Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 r>v 7 Fréttir Skattakóngur ársins neitaði að skjóta söluhagnaði undan skattinum: Vildi borga og vera frjáls - segir Guðni Helgason, áttræður rafvirkjameistari DV-MYND EINAR ÖRN JÓNSSON Skattakóngurinn „Ég er kominn meö krabbamein og á aö liggja á spítalanum en ég fór hingaö heim því ég vil vera hjá mínu fólki, “ segir Guöni Helgason. „Þetta eru engar tekjur heldur sölu- hagnaður sem kom óvænt upp í hend- umar á mér. Ég seldi húseign sem ég hef barist við í áratugi og sem hefur ekkert gefið af sér. Það hefur verið af- skaplega erfitt að leigja hana og ekki viðlit að selja hana þar til nú,“ segir Guðni Helgason, rafvirkjameistari og skattakóngur í Reykjavík að þessu sinni. Guðna, sem er áttræður að aldri og berst nú við krabbamein, er gert að greiða alls 49,8 miiljónir króna i tekju- og eignaskatta, ríflega 17 milljónum króna meira en sá sem næstur honum kemur. Guðni segir tekjumar í fyrra hafa verið vegna sölu húseignarinnar og lóðarinnar að Borgartúni 25 til 27. Hann segir söluhagnaðinn hafa verið mikinn enda hafi eignin að mestu ver- ið afskrifúð og fasteignaverð í há- marki. Vandræðagripur skilar arðl Þótt Guðni hafi átt von á að honum yrði gert að greiða áðumefhda upphæð í opinbera sjóði segir hann það hafa komið sér á óvart að skipa efsta sæti skattakóngalistans. Margir reyndu að forða fjármunum hans frá ríkissjóði en höfðu ekki erindi sem erfiði. „Það var alltaf verið að segja við mig að það væri ekkert vit í að vera að borga þetta í skatta heldur ætti ég að setja peningana í aðra eign og sleppa við skattana. Þetta leika aðrir sér að því að gera og það var reynt að inn- prenta mér að það yrði ég að gera en ég sagði bara nei. Ég hef verið með þessa eign síðan 1967 og hún hefúr oft- ast verið til vandræða. Það hefur verið erfitt að leigja hana og oft hafa leigj- endumir ekki borgað og kostað allra handa vesen. Það er mannskemmandi að standa f slíku. Ég varð áttræður í janúar og þó ég eigi einhver ár eftir lif- andi fer ég ekki að eyða þeim ölium í að glíma við þá vitleysu sem ég er bú- inn að standa í öll þessi ár - ég vil heldur borga skattana og vera laus. Rikið fær peningana og ég held að þeir megi vera ánægðir þar. Ég fæ engin ellilaun og ekki neitt. Ég er kominn með krabbamein og á að liggja á spít- alanum en ég fór hingað heim því ég vil vera hjá minu fólki. En þetta er lífs- ins lögmál og þýðir ekkert að tala um það,“ segir Guðni. Alltaf í skilum Guðni vill ekki upplýsa hver keypti eignir hans í Borgartúni. „Það er með ólíkindum hvað byggt er og hvað æðið er mikið í þjóðfélaginu og menn bjóða hátt. En það er aðallega lóðin sem ver- ið er að sækjast eftir og ég hugsa að þeir brjóti allt hér niður og byggi nýtt,“ segir hann. Samkvæmt heimildum DV er það Ingimundur hf. sem keypti af Guðna en forráðamaður þess félags er Ár- mann Friðrik Ármannsson. „Fyrir örfáum árum voru menn að tapa fasteignum út úr höndunum til bankanna því það komu engar tekjur inn á þær og þeir gátu ekki staðið í skilum. En ég hef sem rafvirkjameist- ari verið með menn í vinnu og haft mjög góða viðskiptavini og það hefur gengið vel alla tíð. Þannig að þó eignin stæði ekki undir sér gat ég alltaf bjarg- að málunum og hef reyndar ætíð stað- ið í skilum við alla. Ég er ánægðastur þegar ég er að borga mína reikninga og er frjáls," segir Guðni Helgason, skattakóngur höfuðborgarinnar í ár. -GAR Borgartún 25-27 „Þaö er aöallega lóöin sem veriö er aö sækjast eftir og ég hugsa aö þeir brjóti allt hér niöur og byggi nýtt, “ segir skattakóngurinn sem vildi ekki vera húseigandi lengur. Skattakóngar í Reykjavík 2000 ÍTT^ - í þúsundum króna -------- Nafn tieuaargjoia Tdquskattur og sérst tekjuskattw Útsvar 1. Guönl Helgason 49.797 35.717 12.844 2. Jón Þór Jónsson 32.383 23.317 8.290 3. Hinrik Thorarensen 14.877 10.451 4.044 4. Sverrir Ólafsson 12.500 9.024 3.319 5. Svavar Björnsson 12.489 8.656 3.297 6. Kjartan Gunnarsson 12.169 10.518 779 7. Guömundur A. Birgisson 11.378 10.270 144 8. Ásberg K. Pétursson 11.201 10.040 356 9. Indriöi Pálsson 10.941 8.029 2.377 10. Ólafur Jónsson 10.300 9.237 382 11. Höröur Sigurgestsson 10.278 7.156 2.675 12. Kári Stefánsson 10.012 7.282 2.710 13. Sveinn Eyjólfsson 9.669 6.701 2.241 14. Kristinn Björnsson 9.330 6.595 2.277 15. Skúli Jóhannsson 9.310 6.537 2.407 16. Stefán Sigurkarlsson 8.966 6.413 2.239 17. Guömundur Júlíusson 8.744 6.092 2.239 18. Geir Magnússon 8.627 5.997 2.396 19. Þóröur Magnússon 8.612 6.989 1.215 20. Ágúst Baldursson 8.485 5.978 2.328 21. Þórarinn V. Þórarinsson 8.323 6.286 1.642 22. Gunnlaugur Geirsson 8.153 5.081 1.881 23. Sveinn Valfells 8.136 5.783 1.615 Skattakóngar Vestf jaröa: Útgerðarmaðurinn efstur - ljósmóöir hærri en yfirlæknir Hinrik Vagnsson, útgerðarmaður í Hnífsdal, greiðir hæstu skatta Vest- flrðinga á þessu ári, samtals 7,5 millj- ónir króna. Næstur á eftir Hinriki er Marteinn Gíslason, sjómaður í Tálknafirði, með 5,9 milljóna króna heild- arskatta. Ásta Sigríður Gísla- dóttir ljósmóðir á Pat- reksfirði, greiðir 5,3 milljónir króna og Þor- steinn Jóhannesson, yf- irlæknir á ísafirði, greiðir 4,9 milljónir. í fimmta sæti er Ólafur Magnús- son, skipstjóri á Patreksfirði, en hon- um er gert að greiða 4,8 milljónir króna í heildarskatta. -GAR Skattakóngar á Vestfjörðum 2000 - í þúsundum króna Nafn HeSdara'öld Útsvar 1. Hinrik Vagnsson 7.487 2.121 2. Marteinn Gíslason 5.934 1.699 3. Ásta Sigriöur Gísladóttir 5.332 1.565 4. Þorsteinn Jóhannesson 4.913 1.358 5. Ólafur Magnússon 4.798 1.373 10,0 mllljónlr Kári Stefánsson. 9,3 millljónlr Kristinn Björnsson. 8,6 milljónir Geir Magnússon. 8,3 milljónlr Þórarinn V. Þórarinsson. Skattakóngar Reykjavíkur: Rafvirki borgar mest - múrari, brunavöröur og forstjórar stórfyrirtækja minna Guðni Helgason raf- virkjameistari greiðir 49,8 milljónir króna í opinber gjöld og er skattahæsti ein- staklingurinn í Reykjavik samkvæmt nýrri álagning- arskrá. Næstur Guðna er Jón Þór Jónsson, verslunar- stjóri i Nóatúni, en honum er gert að greiða 32,4 millj- ónir króna. í þriðja sæti er Hinrik Thorarensen fram- kvæmdastjóri, sem greiðir 14,9 milljónir. Þá fylgir Sverrir Ólafs- son rafmagnsverkfræðingur með 12,5 milljónir og í fimmta sæti listans yfir skattakónga Reykjavíkur er Svavar Bjömsson, en hann greiðir sömuleiðis 12,5 miUjónir. 32,3 mllljónlr Jón ÞórJónsson í Nóatúni. í sjötta sæti listans er að finna Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins, en hann á að greiða 12,2 milljónir. í sjöunda sæti er Guðmundur A. Birgis- son, kenndur við Núpa i Ölf- usi, með 11,4 miiljónir króna. I áttunda sæti Ásberg Kristján Pétursson, múrari og kvóta- greifi úr Hnífsdal, meö 11,2 milijónir. Níundu hæstu skatta ársins í Reykjavík greiðir Indriði Pálsson, fyrr- verandi stjómarformaður Eimskips og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, en hann greiðir samtals 10,9 milljónir. Fast á hæla Indriða fylgja Ólafúr Jónsson brunavörður og Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, meö 10,3 milljónir í skatfa hvor en tólfta sæti skattalistans skipar Kári Stefáns- son, forstjóri íslenskrar erfðagreining- ar, með 10,0 milljónir í skatta. Neðar á listanum má m.a. annars firma olíufor- stjórana Kristin Bjömsson hjá Skelj- ungi með 9,7 milljóna skatta í 13. sæti og Geir Magnússon hjá Esso með 8,6 milljónir í skatta í 18. sæti listans. Að lokum má nefna að Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, greiðir 8,3 miRjónir króna í skatta og skipar 21. sæti listans yfir mestu skatt- greiðendur Reykjavíkur að þessu sinni. -GAR Skattar á Reykjanesi: Apótekari borgar mest Róbert Melax, lyflafræðingur í Kópavogi, greiðir hæstu skatta einstaklinga í Reykjaneskjördæmi að þessu sinni en álögð gjöld hjá honum eru 21 milljón króna. Næstur á eftir Róbert er Stefán Þorvaldur Tómasson úr Hafn- arfirði með 19,2 milljóna króna skatta en María Tómasdóttir úr Garðabæ greiðir 16,4 milljónir, Guðmundur Sævar Lárusson, sjómaður úr Grindavík, greið- ir 12,4 milljónir króna og Eiríkur Sigurðsson á Seltjarnamesi á að borga 11,2 milljónir. -GAR Skattakóngar á Reykjanesi 2000 - í þúsundum króna Nafn Heðdargjöld 1. Róbert Melax, Kópavogl 21.086 2. Stefán Þorvaldur Tómasson, Hafnarfirði 19.221 3. Maria Tómasdóttir, Garöabæ 16.376 4. Guðmundur Sævar Lárusson, Grindavík 12.332 5. Eiríkur Sigurðsson, Seltjarnarnesi 11.203 6. Pétur Björnsson, Garðabæ 11.117 7. Marta Sigriöur Björnsdóttir, Garöabæ 10.760 8. Benoný Þórhallsson, Grindavík 10.350 9. Jón tsfeld Karlsson, Garöabæ 10.124 10. Siguröur V. Sigurösson, Reykjanesbæ 9.744

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.