Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 BÍGGER1 USÉSsSSt.....................................................................................................................................................................................................................................................................................WBÍSl.........................................................................................................................................'lllliSÍÍlk.....................................................................................................................................................I ,W'' : f ' ■ Wmm k S 4 « ’jp I HES DOING IT TO SAVE THE WORLD. « -1* _ Fylgstu mect á X-inu 97.7 ■V4M8SWI Suzuki Baleno GLX 4x4, skr. 6/96, ek. 78 þús. km, bsk., 4 d. Verð 990 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4, skr. 4/97, ek. 63 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.220 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4, skr. 10/96, ek. 113 þús. km, bsk., 5 d.Verð 980 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 9/97, ek. 34 þús. km, bsk., 4 d. Verð 1.040 þús. Susuki Vitara 2,0 dísil, skr. 6/97, ek. 56 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.800 þús. Susuki Vitara JLX ,skr. 11/98, ek. 24 þús. km, ssk., 5 d. Verð 1.850 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 1/96, ek. 77 þús. km, bsk., 3 d. Verð 720 þús. Suzuki Swift GLS.skr. 4/96, ek. 56 þús. km, bsk., 3 d. Verð 680 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 5/99, ek. 18 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.690 þús. Suzuki Sidekick JX, skr. 9/97, ek. 117 þús. km, ssk., 5 d. Verð 760 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 9/95, ek. 72 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.230 þús. Suzuki Baleno Gl, skr. 2/97, ek. 58 þús. km, bsk., 3 d. Verð 790 þús. Suzuki Jimmy, skr. 3/99, ek. 22 þús. km, bsk., 3 d. Verð 1.250 þús. Suzuki Swift GLX„ skr. 6/97, ek. 56 þús. km, bsk., 5 d. Verð 760 þús. Suzuki Swift GLX ,skr. 6/98, ek. 22 þús. km, bsk., 5 d. Verð 870 þús. Suzuki Swift GX ,skr. 2/97, ek. 55 þús. km, bsk., 5 d. Verð 680 þús. Suzuki Swift GX, skr. 1/96, ek. 81 þús. km, bsk., 5 d. Verð 570 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 4/99, ek. 17 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.690 þús. SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is X-iá 97.7 og Sambíóin kynna: FORSYNING Á MORGUN Viðskipti_______________________________________________________pv Þetta helst: Úrvalsvísitalan lækkar áfram, um 0,61% í gær... Mest viðskipti með bréf íslandsbanka ... FBA lækkaði um 1,5% ... Eimskip lækkaði um 1,6% Viðskipti á VÞÍ alls 344 m.kr., þar af 241 með hlutabréf... Hlutabréf í óskráðum fé- lögum vænlegur kostur DeCode Genetics besti kosturinn á „gráa markaönum" samkvæmt könnun Viðskiptablaðsins Hlutabréf sem hvergi eru skráð á skipulegum markaði geta verið spennandi en jafnframt áhættusamur fjárfestingarkostur Hlutabréf í óskráðum íslenskum hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjum eru almennt nokkuð vænlegur fjár- festingarkostur. Hlutabréf í DeCode Genetics eru þó sýnu besti kostur- inn, að mati sérfræðinga í „Gráa markaðnum" svokallaða. í Viðskiptablaðinu, sem út kom í morgun, eru birtar niðurstöður könnunar sem blaðið stóð fyrir með- al 12 sérfræðinga hjá ólíkum verð- bréfafyrirtækjum á níu óskráðum fyrirtækjum sem fjárfestingarkosti. Þau fyrirtæki sem um ræðir eru eft- irfarandi: DeCode Genetics Inc., Net- verk Ltd., Flaga hf., OZ.com, Vind- orka ehf., Kögun hf., Taugagreining hf., Landsteinar Intemational hf. og Hugvit hf. Allir miðlarar nema einn töldu hlutabréf í DeCode Genetics vera góðan fjárfestingarkost auk þess sem sterklega var mælt með kaupum á hlutabréfum í bæði Kögun hf. og Hugviti hf. fjórði besti kosturinn samkvæmt samanlagðri niðurstöðu þeirra er Vindorka, þar á eftir Landsteinar, þá Taugagreining, Flaga venndi sjö- unda sætið, Netverk hið áttunda og OZ.com hið níunda og síðasta. Slök frammistaða OZ.com í könn- uninni vekur sérstaka athygli en þrátt fyrir að bréf OZ.com hafi lækk- að verulega að undanfomu telja flest- ir sérfræðinganna óráðlegt að festa kaup á þeim. Athygh vekur að i sjö af fyrirtækj- unum níu vora fleiri sérfræðingar sem mæltu með kaupum á bréfum þeirra en þeir sem réðu frá því. Grefur undan gengi krónunnar Gengi krónunnar náði sögulegu lágmarki á mánudag. Svo virðist sem markaðurinn taki í auknum mæli mark á slæmum fréttum frek- ar en góðum og slæmar fréttir gætu leitt til áframhaldandi veikingar krónunnar. „Verðbólga er farin úr böndum og mælist nú allt að þrisvar sinnum meiri en í okkar helstu viðskipta- löndum - undan þessari staðreynd verður ekki vikist. Frekari aukning verðbólgu mun grafa enn frekar undan trausti innlendra og erlendra aðila á efnahag landsins og þar með gengi krónunnar," sagði í markaðs- yfirliti Viðskiptastofu Landsbank- ans í gær. Bent er á að gengi krónunnar hef- ur styrkst talsvert á árinu en það hefur ekki dugað til að halda aftur af verðbólgunni. Landsbankinn seg- ir að gefi gengi krónunnar eftir muni það valda aukinni verðbólgu frá þvi sem nú er. Gengi íslensku krónunnar náði sögulegu lágmarki í gær en við- skiptavegin gengisvog krónunnar fór í gær undir lllog lægst í 110,88. „Núverandi gengisfyrirkomulag gerir ráð fyrir að gengisvísitalan geti sveiflast innan +/- 6% vik- marka, sem þýðir að neðri mörk vísitölunnar eru við 108,11. Þessi vikmörk eru í sjálfu sér ekki bind- andi af hálfu Seðlabankans og ekk- ert því til fyrirstöðu að krónan styrkist enn frekar og rjúfi þessi neðri mörk,“ segir Viðskiptastofa Landsbankans. Að sögn hennar era það hinir háu vextir hér á landi sem stutt hafa við gengi krónunnar en vegna þess mikla munar sem er á innlendum og erlendum vöxtum hefur gjaldeyr- issinnstreymi til landsins verið mikið. Þá veltir Landsbankinn upp þeirri spumingu hvað það sé sem gæti valdið veikingu. „Það er líklegt að markaðsaðilar taki í auknum mæli mark á slæmum fréttum frek- ar en góðum. Aukinn viðskiptahalli, aukin verðbólga, minna atvinnu- leysi og órói á vinnumarkaði telst til slæmra frétta.“ DeCODE hefur hækkað um 58% á fjórum mánuðum - eftirspurn hefur aukist, segir FBA Hlutabréf í DeCODE Genetics, móðurfélagi íslenskrar erfðagreining- ar, hafa hækkað um 58% frá því í júli síðastliðnum, þegar 17% hlutur stofnflárfesta var keyptur af innlendum aðil- um. Gengi hlutabréfanna er nú um 27 dollarar á hlut og hefur verið að hækka nú síð- ustu daga. í Morgunkorni FBA í gær kom fram að umræða um seinkun á leyfisveitingu gagnagranns á heilbrigðis- Kári Stefánsson forstjóri. sviði og seinkun á skráningu fyrir- tækisins á hlutabréfamarkað er- lendis hafi orðið til þess að hluta- bréf fyrirtækisins lækkuðu nokkuð fyrir um tveimur vikum. „Hins vegar hafa fréttir um að von sé á tilkynning- um frá fyrirtækinu um já- kvæðan árangur af rann- sóknarstarfsemi þess aukið eftirspurn eftir hlutabréf- unum,“ segir FBA. Þá er bent á að svo virð- ist sem einhverjir fjárfestar túlki hið óheppilega atvik varðandi vörslu sjúkra- skráa á Heilsuverndarstöð- inni í Reykjavík á þann veg að það eigi eftir að flýta leyfisveitingunni. Ágæt aflabrögð í september Fiskaflinn í september var 65.236 tonn. Er það örlítið meiri afli en í september í fyrra. Fiskaflinn það sem af er árinu er ívið meiri en á sama tíma árið 1998, eða 1.234.703 tonn á móti 1.178.779 tonnum. Fiskaflinn í septembermánuði 1998 var til samanburðar 64.828 tonn að því er fram kemur i frétt frá Hag- stofu íslands. Síldarafli dróst veru- lega saman frá septembermánuði 1998 en þá nam hann 9.238 tonnum, en var 3.195 tonn siðastliðinn sept- embermánuð. Eins hefur skel- og krabbaafli dregist nokkuð saman frá fyrra ári, var 6.670 tonn í september 1998 en 4.226 tonn síðastliðinn sept- embermánuð. Hins vegar jókst kolmunnaveiði talsvert frá septem- ber 1998, fór úr 14.348 tonnum í 23.583 tonn. Landaður afli í septem- ber er því svipaður milli áranna 1998 og 1999. Fiskaflinn fyrstu níu mánuði árs- ins er ívið meiri en á sama tímabili í fyrra, eða 1.234.703 tonn nú á móti 1.178.779 tonnum fyrstu níu mánuði síðasta árs. KN sér um skuldabréfaútboð Þórshafnarhrepps Kaupþing Norðurlands hf. (KN) og Þórshafnarhreppur hafa gert með sér samning um að Kaupþing Norð- urlands annist 100 milljóna króna skuldabréfaútboð fyrir sveitarfélag- ið. Þórshafnarhreppur óskaði eftir til- boðum frá Qármálastofnunum og reyndist tilboð Kaupþings Norður- lands hagstæðast þeirra tilboða sem bárast. Samkvæmt samningnum sér Kaupþing Norðurlands um að sölu- tryggja 20 ára skuldabréf fyrir sveit- arfélagið með afborgunum tvisvar á ári. Tilgangur útboðsins er að lækka skammtímaskuldir sveitarfélagsins. Skuldabréfm verða skráð á Verð- bréfaþingi íslands. Verðbólga í Bandaríkjunum í samræmi við væntingar Neysluverðsvísitala í Bandaríkj- unum hækkaði um 0,4% í september, en bandaríska hagstofan birti nýj- ustu verðbólgutölur í gær. I ágúst hækkaði vísitalan um 0,3%. Hækk- unin í september er í takt við vænt- ingar markaðsaðila og enn ríkir veruleg óvissa um hvort vaxtahækk- unar sé að vænta í Bandaríkjunum í næsta mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.