Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 Spurningin Lesendur Eigum við að seinka og flýta klukkunni til samræmis við löndin í kringum okkur? Gunnar Örn Eggertsson nemi: Nei. Tómas John verkamaöur: Nei, það skiptir ekki máli. Ómar Björn Ragnarsson verka- maöur: Já. Ásta Eyjólfsdóttir húsmóðir: Nei. Lögreglan, launin og virðingin Bréfritari vill auka velferð borgaranna með því að búa betur að lögreglunni er nú er raunin, að hans mati, og tekur breska lögreglumenn til samanburðar. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Nýlega var sagt frá því í fréttum útvarps að íslend- ingar væru vinnu- þrælar og lág- launafólk sem ynnu lengstan vinnutima allra Evrópuþjóða. Ef- laust er þetta rétt, og margar stéttir ekki ofsælar af sínum launum. Þar vil ég telja lög- reglumenn fyrst, en þeir eru sann- arlega afar illa launaðir með kr. 70 þús. grunnlaun fyrir störf sem eru þó mjög hættuleg og áhættusöm flest. Innbrotum og ránum fer fjölg- andi, jafnvel um miðjan dag, og stutt er í að vopnum sé beitt í rík- ara mæli en nú og er þó orðið nokk- uö algengt, því miður. Sú sveit sem vakir yfir velferð borgaranna og eltist við dópsala og annan glæpalýð fær sem sé 70 þús. kr. í fóst laun. Á sama tíma kveður kjaradómur upp dóm sem hækkar laun ýmissa aðila í mun ábyrgðar- minni störfum og höfðu auk þess allgóð laun fyrir. Þetta er mjög al- varlegt mál fyrir borgarana. Vill þjóðin kannski að dópsalar hreiðri um sig hjá fyrirtækjum eins og skipafélögum eða flugfélögum? Áð mínu mati væri sjálfsagt að hækka laun lögreglumanna strax um 40, jafnvel 60% og stytta starfs- aldur þeirra í 60 ár. Þessir starfs- menn eldast fyrr en aðrar stéttir sökum streitu og álags ásamt vakta- vinnu. I Bandaríkjunum hefur verið sannað að lögreglumenn þar látast 7 árum fyrr en flestar aðrar starfs- stéttir. í Bretlandi fara lögreglu- menn á eftirlaun 60 ára og laun þeirra eru í kring- um 1.800 pund sem samsvarar um 210.600 krónum, og eftirlaun eru prýði- leg. Þar er einnig tekið tillit til áhættu í starfi og styttri lífslíka. Auk þess hafa breskir lögreglumenn bæði sumar- og vetrar- frí. Það vekur at- hygli útlendinga eins og min að í Bretlandi eru lög- reglumenn hátt skrifaðir í virðing- arstiganum og eru ávarpaðir opinber- lega samkvæmt því. Enginn vogar sér að ávarpa lög- reglumann þar nema „sir“ (herra) og hörð refsing er við því að vanvirða lögreglumenn í starfi. Það er áreiðan- lega að mörgu að hyggja í samskipt- um okkar íslendinga við lögregluna. En þaö er óneitanlega hagur allra landsmanna að gera vel við lög- reglufólk okkar, líkt og annars stað- ar. Og auka virðingu fyrir starfi því sem það innir af hendi. Skarphéðinn Einarsson. Nægur tími en ónógur matur og lélegur - svar til Eyglóar Jóhann Alexandersson skrifar: Hér eru nokkur orð til Eyglóar Egilsdóttur sem skrifaði lesendabréf í DV 28. sept. sl. vegna bréfs míns þann 13. sama mánaðar um slæma þjónustu í gistiheimili í Ólafsvík. Eygló segir: „Ekki er mér kunnugt um viðskipti Jóhanns við gistiheim- ili Ólafsvíkur, en heldur þykir mér nöturlegt að hann skuli kjósa að kasta rýrð á vaxandi ferðamanna- stað út af einu tilteknu atviki. Þætti mér gaman að vita hvort sá hinn sami skrifi í blöðin um alla staði þar sem hann fær góða þjónustu." Eygló er ekki kunnugt um það sem hún er að skrifa um. Hefði hún lesið lesendabréf mitt þá þyrfti hún ekki að spyrja því svör við hennar spumingum eru þar. Að ég sé að kasta rýrð á vaxandi ferðamanna- stað út af einu tilteknu atviki? Ég er ekki að þvi en Eygló neyðir mig til að skýra nánar frá. Það voru pantaðir 88 máltíðir með góðum fyrirvara og tvisvar haft samband um morguninn, þannig að tíminn var nægur, enda búið að leggja á borðin þegar við komum. Súpan kom fyrir alla, mjög góð, en þá vantaöi aðalréttinn; steikta rauðsprettan var ekki handa öllum og þurftum við að bíða á með- an verið var að finna eitthvað handa þeim sem eftir voru. Rúmir tveir tímar fóru í þessa lé- legu máltíð sem var bæði bragðlítil og vond. Hvorki S£dt né pipar á borðum til að reyna að bæta úr bragðleysinu. Fyrir þessa máltíð borguðum við 110.000 kr. Svo segir Eygló að ég sé að kasta rýrð á stað- inn! Það þarf oft bara eitt atvik til að skemma. Hefði Eygló verið ánægð með þetta? Ég held varla. Vegna seinagangs þurftum við svo að sleppa viðkomu í Stykkis- hólmi og voru allir mjög óhressir með það. Ólafsvík er hins vegar fal- legur staður og óska ég Ólafsvíking- um alls góðs í nútið og framtíð. Orkubeislun - orkuþörf V.H. skrifar: Fyrir einni öld voru íslendingar eitthvað um 100 þúsund og orku- þörfinnni var þá að mestu mætt með handafli, og svo með vindi í segl og mó í moðsuðu. Einnig með hestinum til burðar á fólki og farteski. Ekki er á færi neins að áætla hvað orkunotkunin var þá í hestöflum talið. í dag eru íslending- ar um 290 þúsund og má áætla að orkubeislun i innlendri orku, bæði i vatni og varma, sé nálægt tveimur milljónum hestafla, fyrir utan alla innflutta orku í olíunni. Að óbreyttri framvindu í fólks- fjölgun gætu íslendingar verið orðn- ir um 800 þúsund eftir eina öld. [UiaHlflrií5)/& þjónusta allan sólarhrínginn Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem blrt verða á lesendasíðu Hvað verður um Gullfoss, Geysi og önnur nátt- úruundur. Staðreynd er að „myrkrið og þörfin spyrja ekki“, segir bréfritari m.a. Hvemig verður orkuþörfinni mætt þá? Því ekki mun hún minnka á hvern íbúa talið heldur má ætla að hún aukist, með því að við verðum að framleiða vistvæna orku fyrir fiskiskipaflota og sam- göngutæki í lofti, á láði og legi. Hvað verður þá orðið um Gullfoss og Geysi, Dettifoss og ann- að það sem fólk nú dá- samar mest í náttúr- unni? Ætli þá verði bara ekki sagt eins og karl- inn sagði forðum er gerði konu bam er ekki þótti honum samboðin: „Myrkrið og þörfin spyrja ekki“ - og bönd verði þá komin á fall- vötn og bullandi hveri, þar sem tök verða á, til þess að búandi verði hérlendis, og lífskjör ekki lakari en í löndum sem við bemm okkur saman við? Enda talið að úr sjó verði varla tekið mikið meira en gert er nú. - Til að afstýra misskilningi og séu villur í þessum ágiskunum er þar ekki um að kenna reiknilíkönum Hafró eða LÍÚ. DV Ríkisstyrktur sjávarútvegur Halldór Halldórsson skrifar: í sjónvarpsþætti RÚV var ný- lega fjallað um byggðakvóta. Við- mælendur fréttamanns vom Einar K. Guðfinnson alþm. og Róbert Guðfinnsson, núverandi forstjóri SH. Þar sagði Róbert aö byggða- kvótinn væri ríkisstyrktur. Það er von að honum finnist það, því fyr- irtæki hans leigði í mörg ár þorskaflaheimildir og hagnaðist þannig um hundruð milljóna króna á hverju ári. Auðvitað er það ríkisstyrktur sjávarútvegur sem getur leigt frá sér kvóta upp á milljarð króna á ári í skjóli einok- unar með sín einkaleyfi. - Það er íslendingum til skammar að fara inn í nýja öld sem elsta lýðræðis- ríki heims, með Alþingi sem fótum treður lýðræði og hampar einka- leyfum á stærstu auðlind okkar. Já, það fer lítið fyrir samvisku þingmanna stundum. - Það væri við hæfi að flagga í hálfa stöng á Alþingishúsinu um aldamótin. Ægileg verólagning Guðbjörn skrifar: Með Morgunblaðinu barst mér auglýsingabæklingur frá fyrirtækj- unum Everest og Seglagerðinni Ægi þar sem auglýstur var útbún- aður til útivistar. Þama voru m.a. skór, gallar, bakpokar og fleira. Áreiðanlega allt vandaðar vörur og glæsilegar í útliti en verðlagning á þeim nótum að mér ofbauð enda ekki á mínu færi að kaupa vörurn- ar, hvorki fyrir mig né krakkana. Úlpur á kr. 23.400 og 24.900 eru verð sem mér hugnast ekki. Heldur ekki gönguskór á kr. kr. 11.900 og upp í kr. 15.900. Er nú nokkur furða þótt íslendingar hópist enn til ná- grannalanda eins og Bretlands, bara til að gera góð innkaup? Mér fmnst verðlagning kaupmanna hér margra vera út í bláinn og hrinda frá sér viðskiptum. Barnaskólum þarf að breyta Foreldri sendi þennan pistil: Mér finnst að breyta verði fyrir- komulagi kennslu í yngstu bekkj- um barnaskólanna, a.m.k. margra hér í Reykjavík. Sumir 6 ára krakkar sem byrja í skóla eru þeg- ar orðnir læsir eða eru á mörkun- um að verða það. Það gengur ekki að halda slíkum krökkum með þeim ijölda krakka sem jafnvel þekkja ekki einn einasta staf. Sumir krakkar á þessum aldri hafa líka talsverða nasasjón í reikningi, hafa jafnvel áhuga á því sérstaklega. Þeir verða að biða all- lengi þar til þeir geta tekið við sér miðað við sína þekkingu. Þama ftnn ég mun á einkaskólum og rík- isskólum. En þetta þyrfti að breyt- ast í almennum barnaskólum. Og það ætti að vera hægt. Kannski vilja skólayfirvöld leggja hér orð i belg ef um misskilning minn er að ræða á málinu. Týndi myndavél í Varmahlíð Þórhildur Snæland skrifar: Laugardagskvöldið 18. septem- ber sl. voru haldnir minningartón- leikar um Jóhann Pétur Sveinsson í Miðgarði í Varmahlíð. Margt var þar um manninn og mikið um skemmtan, söng og hljóðfæraleik. Tónleikarnir tókust vel og eftir tónleikana hittust nokkrir þátttak- endur og tónleikagestir á Hótel Varmahlíð og sungu saman. En þama tapaði ég myndavél sem mér er annt um. Hún er lítil og nett, málmlituð og af gerðinni Konica. Aftan á vélina er grafið nafnið Tóta og kennitala þar fyrir neðan. Mig langar óskaplega að endur- heimta myndavélina og filmuna sem í henni var þegar hún týndist. - Skilvís finnandi er beðinn að hafa samband við mig i síma 895 9050 eða 562 4622.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.