Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 24
40 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000 Tilvera DV Póstkröfusími VIDEOHÖL LIN A f~*fnUL t>£UTLClÍ_- LÁGMÚLA 7 • SÍMI 568 53 33 Kristján Jóhannsson frá Akureyri framleiðir minjagripi: Hárnákvæm eftirlík- ing af eftirlíkingu og bær Eiríks rauða steypt í postulín Stoltur listasmiður Kristján Jóhannsson frá Akureyri með gripi sína sem minna eiga á landafundaafmæli um ókomna tíð. Hér má sjá bæ Eiríks rauða og kirkju Þjóðhildar. - kirkja Þjóðhildar DV, BRATTAHLÍÐf „Það liggur í þessu mikil vtnna. Ég hef lagt áherslu á að ná fram öllum smáatriðum og það má sjá á eftir- líkingunum smá- atriði svo sem hleðslumynstrið," segir Kristján Jó- hannsson, mynd- listarmaður frá Akureyri, sem gert hefur minja- gripi til sölu á landafundahátíð i Eystribyggð á Suð- ur-Grænlandi í sumar. Um er að ræða þrenns kon- ar gripi sem fá mikið lof þeirra sem skoðað hafa þá. Sem dæmi um nákvæmnina má greina á þeim muninn á hleðslu- mynstrinu sem er tvenns konar; klambra og streng- ur. Eins og kunnugt er hafa Grænlend- ingar og Vestnor- ræna ráðið byggt upp nákvæmar eft- irlíkingar af Þjóð- hildarkirkju og bæ Eiriks rauða í Brattahlíð. Mann- virkin sem byggð eru af ístaki hf. nákvæmlega eftir heimildum um upphaflegu gerð- ina verða vígð á Landafundahátíð í Brattahlíð um miðjan júlí. Kristján Jó- hannsson, nafni og sveitungi hins fræga stórsöngv- ara, starfar sem myndlistarkennari og segist hafa séð sér leik á borði til að leggja sitt lóð á vogarskálamar. „Ég ákvað að steypa eftirliking- ar af Þjóðhildarkirkju og bæ Eiríks rauða til að selja þeim sem vilja eiga minningar frá þessum miklu tímamótum. í þvi skyni kom ég til Brattahlíðar I fyrrahaust og ljós- myndaði og teiknaði mannvirkin. Veturinn notaði ég síðan til að gera frummyndirnar og steypa gripina í postulín. Vandinn er sá að halda niðri kostnaði þar sem ég er að keppa við framleiðslu frá Tai- van og viðar. Ég tel að mér hafi tekist að framleiða þetta með skikkanlegum kostnaði og það verður enginn svikinn af því að eignast slíka gripi,“ segir hann. Kristján segir mjög takmarkað magn vera í boði af gripunum. „Fjöldaframleiðslan gengur þó ekki mjög hratt fyrir sig og mér tekst ekki að framleiða nema 300 stykki fyrir hátiðina og nú er bara að vona að allt seljist," segir Krist- ján. Hann segir að ef dæmið gangi upp muni hann færa út kvíamar og framleiða sambærilega muni af þjóðargersemum Islendinga. „Ég horfi þar til húsanna í Árhæ, Víðimýrarkirkju og fleiri sögufrægra mannvirkja,“ segir Kristján. -rt lýgerðum kjarasamningi VR og SA eiga VR nú að hafa fengið 10.000 kr. eingreiðslu arfsmenn í fullu starfi þann l.maf sfðastliðinn. I i i r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.