Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 13 Almannaréttur og umhverfismat Séö yfir Reykjavíkurflugvöll. - „Engin könnun fór fram á félagslegum, umhverfis- og skipulagslegum afleiöingum þess aö festa völlinn í sessi til langframa." Það gladdi mitt femíniska hjarta þegar enn ein kynsystir mín náði þeim sjaldgæfa stjórnmálaframa að verða ráðherra. Þess vegna óska ég Valgerði Sverrisdóttur heilla í mikilvægu og vanda- sömu starfi. Ég sá það haft eftir henni að iðn- aðarráðuneytið var harðari pakki en hún hafði búið sig undir að fá. En hún gerði lika lýðum ljóst með sínum fyrstu yfirlýsingum að hún myndi ekki sýna neina linkind í starfi. Hún yrði sjálf harður pakki. Hún myndi standa við umdeildustu ákvörðun Alþingis á nýliðnu ári og láta hefja framkvæmdir við fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun og tilheyrandi uppistöðulón á Eyjabökkum án undangengins umhverfismats. Valgerður Sverrisdóttir sagði reyndar í útvarpsviðtali um ára- mótin að það breytti engu hvort Fljótsdalsvirkjun og drekking Eyjabakka yrði látin sæta um- hverfismati sam- kvæmt lögum frá 1993 (þar talar hún eins og sjálfur for- sætisráðherra). Eft- ir sem áður stæði þjóðin frammi fyrir því vali hvort hún vildi fórna um- ræddu landsvæði fyrir virkjun eða ekki. Og hún taldi sig vita að þjóðin hefði þegar gert upp hug sinn í þvi máli, meirihlutinn vildi færa þessa fóm. Þar studdist Valgerður reyndar meira við eigin tilflnningu en harðar staðreyndir, þar sem almenningur hefur hvorki verið upplýstur til hlítar né vilji hans kannaður eftir það. Réttarbót aö utan í umræðuþættinum Vikulokin á Rás 1 í desember sl. rifjaði ungur maður, Dagur B. Eggertsson læknir og rithöfundur, upp forsendur lag- anna um um- hverfismat. Hann minnti á að lögin væra ein af þess- um síðari tíma réttarbótum fyrir almenning sem komið hafi að utan og bætti við að þvi miður hefðu þau farið umræðulítið í gegnum þingið á vordögum 1993. Slíkt gerist cillt of oft að lög séu samþykkt hér á landi án nægilegr- ar umræðu um þær pólitísku og heimspekilegu hugmyndir sem liggi að baki. Afleiðingin sé sú að alþingismenn viti ekki alltaf hvað þeir eru að samþykkja og þá sé varla von að almenningur telji sig nægilega upplýstan um rétt sinn eða skyldur. Og hann útskýrði að einn meg- intilgangur laganna um umhverf- ismat væri að verja rétt minni- hlutans gegn ofbeldi meirihlutans í málum sem hafa mjög víðtækar og langvinnar afleiðingar fyrir alla, þar sem ákvarðanir skipta svo miklu að þær verða aldrei aft- ur teknar. Þau eru tæki almenn- ings til þess að ná fram andmæla- rétti í slíkum stórmálum, sagði Dagur. (Sjá einnig viðtal við Guð- mund P. Ólafsson náttúrufræðing i helgarblaði DV 15. jan. í ár.) Virkjanir og flugvellir í umhverfismat Eins og ég hef margbent á á þessum vettvangi heyra nýir flug- vellir undir lögin um umhverfis- mat á sama hátt og virkjanir. Nýr flugvöllur er varanlegt langtíma- mannvirki af þeirri stærðargráðu að honum má ekki koma fyrir nema að undangengnu umhverfis-' mati, þar sem allar hliðar málsins eru kannaðar og kynntar fyrir al- menningi og honum veittur réttur til andmæla. Þegar umhverfisráðherra gaf út framkvæmdaleyfi fyrir nýbygg- ingu Reykjavíkurflugvallar sl. sumar var gripið til þess útúr- snúnings á lögunum um umhverf- ismat frá 1993, að nýr flugvöllur í Reykjavík væri ekki nýr flugvöll- ur af því hann væri á gömlum stað. Engin könnun fór fram á fé- lagslegum, umhverfis- og skipu- lagslegum Eifleiðingum þess að festa völlinn í sessi til langframa. í tengslum við nýbyggingu Reykja- víkurflugvallar hefúr því lögbund- inn upplýsinga- og andmælaréttur almennings verið fótumtroðinn af framkvæmdavaldinu. Þær virðast staðráðnar í því að sýnast harðir pakkar, ráðherrum- ar sem fara með forræði iðnaðar- og umhverfismála, nema þær séu i raun svo linar að þær hafi látið forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins pakka sér inn. Steinunn Jóhamiesdóttir Kjallarinn Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur „Engin könnun fór fram á félags- legum, umhverfis- og skipulags- legum afleiðingum þess að festa völlinn í sessi til langframa. í tengslum við nýbyggingu Reykja- víkurflugvallar hefur því lögbund- inn upplýsinga- og andmælaréttur almennings verið fétumtroðinn af framkvæmdavaldinu. “ Vinnubrögð Óla Björns Það þarf ekki djúpsálarfræðing tU að halda fram að Óli Björn Kára- son, ritstjóri DV, sé með Samfylk- inguna á heUanum. Þráhyggja rit- stjórans speglast í því, aö frá byrj- un maí og tU þessa dags hefur næst- um tíundi hver leiðari hans verið um Samfylkinguna, atburði tengda henni eða einstaka þmgmenn henn- ar. Innihald þeirra ber með sér að hann getur ekki skrifað um Sam- fylkinguna án þess að froðufeUa en tU þess er óháð dagblað fremur óheppUegur vettvangur. Þá er ótalinn helgarpistUl þar sem Óli Bjöm gekk í skrokk á vönduðum þingmanni Samfylking- arinnar, Jóhanni Ársælssyni. Þing- maðurinn hafði leyft sér þann dónaskap að hafa skoðun á Lands- bankaskandalnum sem ekki hent- aði Óla Bimi og Kjartani Gunnars- syni, sem auk þess að vera fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins var formaður bankaráðsins þegar skandalahrinan reið yfir. Ósannindi Óla Björns Myndi einhver trúa því aö hinn frjálsi og óháði ritstjóri hefði ekki skrifað neinn leiðara um neinn annan flokk á þessum tíma? Ör- ugglega ekki. Hin blákalda stað- reynd er þó sú að fyrir utan lof- gjörðarleiðara um sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins hefur ritstjór- inn Óli Björn Kárason ekki skrif- að einn einasta heilan leiðara um aðra stjómmálaflokka en Samfylk- inguna frá maí tU þessa dags. Ekki einn einasta! Ég tel þá ekki með leiðarana um efnahagsstefnu rikisstjómarinnar þar sem skrifað er í sama stíl og Norður-Kóreumenn notuðu um Kim-U-Sung en fram eftir sumri virtist Óli Bjöm telja hann endur- borinn í fjármálaráðuneytinu. í hreinskUni sagt er mér alveg sama hvað er á pemnni á Óla Bimi Kárasyni. Hún lýsir hvort eð er ekki langt. Mín vegna má hann gagnrýna Samfylkinguna eins lengi og hann vUl meðan það gerist með þeim hætti að mitt gamla- blað hafi fuUan sóma af. Nú er mér hins vegar nóg boðið. Heift þessa ritstjóra gagnvart Sam- fylkingunni er orðin svo stæk að hann seUist langt yfir mörk hins leyfilega tU að svala henni. Það brýst fram í leiðara tíunda janúar sem fjaUar einvörðungu um Sam- fylkinguna og nafngreinda þing- menn hennar. Þar ræðst Óli Björn Kárason meðal ann- ars að málflutningi Samfylkingarinnar í fjárlagaumræðunni. Þar, eins og í öðra, hafi sóknarfærin ekki verið nýtt „heldur fengu gamlar úreltar hugmyndir um að aUt væri hægt að leysa með fjáraustri að brjótast upp á yfir- borðið.“ Við Einar Már Sig- urðarson vorum framsögumenn þing- flokksins þegar ofan- greind mál komu til síðari umræðna í þinginu. Óli Björn Kárason getur leitað logandi ljósi í öUum ræðum okkar en hann mun aldrei fmna orðum sínum neina stoð! Þau eru, svo notuð sé nakin ís- lenska, bláköld og rakin ósannindi sem eru honum tU skammar. Trúveröugleiki í molum í umræðunni um fjárlög og fjár- aukalög setti Samfylkingin fram strangar aðvaranir um þróunina í ríkisfjármálum og benti á hversu brothætt staða þeirra er. Uppistað- an var hvatning um aukið aöhald i opinberum rekstri og bent var á mistökin sem ríkisstjórnin hefur gert í stjórn efnahagsmála. Við vöktum líka athygli á hinum raun- verulega fjáraustri sem felst í að Sjálfstæðisflokkur Óla Bjöms hef- ur á verölagi ársins 1998 aukið út- gjöld ríkisins um 50 mUljarða frá 1994 tU 1998 og það stefnir í að 20-30 miUjarðar bæt- ist við fyrir lok þessa árs. Það hefur Óli Björn aldrei kallað „gamlar, úreltar" að- ferðir enda fyrir löngu tekið fjármála- ráðherrann í guða- tölu og ítrekað afsak- að frammistöðu hans með að hann hafi ekki nægan pólitísk- an stuðning i þing- inu! Stefna Samfylking- arinnar í hnotskurn birtist í því að fjár- lagatUlögur sem þingflokkurinn stóð saman að til hækk- unar hefðu ekki kost- að nema þriðjung af hækkunum sem stjómarliðið lagði tU, eða um 1200 mUljónir. Sam- hliða lögðum við fram aðrar tUlög- ur um auknar tekjur og aUar breytingartillögur Samfylkingar- innar hefðu samanlagt leitt tU þess að afgangur á fjárlögum hefði aukist! Þetta kaUar ritstjórinn gamlar og úreltar tiUögur um „fjáraustur". Krafa dagblaðs til ritstjóra hlýt- ur jafnan að vera um málefnaleg skrif sem blaðið getur staöið við. Þennan leiðara getur DV ekki staðið við. Annaðhvort urðu rit- stjóranum á mistök eða hann beitti ósannindum tU að vega að stjómmálahreyfingu sem hann getur ekki lengur skrifað um af óbrjálaöri dómgreind. - Hvort var það, félagi ritstjóri? össur Skarphéðinsson „Hin blákalda staðreynd er þó sú að fyrir utan lofgjörðarleiðara um sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins hefur ritstjórinn Óli Björn Kárason ekki skrifað einn einasta heilan leiðara um aðra stjórnmálaflokka en Samfylkinguna frá maí til þessa dags. Ekki einn einasta!“ Kjallarínn Össur Skarphéðinsson alþingismaður Meö og á móti Þorramatur Pegarþorri gengur í garð snæða margir Islendingar mat sem tengist þeim árstíma. Sviðnar lappir, súrsaðir bringukollar, súrt slátur og hrútspung- ar, að ógleymdum hákarlinum, eru þá gjarnan á borðum svo sem verið hefur um aldir. En það er ekki einhugur um menningarlegt eða næringarlegt gildi þessa matar sem sumir kalla ómeti en aörir góömeti. Jón Stefánsson kórstjóri. Þjóðmenning „Þorramaturinn er geysilega stór hluti af þjóðmenningu okkar. Fyrir mér er þessi matur ekki svo mjög tengdur þorranum vegna þess að ég borða hann allan ársins hring. Það er þó mjög gott að tengja þennan mat ákveðinni árstíð og koma fólki þannig á bragðið. Ef við skoðum einstak- ar tegundir þorramatar þá hafa rannsóknir sýnt að hákarl- inn er hollur og beinlínis hægt að nota hann í lækningaskyni, t.d. við magasjúkdómum. Sama má segja um rétt verkaðan súrmat en þar undanskil ég þegar hann er verk- aður með edikssýru og slíku. Ekta súrmatur fer afskaplega vel í fólk þar sem niðurbrot fæðunnar er komið vel af staö. Fólk veröur auð- vitað að eiga þaö við sjálft sig hve mikið af feitmeti það borðar. Ég þekki það með sjálfan mig að þeg- ar ég er mikiö úti hef ég lyst á að borða það sem er feitt. Hins vegar hef ég ekki lyst á þess háttar mat þegar ég er mikið inni. Ef fólk hlustar á líkama sinn og lætur hann ráða þá finnur það rétt jafn- vægi. Ég vil ekki sjá á bak þeim hefðum sem fylgja þorramatnum.“ Dýraúrgangur „Þorramatur er óhollur. Hann er úrgangur. Hann er næringar- laus og hann inniheldur um leið óþverra. Hann er mjög hitaein- ingahár og fóðrar æðar mjög vel. Það eina góða sem hægt er að segja um þorra- mat er að margt er svo súrt að það er tiltölu- lega ekki eins erfitt að melta það og annað. Þetta er svokall- aður neyðarmat- ur og úrræði sveltandi þjóðar og mér finnst ekki eðlilegt að grípa til slíkra úrræða þegar við getum fengið hollan og góðan mat. Þetta er hluti af þeirri eymd sem við bjuggum við. Við lestur uppskrifta að rammþjóðarmat annarra þjóða þá kemur í Ijós að þær þurftu líka aö lifa á hásinum og klaufum. Þorramaturinn er hakinu ógeðs- legri en úrgangur annarra þjóða vegna þess að hann er dýraúrgang- ur en ekki grænmetisúrgangur. Sambærilegur þjóðarmatur væri rússneska rauðrófusúpan án sýrða rjómans og alls; bara rófur og vatn og haframjöl og slátur í Skotlandi. Enska alþýðubrauðið, sem var samansett að tveimur þriðju hlut- um úr baunum og einum þriðja mjöli, er af sama stofni og lá eins og legsteinn í maganum. Að borða þorramat er að grafa sér gröf með tönnunum." -rt Auöur Haralds rithöfundur. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær berist i stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskUur sér rétt tU að birta aðsent efni á stafrænu formi og i gagnabönkum. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.