Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 13 Fréttir Nýtt sambýli fyrir fatlaða á Akranesi: 13 ný sambýli í notkun - segir Páll Pétursson félagsmálaráöherra Páll Pétursson félagsmálaráöherra, Snorri Þorsteinsson, formaöur Svæöisráös Vesturlands, og aðrir gestir þegar nýja sambýlið var tekið í notkun. DV-mynd Daníel DV, Akranesi: Nýtt sambýli fyrir fatlaða að Laug- arbraut 8 á Akranesi var tekið í notk- un í síðustu viku að viðstöddum íjölda gesta, meðal annars bæjarfull- trúum á Vesturlandi, þingmönnum, ráðherrunum Páli Péturssyni félags- málaráðherra og Ingibjörgu Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra. Það var Gláma/Kím sem teiknaði sambýlið sem er um 410 fermetrar að stærð en Trésmiðjan Kjölur á Akra- nesi byggði húsið ásamt hópi undir- verktaka. Að sögn Magnúsar Þor- grímssonar, framkvæmdastjóra Svæð- isskrifstofu Vesturlands, eru í húsinu sex íbúðir en ein íbúðin verður leigð til eins árs. Munu um 10 starfsmenn vinna við sambýlið. Forstöðumaður nýja sambýlisins er Siggerður Á. Sig- urðardóttir þroskaþjálfi „Heimilið er hannað og sniðið að þörfum íbúanna. Hver um sig hefur sína sjálfstæðu íbúð með eldhúsi og baöi. fbúðimar eru heimili hvers um sig. Enn fremur er sameiginleg að- staöa þar sem fólk getur verið eins og það vill. Þannig reynum við að mæta einstaklingnum sem sjálfstæðri per- sónu og einnig þörfum hans fyrir fé- lagsskap við aðra. f starfseminni verð- ur lögð áhersla á jafnrétti og virðingu fyrir hverjum og einum út frá hans forsendum. Einnig verða mikið notuð myndræn skilaboð þannig að fólk geti betur átt samskipti við aðra og skilji umhverfi sitt. Þetta er heimili fyrir fólk sem er mikið fatlað. Þegar við byrjuðum á framkvæmdinni þá áætl- uðum við að heimilið myndi anna þeirri eftirspurn. En í dag er staðan þannig að það eru þrír til viðbótar sem þyrftu á svona heimili að halda,“ segir Magnús. Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir að aukin áhersla sé lögð á mál- efni fatlaðra í ráðuneyti sínu. „Síðan ég kom til félagsmálaráðuneytisins hafa fjárframiög til málefna fatlaðra aukist um 80% og eru komin í 4 millj- arða og á þessu ári verða tekin í notk- un 13 ný sambýli víðs vegar um land- ið,“ sagði Páll Pétursson. -DVÓ Nýr Renault Scénic kraftmeiri, öruggari, og fallegri. Nýr Renault Scénic kostar frá 1.718.000 kr. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Þessi vinsæli bíll, sem var útnefndur bíll ársins í Evrópu þegar hann kom á markað, er nú orðinn enn betri; útlitið að framan er breytt, vélin kraftmeiri (16 ventla, 107 hestöfl) og öryggið meira (t.d. ABS kerfi og 4 loftpúðar). Innra rýmið er jafnvel enn snjallara með aksturstölvu, fleiri sniðugum geymsluhólfum og aftursætum á sjálfstæðum sleðum. Komdu í B&L og prófaðu kraftmeiri, öruggari og fallegri Renault Scénic. RENAULT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.