugsanlegar ol- iulindir svo að segja við bæjardym- ar. En það er lítill fengur fyrir okk- ur íslendinga að vita að nágranna- þjóðin er farin að vinna olíu en hafa einungis vitneskju um að hér em setlög til staðar en vita ekki hvort úr þeim er vinnanleg olía. Þær greinar sem ég hef lesið, að- cillega í DV, eftir sérfræðinga í jarð- sögu, jarðfræði og orkuvinnslu, einnig nokkra þingmenn sem bám fram tillögu á Álþingi þess efnis að ríkisstjórnin léti fullkanna þessi mál, benda til þess að senn komist hreyfing á málin hér, rétt eins og hjá Færeyingum. - En verður ekki að láta á þetta reyna, hvað sem líð- ur mótmælum og landlægum úr- töluröddum? Stórsigur eða tap? Hildur skrifar: Ég sakna stórlega útskýringa fjöl- miðlafólks á því hvenær i hinum al- kunna samanburði í prósentum (%) maður vinnur stórsigur eða tapar. - Að kosningunum loknun er hamr- að á stórsigri vinstri-grænna, með rúm 9% atkvæðamagns, og framboð Sverris Hermannssonar með sín fáu prósent fær jákvæða umijöllun að þessu leyti. En þegar Jóhanna Sigurðardóttir fór af stað á sínum tíma með Þjóðvaka og kom út með rúmra 8% fylgi (að mig minnir) þá var hún talin, af fjölmiðlum, algjör „fallkandídat" með vonlausa stöðu. Á því var hamrað i fjölmiðlum að hún hefði tapað stórt. Nú eiga blaðamenn varla nógu stór orð til að lýsa glæsilegum stór- sigri Steingríms J. Sigfússonar. Hann sé eiginlega sigurvegari kosn- inganna. Og þetta sýnist manni hver éta upp eftir öðrum. Er það hugsanlegt, fjölmiðlar góðir og blaðamenn, að þið túlkið þessar niðurstöður með þessum hætti af því að Steingrímur J. er karlmaður en Jóhanna Sigurðar- dóttir er „bara kona“? - Fyrir mér lítur það þannig út. Og allavega allt þar til annað heyrist úr ykkar her- búðum. Látum það ekki henda okkur Spennum ætíð börnin okkar. - Það eru foreldranir sem bera ábyrgð á börn- um sínum. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, fulltr. hjá Slysavarnafélagi íslands, skrifar: Fjölskyldan vaknaði þennan fimmtudagsmorgun um sjöleytið, eins og venjulega er vinnudagur er fram undan. Veðr- ið var óvenju fal- legt og sólin baðaði sólargeislum inn um gluggana enda komið sumar. Yngsti fjölskyldu- meðlimin-inn var harðákveðinn í því að nú ætti að fara i stuttbuxur á leik- skólann og varð það raunin, og eftir morgunmatinn dreif fjölskyidan sig af stað út í góða veðriö. Eins og svo oft áður þá voru þau orðin of sein, og til að spara tíma var sleppt að spenna beltin enda líka svo stutt í leikskólann og ekki [U^gí^f^1[P)Æ\ þjónusta Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu um þunga umferðargötu að fara. Þegar bíllinn var settur í gang var verið að spila lagið Nú er sumar, og sá litli söng hástöfum með þar sem hann stóð á milli sætanna. Foreldr- unum var litið á hann um leið og þau hrósuðu honum fyrir hvað hann syngi nú vel. í sömu andrá var bíl sveigt í veg fyrir þau, faðirinn „negldi niður“ en það vildi ekki betur til en svo að þau lentu í árekstri við bílinn. Þó svo að þau hefðu verið í mesta lagi á 50 km hraða flaug barnið fram í rúðuna og út á götuna. Sú sjón sem blasti við foreldrunum var ekki fög- ur þar sem bamið þeirra lá allt blóði drifið. - Ein fyrsta hugsun þeirra var: Ef við hefðum spennt barnið þá ... Látum þessa hugsun ekki þurfa að koma upp hjá okkur. Spennum ætíð börnin okkar. Það eru foreldrarnir sem bera ábyrgð á börnum sínum, það eru þeir sem eiga að hafa vits- munaþroskann til að vita hvað er rétt og rangt í þessum efnum og hverju réttur öryggisbúnaður barna í bílum getur bjargað. Látum það ekki koma fyrir okkur að þurfa að sitja uppi með vanlíðan yfir því að við spenntum ekki barnið okkar. DV Hnútukastið í Davíð Ingibjörg Larsen skrifar: Nú er kosningabaráttan afstaðin, en það sem einkenndi kosningabar- áttu Samfylkingarinnar var hnútukast í garð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. - Sighvatur Björg- vinsson og Margrét Frímannsdóttir viðhöfðu sömu setningarnar sitt í hvorum viðtalsþættinum. Á kosn- inganóttina bætti svo Össur Skarp- héðinsson um betur í viðtali í sjón- varpi og sagði að Davíö hefði ekki annað til málanna að leggja en aula- fyndni. Þeir voru sigurvegarar Sigurður Jóhannsson skrifar: Ég hef um langt árabil verið mik- ill DV-aðdáandi. Blaðið hefúr löng- um gagnrýnt margt sem miður hef- ur fariö og bent á leiðir til úrbóta. Blaðið hefur verið óháð og frjáls- lynt, ekki síst í ritstjórnartíð Ellerts Schram. Enn tel ég mikinn feng að DV, en sá er vinur er til vamms seg- ir. - Fyrir nýafstaönar kosningar sá ég ekki betur en DV tæki afstöðu gegn Samfylkingunni og Frjálslynda flokkmun (gem er minn flokkur) en með Sjálfstæðisflokknum, og þó einkum vinstri-grænum. Og sífellt var klifað á væntanlegum sigri Sjálfstæðisflokksins (og Davíðs). En hver varð svo endanlegur ávinning- ur D-listans? Einn þingmaður bætt- ist við hjá sjálfstæðismönnum, en frjálslyndir fengu tvö þingsæti í kosningunum sem kunnugt er. Ég tel útkomu hins nýja stjórnmálafls, Samfylkingarinnar, furðu góða, 17 þingmenn, þótt hart væri að því fólki sótt af stórveldunum: Davíð, DV og Morgunblaðinu. Þegar upp var staðið voru sigm-vegararnir þeir Guðjón Amar Kristjánsson og Sverrir Hermannsson. Hræsnisfullir nýliðar á þingi Oddur hringdi: í blaðinu Degi fyrr í sl. viku vora fjórir nýir þingmenn spuröir hvort þeir væra sáttir við úrskurð Kjara- dóms mn launahækkanir tii æðstu embættis- og alþingismanna. Þessu svöruðu þau Þórunn Sveinbjamar- dóttir, Ásta Möller, Sverrir Her- mannsson og Kolbrún Halldórsdótt- ir þannig að bæði mátti skilja á þeim að þau væru allt að því hneyksluð (að undanskilinni Ástu Möller) og einnig þakklát fyrir hækkunina. Sverrir sagðist lamað- ur af undrun, Kolbrún varð ákaflega hissa á aðgeröinni og tímasetning- rmni og Þórunn sagði að úrskurður Kjaradóms hefði komið sér í opna skjöldu. Enginn þessara nýju þing- manna mótmælti þó launahækkun- inni. Ásta taldi hækkunina af hinu góða, enda sjálf baráttumanneskja fyrir bættum launum. Mér fannst svör þeirra allra hins vegar vera dæmalaust hræsnisfull. Farðu út í sólina Oddný hringdi: Mér finnst stjóraendur þáttarins Þjóðarsálin vera orðnir nokkuð víg- reifir þegar þeir brúka sig gagnvart þeim sem inn hringja. Oft og tíðum eru þeir allt að dónalegir (síst þó maður að nafni Leifur, hann er yfir- leitt glaður í sinni og tekur flestum vel). Sl. mánudag hringdi t.d. inn maður sem gagnrýndi nýja útsend- ingartíma RÚV á fréttum í útvarpi og sjónvarpi. Stjórnandi virðist sí- fellt taka málstað síns vinnuveit- anda, hvað sem um er rætt. Einnig þarna og þar kom að hann sagði við viðmælanda sinn; „Farðu nú út í sólina ..." Var víst meint þannig, að innhringjandi skyldi kæla sig niöur eða eitthvað í þá átt. Það er vand- meðfarið að ræða við fólk í beinni útsendingu. RÚV ætti að skikka sitt fólk til að horfa á þýska þáttinn „Domian" á þýsku sjónvarpsstöð- inni WDR. Þar er kunnáttumaður að verki sem tekur við símtölum í beinni útsendingu. En Þjóðarsálin, sá annars ágæti þáttur, hverfur víst brátt, líkt og annað yfir sumartím- ann, að mér skilst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.