Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2000, Blaðsíða 24
36 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 Tilvera DV Bláa kirkjan á Seyðisfirði Tónleikaröðin Bláa kirkjan á Seyðisflrði heldur áfram í kvöld en þetta er þriðja sumarið í röð sem hún er haldin. í kvöld eru það þau Garðar Thór Cortes ten- ór og píanóleikarinn Krystyna Cortes sem koma fram en þau ætla að flytja ítalskar antik arí- ur, íslensk og ensk lög. Tónleik- amir heíjast klukkan 20.30 og hægt er að skella sér á Kaffl Láru eða í Menningarmiðstöðina Skaftfell eftir á en þar er veit- ingastofa og netkaífi. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á Rán- argötu 3 á Seyðisfirði og í kirkj- unni fyrir tónleikana. Síminn er 472-1775 og tölvupóstfangið er muff@eldhom.is. Aðgangseyrir eru kr. 1000. Klúbbar ■ DJUPHUS A THOMSEN Thomsen býður gestum sínum upp á Djúphús- kvöld og verður meöal annars með girnilegt rauövínstilboö enda er alltaf nóg aö gera á Thomsen { miðri viku líka. Plötusnúðarnir Herb Legowitz og Tommy White sjá um tónlistina eins og hefð er fyrir á mið- vikudögum. Krár ■ JAGUAR A GAUKNUM Stórband ið Jagúar er ekki þekkt fyrir að láta fólki leiðast. Það mun taka málin i sínar hendur á Gauki á Stöng og fönka upp miðvikudagskvöldið fyrir þá sem ekki hanga heima í miðri viku. ■ KURAN Á NÆSTA BAR Kuran tríóið og Akúra-strengjakvartettinn gleðja eyru gesta á Næsta bar. Gestir barsins munu eiga ógleyman- legt kvöld. ■ UFANPI TÓNUST Á CAFÉ ROM- ANCE A kaffihúsi rómantíkurinnar, Café Romance, er lifandi tónlist öll kvöld. Enski píanósnillingurinn Miles Dowley heldur uppi réttu stemning- unni frá klukkan 20.00. Fundir ■ KIRKJUTÓNLISTARRÁÐSTEFNA í SKALHOLTI Samtökin Collegium Musicum hafa um 15 ára skeið unnið að rannsóknum á menningar- arfinum sem fólginn er í sönglögum fyrri alda. Hér er um að ræða fyrstu heildarrannsókn á nótum sem fund- ist hafa í íslenskum handritum. Nið- urstööur rannsóknanna verða lagðar fram en þær veröa enn fremur gefn- ar út á árinu. Sex ung tónskáld hafa veriö ráðin til aö gera nýjar útsetn- ingar á nokkrum þessara fornu tón- verka og fá gestir ráðstefnunnar að heyra afraksturinn. Verkefnið er unn- ið í samstarfi við Kristnihátíö og Landsbókasafn. Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is Hlaupahjólin fara eins og eldur í sinu um stórborgir Vesturlanda: Æðið komið til íslands Gömlu góðu hlaupahjólin eru komin aftur - í nokkuð breyttri mynd þó. Nú eru þau léttari, með- færilegri, flottari og vinsælli en nokkru sinni fyrr. Æðið byrjaði í Japan en þar sérhæfa heilu tímarit- in sig í hlaupahjólunum. Þaðan barst það til stórborga Evrópu þar sem ekkert þykir flottara en að hlaupa á hjólinu á milli borgar- hluta. Kanar og Ástralir hafa sömu- leiðis bitið á agnið. Og við íslend- ingar látum svo sannarlega ekki okkar eftir liggja. Komið til að vera Það er sama til hvaða verslunar er leitað - sölumennimir hafa allir sömu sögu að segja. Fyrsta sending Týnda hlekksins kom fyrir tveimur vikum og er við það að klárast. Til- raunasending Amarins kláraðist en komið til að vera.“ Ingi Rafn Braga- son, verslunarstjóri Amarins, segir æðið sprengju í anda hjólabrettanna en bætir við: „Kúnnahópurinn er allt annar og miklu breiðari. Kaup- endur em allt frá unglingum upp í fólk að nálgast fertugt. Það flækir þó ekki málin því hlaupahjólin eru í einni stærð sem hentar öllum.“ Algengt verð á hjólunum er frá 9.400-12.700 og rétt að benda fólki á að bera saman verð og gæði áður en það velur sér hjól við sitt hæfi. Athafnakona á hjóii Því fer víðsfjarri að það séu ein- ungis börn og táningar sem þjóta um á hlaupahjólunum. Arna Borg- þórsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffibarsins, er ein íjölmargra at- hafnamanna sem notast við hjólið: Mögnuð hönnun Nýju hlaupahjólin eru gerð úr áli og því einkar létt og þægileg. Auðvelt er aö stilla stærö þeirra eftir þörfum og hreinlega pakka þeim saman þyki ástæða til. von er á stórri sendingu í vikunni. I Markinu er sömuleiðis allt uppselt en von á hundruðum hlaupahjóla í næstu viku. Þorvaldur Þorvaldsson, sölumaður í Markinu, segir böm vera meginþorra kaupenda en játar fúslega að hafa reynt hjólið sjálfur og líkað vel. Spurður um hvort þetta sé ekki bara sumarbóla svarar hann: „Þetta er sumaræði en ég vona að það lifi áfram - likt og BMX-hjólin.“ Halldór Kári Hreims- son, sölumaður hjá Týnda hlekkn- um, er sannfærður um áframhald- andi vinsældir hjólsins: „Það er „Ég er búin að eiga það í tvo mán- uði og nota það töluvert. Stundum fer ég á því i vinnuna eða tek það samanbrotið með mér - og fer á því skemmri vegalengdir yfir dag- inn. Ég renni oft á þvi út í búð og í líkamsrækt - og á góðviðris- kvöldum skrepp ég i stutta túra.“ Ama hefur, líkt og sölumennimir, trú á þvi að hlaupahjólið sé komið til að vera þótt það byrji sem sum- aræði: „Ég hugsa að þetta sé svip- að og með línuskautana sem heilu fjölskyldurnar eru komnar á núna. Hlaupahjólið er þó miklu Arna Borgþórsdóttir ferðast um á hlaupahjóli „Stundum fer ég á því í vinnuna eða tek það samanbrotið með mér- og fer á því skemmri vegalengdir yfir daginn. “ þægilegra, það þarf ekki að fara í Ég mæli með því að allir fái sér það og úr auk þess sem stigar og svona.“ tröppur valda engum vandræðum. -BÆN Bardúsa á Hvammstanga - eitt elsta gallerí á landinu DV, HVAMMSTANGA:__________________ „Þetta er níunda sumarið okkar þannig að Bardúsa er að verða eitt elsta galleríið á landinu. Svona starfsemi er svo sem ekki neitt stórgróðafyrirtæki þannig að okk- ur þykir bara gott að geta þrauk- að þetta,“ segir Edda Hrönn Gunnarsdóttir sem rekið hefur Bardúsu síðustu árin, en galleríið, sem er i gamla pakkhúsinu, er opið í sumar klukkan 12 til 18 virka daga og 11 til 17 um helgar. DV-MYND ÞÁ Edda Hrönn Gunnarsdóttir sem rekur Bardúsu. „Það eru leirmunirnir sem vekja einna mesta athygli enda ieiríistar- fólk hér að verða nokkuð þekkt. “ Að sögn Eddu Hrannar eru það aðallega gripir frá handverksfólki úr héraði sem er til sölu í gallerí- inu, hefðbundið prjónles, leirvör- ur, tálgaðir hlutir og ýmsir aðrir handunnir mtrnir. Samhliða Bar- dúsu er einnig rekið Verslunar- minjasafnið á Hvammstanga og þar má meðal annars líta gamla krambúð sem flutt var úr verslun Sigurðar Davíðssonar. Meðal fjölda annarra muna má nefna ýmsa úr gamla kaupfélaginu, Verslun Sigurðar Pálmasonar og þá kennir einnig ýmissa grasa í minjasafni Óla Egils, allt frá báts- vélum niður í tókbaksjám, luktir, skiði og ýmislegt fleira, að sögn Ragnheiðar Pétursdóttur starfs- manns Bardúsu og Verslunar- minjasafnsins. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.