Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 49
57 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 DV Tilvera Klassíkin skyldi ráða - stúlkan átti það svo sannarlega skilið Hann heitir Hinrik Auðunsson og rekur matstaðinn Svarta svaninn við Rauðarárstíg. Honum er margt til lista lagt og sjálfur segist hann vera kokkur yfir meðallagi en ekki án mistaka í gegnum tíðina. Fyrsta reynsla manna við mat- reiðslu er oft skemmtileg enda vitum við sem höfum reynt, að fyrsta skipt- ið gengur aldrei áfallalaust fyrir sig. „Mig langar til að segja frá einu af fyrstu skiptunum sem ég bauð dömu heim að borða. Nú átti sko að hafa það flott, mér fannst hún eiga það skilið. Eftir vandlega umhugs- un um hvað ætti að bjóða henni var farið í búöina og verslað, eingöngu fyrsta flokks hráefni, auðvitað. Klassíkin skyldi ráða. Rjómalöguð sveppasúpa í forrétt, snöggsteikt nautapiparsteik og heimalagaður ís (uppskrift frá mömmu) í eftirrétt, og auðvitað flott rauðvín með. Daman átti að mæta um áttaleytið, þannig að ég hófst handa við eldunina snemma, til að vera með allt á hreinu. Farið var i kokkabækumar hennar mömmu og uppskrift að rjómalagaðri sveppasúpu fundin, piparsteikumar gerðar klárar, ísinn var gerður daginn áður. Daman mætti seint eins og við var að búast og auðvitað var allt tilbúið, kerta- ljós og huggulegt. Rauövínið opnað og látið anda, andrúmsloftið losað við spennuna og fljótlega var súpan borin fram. Rjómalagaða sveppa- súpan reyndist vera svolítið bragð- sterk en stúlkan gaf ekkert út á það, en það var einkennilegt að nógur af- gangur var handa heilu fótboltaliði. Nautapiparsteikin var betri en á bestu veitingahúsum og ísinn topp- aði allt saman. Eftir aö hafa vaskað upp í sameiningu, héldum við áfram að hafa það huggulegt, drukk- um meira rauðvín og nú átti það sko að vera rómó. En ekki hvað, það leið ekki á löngu þar til hún fór að kvarta yfir magaverk og þegar hún minntist á það var ég sjálfur farinn að flnna fyrir smáverk. Þegar hún var farin að svitna af verkjum ákvað ég nú að athuga málið nánar og kom þá í ljós að ijóminn sem ég notaði í súpuna var óvart gömul fema sem hafði gleymst í ísskáp piparsveinsins," sagði Hinrik og bætti svo við: „Tekið skal fram að daman sem um ræðir er enn á lífi og hefur set- ið til borðs hjá mér síðan.“ Rjómalöguð sveppasúpa Þar sem bragðlaukamir ráða em ekki til nákvæmar mælingar á súpunni en í henni er: Vatn Campbell’s-sveppasúpa nautakraftur salt & pipar sveppir NÝR rjómi koníak Vatnið látið sjóða, Campbell’s- sveppasúpa sett út í og smávegis nautakrafti bætt við. Hrært vel. Rjóminn þeyttur og settur út i, hrært meira. Ferskir sveppir skomir niður, hreinsaöir í köldu vatni áður. Pínulítið af salti og pipar sett út í og koníak eftir hentugleika. Nautapíparsteik Nautalund er besti bitinn. Pannan hituð á fullum straumi og kjötið ekki sett á fyrr en pannan er alveg sjóðandi heit. Kjötinu lokað, steikt í hálfa mínútu á hvorri hlið, þá má fyrst fara að krydda. Krydd- að eftir hentugleika, notið helst svartan pipar og malið hann og gott er að hafa rósapipar með. Steikt í mjög skamman tíma, bor- iö fram með piparsósu. Heímalagaður ís að hættl mömmu Eggjarauður mjólk sykur vanillustöng súkkulaðispænir (mamma yrði alveg brjáluö ef ég segði rétt magn) Mjólkin og vanillustöngin em hit- uð saman. Þegar suðan kemur upp er eggjarauðunum bætt út í og sykrinum, hrært vel. Látið kólna i smástund, bætið súkkulaðispænin- um út í og frystið. Ég skora hvorki meira né minna en á heimskautafarann, Harald Öm Ólafsson. Sykurlausir jógúrtdrykkir Hættulega hollir Fyrir fjóra I 360 g hrein jógúrt 60 g bananar 30 g appelsínusafi 30 g strásæta 4-6 ísmolar H 360 g hrein jógúrt 150 g ferskur ananas 30 g strásæta 4-6 ísmolar safi úr 1 sítrónu Afhýðið ávextina og maukið í matvinnsluvél, hvora uppskrift fyr- ir sig. Safanum, strásætunni og ísmolunum bætt út í og maukað áfram. Að lokum er jógúrtinni bætt út í. Borið fram í háum glösum, skreytt með ferskum ávöxtum. Ávextir í umslagi Sætur og safaríkur. 500 g blandaðir, ferskir ávextir í bitum (t.d. vinber, kiwi, blæjuber, melónur og bananar) 1 msk. sykur 1 tsk. vanilludropar 2 msk. hvítvín 4 arkir álpappír 1/2 1 vanilluís (eða önnur bragð- tegund) Ávöxtunum blandað saman, deilt í fjóra hluta og pakkað inn í álpapp- ír. Sett á grillið og grillað í 6 mínút- ur. Meðlæti Nykaup Þar semferskleikinn býr Uppskríftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Áður en umslagið er borið fram er það opnað að ofan og ein ískúla sett í hvert umslag. Skreytt með ferskum ávöxtum eftir smekk. Rómeó og Júlía verslun Fákafeni 9, 2. hæð Sími 553-1300 Afcjreiðslutími mánud.-föstud. 10-18, laugard. 10-16 gegnum árin höfum við blásið í gamlar glæður og í verslun okk af spennanfii Frábært ú ð nýja elda. gt úrval um ástalífsins. öndum. Við erum best í bví sem við erum að gera, að bæta ástalífið Ath. Ábyrgð tekin á öllum vörum iAiww.romeo.is netverslun Opin allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.