Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 25 Helgarblað Haraldur Stefánsson fór í Hornstrandaferð: Hélt ég hefði enga burði í þessa ferð Haraldur Stefánsson var aðelns 14 ára þegar hann fór á Hornstrandir. Svo mjög óx honum feröin í augum í fyrstu aö hann taldi sig hvorki hafa þrek né líkamlega buröi til aö fara í feröina. Þórarinn Eyfjörð leikstjóri: „Reglan er aö krakkarnir fái 6-8 tíma svefn einhvern tímann á sólarhringnum. Þaö getur svo veriö jafnt á nóttu sem degi, allt eftir aöstæöum og veöurfari. “ Björn: „Það er lítið varið í að hafa landslagið of einsleitt og eins er nauð- synlegt að vera fjarri þjóðvegum og öðru slíku þar sem eru fleiri truflanir. Við hugsum þetta fyrst og fremst þannig að við séu að taka þessa krakka úr umhverfinu sem þeir þekkja, eins og Reykjavík, og setja þá yfir í nýtt umhverfi. Það má segja að Homstrandirnar séu hæfileg blanda af þessu öllu. Fjöllin eru hæfilega stór, gönguleiðirnar hæfilega erfiðar, o.s.frv." Þeir félagar, Bjöm og Þórarinn, segja ferðirnar fyrst og fremst vera til- raunastarf í mannlegum samskiptum þar sem krakkar sem hafa verið stimplaðir af samfélaginu fái tækifæri til að sýna á sér aðra hlið og í þeim efnum sé allt leyfilegt sem geti bætt samskipti þeirra og hegðun. Þrjár grundvailarreglur era hins vegar til hliðsjónar: engin vímuefni, engin raf- magnstæki, ekkert kynlíf. Fjórða regl- an er sú að ef fleiri reglur þurfi séu þær settar af hópstjóranum. „Reglan er að krakkamir fái 6-8 tíma svefn einhvem tímann á sólarhringnum. Það getur svo verið jafnt á nóttu sem degi, allt eftir aðstæðum og veður- fari,“ segir Þórarinn. í lakasta lagi reynsla - í besta falli byltingarupplifun Leiðbeinendumir þrír hafa hver um sig eitt tjald og þeir ákveða hverj- ir sofa í hvaða tjaldi hverju sinni. Dagsverkið samanstendur af ákveðn- um fóstum þáttum sem, auk máltiða, eru m.a. að koma sér á milli staða, setja upp og taka niður búðir og kveikja bál að loknum degi og ræða málin. Allt annað sem gerist innan þess ramma er síbreytilegt og enginn dagur eins. „Fólk hefur oft spurt okkur að því hvemig við nennrnn að fara þessar ferðir ár eftir ár. Svarið er einfalt: Hornstrandir eru himnaríki á jörðu, Haraldur Stefánsson er tvítugur að aldri og starfsmaður í Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði. Hann er einn af u.þ.b. 130-140 krökk- um sem farið hafa i Hornstrandaferð- irnar vinsælu og hann féllst á að ræða við DV um hvemig hann upplifði ferðina og hvað honum finnst um meðferðarform af þessu tagi þegar hann lítur nú um öxl. „Mér leist frekar illa á hugmyndina til að byrja með enda var ég frekar feitlaginn á þeim áram og taldi mig hvorki hafa þrek né burði í að fara í þessa ferð,“ segir Haraldur þegar hann rifjar upp kringumstæðurnar þegar honum bauðst að fara vestur á Strandir árið 1994 en þá var hann að- eins 14 ára gamall. Haraldur segist hafa verið skapbráður á þessum árum og ekki hinn þægasti meðal jafnaldra og þetta hafi umfram allt orðið til þess að honum bauðst að slást í hópinn. „Það var kynningarfundur í Hinu húsinu þar sem við fengum að skoða myndskyggnur frá fyrri ferðum. Ég átti nú reyndar ekki að fá að fara með um tíma því að ég hafði misst af dags- ferð sem hópurinn hafði farið til að búa sig undir átökin. Þetta gekk þó allt eftir í lokin.“ Máttum ekkf hafa vasadiskó „Þurftuð þið ekki að vera vel útbú- in fyrir ferð af þessu tagi?“ Jú, vissulega. Okkur var reyndar útvegaður allur viðleguútbúnaður og við þurftum einungis að útvega bux- ur, skó og hlýja peysu." Haraldur segir að flogið hafi verið með hópinn, 7-8 krakka og leiðbein- endur að auki, vestur á Gjögur og það- an hafi hópnum verið skutlað yfir í Ófeigsfjörð þar sem gangan hófst. „Maður nennti þessu ekki í byrjun, sá engan tilgang í að ganga um fjöll og fimindi og vildi helst snúa aftur heim til Reykjavíkur. Ég held að það hafi verið erfiðast að koma sér af stað en eftir það hófst þetta nú allt saman." „Hvað fannst þér um reglurnar fólkið er yndislegt og hver hópur gef- ur nýja reynslu," segir Þórarinn og Björn bætir við að veðrið sé einnig sí- breytilegt. „Hvaða hugmyndir hafið þið um ágæti þessara ferða fyrir ungling- ana?“ Ég myndi segja að árangurinn af ferðunum væri í lakasta lagi sterk sameiginleg reynsla milli okkar og unglinganna og í besta lagi byltingar- upplifun eða kúvending á lífi þessara krakka. í augum flestra era þessar ferðir mjög sterk upplifun og ósjálfrátt verður okkur mjög hlýtt „Það var náttúrlega ferlegur bömmer að mega ekki hafa með sér nokkra bjóra, að ég tali nú ekki um vasadiskó." þrjár sem ykkur vora settar: engin vímuefni, ekkert kynlíf, engin raf- magnstæki?" Það var náttúrlega fer- legur bömmer að mega ekki hafa með sér nokkra bjóra, að ég tali nú ekki um vasadiskó. Við fengum þó að hafa tóbak og það bjargaði málunum." Haraldur segir þau Þórarin, Björn og Maggý hafa verið ákaflega skiln- ingsrlk gagnvart unglingunum og það sem einkenndi þau hafi fyrst og fremst verið þolinmæði. „Þetta var fint fólk og ákaflega skilningsríkt gagnvart okkur. Ég skil reyndar ekk- ert í þeim að geta umgengist unglinga, eins og þá sem fara í ferðirnar, sem allir þykjast vita aUt betur en þau.“ Kleinurnar bestar Þegar Haraldur er beðinn um að rifja upp eftirminnUega atburði stend- ur ekki á svörum: „Ég held að ég verði að segja að það hafi verið þegar við fengum okkur sundsprett í heitu lauginni á Reykjum eftir erfiða göngu. Kleinurnar sem hún LiUa steikti ofan í okkur eftir sundsprettinn vora ekki síðri, reyndar þær bestu sem ég hef smakkað fyrr og síðar,“ segir Harald- ur og sleikir út um. „Hvemig gekk hinn venjubundni dagur fyrir sig meðan á göngunni stóð?“ „Við þurftum auðvitað að gera aUt sjálf - sækja vatn og bera ábyrgð á okkar dóti. Það voru náttúrlega engin klósett eða dýnur þannig að maður gerði þarfir sínar úti í guðsgrænni náttúrunni, sem er ekki fyrir hvern sem er, auk þess sem við sváfum í svefnpokum á hörðu undirlagi." hverju tU annars og það er nokkuð sem enginn getur tekið frá okkur.“ „Sjálfir verðum við betri menn fyr- ir vikið og ég held að það sé einkum það sem skapar sátt innan okkar fjöl- skyldna varðandi tímann sem fer í þetta, enda fara öU sumur í ferðim- ar,“ segir Bjöm og bendir á að undir- búningsferlið sé langt, frá maí og fram í október, þegar áUur hópurinn hittist aftur eftir einhverra mánaða aðskilnað og skemmtir sér yfir mynd- skyggnum úr ferðinni og rifjar upp ævintýralega ferð. „Ég held að þó margt sé í boði fyrir Lsrir að meta hlutina í kringum sig Haraldur segir að þrátt fyrir skemmtUega og ævintýrarlka ferð hafi þó verið gott að komast til síns heima. „Maður kunni auðvitað betur að meta ýmsa hluti eftir að heim var komið. I fyrsta lagi var matseldin ekki aUtaf upp á marga fiska í ferðinni og gott að geta fengið sér eitthvað annað en pastajukkið eða kássurnar sem boðið var upp á. Það má orða það svo að maður hafi lært að meta hlutina í kringum sig betur en áður.“ unglinga í dag sé mikU þörf fyrir þjón- ustu af því tagi sem við veitum með þessum ferðum. Það væri gaman ef við gætum í framtíðinni treyst enn frekar þessi trúnaðarbönd sem skap- ast á miUi þeirra og okkar á þann hátt að fylgja meðferðinni eftir lengur en gert er, jafnvel í nokkur ár,“ segir Bjöm að lokum en hann segist þessa dagana vera að undirbúa endurfundi allra hópanna sem hafa tekið þátt í þessu frá upphafi og gefa krökkunum þar með kost á að rifja upp ævintýrin fyrir vestan í sameiningu. -KGP Haraldur telur meðferðarformið sem boðið er upp á með Hornstranda- ferðunum að mörgu leyti jákvæðari aðferð en meðferð innan einhverrar stofnunar. „Ég held að aUir unglingar hafi gott af því að vera teknir úr sínu daglega amstri og stressi og leyft að vera úti náttúrunni eins og ég fékk,“ segir Haraldur sem er þess fuUviss að þetta hafi hjálpað honum aö komast á réttan kjöl en hann hyggur jafnframt á vélstjóranám í Vélskólanum næsta haust. „Eg myndi segja að árangurinn af ferðun- um væri í lakasta lagi sterk sameiginleg reynsla milli okkar og unglinganna og í besta lagi byltingarupplifun eða kúvending á lífi þessara krakka." Sportmarkaður Vorum að taka upp nýjar vörur adidas PP^ð cci 50-80% afsláttur. Opið: ■ föstud., k Borgartún laugard. Sími 551 2442
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.