Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Blaðsíða 12
12 T Utlönd MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2000 DV Martti Ahtisaari Ahtisaari er einn af „vitringunum þremur“. Vitringarnir heim frá Austurríki „Vitringarnir þrír“ svokölluðu luku 3 daga rannsókn sinni á mann- réttindamálum í Austurríki í gær og sögöu við það tilefni að ólíklegt væri að þeir færu aðra ferð til Aust- urrikis til aö afla sér upplýsinga. Sendinefndin, sem í sitja þrír ein- staklingar; þ.á m. Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, var skipuð af Evrópubandalaginu til að safna gögnum í skýrslu um hollustu Austurríkis við stefnu EB en skýrsl- ima á að nota til að ákvarða framtíð Austurríkis innan Evrópusam- bandsins með mögulegu tilliti til þess að einangrun landsins innan sambandsins verði aflétt. „Þaö er augljóst að við höfum nóg af staðreyndum," sagöi Þjóðverjinn Jochen Frowein, en „vitringanna" bíður það erfiða verkefni að skila álitsgerð til Evrópusambandsins um málið. Fleiri gíslatökur á Fídjieyjum Þjóðemissinnar á Fídji og fylgis- menn uppreisnarmannsins George Speight tóku um 30 indverskættaða Fídjibúa í gíslingu í Labasa á Vanua Levu-eyju í gær. Þjóðernissinnar héldu gíslunum þar til aðrir þorps- búar skökkuðu leikinn og gíslunum var gefið frelsi. Að sögn vitna voru þjóðemissinn- ar hópur 16 ungmenna sem vildu með þessu lýsa stuðningi sínum við George Speight sem var handtekinn fyrr í vikunni og á yflr höfði sér að verða ákærður fyrir landráö. Um 70 manns hafa nú verið teknir í gísl- ingu frá því að Speight var hneppt- ur í varðhald og mikils óróa gætir einkum á Vanua Nevu. Fyrrverandi forsætsráðherra Fidji, Mahendra Chaudry, mun í dag hitta John Howard, forætisráðherra Ástralíu, þar sem skálmöldin á Fídji verður rædd. Friðarviðræðurnar halda áfram í Jerúsalem: Leiðtogarnir sátu ekki fundinn í gær Samninganefndir Palestínu og ísraels héldu friðarviðræðum áfram þar sem frá var horfíð í Jerúsalem í gær eftir 15 daga samningalotu í Camp David sem lauk án árangurs í síðustu viku. Háttsettur samninga- maður úr röðum Palestínumanna sagði um fundinn að enn væri langt í land að fullnaðarsamkomulag næðist. Fundinn sátu Saeb Erekat fyrir hönd Palestínu og Oded Eran fyrir hönd ísraela en leiðtogar ríkj- anna tóku ekki þátt í viðræðunum í gær. í viðtali við Ahmed Korei, aðal- samningamann Palestínumanna í Camp David, sem birtist í dagblað- inu Al-Ayyam í gær, segir Korei að Camp David-fundimir hafl skilað litlum árangri. Um mögulegt fulln- aðarsamkomulag segir Korei að þrennt þurfi að koma til: Að ísrael- ir viðurkenni landamæri ríkjanna eins og þau vom árið 1967, að palestínskir flóttamenn fái að snúa Ungir palestínskir mótmælendur brenna mynd af Barak sem vott um stuöning viö Arafat. til síns heima samkvæmt samþykkt SÞ nr. 194 og aö samkomulag náist um skiptingu Jerúsalem. Áformað er að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Madeleine Albright, eigi fund með „utanríkisráðherra" Vatikansins, erkibiskupnum Jean- Louis Tauran, á næstunni og er það liður í að upplýsa um gang mála þá sem láta sig friðarviðræðurnar varða. Vatíkanið hefur áður náð samkomulagi við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu, um að alþjóðleg- ir aðilar komi að friðargæslu í Jerú- salem. Þessu hafa Israelar hins veg- ar hafnað. Arafat átti fund meö krónprinsin- um af Sádi-Arabíu í Jeddah í Sádi- Arabíu í gær þar sem hann skýrði honum frá misheppnuðum viðræð- um ísraela og Palestínumanna í Camp David. Arafat hélt því næst til Jemen en ferðalagið er liður í því að skýra ráðamönnum heimsins frá stofnun Palestínuríkis. Kraftaverkamaöur Liew Thow heitir hann og er frá Malasíu en þessi óvenjulegi maöur er gæddur þeim hæfileikum aö geta fest hnífaþör ogjafnvel múrsteina viö beran líkamann. Utanríkisráð- herra ísraels, David Levy, frestaði í gær ákvörðun um að segja sig úr ríkis- stjóm Ehud Baraks fram á miðvikudag. Levy sagði einnig að hann myndi ekki greiða atkvæði með vantrausttil- lögu á hendur forsætisráðherra sem tekin verður fyrir á ísraelska þing- inu að nýju í dag. Eldflaugaárás í Kólumbíu Óljósar fregnir greindu í gær frá árás uppreisnarmanna kommúnista á fjallaþorp í vesturhluta Kólumbíu í gær. Uppreisnarmennimir skutu heimagerðum eldflaugum að þorp- inu og er talið að allt að 27 manns hafi látið lífið. Heitir að hvika hvergi Forsætisráðherra Spánar, Jose Maria Aznar, heitir því að hvika hvergi í baráttunni við aðskilnaðar- samtök ETA. Forsætisráðherrann hélt til borgarinnar San Sebastian í gær til að votta ættingjum Juan Maria Jauregui, fyrrum héraðs- stjóra í Baskahéraði, samúð sína en hann var skotinn til bana á laugar- dag. Chavez áfram forseti Forseti Venesúela, Hugo Chavez, var endurkjörinn forseti landsins í kosningum sem fram fóru í gær. Þáði mútur Einn af helstu fjármálaráðunaut- um Japans, Kimitaka Kuze, lét af embætti í gær, eftir að hafa viður- kennt að hafa þegið mútur. Taka fleiri býli Ríkisstjóm Simbabve hefur i hyggju að taka 3000 býli eignar- námi i aðgerðum stjómvalda til að koma býlum hvítra í landinu undir svarta. Áður hafði Mugabe lýst því yfir að um 800 býli yrðu tekin eignamámi. Jarðskjálftar í Japan Harður jarðskjálfti reið yfir japönsku eyjuna Miyakejima um 200 kílómetra suður af Tókíó í gær- kvöld. Skjálftinn mældist 6,2 á Richter. Skjálftinn fannst vel í Tókíó og eiga sérfræðingar von á því að eftirskjálfta verði vart í kjöl- farið. BMW 318IA '91, ssk., ek. 260 þús„ nýsprautaður, vel þjónustaöur. Áöur 790 þús. Tilboö 490 þús. Toyota MR2 '88, 5 g., ek. 130 þús. km, leöurkl., einn eig., eins og nýr. Áður 550 þús. Tilboð 350 þús. Nissan 200 SX turbo intercooler '90, 5 g., ek. 128 þús. km. Áöur 850 þús. Tilboð 490 þús. Hýmum Opel Calibra 2.0 1,16 v., '92, 5 g., ek. 132 þús. km. Áöur 950 þús. Tilboð 650 þús. M Benz 230 E '87, ssk., ek. 206 þús. km, einn eig., góður bíll. Áöur 780 þús. Tilboð 580 þús. Nissan Patrol 2.8 GR '95, grænn. Áður 1.950 þús. Tilboð 1.550 þús. Porche 944 S2, 220 ha, '89, 5 g., ek. 120 þús. km. Áður 1.250 þús. Tilboð 850 þús. ek. 122 þús. km. Áður 1.350 þús. Tilboð 950 þús. Cherokee Laredo 4,01, '90, 5 g., ek. 170 þús. km. Áður 780 þús. Tilboö 450 þús. '92, 5 g., ek. 132 þús. km. Áður 890 þús. Tilboð 550 þús. VISA - EURO - Skuldabr. Cherokee Laredo 4,0 I, '88, ssk., ek. 190 þús. km. Áður 490 þús. Tilboö 290 þús. Toyota Corolla 1300 XLi '95, 5 g., ek. 1130 þús. km. Áöur 750 þús. Tilboð 550 þús. v'i? ttolhgdrZa, g&guf IKfcA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.