Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 3
meömæli Tilboð mánaðarins á Grillhúsinu er hreinasta snilld. Það er ekki auglýst á matseðlinum en samanstendur yfirleitt af hamborgara, frönsk- um kartöflum og lítilli kók. Þessi klassíski pakki kostar aðeins 675 krónur og þennan mánuðinn er tilboðsborgarinn Tívolíborgari með sætu sinnepi og gúrkum. Grillhúsið kór- ónar sína eðalkosti með ókeypis kaffi og súkkulaði eftir matinn og nammi handa krökk- unum. Auk þess er þægilegt að sitja þar og ef þér líkar vel færðu stimpilvegabréf sem gefur þér fimmtu hverja máltíð fría. Það er tilvalið að taka þátt í regluleg- um pilukastsmótum á Grand Rokk. Mót í pílukasti eru sjald- gæf hérlendis sem er synd því þetta er stórskemmtilegt sport. Yfirleitt halda Grandararnir mótin á laug- ardögum og það er algjörlega óvitlaust að fókusera á skífuna og drekka nokkra þjóra. Næsta mót veröur á laugardaginn kem- ur og hefst klukkan 13. Netbankar eru hið mesta þarfa- þing. Það er ósegjanlega þægilegt að geta tékkað á stöð u n ni, millifært og djöflast í sín- um eigin tölvubanka hvenær sem er. Um mánaðamót og á öðrum bankadögum sparar þessi þjónusta talsverð- an tíma - og tími er jú peningar. Þannig getur maður hreinlega grætt á bankanum. Málið er bara að hafa samband við bankann sinn og biðja um netfang. Það er kominn tími til að gera við gömlu klukkuna sem hefur safnað ryki I tíu ár og tilvalið að hringja f Gunnar Magnús- son úrsmið sem hef- ur áratugareynslu í klukkuviðgerðum. Þú þarft nefnilega ekki að stfga út úr húsi þvi Gunnar sækir klukkuna sjálfur og skilar henni aftur eftir viðgerðina. Að vísu gildir sú þjón- usta aðeins fyrir fþúa á höfuðborgar- svæðinu svo Gunnar þurfi ekki að keyra til Eskifjarðar eða Fagurhólsmýrar. Síminn hjá þessum fótfráa úrsmið er 565 0590 og 899 4567. Fínbjalla kærð og fólk grætur Fínbjalla mótmælir hefðbundna heimildamyndaforminu sem tíðkast hérlendis. Þau álíta hefðina stöðnun og hafa eytt tveimur árum í gerð manífestó-heimildamynda sem fjalla um þekkt fyrirbæri með óhefðbundn- um hætti. Hvert þeirra gerði eina mynd og þessar 7 myndir falla undir sama hatt, Fínbjaila íslandsklukka, en framleiðandi verksins er Böðvar Bjarki Pétursson. „Þegar íslendingar heyra • orðið heimildamynd dettur þeim bara dýra- lífsmynd í hug. Við höfum skoðað mjög mikið af myndum undanfarin tvö ár, bæði erlendum og innlendum heimildamyndum, og lagt mikla vinnu í rannsóknir. Formið sem hópurinn notuðaði við gerðina hefur aldrei ver- ið notað hérlendis áður og markar kaflaskil í íslenskri heimildamynda- gerð,“ segir Árni Það er fleira óvenjulegt við mynd- irnar sem fókusera á íslenskt samfé- lag, t.d. verða áhorfendur vitni að kattardrápi. En Fínbjöllufólkið neitar að tjá sig um efnið og gefur í skyn að það muni koma fólki á óvart, jafnvel sjokkera það. „Fólk fer að gráta,“ fullyrðir Ingi- björg og er sannfærð um að Fínbjalla íslandsklukka eigi eftir að hræra í fólki svo um munar. Er rétt aö Fínbjalla hafi veriö kœró? Hræsni Höfundur: Gunnar B. Guðmundsson, 28 ára, kvikmyndagerðarmaður. „Myndin er þúin að þróast í 2 ár og er tilþú- in. Ég er mjög ánægður með hana og ætla ekki að eyðileggja hana með því að stappa henni niður í eina setningu. Þið verðið bara að mæta í bíó og njóta þess sem við höfum verið að gera síðustu 2 ár.“ myndir. Hver þeirra skapaði eina mynd og saman falla þær undir einn hatt sem kallast Fínbjalla íslandsklukka. Leikstjórarnir fengu þrjár setningar til að lýsa myndunum sínum. „Já, það er rétt. Við vorum kærð en getum ekki talað um það vegna þess að málið er mjög viðkvæmt. Hins veg- ar er ekki ólíklegt að við fáum fleiri kærur á okkur," svarar Ámi ákveð- inn. Fínbjalla tslandsklukka verður frumsýnd á heimildamyndahátíðinni föstudaginn 4. febrúar, klukkan 19. Það verða tvær sýningar á hátíðinni og síðan verða almennar sýningar í óákveðinn tfma. -AJ af sjö manneskjum ■ sem gerðu sjö manífestó-heimilda- Undir Höfundur: Ingibjörg Magnadóttir, 25 ára, nemi í skólanum hans Hjálmars H. Ragnarssonar, LHÍ, að útskrifast. „Vandræðin við að vera mann- eskja, ég er búin að niðurlægja mig með því að kúka undir heii- ann á mér, kíktu undir!" Kyrr Höfundur: Árni Sveinsson, 23 ára, „kvikmyndanegri". „Hvar verður smábær „næstum því" stór borg? „Þegar skrattinn skýtur þér á fyllirí - þá rankarðu við þér á Hlemmi." „Live too fast ... die too young..." P.S. í guð- anna bænum, ekki kæraM!" Vandamál Höfundur: Hrönn Sveins- dóttir, 22 ára, vinnur á Kaffibarnum og er pæja. „Það má eiginlega ekki tala um þaö - sambandið milli vandamála í tölvuleikjum og vandamála í daglegu lífi. Þessa mynd heföi aldrei átt að sýna. Vald Höfundur: Svavar Pétur Eysteinsson, 22 ára, nemi í Háskóla íslands. „Myndin heitir Vald og er um dulið valdasam- særi. Stöðumælaverðir leika aðalhlutverkið í myndinni sem er sönn. Fínbjalla samanstendur Rætur Höfundur: Rúnar Eyjólfur Rúnarsson, 23 ára, þúsundþjalasmiður. „Ég ólst upp hjá ömmu og afa en ég veit ekki hvort þau eru á lífi." Friður Höfundur: Pétur Már Gunnarsson, 24 ára, myndlistarnemi. „Mynd um frið til að ráö- færa sig við í styijöldum." Oddur Þórisson er á leið til London þar sem honum hefur boðist vinna hjá hinu þekkta tímariti Wallpaper. Oddur er spenntur en ákvörðunin var þó ekki sársaukalaus. 5,Þ&ð er bðedi hd&cjt ðð ©193 og borða kökuna í senn.“ „Ritstjóri Wallpaper var stadd- ur hér á landi þegar hann sá tíma- ritið. Apparat sem ég vann fyrir verslunina GK. Honum leist vel á það sem og margt annað sem ég hef komið nálægt svo þeir buðu mér vinnu,“ segir Oddur af stakri hógværð. Eftir að hafa farið í helg- arferð út og athugað málið ákvað Oddur að láta kylfu ráða kasti, tók starfinu og heldur hann utan í næstu viku. Nýtt fyrirtæki Wailpaper er hátískublað um hönnim, húsgögn og allt er við- kemur veraldlegum gæðum. Tímaritið er gefið út í London og undanfarin ár hefur það verið al- gjört spútnik-blað. Ritstjóri Wallpaper er nýbúinn að setja á stofn auglýsingastofu sem ber heitið Wink og það er Oddur fær titilinn art director hjá auglýsingastofu Wallpaper. þangað sem Oddur er að fara. „Til að byrja með fer ég út í þrjá mánuði og svo sér maður til hvað gerist," segir Oddur og segir að þessi ákvörðun hafl vafíst aðeins fyrir honum. Hann var nefnilega nýbúinn að stofna sitt eigið fyrir- tæki þegar honum barst tilboðið að utan. Fyrirtækið ber heitið „Kollgras“ og er til húsa á Vega- mótastíg. Fyrirtæki þetta mun m.a sjá um að gefa út tímaritið Apparat. Tímaritið á að fjalla um hönnun og menningu og verður dreift ókeypis til kúnna GK sem og miklu víðar. Slagorð fyrirtæk- isins er „Við erum það sem þú vilt að við séum“. Skemmtilegt blað „Það eru spennandi verkefni fram undan hjá fyrirtækinu Koll- grasi og við erum að búa til skemmtilegt og fræðandi blað,“ segir Oddur sem fannst asnalegt að hlaupa út þegar fyrirtækið var nýkomið í gang. Eftir að hafa íhugað málið komst Oddur þó að þeirri niðurstöðu að líklega gæti hann bæði átt og étið kökuna í senn því Kollgras mun vera í góð- um höndum hjá hinu hæflleika- ríka samstarfsfólki hans meðan hann er erlendis. Apparat kemur líka bara út fjórum sinnum ári. „Vonandi get ég líka leyst eitt- hvað af mínum verkefnum hér á íslandi fyrir Wallpaper og fengið íslenskt aðstoðarfólk við það. Það er draumurinn," segir Oddur og þýst við að tíminn hjá Wallpaper verði lærdómsríkur í meira lagi. Hann er þó ekkert að gera sér of miklar vonir en er þó orðinn nokkuð spenntur. -snæ eru fótin mín? Sex karlar í vitlausum Þynnka á Q_Q sunnudegi. ^ Ég ætla að hætta að drekka á * morgun | 10-11 P°PP °s aftur popp: Sigur Rós hitaði upp fyrir The Beta Band Er oferfitt að vera ungur? Af hverju fremja vinir okkar sjálfs- morð? <| Óskar Jónas- son og co.: Handritið er snilld Lifici eftir vinnu pparsvelnaiippb< Kiiaiggapamu Norskir bakverði Thriller iverjir voru hvar 17-22 f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Andreu Róberts og Teiti Þorkelssyni. 4. febrúar 2000 f Ókus 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.