Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 14
14 Menning Milli hringsins og keilunnar Valgeröur Hauksdóttir: Vænting Misjafnlega myrkvaðir fletir gætu verið tilbrigði um stórasvelg, ystu myrkur eða dauðann... Valgerður Hauksdóttir á að baki langan og farsælan feril sem grafíklistamaður og nýjustu verk hennar í Gerðarsafni eru öðrum þræði þrykkimyndir á pappír. Samt er engin leið að ílokka þau með þeirri graflk sem við sjáum hvunndags í hinum ýmsu galleríum bæjarins. Sem helgast ekki einvörðungu af því að verk Valgerðar eru að jafnaði vandaðri og metnaðar- fyllri en megnið af umræddri gallerígrafik, heldur er markmið hennar annað en grafík- listamannsins, nefnilega að nota graflktæknina í bland við aðra tækni til að skapa einstök og heildstæð myndverk sem keppt geti við mál- verk og margháttuð afbrigði þess á eigin for- sendum. Og ekki í fyrsta sinn sem Valgerður reynir á þanþol grafíklistarinnar; mér er minn- isstæð sýning í Hafnarborg þar sem hún notaði bæði innsetningartækni og tónlist bróður síns, Þorsteins, til jafns við þrykkimyndir sínar. Ný verk hennar eru því réttnefnd „myndverk á pappír", vegghengi með lista á efri og neðri kanti sem að því leyti minna á pappírsrollur austurlenskra listamanna. Yfir- og undiriag Hins vegar má segja að í sjálfri samsetn- ingu verkanna renni saman vestræn klippi- myndahefð og nýlegri tilvitnanastíll sem stundum er kenndur við ameríska „frumpopparann" Robert Rauschenberg. Hér á ég við að listakonan leggur misjafnlega þunnan og áprentaðan pappír ofan á hand- gerðan japanpappírinn sem er grunnur þess- ara hengimynda, oftast nær með skýrum lá- réttum og lóðréttum áherslum; eykur stund- um pensildráttum við undir- eða yfirlag. Þar sem þessi pappír er þynnstur gerir hann ekki meira en hylja undirlagið; þar með opnast listakonunni möguleikar á lagskiptingu inn- taksins og áhorfandanum dýpt - það er sýn inn í innheima - flatarins. Myndlist Ekki er einasta umgjörð og frágangur þessar- ar sýningar, sem listakonan nefnir „Púls“, metnaðarfull, heldur einnig yfirlýst inntak hennar. Sýningunni er ætlað að lýsa hvorki meira né minna en viðhorfum listakonunnar til „hrynjandi lífs og dauða og samspils ólíkra þátta náttúrunnar og gegnsæis hennar“, til „fíngerðra markanna milli lífs og dauða, milli efnis og andefnis og fegurðarinnar í hinni ei- lífu hringrás", svo vitnað sé til aðfaraorða í skrá. Á prógramminu Þetta „prógramm" liggur misjafnlega ljóst fyrir í verkunum. Sumt af því kemst vissulega til skila, til dæmis í ýmiss konar samspili hvelfdra og hringlaga forma sem minna á allt í senn: brjóst, fræ, sól/mána og aðrar frumgerð- ir ævagamalla tákna. Annað gæti sem best verið hrein og klár myndræn tilvitn- un í „Tímann og vatnið" þar sem stendur: „Á horn- réttum fleti/milli hringsins og keil- unnar/vex hið hvíta blóm dauð- ans.“ Fíngerð fiðr- ildi minna óneit- anlega á þau „fín- gerðu mörk“ sem listakonan talar um, eða forgengi- leikann yfirleitt, litlar myndasögur við útjaðra verk- anna virðast segja örlagasögur af manneskjum og misjafnlega myrkvaðir fletir í ýmsum verkunum gætu verið til- brigði um stóra- svelg, ystu myrk- ur eða dauðann... Þessi sýning Valgerðar er fá- gætlega vönduð, það fer ekki á milli mála. Samt sem áður fæ ég ekki varist þeirri hugsun að sumar listsýningar geti verið svo gagn- vandaðar, þaul- skipulagðar og alvöruþrungnar að beinlínis þyrmi yfir hinn venjulega áhorfanda. Eins ankannalega og þetta kann að hljóma. Ég er ekki að halda því fram að þessi sýning sé þeirrar náttúru, en feg- inn vildi ég sjá þessa ágætu listakonu sleppa fram af sér beislinu í ríkari mæli en hún hefur gert til þessa. Aðalsteinn Ingólfsson Valgeröur Hauksdóttir: Púls. Geröarsafn til 29. okt. Opiö þrið.-sun. kl. 11-17. Leiklist Sundurlyndi skemmtikrafta Það er allt öðruvísi að fara í leikhús á Ak- ureyri en í Reykjavík. í gömlu og glæsilegu húsnæði Leikfélags Akureyrar hellist yfir mann sú ljúfa tilfinn- ing að maður sé stadd- ur í félagsheimili úti á landi. Það er ekki suss- að heldur kallað. Mað- ur heyrir ekki dempað dömufliss heldur há- væran hrossahlátur. Og í hléinu hittir fólk frændur sína og frænk- ur, ekki pelsklædda kortagesti reykvisku leikhúsanna. Eftir þessar lýsingar mætti e.t.v. ætla að leikhúsrýnir hafi upp- lifað sig sem undanvill- ing i leikhúsinu á Ak- ureyri um helgina. Hér skal þó fullyrt að að- komumönnum getur liðið þar alveg eins og heima hjá sér. Gleðigjafamir, verk Neil Simon, er þýtt og staðfært af Gísla Rúnari Jónssyni. Gísla tekst vel upp með að láta verkið gerast á Akureyri og skýtur föstum skotum að nágrannasveitarfélag- inu Dalvík, sem fellur ákaflega vel í kramið hjá heimamönnum. I verkinu segir frá Villa Breiðfjörð og Kalla Frímanns sem voru einhverju sinni frægustu skemmtikraftar á íslandi en slitu samstarfi vegna sundurlyndis. Þegar áhorfendur fá að kíkja á þá eru ellefu ár síðan þeir yrtu síðast hvor á annan. Villi býr einn í örlítilli íbúð á Akureyri og Kalli hjá dóttur sinni á Dalvík. Benni Frímanns, umboðsmaður og frændi Villa, hefur bókað þá í skemmtiþátt á Stöð tvö, en þrautin þyngri er að fá karlana til að brjóta odd af oflæti sínu og gleyma fornum væring- um. Æfingatímabilið verður strembið, aldeilis ekki laust við áföll, en óneitanlega fyndið. Kómískir gigtartaktar Þráinn Karlsson leikur Villa Breiðfiörð og túlkar hráslagalegt skaplyndi hans frábærlega vel. Hver setning sem lögð er honum í munn er fyndin og Þráinn nær líka að vinna persónu sinni örgrannan harmrænan undirtón. Aðalsteinn Bergdal er Kalli Frímanns, sem ekki er nærri eins mikið meinhorn og Villi, en á sína slæmu daga. Aðalsteinn leikur þetta gamal- menni með kómískum gigtartöktum, áreynslu- laust og fagmannlega. Skúli Gautason leikur frændann Benna; þann sem reynir að stilla til friðar og fá karlana til þess að taka skynsamlegar ákvarðanir. Hann er í hlutverki þess sem fær yfir sig brandara og sví- virðingar en segir aldrei neitt fyndið sjálfur - nokkurs konar leikmunur í gamanleiknum. Skúli kemst vel frá þessu þó að stundum gætti nokkurs óöryggis í fari hans. Því miður voru leikarar i aukahlutverkum alls ekki nægilega sterkir og aftur helltist yfir mann félagsheimilistilfinningin - nú með nei- kvæðum formerkjum. Leikfélag Akureyrar verð- ur að leggja meiri rækt við smáatriðin ef það ætlar að halda sinni stöðu sem atvinnuleikhús. Aukahlutverk eru þó lítil og ekki komu gallarn- ir á þeim alvarlega niður á heildannyndinni. Til þess var andrúmsloftið of ljúft, umgjörðin of snot- ur og Þráinn og Aðalsteinn bara allt of góðir. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Leikfélag Akureyrar sýnir: Gleöigjafana eftir Neil Simon (2. sýning, 21.10.). Þýöing og staöfærsla: Gisli Rúnar Jónsson. Leikmynd og búningar: Hallmundur Kristinsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikstjóri: Saga Jónsdóttir. jVLÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 __________________x>v Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Hún málaöi bæinn rauðan Hún breytti þvottavél í skotpall fyrir eld- flaugar. Hún málaði myndina „Hlandblautar löggur". Hún barðist gegn listasnobbi borg- arastéttarinnar og ranglæti auðvaldsins. Hún vildi afmá mörkin milli lífs og listar og talaði um „sífellda uppreisn í lifandi póesíu og póli- tík“. Hún hleypti upp fundi til heiðurs Hall- dóri Laxness og stöðvaði útsendingu kana- sjónvarpsins. Hún var listmálari, ljósmynd- ari, kvikmyndagerðarmaður, fýrirsæta, hönnuður veggspjalda og pólitískra tímarita. Hún var af sumum álitin dópisti sem heföi gert eina misheppnaða kvikmynd. Hún mál- aði bæinn rauðan og hún hét Róska. Ef ykkur langar til að fræðast frekar um Rósku þá er lag í dag. Klukkan 3 eftir hádegi i dag verður sýning Rósku í Nýlistasafninu við Vatnsstíg skoðuð undir leiðsögn Hjátmars Sveinssonar sýningarstjóra á vegum Opna Listaháskólans. Á eftir verða umræður í kaffihúsi sýningarinnar um Rósku: Hvers konar listamaður var hún? Hafa verk hennar og viðhorf eitthvað að segja á okkar tímum? ART2000 í dag kl. 17 halda Paul Lansky og Trevor Wishart fyrirlestra um raf- og tölvutónlist í Salnum og í kvöld kl. 20 hefiast þar tónleikar þar sem leikin verður tónlist eftir þá báða og Tinnitus að auki. Einnig verða tónleikar á Gauki á Stöng í kvöld kl. 22. Á morgun kl. 17 flytur Don Buchla fýrir- lestur í Salnum og um kvöldið kl. 20 verða tónleikar á sama stað þar sem leikin verða verk eftir Helga Pétursson, orgelkvartettinn Apparat, Edgard Varese, Don Buchla og Pet- er Apfelbaum. Tónleikar hefiast svo á Gauki á Stöng kl. 22 þar sem Don Buchla og vinir koma fram. Tímaörk Málverkið „Tímaörk" eftir Eyjólf Einars- son birtist því miður á hvolfi í DV á föstudag sem hér leiðréttist. Það er á sýningu hans í listasalnum Man við Skólavörðustíg til 29. október. Ný landnám í listheimi Á miðvikudaginn kl. 12.45 flytur Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður opinn fýrirlest- ur í Listaháskólanum, Skipholti 1, stofu 113, og fiallar meðal annars um landnám nýrra og ókunnra svæða í myndlist og þörfina fýrir að stíga út fýrir hinn gefna og vemdaða list- heim. Auk þess mun Halldór fialla um síð- ustu þreifingar sínar í myndlist. Dögg á vatni Á námskeiðinu „Að sjá dögg á vatni (eða listin að sýna það augljósa)" í Opna Listahá- skólanum sem hefst annað kvöld verður fiall- að um nokkra helstu strauma í samtímalist en einkum dvalið við afstöðu og efhistök listamanna sem ganga út frá þvi að hvers- dagsleikinn og klisjan sé mesta undrið. Gerð- ar verða einfaldar tilraunir með myndbönd, hljóð og gjöminga og lögð áhersla á þátttöku í umræðum. Kennari er Þorvaldur Þorsteins- son myndlistarmaður og kennt verður í Skip- holti 1. Á fimmtudagskvöldið hefst námskeið í myndgerð í Skipholti 1. Fjallað verður um litameðferð, pappírsnotkun og einfaldar graf- íkaðferðir. 30 okt. hefst námskeið um „Dlustrator" sem er hlutkennt vector forrit og byggist upp á línuteikningu. Nauðsynlegt er að þátttak- endur hafi grunnþekkingu á photoshop.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.