Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 14
Nýöldin blómstar og dafnar. Það er
enginn maður með mönnum á miðbæjar-
svæðinu 101 nema hann trúi á álfa, anda
og alheimsviskuna. John Lennon kláraði
þetta ferli fyrir rúmum 30 árum, kvaddi
indverska gúrúinn og sönglaði þreyttur
„I don’'t believe in Tarot. I just believe
in Yoko and me.“ Það eru allir búnir að
gleyma svoleiðis hallærisgaur og
smartheitin liggja í andlegri vinnu og
alheimsviskufagnaði. Enda er alheims-
gleðin eilíf og algjörlega óstöðvandi.
Sjálfshjálp og sjálfsrækt er
mottóið í dag. Fólk fer í hrönnum
til spákvenna, miðla, dáleiðara,
heilara, í sértrúarsöfnuði, sjálf-
styrkingarnámskeið, svæðanudd
og orkustöðvaeflingu. Sjálfshjálp er
„inn“. Það fer ekki á milli mála.
Þeir sem stunda enga sjálfsrækt
eru fordómafullir og hreinlega ekki
vaknaðir að mati hinna. Blönkustu
manneskjur taka yfirdrátt og
kaupa hjálp að handan. Sumar eru
þegar með magasár vegna skulda.
Ráðið við magasárinu er námskeið
i hómópatíu og svæðanudd. Fólk
leitar allra leiða til að ná sátt við
sjálft sig og í von um framlengingu
á þessu lífi. Fráskildir fara á sjálf-
styrkingamámskeið til að sætta sig
við glerharða skilnaði og til spá-
kvenna í von um vænlegri ástar-
sambönd í framtíðinni. Einhverjir
tala við álfa og aðrir fá sér stjörnu-
kort til að skilja eigin persónu-
leika. íslendingar virðast ekki fún-
kera sem hamingjusamar mann-
eskjur án hjálparmeðala. Sumir
segja að nútímtíminn sé svo geig-
vænlega firrtur að hjálparmeðulin
séu lífsnauðsynleg. Þau séu aðeins
mótvægið við firringunni. Aðrir
tala um tískubylgju og pen-
ingaplokk sem fyrir sjálfhverfa
egóista í stöðugri naflaskoðun. Lof-
ar sjálfsræktin mannvænlegra og
innihaldsríkara lífi eða er hún
gróðabrall?
Auglýsing í Morgunblaðinu
hljómaði svona: Með dáleiðslu get-
ur þú áttað þig á neikvæðu
munstri í hugsun og atferli og
hvemig það hefur áhrif á líf þitt.
Fókus hringdi í síma 694-5494 og
spurðist fyrir um námskeiðið. „Dá-
leiðsla er hugarástand sem skerpir
athygli og næmi. Hugmyndir og
hugmyndakerfi skýrast. Tökum
sem dæmi fallega hugmynd. Með
því að einbeita sér nógu vel þá er
hægt að umbreyta henni inn í líf-
ið,“ segir Viðar Aðalsteinsson dá-
leiðslufræðingur sem er lærður í
þessum efnum. „Ég kláraði skóla í
Bandaríkjunum og hef unnið sem
dáleiðslufræðingur í tvo mánuði.
Annars hef ég starfað leynt og ljóst
við þetta í 14 ár.“
Hvers vegnafórstu út í þetta?
„Ég starfaði við nudd og heilun
og þetta er næsti bær við það sem
ég hafði verið að gera. Ég hef geig-
vænlegan áhuga á manninum í
heild, líkama og sál. Manneskjan er
þvílíkt kraftaverk. Mín trú er sú að
maður þurfi óbilandi trú og traust
á sjálfan sig. Fólk verður að hafa
markmið og vera ábyrgt fyrir sínu
lífi. Það eru nefnilega engin tak-
mörk fyrir því sem við getum
gert,“ segir Viöar og er bjartsýnn á
getu og vilja manneskjunnar.
Draumarnir rætast
En getum við gert allt sem við
viljum? Eflaust hjálpar guð þeim
sem geta hjálpað sér sjálfir. Hins
vegar er ekki nóg að vilja. Það er
fullt af fólki sem er í illa launaðri
vinnu. Þeir sem fara á sjálfsrækt-
unarnámskeið þurfa pening til
þess. Allavega nógan pening fyrir
reglulegum afborgunum. Blönkum
og viljugum er bent á hentugt nám-
skeið til að efla velgengni i starfi og
rækta sjálfið í leiðinni. Ólafur Þór
Ólafsson stendur fyrir slíku nám-
skeiði. Auglýsingin hans hljómaði
á þennan hátt: Þú getur látið
drauma þína rætast. Viltu vita
hvemig? Fókus vildi það gjaman
og hringdi í Ólaf sem kvaðst vera
með námskeið sem samanstæði af
nýaldarfræðum og rökhyggju.
Heldur þú aó þaó sé vakning i
andlegum málum?
„Ég held að það sé ótvírætt vakn-
ing í þessum málum. Þaö er
sífellt háværari umræða.
Kannski vegna þess að ýmis
framfara- og samskipta-
vandamál stafa af lágu sjálfs-
mati og vanmáttarkennd. Ég
tel að vakningin beinist að
huglægum takmörkunum
sem standa í vegi fyrir sjálfs-
þroska og framfömm á öll-
um sviðum,“ svarar Ólafur
og viröist nokkuð viss í
sinni sök.
Nú er mikiö framboó af
sjálfsrœktarnámskeiðum,
helduröu aö eitt sé betra en
annaö?
„Já, eflaust. En það er
ekki mitt að dæma um hvað
sé best. Það sem vekur einn
til umhugsunar um eigin
getu er best að hans mati. Ef
hluturinn kveikir áhuga á
sjálfsþroskaleit er það já-
kvætt. Ég er búinn að hugsa
og vinna á þessum nótum í
20 ár. Hef skoðað flesta þá af-
Ólafur Þór Ólafsson áiítur að sumir nemend-
urnir upplifi vissa hugljómun.
Guðrún Arnalds dansar í kringum nuddbekkinn.
kima þar sem maður getur ímynd-
að sér að finnist eitthvað um sálar-
lífið. Mest hef ég þó heillast af ár-
angurssálarfræði og hugi-ækt. Mitt
námskeið hefur greinflega sýnt
þátttakendum möguleika sína. Það
er engu likara en sumir þeirra upp-
lifi vissa hugljómun.“
Hvaó kostar aö fara á svona nám-
skeió?
„Námskeið eins og mitt er í ódýr-
ari kantinum. 17 tímar með náms-
gögnum kosta 23.000,“ svarar Ólaf-
ur og bætir við að það sé afsláttur
fyrir hópa.
Doktor Usui endur-
uppgötvaði reikiheifun
Reikiheilun er mjög vinsæl á
Fróni. í stórum dráttum er reiki
nálgun manneskjunnar við æðra
sjálfið og sú orka sem streymir frá
móður jörð í gegnum 7 orkustöðvar
í okkur sjálfum og upp í al-
heimsorkuna. Orðið reiki þýðir
reyndar alheimslífsorka. Fókus
hringdi í reikimeistara og spurði
um reikiheilun. „Þaö er margt sem
flokkast undir heilun, sama hvort
það er svæðanudd, handayfirlagn-
ing eða faðmlag," segir Sigiu-öur
Guðleifsson, svæðanuddari og
reikimestari. „Þú tekur utan um
einhvern sem líður illa og það er
heilun. Orðið þýðir að hlúa að því
sem er ekki heilt. Reikiheilun er
sérstök aðferð sem var endurupp-
götvuð. Það var Doktor Usui, kenn-
ari í kristnum drengjaskóla, sem
enduruppgötvaði aðferðina. Reiki-
heilun er orðin mjög almenn og út-
breidd aðferð á íslandi og víðar.
Vegna þess að árangurinn er svo
raunverulegur. Ég fór út I þetta
vegna þess aö ég þurfti sjálfur svo
mikið á hjálp að halda og lærði líka
margt annað. Ég hef til dæmis
hjálpað börnum sem pissa undir,“
útskýrir reikimeistarinn og bætir
við að hann sé lærður aromather-
apist. „Það var kennari frá Bret-
landi, Dr. Anna Ediström, sem
kenndi það á íslandi. Við
vorum 40-50 manns sem
lærðum hjá henni. Ég
kenni samkvæmt Evrópu-
samtökunum og við erum
líka með alheimssamtök.
Nemendur mínir fá þvi
viðurkenningu eftir því.“
Er dýrt aö fara á svona
námskeiö?
„Okkar mat á kostnaði
er svo misjafnt. En hvert
fyrsta og annars stigs nám-
skeið stendur kannski í
tvo daga. Mér finnst ekki
æskilegt að hafa stóra
hópa og þetta er mikil
einkakennsla. Hver nem-
andi þarf svo mikla at-
hygli,“ segir Sigurður og
bætir við að áhugasömum
sé velkomið að hringja í
pöntunarsíma: 587 1164.
Það þarf ekki að leita
lengra en i efra Breiðholt
til að fá nasaþef af al-
heimslífsorkunni á þessum
síðustu og verstu tímum. í Breið-
holtinu nálgast maður æðra sjálfið
hjá alvöru reikimeistara og fagnar
móður jörð. Leið 12 gengur frá
Hlemmi og upp í Mjódd svo málið
er bara að skella sér I úlpu og
hoppa upp í strætó. Þá bíður al-
heimsorkulifsgleðin við næsta
horn.
Hið dulda í manninum
Það eru vægast sagt litríkustu
hlutir á boðstólum í Reykjavík-city.
Guðrún Arnalds starfar sem
Hawai eða lomi lomi nuddari, leið-
beinandi í líföndtm og hómópati.
Fókus sperrir eyrun við orðið
Hawai-nudd og sér kokkteilglas og
freyðandi öldur í hillingum. Stuttu
síðar bjallar forvitin manneskja í
pöntunarsímann 896-2396 og
grennslast fyrir um auglýsinguna.
Guðrún svarar og lýsir nuddinu
sem nokkurs konar húladansi þar
sem nuddarinn dansar umhverfis
bekkinn og beitir lófum, fram- og
jafnvel upphandleggjum við nudd-
Sigurður Guðleifsson segir að reikiheilun sé út-
breidd á íslandi.
14
f Ó k U S 3. desember 1999