Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiðast 3.000 krónur.(Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Spænska leikkonan Victoria Abril: Tryggö fyrir 100 milljónir - komin til aö leika í 101 Reykjavík Spænska leikkonan Victoria Abril, sem nú er stödd hér á landi til að leika í kvikmyndinni 101 Reykjavík, reyndist íslenskum tryggingafélögum of stór biti þegar að því kom að tryggja hana meðan á dvölinni hér stendur. Því var leit- að til íslensku vátryggingamiðlun- arinnar, sem hafði síðan milligöngu um að tryggja leikkonuna á bresk- ^ um tryggingamarkaði. Tryggingar- upphæðin mun vera, samkvæmt heimildum DV, á annað hundrað milljónir króna, enda er Victoria ein af stóru stjömunum í evrópskri kvikmyndagerð og á að baki leik í fjölmörgum kvikmyndum. Þekktust er hún fyrir leik sinn í kvikmynd- um undir leikstjórn hins fræga leik- stjóra Pedros Almodovars. Leikkonan kom til landsins í fyrradag með áætlunarflugi. Hún leikur annað af tveimur aðalhlut- verkum í kvikmyndinni 101 Reykja- _ vík, sem verið er að taka þessa dag- ana. Myndin er gerð eftir sögu Hall- gríms Helgasonar. Baltasar Kor- mákur vann handrit og sér jafn- framt um að leikstýra myndinni. Victoria leikur hlutverk Lólu, sem heitir raunar Lolla í bókinni. Hitt aðalhlutverkið, Hlyn, leikur Hilmir Snær. „Mig langaði til að fá einhvern ut- anaðkomandi inn í þetta 101-lif, karakter sem brýtur upp allt það sem er í gangi þarna,“ sagði Baltasar við DV í gærkvöld. „Ég hafði lengi dáðst að þessari leikkonu. Ég lét reyna á þann draum að fá hana og hingað er hún komin. Hún er alveg hæstánægð með þetta allt saman.“ Leikkonan býr í París um þessar mundir. í fóruneyti hennar hingað voru tveir aðstoðarmenn, sem einnig eru spænskir. Þeir sjá um hárgreiðslu og fórðun hennar. -JSS Ragnheiöur Ólafsdóttir á Þingeyri: Heimtar afsök- unarbeiðni - frá Landsbankanum „Þvílíkt vald hafa orð mín að banki allra landsamanna, rikis- bankinn, notar þau sem rökstuðn- ing sinn við ------------------ neitun til ein- staklings. Mega , - þá allir lands- Mm byggðarmenn . | ' sem leita til i. bankans eiga [I von á slíku fylgi- 'V ; skjali sem neit- un bankans og rökstuðningi?" Ragnheiður segir Ragnheið- Olafsdottir ur Ólafsdóttir, formaður íbúasam- takanna Átaks á Þingeyri, við DV. Hún var þá að lýsa viðbrögðum sínum við frétt DV á laugardag um að Veðdeild Landsbankans hefði af- skrifað Þingeyri. í fréttinni kom fram að með neitun um lán frá Veðdeildinni fylgdi útprentuð frétt DV af Vísi.is þar sem rætt er við Ragnheiði um alvarlegt atvinnu- ástand á Þingeyri. „Það er hneisa og algert siðleysi af hálfu bankans að nota viðtal við mig sem einstakling um tímabund- ið ástand á Þingeyri sem fylgiskjal við neitun bankans, þó svo að ég hafi af DV veriö titluð formaður íbúasamtakanna Átaks. Ég get ekki skilið annað en að Landsbankinn sé að nota mig, einstakling, sem Landsbankaskelfi. Ég krefst þess að ég persónulega og allir íbúar Þingeyrar verði beðnir opinberlega afsökunar af Landsbankanum. Þetta er mál sem Alþingi ætti að fjalla um og ég mun skoða lagaleg- an rétt minn gagnvart bankanum ef afsökunarbeiðni kemur ekki.“ -hlh ■Hi L? fl ð::., ' v' * k Ragnheiður Ólafsdóttir Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar 101 Reykjavík, og spænska leikkonan Victoria Abril sem leikur eitt aðalhlutverk myndarinnar. Abril er meðal þekktustu leikkvenna Spánar. DV-mynd S Dómur í máli flugumferðarstjóra vegna atvinnumissis: Ríkissjóður greiði 14 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ríkissjóð til að greiða flugum- ferðarstjóra rúmar 7 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar sviptingar starfs, auk dráttarvaxta og málskostn- aðar. Samtals er um rúmar 14 milljón- ir króna að ræða. Dómurinn var kveðinn upp fyrr í þessum mánuði. Upphaf málsins var að flugumferð- arstjórinn var sviptur flugumferðar- stjóraskírteini haustið 1984. Rétt áður en tíu ár, þ.e. fyrningartími, voru lið- in frá þeim atburði höfðaði hann mál á hendur ríkinu. Að sögn Leós Löve, lögmanns hans, vantaði þá öll gögn er styddu kröfumar vegna þess að flug- umferðarstjórinn fékk á sínum tíma ekki að vita hvers vegna hann hefði verið sviptur skírteininu og þar með vinnunni. Undir rekstri málsins komu fram ýmis gögn sem sýndu að þegar flug- umferðarstjórinn hafði verið sviptur skírteininu á sínum tíma, sem var gert á þeim forsendum að hann hefði brotið af sér í starfi, þá voru til gögn um að hann var orðinn læknisfræði- lega óhæfur til að sinna flugumferðar- stjórn og þar af leiðandi átti sam- kvæmt því að svipta hann flugum- ferðarstjóraskírteini en mismunurinn var sá gagnvart fjármálayflrvöldum flugumferðarstjómar að hann hefði átt að fá svokailaða skírteinistrygg- ingu sem era milljónir króna, en fékk ekki. Tilkynnt hefur verið að ríkið muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Leó gerir ráð fyrir að gagnáfrýjað verði af hálfu umbjóðanda síns vegna þess að þær kröfur sem gerðar vora í hinu nýdæmda máli vora miklu hærri og fjölþættari. Gera má ráð fyrir að þess verði freistað að fá frekari bætur og niðurstöðu i ákveðnum spumingum, einkum varðandi lífeyrissjóðsrétt- indi. -JSS Veörið á morgun: Skýjað með köflum eða bjartviðri Fremur hæg, norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum eða bjartviðri, en hætt við dálítilli súld á annesjum austanlands. Hiti yfirleitt 8 til 18 stig. Veðrið í dag er á bls. 45 Eldhúskrókur SíffTar 567 4151 & 567 4280 fHeildverslun með leikfong og gjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.