Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 28
Heimsmeistaraeinvígið: Kasparov tapaði Siðastliðinn sunnudag hófst ein- ** vígi um heimsmeistaratitilinn í skák á milli Vladimirs Kramniks og Garrís Kasparovs. Er tefLt í London og var önnur skákin tefld í gær. Kasparov hefur ekki teflt einvígi um titilinn síðan hann tefldi við Anand í New York 1995. Eftir til- þrifalitið jafntefli i fyrstu skákinni tapaði Kasparov annarri einvigis- skákinni í gær eftir slæman afleik í mun verri stöðu. Næsta skák verð- ur á morgun og verður spennandi að sjá hvort Kasparov endurtekur leikinn frá 1995. Þá varð hann fyrri til að tapa en vann síðah fjórar af næstu fimm skákum. Tefldar verða 16 skákir. I gær lagði Alexei Shirov fram kæru á hendur Kasparov á Spáni fyrir samningsrof um einvígi en Shirov sigraði Kramnik í einvígi um hvor ætti að mæta kappanum. Kasparov sagði að honum hefði ekki tekist að flnna kostanda og því varð ekkert af því einvígi. -SB Vatnsendaland: Sáttin staðfest Sátt landeigenda Vatnsendalands og bæjaryfirvalda í -kKópavogi um eignar- nám hinna síðar- nefndu á landinu var staðfest á fundi bæj- arstjómar í gær, að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar, forseta bæjarstjómar. Sáttin hafði áður verið samþykkt í bæjarráði. Atkvæði á bæjarstjómarfundinum i gær féllu þannig að sáttin var sam- þykkt með 7 atkvæða meirihluta gegn 4 atkvæðum minnihluta. Málið er nú til meðferðar hjá skipulagsnefnd Kópa- vogsbæjar. -JSS Ajmann Kr. Ólafsson. Bíll valt í hálku Um sexleytið i morgun valt Pajero- j. jeppi á Reykjanesbrautinni við Straum. Fólkið sem í bilnum var slapp ómeitt, en bíllinn skemmdist talsvert og var fjarlægður af slysstað með kranabifreið. Óvist er um tildrög bíl- veltunnar, en talsverð hálka var á göt- um á höfúðborgarsvæðinu í morgun og fór Vegagerðin í hálkueyðingu á Reykjanesbrautinni í morgun. -SMK Eldur í bíl Eldur kom upp í fólksbifreið i Dals- hrauni í Hafnarfirði um ellefuleytið i gærkvöldi. Slökkviliðið var kaliað á staðinn, en bíllinn logaði glatt þegar að var komið. Nærstöddum bflum stafaði ekki hætta af bflnum og engin slys urðu á fólki. Óvíst er um upptök elds- '^ins, en lögreglan kannar nú málið. Bfllinn var fjarlægður með kranabif- reið og er hann talinn ónýtur. -SMK FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 Indianar stoðva smalamennsku Þeir létu sig ekki vanta, pollarnir úr Hveragerði, þegar Skrautreiðin hófst við Kambana á dögunum. Að indíánastíl höfðu þeir makað sig í framan - og í þetta skipti ekki með síðri máiningu en vel þroskuöum bláberjum og hrútaberjum. Sögðust þeir ætla að sitja fyrir þeim smalamönnum á leiðinni. Bogar og örvar væru til þess að tefja þá smalamenn aöeins, ekki til að meiða neinn. Fundað um innflutning á fósturvísum úr norskum kúm: Tilraunin kemur vissulega til greina - segir ráðherra sem tekur ákvörðun innan skamms Rætt um rök Dýralæknar, búfjársérfræðingar, fulltrúar úr mjðlkuriðnaöi, bændur og leikmenn ræddu um innflutning fósturvísa úr norskum kúm í gær. „Vissulega kemur til greina að leyfa þessa tilraun. Hún getur orðið merkileg samanburðarrannsókn. Menn yrðu síðan að taka ákvörðun um framhaldið eftir 6-8 ár,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra við DV í morgun. Ráðherra átti fund með dýra- læknum, búfjársérfræðingum, mönnum frá mjólkuriðnaði, bænd- um og leikmönnum í Mjólkurbúi Flóamanna í gær. Þar voru til um- ræðu rökin fyrir samanburðartil- raun á norskum og íslenskum kúm vegna hugmynda um innflutning hingað til lands á fósturvísum úr norskum kúm. „Þama var tekist á um rök í mál- inu og farið yfir hver áhættan væri, ef hún væri yfirleitt til staðar,“ sagði ráðherra. „Tilraunin gengur út á að bera saman þrjá flokka, í fyrsta lagi íslenska kú, í öðru lagi norska kú og þriðja lagi blend- ingskú, ef menn vilja sjá hvað kem- ur út úr því að sækja vissa eigin- leika í norsku kúna til að styrkja það sem veikast er í íslensku kúnni. Niður- staða fundarins er sú að flutningur með fósturvísum er mjög áhættulít- ill.“ Aðspurður um hvort eitthvað mælti gegn inn- flutningi á fóstur- vísum sagði Guðni það „fyrst og fremst tilfinn- ingaleg rök“. „Hvað sykur- sýkina varðar kom glöggt fram á fundinum að hægt er að velja fóst- urvísa með það í huga að engar breytingar verði í þeim efnum. Mér fannst fundurinn fróðlegur og mjög DV-MYNDIR NH Akvarðanataka Landbúnaðarráðherra á fundinum í gær. Hann tekur ákvörðun innan skamms. gagnlegur," sagði ráðherra. „Öll gögn eru komin fram í málinu og nú er þetta eina eftir, að taka ákvörð- unina. Það mun ég gera á næst- unni.“ -JSS Siglufjörður: Kaupfélagsstjórinn rekinn „Ég er búinn að starfa hér í 15 ár og hef aldrei gert neitt af mér,“ sagði Guðleifur Svanbergsson, kaupfélagsstjóri á Siglufirði, sem var látinn taka pokann sinn þegar hann mótmælti fækkun starfs- manna í Strax-verslun sinni sem rekin er af KEA. „Við vorum fá og enn átti að fækka. Ég ætlaði bara að standa með mínu fólki en þá var ég ekki talinn samstiga yflrmönnun- um á Akureyri og rekinn,“ sagöi kaupfélagsstjórinn í morgun en eig- inkonu hans var einnig sagt upp störfum en hún hafði starfað með manni sínum í kaup- félagsbúðinni. Ellert Gunnsteins- son, deildarstjóri Strax-verslana KEA sem eru 11 talsins, sagði í morgun að uppsögn kaupfélags- stjórans á Siglufirði hefði verið óhjá- kvæmileg: „Menn áttu einfald- lega ekki samleið. Þessi verslun á Siglu- firði var og er rekin á Siglufjörður Ólga í bænum. þremur og hálfum starfs- manni eins og við gerum víðast hvar annars staðar. Þetta er alveg hægt þó svo kaupfélagsstjórinn á Siglu- firði haldi öðru fram,“ sagði Ellert. Guðleifur kaupfélags- stjóri á Siglufirði er nú far- inn að líta í kringum sig eftir nýju starfl: „Ætli ég verði ekki að fara suður ef vinnumarkaðurinn hér á Siglufirði hefur ekki not fyrir mig.“ -EIR Gæði og glæsileiki smaft Csólbaðsto f~að Grensásvegi 7, sími 533 3350. brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.