Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 36
Nýr Isjizu Trooper ISU2U 159 hestöfl Sjálfskiptur FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 Haraldur Orn hringdi ekki Haraldur öm Ólafsson pólfari hringdi ekki heim til íslands í nótt eins og hann er vanur að gera. Olli þetta aðstandendum hans miklum áhyggjum. Þegar leið á morguninn kom í ljós að bilun var í jarðstöð Iridi- um símakerfisins í Róm. Var því von- ast til að það væri ástæða þess að Har- aldur öm lét ekkert í sér heyra. Ólaf- ur Öm Haraldsson, faðir Haraldar Amar, sagði við DV að hann hefði átt áhyggjufulla nótt. Það sem olli fólki hins vegar mestum heilabrotum í morgun var að sé gert ráð fyrir að Iri- dium-kerflð sé dottið út þá höfðu eng- in svokölluð Argos boð borist enn þá frá Haraldi Emi þegar DV fór í prent- un. -Ótt Barist við elda Sinueldar valda enn vandræðum. Slökkvilið Hafnarfjarðar var kallað að sinueldum á opnu svæði norðan við Fjölbrautaskólann í Garðabæ á tí- unda tímanum í gærkvöld. Tveir slökkviliðsbílar og sjúkrabíll voru á staðnum og kalla varð út liðs- auka til að slökkva eldinn. Mikinn reyk lagði af eldunum yfir Kópavog, Reykjavík og Seltjarnames. Stórt svæði brann en björgunarmönn- um tókst að slökkva eldinn rétt eftir miðnætti og engar skemmdir urðu á mannvirkjum. -SMK DV-MYND TEITUR Árlegur peysufatadagur Versllnga. Viðskiptaráðherra Framsóknarflokksins Valgerður Sverrisdóttir, í miðið, heilsaði dóttur sinni Ingunni Kro, til hægri, og öörum 4. bekkjar nemum Verslunarskóla íslands í Rúgbrauðsgerðinni í morgun. Peysufataklæddir Verslingar snæddu morgunverð með Valgerði og fleiri kvenráðherrum og þingkonum Framsóknarflokksins. Mývatn: Sérfræð- ingar tví- stígandi DV, AKUREYRI: Skýrsla visindamanna frá Nor- egi og Svíþjóð um lífríki Mývatns og áhrif kfsilgúrtöku úr vatninu er mjög varfærnisleg en skýrslan verður höfð til hliðsjónar þegar ákvörðun verður tekin um fram- tíð Kísiliðjunnar. Niðurstöður skýrslunnar hafa reyndar verið túlkaðar á mjög mismunandi hátt, allt eftir því hvort menn eru fylgj- andi eða andvígir kísilgúrtöku úr vatninu. Erlendu sérfræðingamir hafa miklar áhyggjur af áhrifum kísil- gúrtöku i Ytriflóa en þar hefur vinnslusvæði verksmiðjunnar verið til þessa. Þeir leggja til að vinnslu verði hætt þar eða hún a.m.k. minnkuð verulega. Hins vegar leggjast þeir ekki gegn vinnslu á vissum svæðum í Syðri- flóa og í skýrslunni segja þeir að ekki megi tengja sveiflur i lífríki vatnsins ótvirætt við kísilgúr- námið. -gk Ferðalög og barneignir I Fókus, sem fylgir DV á morgun, er fjallaö um það hvemig bameign- ir geta breytt lífi fólks, hvort við- skiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir og hvaða gildi 1. maí hefur í hugum launþega. Tónlistarspekúlantinn Ólafur Páll á Rás 2 segir frá æsku sinni og skoðun á útvarpi á íslandi og Fókus bendir einnig á þá ferða- möguleika sem eru í boði fyrir 100 þúsund kall en þeir eru ófáir. Lífiö eftir vinnu, nákvæmur leiðarvísir »-«. um skemmtana- og menningarlífiö, er svo að sjálfsögðu á sínum stað. Reykjavíkurborg beggja megin borðs í fjarskiptastríði Irju og TNets: Ríki og borg berjast -töldum tilboð Irju ógilt segir framkvæmdastjóri TNets Fjarskiptastríðið á milli Irju og TNets um svokallað Tetra fjar- skiptakerfi og sagt var frá í DV í gær hefur vakið mikla athygli. Ljóst er að hörð átök eru um þetta mál og ekki allt sem sýnist. Landsvirkjun og Landssími ís- lands eru opinber fyrirtæki og eig- endur að TNeti ásamt Tölvumynd- um. Þó Irja hafi í þessu samhengi verið nefnt sem einkafyrirtæki þá keypti Lína.Net fyrir skömmu öll hlutabréf í fyrirtækinu. Lína.Net er svo aftur afkvæmi Orkuveitu Reykjavíkur. Því virðist sem opin- berir risar séu þama að takast á um völdin á fjarskiptamarkaðnum. Þá er Reykjavíkurborg komin í sérkennilega stöðu sem eigandi Orkuveitunnar og Línu.Nets og verandi um leið eignaraðili í Landsvirkjun og þar með eigandi að TNeti ehf. Getur ekki gengið Guðmundur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri TNets ehf., segir að fyrirtækið hafi lagt mikla vinnu í gerð til- boðsgagna. í út- boði Ríkiskaupa hafl verið tekið fram hvaða skil- yrði bjóðandi þyrfti að upp- fylla. Þar hafi m.a. þurft að sýna fram á samning við framleiðanda búnaðar. Hann þurfi að sýna fram á tilvist fyr- irtækis sem eigi að reka kerfið, nefna starfsmenn og ýmis önnur atriði. „Tilboð okkar var í einni tommuþykkri A-4 möppu en tilboð Irju var á tveim A-4 blaðsíðum. Guömundur Gunnarsson, framkvæmda- stjóri TNets ehf. „ Viö erum ekki að sækjast eftir þeim notendum sem Irja hefur nú þegar fengið í gegnum útboð- ið.“ Á opnunar- degi tilboða hafði Irja engan aðila sem fram- leiðanda búnað- ar. Við töldum því frá fyrsta degi að tilboð Iiju væri ógilt og ekki samkvæmt útboðsgögnum. Það bæri þess vegna aö visa því frá. Þá töld- um við líka að fjárhagslega gæti það ekki gengið." „Með umsókn okkar erum við ekki að sækjast eftir þeim not- endum sem Irja hefur nú þegar fengið í gegnum útboðið. Við sækj- um síðan aðeins um einn fimmta af þvi tíðnissviði sem Irja er á.“ Jón Þóroddur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Irju „Aö sjálfsögðu eru þeir að sækj- ast eftir hluta af okkar notend- um.“ Ólöglegt fyrirtæki „Hvernig getur hann vitað hvemig okkar tilboð leit út? Sam- kvæmt reglum hef ég ekki fengið að skoða þeirra tilboð í smáatrið- um. Ríkiskaup taldi okkar tilboð gilt. Ef eitthvert tilboð hefur verið ógilt þá var það tilboð TNets vegna þess að það kom frá ólöglegu fyrirtæki," segir Jón Þóroddur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Irju. „Ég tel að ekkert hafl vantað í okkar tOboð sem gert var að skO- yrði í útboði. Að sjálfsögðu eru þeir að sækjast eftir hluta af okkar notendum. Ef þeir eru ekki að gera það, tO hvers eru þeir þá að fara inn á öryggistíðnisviðið? í útboð- inu var gert ráð fyrir að ég gæti náð tO annarra notenda líka og þannig lækkað verðið tO ríkisins. Með innkomu sinni á þetta tíðni- svið er TNet hins vegar að eyði- leggja þann möguleika." -HKr. Prófstress Nemendur i 10. bekk Austurbæjarskóla tóku fyrsta samræmda prófið í morgun. Grunnskólar: Samræmdu pröfin hófust í morgun íslenskukunnátta nemenda 10. bekkjar var prófuð í morgun í fyrsta samræmda prófinu. AOs voru 4040 nemendur úr 137 skólum á landinu skráðir í prófið sem hófst klukkan 9 i morgun. Á morgun verður dönskukunn- átta unglinganna könnuð. Nemend- ur fá svo helgina tO þess að búa sig undir enskuprófið sem er á þriðju- daginn. Lokaprófið, stærðfræði, verður svo haldið á miðvikudaginn. Unga fólkið fær þrjá tíma tO þess að leysa hvert próf. MikOvægt er aö standa sig vel í samræmdu prófunum því þau geta ráðið úrslitum um framhaldsnám bamanna. -SMK brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.