Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 9 Utlönd Daginn eftir kosningarnar í ísrael: Byggt á ný í Jerúsalem Nýkjörinn forsætisráöherra ísraeis, Ehud Barak, baöst fyrir við Grátmúrinn í Jerúsalem í gær. Símamynd Reuter Grafið var fyrir húsum fyrir gyð- inga i arabíska hluta Jerúsalem í gær, degi eftir kosningamar í ísrael. Nýkjörinn forsætisráðherra lands- ins, Ehud Barak, er andvígur skipt- ingu Jerúsalem en hann hefur heitið því að blása nýju lífi í friðarferlið i Miðausturlöndum. Láti hann smíði húsa fyrir gyðinga í arabíska hluta Jerúsalem afskiptalausa getur það kollvarpað friðaráætlunum hans. Palestinski þingmaðurinn Ziyad krafðist þess í gær að Barak stöðvaði strax framkvæmdirnar. „Þetta er hryðjuverkastarfsemi. Harðlínu- menn vilja stöðva tilraunir Baraks til þess að hefja friðarviðræður," sagði Ziyad. Barak getur hins vegar ekkert gert á meðan fráfarandi stjóm Benjamins Netanyahus situr við völd. Barak tekur ekki formlega við völdum fyrr en að lokinni stjómarmyndun sem gæti tekið 45 daga. Nú velta menn því fyrir sér hvort Barak bjóði Shasflokknum, hægrisinnuðum flokki heittrúaðra gyðinga, þátttöku í stjómarmyndun- arviðræðum. Þingmönnum flokksins fjölgaði úr 10 í 17 og er hann nú þriðji stærsti flokkurinn. Nokkrir litlir flokkar hafna samstarfi við Shasflokkinn, meðal annars Meretz- flokkurinn, flokkur frjálslyndra og vinstrimanna. Shinuiflokkurinn hafnar einnig samstarfi við flokka heittrúaðra. naust bremsukerfiö Sími 535 9000 Fax 535 9040 www.biianaust.is Bendix gx Power Brake. -feaxs 'HilB B| j’ m sb11íjT]j á 4 stööum Borgartúni 26 • Skeifunni 2 Bíldshöfða 14 • Bæjarhrauni 6 Makah-indíánar í Washington-ríki í Bandaríkjunum skáru fyrsta hvalinn sinn í meira en sjötíu ár f gær, deildu niður kjötinu og ætla sér aö boröa þaö. Færeyingar geta nú leitað olíu: Miðlínan dregin Þrjátíu ára deilu Færeyinga við Breta um hvar miðlínan skyldi dregin milli Færeyja og Hjaltlands lauk formlega í gær með undirritun samnings um skiptingu hafsvæðis- ins. Samninginn undirrituðu An- finn Kallsberg, lögmaður Færeyja, Niels Helveg Petersen, utanríkisráð- herra Danmerkur, og Tony Lloyd, aðstoðarutanrikisráðherra Bret- lands. Athöfhin fór fram í Þórshöfn. Samningurinn þýðir að Færey- ingar geta nú lagt allt kapp á að leita að olíu á hinu áður umdeilda hafsvæði. Bretlandsmegin miðlín- unnar hefur fundist mikil olía og gera Færeyingar sér vonir um að svartagull sé einnig að fmna þeirra megin. Mörg erlend olíufyrirtæki hafa sýnt áhuga á að leita að olíu við Færeyjar. Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, undirritaöi tímamótasam- komulag um miðlínu í gær. Rýmum fyrir nýjum vörum -allt að NINTENDO.64 LOEWE. BOSCH #índesíf @ Husqvarna afsláttur Á þriðju © i hæð í verslun okkar að Lágmúla 8 BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 8 • Simi 533 2800 T? FINLUX AEG |> SANGEAN ©YAMAHA OLYMPUS IMOKIA jamo; Nikon ORION fttiasCopco

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.