Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 3
ég get ekki sagt að ég eigi mikið sam- eiginlegt með Billy Jean,“ segir Rakel og brosir um leið og hún drekkir sér í café au lait inni á Hominu í Hafnar- stræti 15. Undir þessi orð hennar tekur Védís sem leikur sakleysingjann hana Möggu sem vill helst ekki sofa hjá snoppufríða kærastanum sínum, Benna. Það er aftur á móti Billy Jean meira en fus til þess að gera - enda lagst undir hnífínn áður. Verkið er stór- skemmtilegt og hefur verið sýnt i Loft- kastalanum við fádæma imdirtektir áhorfenda. I stuttu máli segir sagan frá nokkrum krökkum sem stunda skemmtistaðinn “Ertu í fíling“ og er hann með endalaus Jacksonkvöld. Þar reyna þau að syngja, við hvort annað og eiturlyf sem er útbýtt þeirra á meðal með hrikalegum afleiðingum. Nokkrir krakkanna ákveða að takast á við þessa vá og takast á við stórlúðann Óskar, eiganda staðarins, sem er leikinn af Kára Gauta Guðlaugssyni (sannfær- andi leikur, Kári minn). „Handritshöfundar sýningarinnar gáfu okkur ákveðið svigrúm þegar ver- ið var að skrifa. Þeir tóku ábendingar okkar alvarlega og þannig tóku verzl- ingar fullan þátt í sýningunni frá upp- hafl,“ segir ofurskvisan Védís sem sleit barnskónum sínum innan 108-svæðisins í Reykjavik. Védis er í fullu starfi sem leik- og söngkona i sumar og sinnir því að mikiili alúð. Þetta endurspeglast glögglega í því hversu fantagóð söng- kona hún er. „Eitt af því fyrsta sem allir spyrja okkur að er hvort þetta hirði ekki mik- inn tíma frá náminu," grípur Rakel inn í og tekur annan sopa af kaffinu sínu. Rakel er, rétt eins og stalia hennar, Reykvíkingur í húð og hár tókst á við bamæskuna í Ártúnsbrekkunni þar sem hún söng hástöfum í kór á sínum yngri árum. Rakel gefur Védísi ekkert eftir f söngnum og víst þykir að þær eigi báðar eftir að sjást aftur á sviðinu syngj- andi. „Sýningin var frumsýnd 3. febrúar á nemendamóti Verzlunarskólans og höfðum við þá verið að æfa söngva og dansa stanslaust frá því um haustið. Vissulega tók þetta töluverðan tíma frá okkur. Flestir kennaranna era þó skil- ingsríkir og reyna að hliðra til fyrir okkur.“ Sýning verzlinga hefur gengið svo vel að ákveðið var að halda sýningunni áfram í sumar í samvinnu við forsvars- menn Loftkastalans. Fókus hvetur þá sem ekki hafa enn þá hunskast á sýninguna að drífa sig, setja á sig silfurhanskann og hattinn, þamba bjór þangað til þeir verða með- vitundarlaus og hlusta á Jackson-filing- inn eins og hann gerist bestur. Ef það nægir ekki era þama nokkrir vel út- skomir dansarar sem halda manni við efnið á miili atriða. sauriífsseögunnn og plastdukkan Michaeí Jackson raörg af bestu poppiögum sögunnar. b A siöasta.nemencianioti verzlinga var ákveðiö aö taka tíi sýninga nýjan söngíeik meö lögum Jacksons í þýðingu vísnasniHingsins Hailgríms Helgasonar. Fókus:ákvað a'ð kíkia á Sýnífígtína og athuga þessa menntaskóla. Þeir viröast hafa tekið að sér að haída uppl leikhuslífi iandans ! sumar. Sögusviöið er sjávarþorpið Djúpidalur og búið er að selja kvótann burt. Strákarnir eru atvinnulausir og stelpurnar vinna allar í ígulkeraverksmiöjunni. Frekar súrir sjá þeir myndina um ráöagóðu bresku iðnaðar- mennina og fá í kjölfarið þá snilldarhugmynd að troða upp á sjómannadaginn, kviknaktir. Söguþráðurinn hljómar eflaust kunnuglega enda er um aö ræða grínleikrit með söngvum, byggt á hinni sívinsælu kvik- mynd Full monty. Frumsýning á „Með fullri reisn“ er í Tjarnarbíói í kvöld. „Við lofum nekt, góðri tónlist, bull- andi skemmtun og þvi að fólk komi og hlæi sig máttlaust. Okkur er ekkert heilagt og við gerum grín að öllum,“ segir Guðmundur Rúnar Kristjánsson, handritshöfundur og leikstjóri. „Reykjavík er ein menningarborganna í ár og því hafa flest leikhúsin keppst við að halda úti miklum menningarvið- burðum. Okkur fannst vanta skemmt- Hluti hópsins fyrlr utan Tjarnarbíó. un, það var ekkert sem heitir grin og glens en það er einmitt það sem þessi sýning er, grín og glens. Því ákváðum við aö drífa í þessu.“ Leikritið gerist að mestu leyti á æfingatlma strákanna í Djúpadal þannig að hugmyndin er 1 stóram drátt- um sú sama og við sáum í myndinni. Þó skipar tónlist, bæði íslensk og er- lend, stóran sess og eins era kvenpersónur meira áberandi i þessari ís- lensku leik- gerð. Þremenn- ingar og 10 leikarar Auk Guð- mundar . eru það Matthías Matthíasson tónlistarstjóri og Bjartmar Þóröarson danshöfundur sem halda utan um sýninguna. Drengimir era Með fiullri reisn langt í frá ókunnugir leikhúsheimin- um, Guðmundur hefur kennt leiklist í nokkum tíma og sett upp verk hingað og þangað, m.a. Heimtan úr helju með Fjölbraut í Breiðholti. Matti hefur m.a. sungð i Hárinu, Jesus Christ Superstar og verið tónlist- arstjóri hjá MH í Hárinu og i Heimtum úr helju. Bjartmar hefur kennt dans í mörg ár og lék m.a. aðaðhlutverk í nemendauppfærslum Versló í nokkur ár. Leikhópinn skipa 10 manns um eða yfir tvítugt; ailt ungt hæfileikafólk sem starfað hefur í leikhúsunum. Með stærsta kvenhlutverkið fer Margrét Eir Hjartardóttir og í stærsta karlhlutverki er Guðjón Davið Karlsson en hann hef- ur leikið mikið í Þjóðleikhúsinu. Ferskir vindar Bryddað era upp á ákveðinni ný- breytni í leikaravali í Með fullri reisn. Með hiutverk Spassa fer nýr og nýr leikari á hverri sýningu en þó alltaf þekktur leikari í íslensku leikhúsi. Fyrst um sinn mun Hjálmar Hjálmars- son leika Spassa en svo er það leyndar- mál hverjir verða næstu Spassar. „Hlutverkið hentar vel í þetta, Spassi er þrælfyndinn og hugmyndin er góð,“ segir Guðmundur. En þetta er ekki eina nýjungin því það eru aðrar byltingarkenndari. - Nektardansmær frá Maxim's tekur þátt í sýningunum og það hljóta að teljast ferskir vindar i leikhúsheiminum. I handritinu að verkinu fara aðalsögu- hetjumar iun á Maxim's í Reykjavík og því lá þetta nokkuð beint við, að sögn Guðmundar. „Geiri á Maxim's skaifar stelpu á hverja sýningu. Pælingin er sú að þessar stelpur era skráðar inn í landið sem listamenn og því ekki að nota þær þannig?" segir Guðmundur leikstjóri. „Marina fer með hlutverkið út ágúst en þá tekur önnur við.“ Æfmgar hafa staðið i rúman einn og háifan mánuð og Guðmundur segir ailt hafa gengið vel. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Tjamarbíói, bæði fyrir áhorfendur og eins baksviðs þannig að það ætti ekki að væsa um þá sem skella sér á sjónleikinn. Eins og áður sagði er frumsýning í kvöld og önnur sýning þann 23. nk. -HH e f n i Arlindo frá Grænhöfða- eyjum: Strippar og slátrar kjúllum Anna Kournikova: Strákarnir vilja refsa henni Stoke City: Sætar stelpur og dýr bjór Reykjavik City: Bangkok norðurs- Ragnheiður Axel: Hvíslandi eldfjall 10 IfeLiZ' ,-U- Kim Stelpa sem tekur stórt upp í sig Jimi Tenor: Kvikmyndatón list án kvik- myndar Mary Poppins: Blómarokk úr Breiðholti Maggi Logi: Bakar pönnu- A kökur 1 'Andy Sellar: Ministry of Sound á Thomsen I m. Lárus Hjálmarsson^ Meira um tón- \ ; listargagnrýni 1* J* m 1 f 1Ö Sækó Ameríkani Hún vill kossa. kossa. kossa Hópur fólks i ÍR húsinu Bleeder er framhald á Pusher Selló í 12 tónum f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Ragnheiði Axel 21. júlí 2000 f ó k u s 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.