Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 8
haf Kanínan ekki lengur umbi Það er allt að gerast í herbúöum Sigur Rósar- manna þessa dagana. Hljómalindarkóngurinn Kiddi Kanína hefur verið látinn hætta sem um- boðsmaður strákanna, en því starfi hefur hann gegnt í rúmt ár. Kiddi hefur lagt mikla vinnu í þetta starf sitt en ástæðan fyrir brott- rekstrinum er ekki á hreinu. í augnablikinu ætlar Sigur Rós að sjá um sín mál sjálf. Þessa dagana eru strákarnir staddir í strandbæ á suðurströnd Englands þar sem hátíðin All Tomorrow's Parties er haldin. Þar spilar Sigur Rós ásamt stórhljómsveitum eins og Sonic Vouth og Mogwai. Þetta er þriggja daga háttð og munu strákarnir stíga á stóra sviðiö á sunnudagskvöld. Astró merkir kúnnana Skemmtistaðurinn Astró fær ekki góða dóma í nýjasta hefti Undirtóna. Þar er sagt að stað- urinn sé hvorki töff né kóst og sett út á hina skrýtnu birtu sem er inn á staðnum. j ^ «* r Hvað sem mönnum j; djíft'Ö finnst um staðinn : þá voru þeir gestir tVT : !■ I sem fengu sund- 3 Ö Hl laugargræna máln- i ingu t fötin sín í |j opnunarparttinu ( i__ allavega ekki ánægðir en þeir voru nokkrir. Málningin næst þó vel úr t hreinsun og hafa menn verið að spá í hvort þessi hálfblauta málning hafi ekki bara veriö enn eitt auglýsingatrikkið hjá aöstand- endum staðarins. Astró einfaldlega merkir sína kúnna og geri aðrir staðir betur. Efnishrak á n ' Skjá einum Voðalegt efnishallæri virðist hrjá Skjá einn. I þættinum Gunni og fé- lagar á Skjá einum á miðvikudaginn var Vala Matt tekin t viðtal en hún stjórnar um Innlit/Útlit á sömu sjónvarpsstöð. Þarna sat Vala hjá Gunna og talaði og taiaði um ágæti eigin þáttar. Geta dagskrárgerð- armenn stöðvarinnar lega ekki fundið annað fólk en samstarfsfólk sitttil að taka við- tal við? Keep it simple „Kaldar hendur, kaldar tær, kalt nef.“ Þegar haldið er af stað á skíðasvæðin er þetta það sem fangar huga leikmannsins sem ekki er fjallinu vanur. Hvað er þá til bragðs að taka? „Að dúða sig upp til andskotans,“ myndu flestir segja en þegar á fjallið er komið sést að það er ekki raunin. Fólkið sem sækir brekkurnar hvað stífast ggtM lifir í brettaheimi þar sem l|j fatnaðurinn er hnitmiðaður og merkjatískan er ráðandi. Þorvaldur Konráðsson fór illa klæddur á vikulegt brettakvöld í Skálafelli og leitaði svara við því hverju best væri að klæðast á brettinu. DJ Kári sá um a6 mynda almennilega stemningu í brekkunum meö góöri tón- list en plötusnúöar eru fast- ur liöur á brettakvöldunum. , - •JáSr .A: Flíkurnar í fjallinu Sonja Viðarsdóttir, 24 ára •Galli frá O’Neill •Eloura-hanskar •Hammer-bretti með Drake-bindingum. „Fjöldinn af snjóbrettamönnum eykst meö hverri mínútunni sem líður. Ef þú ætlar að kaupa þér bretti þá verður það að vera nýtt vegna þess að þú finnur ekki lengur notuð bretti til sölu.“ Jón Heiðar Andrésson, 22 ára útivistarmaður Sessions-jakki NFA-buxur Burton-skór „Ég stunda hér um bil alla útivist, til dæmis snjóbretti, kajak og klifur. Mað- ur fær samt alltaf mest út úr brettun- um vegna þess að á þeim eru mestu átökin." Yr Þrastardóttir, 16 ára Úlpa frá Nanooq 23.000 Buxur frá Nanooq 14.000 K2-bretti „Snjóbrettin eru best af því að maður fær rosa- legt adrenalín út úr því aö renna sér á fullu, stökkva og berjast við það að detta ekki." Hjörvar Kjartansson, 12 ára, í Seljaskóla Jakki Inter sport Buxur Sparsport Bretti úr Inter sport „Draumafötin min eru frá Burton. Ef ég mætti ráða myndi ég hiklaust kaupa þau." Arni Ingi Arnason, 18 ára (einn besti brettari á landinu). Burton-jakki 36.000 Burton-buxur 16.900 Burton Viking-skór 27.000 Burton Seven-bretti Irish-gleraugu 6.900 „Ég er á samning hjá Týnda Hlekknum og fæ öll mín föt og bretti frá þeim. Þannig þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að vera illa klæddur." Anthony Hopklns lelkari. Guöbergur Bergsson rlthöfundur. Skörungamir Anthony Hopkins og Guðbergur Bergsson hafa óneitan- lega líkt yfirbragð, virðulegt og hátíðlegt, enda eru þeir listhneigðir og skara báðir fram úr á sínu sviði. Anthony getur leikið á dramatískan, næman, fínlegan og húmorískan hátt - og Guðbergur hefur sömu eigin- leika í skriftunum. Þetta eru klassalistamenn af gamla skólanum sem standast fyllilega tímans tönn og munu eflaust gera það um ókomin ár. Líklega kynnu þeir stórvel hvor við annan ef þeir fengju færi á að hitt- ast og rabba saman um daginn og veginn. Guðmundur Sveinn Bragason, starfsmaður í Skálafelli. „Brettakvöldin ! Skálafelli verða milli kl. 20 til miö- nættis á föstudögum fram að páskum og stefnan er að halda þeim áfram næsta vetur. Þessi kvöld fer brettafólkið hamförum á stökkpöllunum og í píp- unum sem viö höfum troöið fýrir þau. Við reynum að halda þeim og skíöamönnunum aðskildum þá er minna um árekstra þeirra á milli." Arnaldur Hilmisso 20 ara Sessions-úlpa 25.000 Sessions-buxur 13.000 Burton-skór 27.000 Burton Custonvbretti „Flottustu fötin fær maöi Týnda Hlekknum, Smash Brettabúö Reykjavíkur. Þá ei viö líka aö tala um tæ 150.000 kr. sem þú þarft eyða í föt og bretti til þess að vel út.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.