Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 5 Fréttir Vélasalan hf. útvegar vélbúnað 1 Klnabátana: Þetta er gífurlega sterkt fýrir Kínverjana - segir Kristján Georgsson um mjög sérstæöan skipasmíðasamning íslendinga í Asíu Kristján Georgsson, t. h. Hann segir kínversku borgina Dalian öðruvísi en hann átti von á, hátækniborg með stórum skýjakljúfum. Með honum á mynd- inni er danskur sölumaðu, Christian Poulsen. Vélasalan hf. hefur gert stór- samning um sölu á öllum vélbúnaði í niu vertíöarbáta sem verið er að smíða fyrir íslendinga í Kína. Samningurinn hljóðar upp á 150-160 milljónir króna en þar er um að ræða aðalvélar, gírbúnað og ljósa- vélar í alla bátana. Vélamar eru all- ar af Cummingsgerð. Kristján Ge- orgsson hjá Vélasölunni hf. er ný- lega kominn úr ferð þama austur og segir margt hafa komið sér á óvart í Kína. „Það var allt öðruvísi í þessari borg sem ég var í heldur en ég átti von á. Þetta er hátækniborg með stórum skýjakljúfum. Á svæðinu búa um 5 milljónir manna og Dalian er ein af fjórum stærstu hafnarborg- um i Kína en þar eru Japanir alls- ráðandi. Maður hefði allt eins geta verið í Hong Kong eða New York. Þarna vom allar vistarverur loft- kældar og háklassa lúxus með nýj- ustu tækni á skrifstofum og öllu saman. Þegar maður fór svo aðeins út fyrir borgina sá maður hins veg- ar ýmislegt óvanalegt. Með 74 krónur á tímann Skipasmíðastöðin sem þessir bát- ar em smiðaðir í er frekar lítil á kínverskan mælikvarða. Þar starfa „aðeins" um þrjú þúsund manns. Þeir vinna á fjöldanum og þar sem þeir nota kannski 3000 manns þá þyrftum við ekki nema 1000 manns. Við hliðina á þessari stöð var ný há- tækniskipasmíðastöð sem var að byrja á 200.000 tonna olíuskipi. Kín- verjamir ná verðinu niður, meðal annars með lágum launum. Þeir eru kannski að borga 1 dollara á timann eða 74 krónur íslenskar. Flutningarnir eru ódýrari til Kína Vélbúnaöurinn í bátana fer í gámum frá Danmörku, Bretlandi og héðan frá íslandi og er safnað sam- an í skip sem flytur búnaðinn til Kina. Skipið er 36 daga á leiðinni og það hlægilega við það er að ódýrara er að flytja þetta 36 daga siglingu til Kína en frá Evrópu til íslands sem tekur 6 daga. Verðið ræðst trúlega af því að skipin sigla tóm til Kína þangað sem þau sækja vörur fyrir Evrópumarkað. Þá em þetta svo stór skip að islensku fragtskipin komast í lestina hjá þeim. Við emm að flytja hér í 1000 gáma skipum en þama er kannski um að ræða 70Ó0 gáma skip. Kaupa búnaðinn til að læra Við höfum ekki selt vélar í aust- urlensk skip áður og ég held að þessir bátar séu fyrstu fiskiskipin sem Kínverjar smíða fyrir Vestur- Evrópuþjóð. Það sem meira er, þeir em að kaupa búnaðinn af okk- ur í raun og veru til að læra af því. Þeir smíða vélar sjálfir, meira að segja af sömu tegund og gerð, en þeir era ekki komnir eins langt með gæðin. Þá hafa þeir ekki sömu klassa og íslendingar vilja fá í vél- búnaði. Þetta er búnaður sem við söfn- um saman og hentar íslenskum veiðarfærum sem er svolítið sér- íslenskt. Það era engir nema ís- lendingar og Norðmenn sem eru með skip af sama staðli og með sömu gæðum. Gríðarleg auglýsing fyrir Kínverja Þetta er gifurlega sterkt fyrir Kin- verjana að fá að smíða skipin fyrir okkur. Þetta er gríðarlega mikil auglýsing fyrir þá. Þeir vanda mjög til allra verka og gera þetta alveg hundrað prósent. Allt efnið er mjög gott og þeir era þróaðir í allri málmvinnu. Það er sjaldgæft að við gerum svo stóra vélarsamninga. Ég held reynd- ar að það hafi aldrei áður verið smíðuð níu skip í einum pakka fyr- ir íslendinga. Þetta er meira að segja mjög óvenjulegt á heimsvísu. Það verður gaman að sjá bátana níu koma í einu skipi á næsta ári, sem svo opnar sig og níu litlir and- arungar sigla út,“ sagði Kristján Ge- orgsson. -HKr. Hafa ekki fengið Waves-úða: Nýtt fyrirtæki stofnað Enn era fjölmargir íslend- ingar sem ekki hafa enn fengið söluvörur sk. Waves- úða í sínar hendur nú um ári frá því að þeir greiddu pen- inga fyrir vöruna. íslending- ar fjárfestu allt frá 1500 doll- urum upp í 3000 dollara í vöram sem þeir áttu svo sið- ar að fá og selja hér á landi. í því skyni að selja umrædd- ar vörur hefur verið stofnað nýtt fyrirtæki, ísöldur ehf., sem er ætlað að gæta hagsmuna íslendinga sem hafa umrædda vöru til sölu. Einar Vilhjálmsson, stjómarfor- maður ísalda ehf., sagði í samtali við DV að fyrirtækið mundi á sunnudaginn, þegar haldinn verður stofnfundur, ráðleggja öllum þeim sem ekki hafa fengið sínar vörur í hendurnar að ganga í ísöldur ehf. en til þess þyrftu þeir þó að greiða gjald sem verður um 5000 krónur. „Það þýðir ekkert að láta einhverja jólasveina frá Kalifomíu vaða jdir íslensku þjóðina. Hin eina ábyrga staða sem við íslendingar eigum að sætta okkur við er að stofna þetta félag sem er rekstrar- lega aðskilið hinu amer- íska,“ sagði Einar. Fyrirtækið sem Einar vís- ar til hélt fund í Háskólabíói í nóvember sl. þar sem það kynnti söluvörana og fyrir- tækið. „En framleiðandi vörunnar í Bandaríkjunum hefur verið að bíða eftir samþykktum frá íslenskum stofnunum og leyfin fengust nú í febrúar og frá þeim tíma hefur ákveðin söluvara verið send í fram- leiðslu sem er sniðin að evrópska umhverfinu," sagði Einar. Hann sagði að með öllum tiltækum ráðum yrði reynt að aðstoða það fólk sem ekki hefði fengið sinar vörur í hend- umar. -hb Einar Vilhjálmsson. Kærunefnd jafnréttismála: Uppreisn æru undir Eyjafjöllum - segir Eyja Þóra „Ég lít svo á að úrskurð- ur kærunefndar jafnréttis- mála veiti mér uppreisn æra hér undir Eyjafjöllum," sagði Eyja Þóra Einarsdótt- ir á Moldnúpi II en hún sótti um starf sveitarstjóra í Vestur-Eyjafjallahreppi fyrr á árinu en fékk ekki. Ráð- inn var Guðjón Árnason á Hvolsvelli og í kjölfarið kærði Eyja Þóra ráðning- una. „Ég á ekki von á því að fá starf- ið enda búið að ráða í það. Kæra- Eyja Þóra Einarsdóttir. nefndin beinir því til hreppsnefndar að hún finni viðunandi lausn á málinu. Ætli ég fái ekki einhverjar skaðabætur en það hefur nú enginn orðið ríkur á þessu hingað til,“ sagði Eyja Þóra sem i öllum sinum málflutn- ingi hefur lagt áherslu á að það sé vandasamt að stjóma 200 manna sveitarfélagi eins og Vestur-Eyjafjallahreppi og því skipti máli hver sé valinn til þess starfa. Vísir.is, Opin kerfi og Aco sameina krafta sína: Visir.is hyggur á stórsókn í verslun á Internetinu - tölvuverslun og öflugur upplýsingatæknivefur -'-•n.m.wt. y _______________________________ □ L——.— — __— ____jNlxdipcytmjBi . . v - - . B Q ÍT7~i]¥7T¥T'SríT- Ak* 1 rnt* Smx* «MW. Sm*. (SSÍS •ffTr- I ..........., .... ...———3 Vísir.is er samsettur af yfir 20 samstarfsvefjum sem bjóða upp á kraftmikinn fréttaflutning, skemmtilega afþreyíngu, gagnlegar upplýsingar og verslun. Á fréttavef sameinast fréttastofur DV, Dags, Viðskiptablaðsins, Stöðvar 2 og Bylgjunnar ásamt fréttastofu Vísis. Vísir.is, Opin kerfi og Aco hafa sameinast um uppbyggingu öflugs upplýsingatæknisamfélags á Vísi.is (www.visir.is). Fyrsta verslunin á Netinu, með tölvuvör- ur frá Hewlett-Packard og Apple, mun líta dagsins ljós innan ör- fárra vikna ásamt viðamiklum vef um upplýsingatækni. Auk þessa eiga notendur Vísis.is von á marg- víslegum nýjungum á næstunni. Vísir.is fjölförnustu gatna- mótin á Internetinu Vísir.is, fjölfomustu gatnamót- in á íslenska Internetinu, er sam- settur af yfir 20 samstarfsvefjum sem bjóða upp á kraftmikinn fréttaflutning, skemmtilega afþr- eyingu, gagnlegar upplýsingar og verslun. „Intemetmarkaðurinn er í gif- urlegum vexti og eru markmið okkar að vaxa enn hraðar en sá markaður hér á landi. Samstarf við leiðandi fyrirtæki í upplýs- ingatækni, eins og Opin kerfi og Aco, er stór áfangi á þeirri leið. Þess er að vænta að verslun á Netinu muni aukast stórlega á næstu mánuðum og ætlum við okkur að vera í fararbroddi með framúrskarandi þjónustu og fjöl- breyttu vöraúrvali. Vísir.is er m.a. í samstarfi við Hagkaup um versl- unina Hagkaup@Vísir.is og Sam- vinnuferðir-Landsýn um Netferö- ir,“ segir Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri Vísis.is. Stóraukin þjónusta við neytendur Bjami Ákason í Aco segir að með opnun tölvuverslunar á Vísi.is verði þjónusta við neytend- ur stóraukin þar sem fólk á eftir að sjá tilboð og markaðsaðferðir sem enn hafa ekki litið dagsins ljós hér á landi. „Samningur við Vísi.is er hluti af stórsókn okkar inn á svið við- skipta á Netinu," segir Gylfi Áma- son, framkvæmdastjóri Opinna kerfa, en bæði Opin kerfi og Aco telja samstarf við Vísi lykil að ár- angri. -EIS -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.