Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. MAI 1999 Fréttir 13 I>V Akranes: Tugmilljóna við- gerð á sements- strompinum DV, Akranesi: Fyrir skömmu stóð yfir árlegt viðhald hjá Sementsverksmiðjunni á Akranesi og var þá ofninn stopp- aður og engin framleiðsla á sementi á meðan, að sögn Gunnars H. Sig- urðssonar, deildarstjóra fram- leiðslu- og viðhaldsdeildar hjá Sem- entsverksmiðjunni. „Það var árleg og eðlileg viðhalds- vinna á framleiðslubúnaðinum sem var í gangi. Það var ráðist á slitfleti og þeir endurnýjaðir, eins og er gert í reglulegu stoppi hjá okkur. Þá var verið að kanna ástand sements- strompsins bæði að utan og innan og síðan er • fyrirhuguð viðgerð á strompinum að utan í maí. Verktakar frá Rafferty Chimneys í Bretlandi eru að kanna ástand strompsins og munu annast við- gerðir á honum. Það verður gert við hann að utan, einkum múrskemmd- ir, og auk þess verður hann málað- ur. Við reiknum með að kostnaður- inn við viðgerðirnar inni í stromp- inum, sem eru til bráðabirgða, og viðgerðir utan á honum, sem er endanleg viðgerð, kosti á bilinu 18-20 milljónir króna,“ sagði Gunn- ar við DV. -DVÓ Norræna við bryggju á Seyðisfirði 20. maí. DV-mynd Jóhann Sumarið kom með Norrænu DV, Seyðisfirði: Ferjuskipið Norræna lagðist 20. maí að hafnargarðinum í Fjarðar- höfn í glampandi sólskini og vor- blíðu. Austfar hóf þessar siglingar hingað með gamla Smyrli 20. júní 1975. Nú komu með skipinu 80 far- þegar en 300 fóru. Vitanlega er það ljóst að ferða- menn þeir sem komið hafa til lands- ins með ferjuskipinu hingað til Seyðisfjarðar eru margir tugir þús- unda gegnum árin. Reyndar tókst mér ekki að fá þá tölu nákvæma hjá Austfarsmönnum. Það er samt aug- ljóst að þessi samgönguleið, sem stofhað var til af dugnaði og fram- sýni, hefur stuðlað meira en flest annað að þroska og velgengni ís- lenskrar ferðaþjónustu þann tæpa aldarfjóðung sem siglingamar hafa varað. Siglingartími Norrænu hingað hefur verið að smálengjast - úr tveimur mánuðum í upphafi í tæpa fjóra nú, enda er þörfin stöðugt vax- andi. Nú er í undirbúningi bygging á nýju ferjuskipi sem mun verða til- búið i sumarbyrjun árið 2002. Það verður miklu stærra skip, 43 metr- um lengra og mun taka 1500 farþega og 1000 bíla. Þessar framtíðarhorfur eru enn þá einn gleðilegur vottur þess að sól íslenskrar ferðaþjónustu hækkar stöðugt á lofti og að hún eflist að þroska og getu. -JJ Strætóslysiö í Grafarvogi: Móðirin skilur ekki strætóbílstjórann „Drengurinn minn er mjaðma- grindarbrotinn og haltrar hér um á hækjum. Hann var í átta daga á sjúkrahúsi og þar liggur enginn svo lengi ef hann er aðeins marinn á læri. Ég skil hreinlega ekkert í þess- um strætisvagnabílstjóra," sagöi Hildur Pálsdóttir móðir drengsins sem lenti undir strætisvagni í Graf- arvogi á dögunum. í samtali við DV sagðist strætisvagagnabílstjórinú, sem lenti í óhappinu, ekki hafa get- að séð að drengurinn væri mikið meiddur er hann heimsótti hann á sjúkrahús. „Strætisvagnabílstjórinn kom í heimsókn á sjúkrahúsið i mýflugu- mynd og gaf drengnum fimm þús- und krónur. Hann spurði ekki einu sinni um meiðsl hans,“ sagði Hildur sem sér fram á að þurfa að fá mann- eskju til að annast drenginn í sum- PV___________________________________________________Frétfar Strætóslysiö 1 Grafarvogi: Bílstjórinn heimsótti drenginn á spítala Frétt DV um sjúkraheimsókn stræt- isvagnabílstjórans. ar. „Hann spilar ekki fótbolta á næstunni. Læknarnir segja að brot- ið verði 6-8 vikur að gróa.“ Drengurinn var útskifaður af sjúkrahúsi á frmmtudaginn. Hann heitir Páll Aðalsteinsson, er 10 ára og gengur í Foldaskóla. DV óskar honum góðs bata. SPÍNNAN0I BI0 ! Þá er komið að því! Óvissusýning 2 verður haldin á miðnætti næstkomandi föstudags í Bíóborginni. Nú ætlum við að hækka vel í hljóðkerfinu og sýna sýnishorn úr öllum stærstu mynum sumarsins. SmelltuJsér inn á Vísi.is eða hlustaðu á FM 95.7 og þú gætir unnið miða á Óvissusýningu 2 næsta föstudag. Ath! Eftir ÞluUUan 23 eru allir miðar til stílu. Það er því vissara fyrir þá heppnu sem vinna miða d Vísi.is eða FM 95.7 að tryggja sér miða fyrir UluUUan 23. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.