Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 16
16 Menning Myndlist Steypa og stál Fyrir skömmu var hluti hins nýja húsnæðis Listasafns Reykjavíkur opnaður í Hafnarhús- inu við Tryggvagötu eftir gagngerar breytingar á vegum arkitektastofunnar Studio Granda. Þótt ekki hafi allir hlutar sýningarhúsnæðisins enn verið teknir í gagnið liggur nokkuð ljóst fyrir hvernig það kemur til með að líta út í heild sinni. Arkitektamir kjósa að mestu að viðhalda upprunalegu yflrbragði iðnaðar- og geymsluhúsnæðis, þeir breyta ekki hlutföllum rýmis að ráði, hylja hvorki gólf né burðarstoð- ir hússins og upprunalegar gáttir á jarðhæð fá að halda sér. Raunar hnykkja arkitektar sér- staklega á þessu „grófa“ yfirbragði og hlutverki hússins sem „hafnarmannvirkis" með stálplöt- um á veggjum í anddyri og óhefluðum járn- handriðum þar sem við á. Steypugrátt og kalk- hvítt eru ráðandi litir. Þegar áhorfandinn geng- ur inn í anddyri hússins á hann væntanlega að velkjast í vafa um það hvort hann sé staddur í slippstöð eða listasafni. AUt er þetta réttlætan- legt miðað við forsendur arkitektanna og gefur tilefni til margháttaðra hugleiðinga um bygg- ingarlistina í borgarlandinu. Munaðarlausar myndir En trúnaður við upprunalegt hlutverk bygg- ingar getur verið tvíeggjað vopn, einkum og sérUagi þegar byggingin á fyrst og fremst að „fúnkera" sem umgjörð utan um myndlist frá ýmsum tímum. Yfirlýstur tilgangur með opnun Listasafns Reykjavíkur er einmitt að hafa þar uppihangandi að staðaldri hið mikla safn lista- verka í eigu borgarinnar. En þegar skoðað er hvemig eldri myndlistin, verk þeirra Þórarins B. Þorlákssonar, Jóns Stefánssonar, Kjarvals og Ásgríms Jónssonar, gerir sig í þessu húsnæði er deginum ljósara að hún á þar alls ekki heima. Steypan, stálið og gráminn bera hana ofurliði. Rétt eins og megn- ið af myndlist yngri kynslóðar virkar munaðar- laus þegar hún er komin inn á gafl í Listasafni íslands. Hugsanlega mætti búa í haginn fyrir eldri myndlistina með því að nota hlýrri liti á einhverja veggi, en það er sennilega ekki inni í myndinni hjá arkitektunum, miðað við fyrri verk þeirra. Á hinn bóginn kemur nýrri myndlistin ör- ugglega til með að pluma sig í þessum salar- kynnum, einkum og sér í lagi litrík og orku- mikil verk Errós, en þau eru hvort tveggja í senn afsprengi og andstæða þess iðnaðarþjóðfé- lags sem uppranalegt Hafnarhús er sprottið af. Magn og gæði? Annars er erfitt að leggja dóm á kosti og galla sýningarhúsnæðisins út frá þeirri handa- hófskenndu upphengingu sem þar er boðið upp á næstu misserin. Það er hvorki hægt að koma auga á reglu, sögulega eða þematíska, né skap- andi óreglu í því hvernig verkum er fyrir kom- ið í sölunum. Og engar upplýsingar eru fyrir hendi til að auðvelda áhorfandanum áhorfið. Sá sem þetta ritar var sömuleiðis ekki snokinn fyrir innsetningu eftir franska listamanninn Fabrice Hybert sem sett var upp í tilefni opn- unarinnar, en hún kom honum fyrir sjónir sem klisjukennd uppsuða úr verkum framúrstefnu- frömuða á borð við Paolini, Paik og fleiri. í framhaldinu má velta fyrir sér hvemig best er að reka listasafn af þessu tagi. Er raunhæft að hengja þar upp listaverk til margra mánaða í senn, eða verður ekki að breyta upphenging- unni á nokkurra vikna fresti til að fólk haldi áfram að koma í stofnunina? Síðan má spyrja hvort listaverkaeign borgarinnar, mikil að vöxtum, sé í þeim gæðaflokki að hún standi undir fyrirhugaðri sýningarstarfsemi, hvort ekki þurfi að auka við hana reglulega með láns- verkum eða verkum þekktra erlendra lista- manna? Vonandi eru þetta allt spurningar sem að- standendur þessarar nýju safnastofnunar eru að brjóta til mergjar þessa dagana. Aðalsteinn Ingólfsson DV-MYND HILMAR ÞÓR Ur Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu „ Trúnaöur við upprunalegt hlutverk byggingar getur veriö tvieggjaö vopn. “ Bókmenntir Vísindarit í sjálfshjálparstíl í bókinni Tilfinningagreind eftir Banda- ríkjamanninn Daniel Goleman er ítarleg umræða um tilfinningar í nú- tímasamfélagi. Jafn- framt er bókin hörð ádeila á þær áherslur sem hafa verið mest áberandi í umræðu um greind og greindarvisi- tölu. Kenning höfundar er að greindarvísitalan sé ofmetin enda sé hún léleg visbending um hvort böm og unglingar verði nýtir samfélagsþegnar. Það þurfi að taka tillit til fleiri þátta og ekki síst þess sem hann kallar tilfinningagreind: næmi á eigin tilfinningar og annarra, sjálfsstjóm, hæfni í að tjá eigin tilfinningar og list- in að umgangast aðra. Bókin er einum þræði sjálfs- hjálparbók og að því leyti sam- bærileg við bækur eins og Systkinaröðin og Karlar eru frá Mars. En þó stíllinn sé í anda slikra bóka er þetta rit vísindalegra, höfundur leggur kapp á að tengja hug- myndir sínar við nýjustu rannsóknir á starfsemi heilans og styður mál sitt með fjölda tilvísana. Hér er þvi á ferð vísindarit, ritað í sjálfshjálp- arstíl, og höfundur ætlar sér að hjálpa fólki og bæta samfélagið. Ritið er örugglega hið gagnleg- asta fyrir marga, fyrir utan að vera fróðlegt og skemmtilegt. Það er ekki hægt að líkja því við þau gervivísindi sem borin eru á borð í ýmsum sjálfshjálpar- ritum. Umfjöllunin er yfirleitt fremur jarðbundin og yfirveg- uð. Á köflum er vísindatrúin ögn yfirþyrmandi; nánast allt er hægt að útskýra með læknisfræði. Þó fetar höf- undur ágætlega einstigið milli eðlishyggju og mót- unarhyggju og afheitar ekki þætti uppeldis í sköpun persónuleikans - enda eitt markmið hans að kenna fólki að skilja og hemja tilfinningar sínar. Bókin er bandarísk og ber þess skýr merki. Eitt dæmi Golemans fjallar um fóður sem skaut dóttur sína þegar hún stökk út úr fataskáp til að hræða hann. Hann notar þessa sögu sem dæmi um vald óttans en íslenskum lesenda verður fyrst og fremst starsýnt á þá fiflsku Bandaríkjamanna að leyfa öllum að eiga byss- ur og vera stöðugt með þær á lofti. Þá gengur Goleman stundum fulllangt í að hafna greindarvísitölunni. Eitt dæmi hans um gagnsleysi hennar er maður sem hefur greind- arvísitöluna 160 en yfirmaður hans hefur vísi- töluna 100. Hér virðist Goleman mótaður af bandarískri trú á að sá sem fær hæst laun hljóti að hafa mestu hæfileikana. Og gefur sér um leið að greint fólk vilji endilega vera yfir- menn. En þetta eru smávægilegir gallar á umfjöllun sem annars er skýr, heilbrigð og öfgalaus. Hlut- ur tilfinningagreindarinnar hefur örugglega verið vanmetinn í vísindunum hingað til; þaö sýnir Goleman fram á með sannfærandi rök- um. Ef umfjöllun hans getur hjálpað einhverj- um í leiðinni er það auðvitað enn betra. Ármann Jakobsson Daniel Goleman. Tilfinningagreind. Áslaug Ragnars þýddi. löunn 2000. ___________ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 __________________________PV [ Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir j Opinn háskóli 2000 I tilefni menningarársins opnar Há- skóli íslands dyr sínar fyrir almenningi myndarlegar en nokkru sinni fyrr. Frá maí og fram í ágúst verður boðið upp á þrjátíu og eitt skeið fyrir fólk á öll- um aldri - því að kostnaðarlausu. Fjögur námskeið fjalla um Reykja- vík og sögu henn- ar, þrjú fjalla um heim- speki og heilbrigði sálar og líkama. Sex námskeiö fiaUa um bókmenntir, sögu og listir, eitt þeirra um skáldverk Halldórs Laxness, annað um tónlist Jóns Leifs, þriðja ber heitið Veröld Bjarkar og snýst um tónlist, myndbönd og texta listakonunnar, fjórða námskeiðið fjallar um arkitektúr, fimmta um þjóðmenningu og bókmenningu og hið sjötta um sjálfsmynd íslendinga. Sautján námskeið verða sérstaklega fyrir börn og unglinga í fjórum tungumál- um, dönsku, frönsku, þýsku og spænsku, heimspeki og stærðfræði. Og loks verður erlendum gestum og ferðamönnum boðið upp á opna fyrirlestra á norrænum mál- um um menningu, sögu og náttúru ís- lands. Vísindavefurinn Hvers vegna? Vegna þess! sem var opnaður 29. janúar er óhemju vinsæll. Þar getur almenningur lagt spumingar af öllu tagi fyrir sérfræð- inga. Og loks má minna á Menningar- og fræðahátíðina Lif i Borg sem verður hald- in 25.-28. maí með fjölbreyttri dagskrá. Skráning á námskeiðin fer fram hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. Nánari upplýsingar fást á heimasíðunni www.opinnhaskoli2000.hi.is og í sima 525 4000. Viðarbrennsla Danski leirlistarmaðurinn Jörgen Hansen er um þessar mundir gestakenn- ari við Listaháskóla íslands og vinnur með nemendum að gerð viðarbrennslu- ofns en slík brennsla er nýjung hérlend- is. Jörgen er þekktur fyrir að vinna stór verk í leir, svonefnda „eldskúlptúra". Þá byggir hann ofn utan um verkið þar sem þvi er ætlaður staður, en ofninn er síðan fjarlægður á meðan verkið er glóandi heitt. Jörgen flytur fyrirlestur á ensku um verk sín og sýnir skyggnur við LHÍ, ! Skipholti 1, 3. maí, kl. 12.30, í stofu 113. Ástríðufullur fiðlu- leikur I tónlistartímaritinu American Record Guide má nú lesa lofgrein um fiðluleik Rutar Ingólfsdóttur og verkin sem hún leikur á geisladiski sem út kom 1998. Gagnrýnandinn, Lehmann, lýsir verk- [ unum skemmtilega, m.a. segir hann um verk Jóns Leifs: „Hið hvassa, harða, grimma, stundum ofbeldisfulla svipmót tónlistar hans hefur orðið til þess að hann hefur stundum verið kallaður „norrænn primitivisti". Þetta prógramm íslenskrar tónlistar fyrir einleiksfiðlu hefst með Æf- ingum op. 3 frá 1922, hrjúfri, hjartnæmri prelúdíu og nokkuð skreyttri fúgu. Fimm- undir og hörð ómstríða gefa tilfinningu fyrir einsemd og átakanlegri aldasorg, sem manni finnst óneitanlega hæfa vel | eyju íss og elda (sem sjá má á stórkostleg- um ljósmyndum á umslagi geisladisksins) og grimmum harmleik Njálssögu." í niðurlagi greinarinnar segir gagnrýn- andinn: „Leikur Rutar Ingólfsdóttur er stórkostlegur - áhrifamikill og ástríðufull- ur - og upptaka íslenskrar tónverkamið- stöðvar er lifandi, létt og tær, og gefur fullkomið sjónarhom á einleikshljóðfær- ið.“ Þess skal getið að geisladiskur Rutar Ingólfsdóttur var hljóðritaður í Skálholts- kirkju og hljóðmeistari var Páll Sveinn Guðmundsson. Ljósmyndir á umslagi tók Ragnar Th. Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.