Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 DV FÍM skipuleggur list í orkustöðvum: Rýmið Um síðustu hélgi var opnuð sér- kennileg myndlistarsýning í Ljósafossvirkjun við Sogið og um aðra hélgi, 16. júní, verður önnur sýning opnuð í Laxárvirkjun í Aðaldal, báðar undir yfirskrift- inni List í orkustöðvum - Sýning- arverkefni FÍM árið 2000. 26 listamenn taka þátt í verkefninu, 8 fyrir norðan og 18 fyrir sunn- an, og komust fœrri að en vildu taka þátt í þessum sýningum. er aflgjafinn Hugmyndin fæddist í uppreisn gegn allri menningunni í höfuðborginni og það var Pétur Stefánsson, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Fé- lagi íslenskra myndlistarmanna, sem lét sér detta í hug að sýna listaverk í öllum virkjunum landsins. „Þetta var róttæk hugmynd sem við slípuðum svolítið til svo að mögulegt væri að hrinda henni í framkvæmd," segir Guðbjörg Lind Jóns- dóttir myndlistarmaður og formaður Félags ís- lenskra myndlistarmanna. „Svo lögðum við beiðni fyrir Landsvirkjun um að fá að sýna í einhverjum af orkustöðvum landsins og því var tekið vel. Svo vel vildi til að það var einmitt ver- ið að taka Ljósafossstöðina í gegn og þar eru tveir glæsilegir salir þar sem ætlunin er í fram- tíðinni að hafa safn um lífríki Þingvalla og Sogsins. En áður en safnið kemur upp fáum við að nýta salina undir sýninguna okkar. Þegar við skoðuðum aðstæður sáum við marga mögu- leika í viðbót á sýningarrými, bæði umhverfis stöðina, í stífluveggnum og víðar.“ Hópurinn fór einnig norður í land og skoðaði Laxárvirkjun og leist vel á allar aðstæður. „Um- hverfl stöðvarinnar er afar failegt og stöðin sjálf er í berggöngum inn í gljúfurvegg. Allir veggir eru því náttúrulegir bergveggir og rýmið er Gunnar Örn: Andlegt ferðalag „Þar sem ég stðö í hvelfingunni undir stíflunni í Ljósafossvirkjun sá ég fyrir mér andlegt ferðalag, þar sem hvert herbergi hefði einn ákveðinn lit... ‘ DV-MYND HILMAR ÞÓR Guðbjörg Lind Jónsdóttir , Við erum ekki aö styðja stefnu stjórnvalda með þessum sýningum en viö viljum þeina athyglinni að því hvaö rafmagnið er spennandi. “ stærra en við reiknuðum með af því að þarna átti að virkja meira en vegna mótmæla var hætt við það. Eftir stendur autt pláss, tilbúið undir vélasamstæður, og inn í það rými hafa lista- menn líka unnið verk. Hins vegar standa engin listaverk utan við þá stöð. Það er engin þörf á að skreyta náttúruna þar meira en orðið er.“ Spennuríkt efni - Eruð þið að sýna samstöðu listamanna með virkjunum með þessum sýningum? Guðbjörg Lind er ekki óviðbúin spuming- unni. „Við erum öll mjög gagnrýnin á fram- kvæmdirnar sem stóðu til á Eyjabökkum," seg- ir hún, „en við höfum líka verið að skoða aðrar hliðar málsins. Við þurfum á rafmagninu á halda þó að við séum ekki sammála um hversu mikil þörfin sé og hverju við viljum fórna fyrir það. Við erum ekki að styðja stefnu stjórnvalda með þessum sýningum en við viljum beina at- hyglinni að því hvað rafmagnið er spennandi. Það er mjög spennuríkt efni,“ segir Guðbjörg Lind og hlær. Aðalsteinn Ingólfsson og Jón Proppé völdu þátttakendur úr fjölda umsækjenda úr félaginu og auk þess eru þrír utanfélagsmenn sérlegir gestir á sýningunum. - Ertu ánægð með útkom- una, Guðbjörg? „Já, ég er það. Þetta er stærsta verkefnið sem félagið hefur staðið fyrir til þessa og það er spennandi að sjá það verða að veruleika, því þetta hefur verið heilmikil þróunarvinna hjá mörgum listamönnunum. Þema menningar- borgarinnar er menning og náttúra sem er afar viðtækt en við ákváðum að stefna frekar á sam- spilið milli listarinnar og mannvirkjanna. Öll verkin eru búin til inn í rýmið með þetta í huga. Rýmið orkaði mjög sterkt á listamennina og varð þeim sannur aflgjafi." Vönduð sýningarskrá hefur verið gefin út með litmyndum af öllum verkunum. Sýningarn- ar standa til 15. september í haust og eru opnar kl. 13-17 virka daga en kl. 13-18 um helgar. Tónlist Oskiljanlegt muldur Olli Mustonen heitir finnskur píanóleikari sem hélt tónleika í Háskólabíói á Listahátíð á fimmtudagskvöldið. Óvanalega fámennt var á tónleikunum, líklega vegna þess að Elton John var með sína tónleika á sama tíma. Einnig get- ur verið að fólk muni enn eftir frammistöðu Mustonens með Sinfóníuhljómsveit Islands fyr- ir um sex árum; þá lék hann píanókonsert eftir Rachmaninoff og viðhafði um leið svo furðulega tilburði, sérstaklega með fótunum, að flutning- urinn þótti minna mest á nektardans. Það hefði reyndar verið allt í lagi ef túlkunin hefði veríð sannfærandi, sem hún ekki var. En Mustonen hefur lagast mikið, hann er hættur að sveiíla fótunum fram og til baka, þó hann þurrki enn af sér svitann eins og ballett- dansari og baði út öllum öngum. Auðvitað er ekkert að því að vera öðruvísi; Glenn Gould var til dæmis mjög furðulegur þegar hann var að spila, sat óvenjuneðarlega við píanóið með and- litið nánast klesst upp við nótnaborðið. Það er samt ekki þetta sem gerir þessa og ýmsa aðra píanóleikara sérstæða heldur fyrst og fremst túlkunin. Og túlkun Mustonens er að mati und- irritaðs ekki sérlega merkileg. Hún einkennist af einhvers konar ýkjustíl sem gerir að verkum að sumt verður óþægilega áberandi en annað hverfur. Dæmi um þetta er hvemig Mustonen túlkar þumalputtaregluna um að lokanóta hend- ingar sé veikari en hinar nóturnar nema annað sé tekið fram af tónskáldinu. Mustonen gerir þetta á svo yfirdrifinn hátt að lokanótan bók- staflega gufar upp, hann er eins og maður sem klárar aldrei það sem hann er að segja, eða seg- ir það svo lágt að það virkar eins og óskiljanlegt muldur. Þessar hálfkveðnu vísur voru gegnumgang- andi í fyrsta verki efnisskrárinnar, sem var hin svokallaða Pastoralsónata opus 28 eftir Beet- hoven. Tónlistin komst aldrei á flug, því þrátt fyrir yfirburða tækni Mustonens gerði ýkjustíll- inn að verkum að ekkert flæði var í tónlistinni. Pastoralsónata Beethovens er stórbrotið tón- verk með þungri undiröldu þó hún sé glaðleg á yfirborðinu, en Mustonen tókst aldrei að koma dýpri hliðum tónlistarinnar til skila. Sama má segja um hin verkin eftir Beethoven sem Mustonen lék fyrir hlé, Bagatellur opus 119, Rondó opus 129 og Fantasíu opus 77. Tækni pí- anóleikarans naut sin að vísu prýðilega í glæsi- legu Rondóinu, en ýkjustíllinn eyðilagði Baga- tellurnar, og áslátturinn var svo harður og óþægilegur í Fantasíunni að mann langaði mest til að halda fyrir eyrun. Ekki bætti úr skák að flygillinn í Háskólabíói, sem er orðinn óttalegur garmur, hélt illa stillingunni og var orðinn falskur eftir fyrstu tíu minúturnar. Siðasta verkið á efnisskránni var Tilbrigði og fúga eftir Brahms við stef eftir Handel. Þar voru áherslurnar óþarflega agressífar og komu sum- ar þeirra út eins og hvert annað hundsgelt. Þrátt fyrir það var ýmislegt ágætlega gert, eins og fúgan sem var skýr og með vel mótaðri stíg- andi, og tæknilega var allt verkið ágætlega leik- ið. Það er bara ekki nóg, Mustonen skorti sann- færingarkraftinn til að hrífa mann með sér, og var útkoman einhverjir leiðinlegustu tónleikar sem undirritaður hefur farið á. Jónas Sen __________________Menning Umsjón: Silja A&aisteinsdóttir Mynd af Emily? 135 ára gömul ljós- mynd hefur kveikt glóð í hjörtum ljóðaunnenda i Bandaríkjunum og víðar. Hún seldist á margfóldu matsverði á uppboði nýlega því talið er að hún sé af skáldinu Emily Dick- inson, einu helsta skáldi enskumælandi manna á 19. öld. Áður var vitað um eina mynd af Emily á unglingsaldri en þetta er mun eldri manneskja. Emily Dickinson varð þó aldrei gömul; hún fæddist 1830 og lést 1886. Skálholtstónleikar Næstu fjögur fimmtudagskvöld verða tónleikar í Skálholtskirkju sem heíjast kl. 20.30. Orgel kirkjunnar hefur verið stækkað, röddum fjölgað um fimm svo- kallaðar tunguraddir og hljóðfærið allt yfirfarið. Það var endurvígt á uppstign- ingardag við hátíðlega athöfn. Veitingasala er í Skálholtsskóla og þar er einnig hægt að fá gistingu allt árið. Tíðagjörð verður í kirkjunni að vanda kl. 18.00 og hægt er að panta hið vinsæla miðaldahlaðborð hjá bryta skólans í síma 486 8870. Að loknum tónleikum er einnig hægt að fá veitingar í skólanum. Kórtónleikar Reykjalundarkórinn heldur vortónleika sína í hátíðarsal Varmárskóla kl. 20.30 annað kvöld. Á efnisskrá eru íslensk þjóð- lög, trúarleg verk eftir mörg helstu tón- skáld tónlistarsögunnar og íslensk sönglög. Tónleikunum lýkur á frumflutningi á völd- um þáttum úr Flamenco-messu gítarsnill- ingsins P. Pena sem Símon H. ívarsson kórstjóri hefur útsett. Leikur Símon sjálfur með á gítar og Judith Þorbergsson, undir- leikari kórsins, á fagott. Reykjalundarkórinn er á fórum til höf- uðborgar tónlistarinnar, Vínar, og eru þessir tónleikar liður í undirbúningi undir þá ferð. Sagan í landslaginu Nú eru að hefjast sumamámskeið fyrir 11-14 ára ungmenni undir heitinu „Sagan í landslaginu - náttúra, búseta, minjar og list“ á vegum Árbæj- ^ arsafns, Náttúru- fræðistofnunar ís- lands, Listasafns ‘ ■■ Sigurjóns Ólafssonar og fleiri aðila undir hatti M- 2000. Hvert námskeið stend- ur í fimm daga og er byggt upp eins og ferðalag um for- tíð, nútíð og framtíð með fræðslu um þróun búskapar- hátta og byggðasögu, húsagerðarlist og myndlist. Þau hefjast á mánudegi úti á Sel- tjarnarnesi þar sem Læknaminjasafnið í Nesstofu verður heimsótt, þriðjudegi verð- ur varið í Árbæjarsafni, miðvikudegi í miðbæ Reykjavikur, fimmtudegi í Laugar- nesi og þeim lýkur á grillveislu úti í Viðey. Námskeiðin standa fram í ágúst og kosta 5.500 kr. Skráning fer fram í Listasafni Sig- urjóns í síma 553 2906. Landið sem ekki er til Annað kvöld kl. 20.30 flytja sænsku lista- mennirnir Susanna Levonen messósópran, Bernt Wilhelmsson píanóleikari og Magnus Irving flautuleikari tríótónleika í Salnum í Kópavogi. Þremenningarnir munu frum- flytja tvö verk, hið fyrra er eftir íslenska tónskáldið Svein Lúðvík Björnsson við ljóð- ið „Landet som icke ar“ eftir Edith Söder- gran, hið síðara er „För nára“ eftir sænska tónskáldið Sven Ahlin við ljóð eftir pólska nóbelsverðlaunahafann Wislöwu Szym- borska. Auk þess verður á efnisskránni sönglaga- flokkurinn „Babbeloni" eftir sænsk- slóvakíska tónskáldið Pavol Simai, sónata eftir Grieg og fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.