Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 Fréttir 13 Páll Hólm, starfsmaður Byggðasafns Vestfjarða, málar hér Sædfsi ÍS sem safninu barst að gjöf. DV-mynd Guðm. Sig. Ein af Dísunum á Byggöasafn VestQarða: Kom beint á safnid af veiðum Stuttar og síðar kápur Sumarúlpur og heilsársúlpir: áðurkr. 15.900, nú kr. 5.900 Ullarjakkar, stærð 44-50: áður kr. 17.900, nú íiK 9.900 Opið laugardaga, kl. 10-16 Mörkinni 6 588 5518 UERZLUNARSKÓLIÍSLAIMDS auglýsir eftir kennara í fulla stööu í hagfræði og viðskiptagreinum fyrir næsta skólaár, eða frá 1. nóvember nk. Hér er um að ræða spennandi tækifæri fyrir hugmyndaríkan einstakling með góða viðskiptamenntun. Tómas Bergsson, síma 557-9872, veitir nánari upplýsingar um starfið. Umsóknir sendist til skólastjóra, Þorvarðar Elíassonar, síma 568-84CX), tölvupóstfang: thorvard@verslo.is. UERZLUNflRSKÓLI ÍSLANDS DV, Vestfjörðum: Byggðasafninu á ísafirði barst fyrir skömmu höfðingleg gjöf, þegar Vilmundur Reimarsson, útgerðar- maður í Bolungarvík, gaf safninu Sædísi ÍS sem er um 15 tonna bátur smíðaður á ísafirði 1938 af Bárði G. Tómassyni, skipasmið á fsafirði og fyrsta skipaverkfræðingi landsins. Bárður er faðir Hjálmars R. Bárðar- sonar, fyrrverandi siglingamála- stjóra, og starfaði Hjálmar að smíð- inni með fóður sínum. Á hann allar teikningar af bátnum auk þess sem hann á mikið af ljósmyndum sem teknar voru á meðan á smiðinni stóð. Þrátt fyrir háan aldur má segja að báturinn hafi komið beint af veið- um á safnið. Nú er verið að mála bátinn í þeim litum sem hann var í nýr. Fer það verk fram í sömu drátt- arbrautinni og hann var smíðaður í, þó að vísu sé búið að færa hana til í bænum. „Við ætlum að hafa bátinn á floti og mun hann verða til sýnis þannig. Það er nú í fæðingu hvemig við munum standa að þessu. Fyrsta verk er að verja bátinn skemmdum. Við munum síðan láta skipta um stýrishús á honum og lestarkappa, annað er uppruncuilegt. Það er mik- il hjálp að því að hafa allar teikning- ar og smíðalýsingar frá því hann var smíðaður. Ég er byrjaður að leita fyrir mér, bæði hér innanlands og erlendis, með Juni Munktel-vél eins og þá sem sett var í bátinn í upphafi. Ég hygg að nú sé aðeins einn bát- ur eftir á veiðum af Disunum sem smiðaðar voru héma fyrir Útgerð- arfélagið Njörð hf. á ísafirði á sín- um tíma. Það er ekki mikið til af þessum bátum i landinu þannig að það er mjög áríðandi að bjarga þvi sem hægt er af þessum hluta sögu þjóðarinnar," segir Jón Sigurpáls- son, safnvörður hjá Byggðasafni Vestfjarða. Jón segir að eftir sé að sjá hvemig takist að fjármagna það að gera Sædísina upp en kveðst bjart- sýnn enda verði ekki undan þvi vik- ist að bjarga bátnum frá glötun.-GS Sundurgrafnar götur í Hólminum. DV-mynd Birgitta Stykkishólmur sundurgrafinn DV, Stykkishólini: Þeir sem hafa átt leið um Stykkis- hólm í sumar hafa ekki komist hjá því að sjá að þar em miklar fram- kvæmdir í gangi. Verið er að leggja hitaveitulagnir að öllum húsum í bænum og er því bærinn allur sund- urgraftnn. Þetta hefur sett mark á bæjarlífið. Ekki hefur verið hægt að leggja bú- um nálægt heimilum eða vinnustöð- um um lengri eða skemmri tíma og allir garðar verið sundurgrafnir. Bæjarbúar láta þó engan bilbug á sér finna og til stendur að velja fall- egasta garðinn, eins og gert hefur verið á hverju ári. -BB $ SUZUKI -////------ Suzuki Baleno GL, árg. '96, ek. 43 þús. km, beinsk., 4 d. Verð 890 þús. Suzuki Baleno GLX, árg. '96, ek. 56 þús. km, ssk., 4 d. Verð 990 þús. Suzuki Swift GLXi, árg. '97, ek. 25 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 820 þús. Suzuki Vitara JLX, árg. '97, ek. 50 þús. km, beinsk., 3 d. Verð 1.260 þús. BMW 318 iA, árg. '96, ek. 51 þús. km, ssk., 4 d. Verð 1.990 þús. Chevrolet S-10, árg. '89, ek. 75 þús. km, ssk. Verð 590 þús. Daihatsu Feroza EL, árg. '94, ek. 70 þús. km, beinsk.,, 3 d. Verð 820 þús. Ford Escort EST, árg. '96, ek. 60 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 790 þús. Ford Mondeo Ghia 1/98, ek. 18 þús. km, beinsk., 4 d Verð 1.750 þús. MMC Lancer GLX , árg. '97, ek. 66 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 1.150 þús. MMC Lancer GLX, árg. '91, ek. 110 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 490 þús. Opel Astra GL, árg. '96, ek. 62 þús. km, ssk., 5 d. Verð 950 þús. Opel Corca, árg. '98, ek. 36 þús. km, þeinsk., 3 d. Verð 880 þús. Subaru Legacy WG, árg. '92, ek. 124 þús. km, beinsk. Verð 940 þús. Toyota Touring XL, árg. ‘93, ek. 79 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 890 þús SUZUKIBÍLAR HF. Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.