Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Page 28
28 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 DV %ikhús Er ástín að knýja dyra? - Frankie og Johnny, eftir verðiaunahöfundinn Terrence McNally, frumsýnt í Iðnó Frankie: Guð minn góður, af hverju erum við að hleypa fólki inn í líf okkar sem svo hatar okkur þegar allt kemur til alls. Johnny: af því að við... Frankie: ...hötum okkur sjálf. Ertu tilbúinn til að hleypa ástinni inn þegar hún knýr dyra? Þessu verða þau að svara, Frankie og Johnny, á fyrstu frum- sýningu leikársins í Iðnó næstkom- andi fostudag. Eins og menn eflaúst muna var gerð vinsæl kvikmynd eftir leikritinu Frankie og Johnny árið 1992, með þeim A1 Pacino og MicheOe Pfeiffer í aðalhlutverkum, en í sviðsuppfærslunni í Iðnó eru það þau Kjartan Guðjónsson og Halldóra Bjömsdóttir sem leika þetta ólíklega par sem hittist þegar Johnny hefur störf á veitingahúsi þar sem Frankie er gengObeina. Þau Frankie og Johnny hafa kannski ekki of margar ástæöur tO að ætla að ástarguðinn sýni J>eim miskunn sína, því fortíð beggja er óttalegt klúður, sem hægt og bítandi leiðir tO vonleysis og tOgangsleysis. Upp úr þessari fortíð verða þau Frankie og Johnny að krafla sig, áð- ur en þau geta metið hvort ástin hefur knúið dyra. Fmmsýningin verður 8. október, leikstjóri er Viðar Eggertsson. Þýð- andi er Kristján Þórður Hrafnsson, Jómnn Ragnarsdóttir hannar leik- mynd og búninga og lýsing er í höndum Kjartans Þórissonar. Johnny: Það er ekki hægt að grípa of fast um það sem mann langar að fá. Frankie: Jú, Johnny. Ef það er önnur manneskja. Johnny: Þú vilt ekki heyra neítt nema það sem þú telur þig vita nú þegar. Ég skal segja þér dálítið, öskubuska, prins- inn er kominn. Vaknaðu áður en önnur þúsund ár líða hjá... Veldu mig. Flýttu þér. Það er farið að birta úti. Frankie: Eg er langt frá því flókin manneskja og stjórnast af frekar svona hversdagsiegum hlutum í lífinu. Johnny: Eg er þreyttur á að vera alltaf að skima f kringum mig þegar allt sem mig langar í er hér. Johnny: Ég kem auga á eitthvað sem mig langar í og ég sætti mig ekki við neitun. Ég gerði það hér áður fyrr en ég geri það ekki lengur. Frankie: Að hieypa einhverjum upp í rúm til sín skiptir engu í samanburði við það að hleypa einhverjum inn í líf sitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.