Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 22 Kemst ÍBV í úrslit? Drífa Skúladóttir og stöll- ur hennar í FH eiga á brattann aö sækja. Kvennalið ÍBV í hand- knattleik getur tryggt sér sæti í úrslitunum um Is- landsmeistaratitilinn vinni liðið sigur á FHí öðrum undanúrslitaleik liðanna sem fram fer í Vestamannaeyjum í kvöld. Eyjakonur, sem hafa verið á miklu skriði á und- anfórnum vikum, gerðu sér lítið fyrir og sigruðu FH í Kaplakrika í fyrra- kvöld og það voru úrslit sem komu mörgum mjög á óvart. Grótta/KR er þegar komið í úrslitin og sigri ÍBV í kvöld er ljóst að nýtt nafn verður ritað á bikar- inn en hvorugt þessara liða hefur orðið meistari áður. Mikill áhugi er fyrir leiknum í kvöld og er búist við fjölmenni í iþróttahöll- ina í Eyjum. -GH Gianluca Vialli, knattspymustjóri Chelsea, hefur fullan hug á því að framlengja samning við félagið en hann á enn þá 18 mánuði eftir af nú- verandi samningi. Hann segist eiga eftir mikið straf óunnið hjá félaginu og viil koma því í fremstu röð. ítalskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær aö Juventus væri reiðubúið að bjóða 13 milljónir punda í enska landsliðsmanninn Sol Campbell hjá Tottenham. Fulltrúi frá Juventus er væntanlegur til London til að ræða þessi mál frekar. West Ham gerði í gær nýjan samn- ing við enska unglingalandsliðs- manninn Joe Cole og er hann því samningsbundinn félaginu til ársins 2004. Cole, sem er 18 ára gamall, þyk- ir eitt mesta efni í enskri knatt- spyrnu um þessar mundir. Nýi samningurinn gefur honum um 2,5 milljónir f vikulaun. Svo gceti farið að austurríski mark- vörðurinn Alex Manninger hjá Arsenal sé á fórum frá félaginu. Hann hefur fengið þrýsting frá Otto Baric, þjálfara austurríska lands- liðsins, að hann þurfi að leika með liði þar sem han hefur fast sæti. Manninger hefur orðið að láta í minni pokann fyrir David Seaman á síðustu tveimur árum. Manchester United er sagt á höttun- um eftir tvítugum Argentíumanni, að nafni Pablo Aimar sem leikur með River Plate. United hefur fylgst með Aimar undanfarna mánuði og hefur hann fengið grænt ljós um það að hann megi fara til Evrópu í sum- ar. Forseti River Plate segir að Aim- ar fari ekki nema fyrir mikla pen- inga og hefur upphæðin 15 milljónir punda verið nefnd í því sambandi. Þaö kemur fátt í veg fyrir að Charlton endurheimti sæti sitt í ensku A-deildinni í knattspyrnu en liðið náði í gær 13 stiga forskoti í B- deildinni með 4-0 sigri á Grimsby. Öll mörk Charlton voru skoruð meö skalla en þau skoruðu Andy Hunt, Shaun Newton, Mattias Svensson og Carl Tiler. Ipswich skaust upp f annað sætið með 0-2 sigri á Tranmere. Black- burn lagði Birmingham, 1-0, Norwich tapaði heima fyrir Swindon, 0-2 og Crystal Palace lagði QPR á útivelli, 0-1. Charlton er með 81 stig, Ipswich og Bamsley eru með 68 stig og Manchester City 66 stig. í skosku A-deildinni vann Hearts ör- uggan sigur á Aberdeen, 3-0. -JKS/GH A NBA-DEILDIN Urslitin í nótt Boston-Minnesota ........106-109 Pierce 25, Walker 22, Potapenko 18 - Garnett 40, Sealy 24, Peeler 16. Philadelphia-Toronto . . . .106-93 Iverson 44, Hill 20, Snow 11 - Carter 26, McGrady 20, Christie 13. New York-Chicago ..........78-67 Sprewell 21, Johnson 14, Ewing 12 - Brand 22, Anstey 14, Carr 14. Orlando-Atlanta ..........103-90 Armstrong 27, Amaechi 16, Mercer 15 - Wright 18, Glover 18, Crawford 18. Charlotte-New Jersey . . .119-103 Jones 26, Coleman 22, Wesley 22 - Marbury 23, Van Horn 17, Gill 17. San Antonio-L.A. Clippers .103-78 Duncan 30, Walker 18, Daniels 14 - Anderson 17, Olowakandi 16 - Phoenix-Sacramento.......114-93 Robinson 26, Rogers 18, Livingston 17 - Webber 16, Divac 14, Williams 14. Portland-Detroit ........95-104 Wallace 20, Smith 20, Sabonis 15 - Hill 24, Stackhouse 23, Mills 16. L.A. Lakers-Golden State . .119-96 O'Neal 22, Bryant 18, Rice 17 - Hughes 26, Caffey 17, Cummings 14. Vignir Stefánsson, júdókappi í Ármanni, ásamt kærustu sinni, spretthlauparanum Silju Úlfarsdóttur í FH. DV-mynd Teitur Vignir Stefánsson júdómaður er blankur og fer ekki til Sydney: Utskufaður - átti mestu möguleika íslenskra júdómanna á þátttöku á ÓL en „Ég er auðvitað mjög svekktur yfir þessari niður- stöðu. Ég var búinn að leggja aila mina peninga í þetta og meira til en Júdósambandið sá aldrei ástæðu til að styrkja mig um eina einustu krónu. Þeir hafa neitað að líta á mig sem A-landsliðsmann. Þrátt fyrir að ég hafi náð bestum árangri á A-mótum, ásamt Bjarna Skúlasyni, hef ég alveg verið útskúfaður af Júdósambandinu," segir Vignir Stefánsson, júdómað- ur í Ármanni. Vignir hefur undanfamar vikur verið að glima við ólympíulágmarkið í júdó fyrir leikana i Sydney ásamt flórum öðrum júdómönnum sem allir hafa ver- ið styrktir af Júdósambandinu. Vignir keppti um tíma i Bandaríkjunum og náði þar mjög góðum ár- angri. Júdómenn í Evrópu hafa svokölluð A-mót til að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikum auk Evrópumóts sem hefur tvöfalt vægi á við A-mótin. Þetta em gríðarlega sterk mót þar sem allir bestu júdómenn álfunnar keppa. Níunda sætið í hverjum þyngdarflokki gefur þátttökurétt á Ólympíuleikana. Fjórum af þessum sex mótum er lokið og Vignir og Bjarni hafa náð bestum árangri og eru þar af leiðandi næst því að komast á leikana í Sydney í haust. í dag héldu fjórmenningarnir á fimmta A-mótið sem fram fer á Ítalíu. Vignir varð hins vegar að afpanta sinn farmiða vegna fjárhagserfiðleika. „Ég þurfti að leggja út mikinn kostnað við vem mína í Bandaríkjunum og átti alltaf von á því. Einnig fékk ekki styrk frá vegna A-mótanna úögurra. Ég kláraði ailan minn pening og steypti mér í skuldir. Núna em peningarn- ir búnir og ég get ekki meira,“ segir Vignir og vill taka fram að hann fékk 100 þúsund króna styrk frá Garðabæ sem hann er þakklátur fyrir. „Vitaskuld er mjög erfitt að sjá á eftir félögunum til Italiu og geta ekki reynt áfram við leikana í Sydn- ey. Júdósmbandið sagði mér á sínum tíma að sanna mig á A-móti í Búlgaríu. Ég fór þangað og komst í átta manna úrslit. Ég kom heim fúllur bjartsýni um stuðning frá JSÍ en afstaða þeirra var óbreytt. Það er ekki síður svekkjandi að sitja eftir heima vegna jiess að ég hafði unnið flestar glímumar á A-mótunum Qórum ásamt Bjarna Skúlasyni, af öllum landsliðs- mönnunum íslensku. Ég vil taka fram að ég er ekki að gera litið úr þeirra árangri eða því að JSt skuli hafa styrkt þá. Það sem ég er óánægður með er að ég fékk ekki tækifæri til að sitja við sama borð og þeir. Einhverra hluta vegna leit JSÍ aldrei á mig sem A- landsliðsmann og vildi aldrei styrkja mig. Þeir hafa borið því við að ég hafi sótt of seint um styrk. Það er rétt en ég held að það hefði ekki verið neitt mál fyr- ir JSÍ að styrkja mig ef vilji hefði verið fyrir hendi,“ sagði Vignir. „Vignir hefur ekki rætt viö okkur nú nýverið um að fá styrk“ „Á sínum tíma fékk Júdósambandið um 1,750 milljónir króna vegna undirbúnings júdómanna Júdósambandinu fyrir Ólympíuleikana i Sydney. Þessum pening- um vöröum við í aö styrkja fjóra júdómenn með Ólympíuleikana i huga. Vignir Stefánsson var ekki i þessum hópi, einfaldlega vegna þess að á þeim tíma hafði hann ekki náð nægilega góðum árangri," sagði Kristján Gunnar Valdimarsson, formaður Júdósambands íslands, í samtali við DV í gær. „Síðan að við úthlutuðum þessum styrkjum til fjögurra júdómanna hefur Vignir sótt í sig veðrið og náð ágætum árangri. Það vissum við auðvitað ekki fyrirfram. Við getum ekki hróflað við þeim stryrkjum sem við höfum lofað og pen- ingarnir frá ÍSÍ duga engan veginn til að standa undir kostnaði við að senda júdómennina á öll þau mót erlendis sem þeir þurfa að mæta á. Það er hins vegar rétt að taka það fram að Vignir Stefánsson hefur ekki sótt um styrk til okkar nú nýverið. Hann hefur enn þá tíma til að gera það. Við myndum þá í framtíðinni sækja um viðbót- arstyrk fyrir hann hjá ísí. Við myndum gera það strax. Það hefur aldrei staðið á okkur að gera eitthvað fyrir hann. Við viljum jú fram- gang júdóíþróttarinnar sem mestan og bestan og viljum allt fyrir Vigni gera sem í okkar valdi stendur," sagði Kristján Gunnar Valdimarsson, formaður Júdósambandsins. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.